Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 2. iúní 1978 VTSIR VÍSIR / Utgefandi: Reykjaprcnt h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrui: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Petursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir. Edda Andresdóttir, Elias Snæland Jóns'son, Guðjon Arngrimsson, JOn Einar Guðjonsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdottir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes. Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Palsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson. Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Jon Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingarog skrifstofur: Siðumúla8. simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 _Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur HUGMYNDAFRÆÐI- UGT UPPGJÖR Úrslit kosninganna síöastliðinn sunnudag hafa óneitanlega valdiö talsverðu umróti í stjórnmálalífinu. Vinstri meirihluti er tekinn við i Reykjavik og menn velta vöngum yfir styrkleikahlutföllum flokkanna með tilliti til hugsanlegrar stjórnarmyndunar að loknum þingkosningum. Þvi er ekki að neita að kosningarnar mörkuðu straum- hvörf i pólitisku valdatafli. Eðlilegt er að menn velti vöngum yfir þessari nýju taflstöðu með tilliti til stöðu flokkanna og þeirra einstaklinga sem í forystu eru. En hitt er ekki síður mikilvægt að íhuga hvort kosningarnar marka i raun og veru jafn.skörp skil í hugmyndafræði- legum efnum. óhætt er að fullyrða að kosningarnar hafi snúist um afmarkaðri málefni en svo að unnt sé að fullyrða að kjörseðlarnir séu ótvírætt merki um afgerandi fráhvarf fólks frá frjálshyggju og til sósíalískrar hugsunar. En af því að kosningaúrslitin gefa tilefni til aðætla að í framkvæmd stjórnarstefnu geti orðið breyting á í þess- um efnum bæði i borgarmálum og landsmálum væri æskilegt að kalla fram meiri umræður um hugmynda- fræðilegan ágreining stjórnmálaflokkanna. Prófessor ólafur Björnsson gaf í síðustu viku út bók sem ugglaust getur orðið markvert f ramlag til málefnalegrar umræðu af því tagi. I bók sinni f jallar prófessor ólafur um frjálshyggju og alræðishyggju og leitast við að svara ýmsum áleitnum * hugmyndafræðilegum spurningum. I framhaldi af kosningaúrslitunum er t.d. eðlilegt að menn velti þvi fyrir sér hvort hætta sé á að alræðishyggjan verði frjáls- hyggjunni yfirsterkari i stjórnarframkvæmdum. Prófessor ólafur Björnsson tekur þetta álitaefni til meðferðar út frá almennum sjónarmiðum. Hann heldur því fram að því er varðar hættuna innan frá# að hún sé umfram allt fólgin í því að þeir sem ekki geti hugsað sér að búa við annað þjóðskipulag en það/ er byggir á hug- sjónum frjálshyggju geri sér ekki nægilega grein fyrir þeim skilyrðum sem fullnægja þarf til þess að það þjóð- skipulag fái staðist. I þessu sambandi segir hann að mikilvægt sé að gera sér Ijóst að þótt frjálshyggjan feli bæði i sér lýðræði og frelsi þá sé frelsið öllu mikilvæg- ara. Kjarni málsins er sá að persónufrelsið stendur í órjúfanlegum tengslum við dreifingu valdsins. ólafur Björnsson tekur meira að segja svo sterkt til orða að dreifing hagvaldsins sé grundvallarforsenda persónu- frelsis. Þaðer einfaldlega ekki nóg að aðhyllast hugsjón- ir mannréttinda og persónufrelsis, menn verða líka að vilja fara þær leiðir sem gera kleift að viðhalda því þjóð- skipulagi. Hættan sem steðjar að frjálsum þjóðfélögum er með öðrum orðum sú, að til valda komist menn sem í raun og veru eru fylgjandi persónufrelsi en samþykkja ekki einu leiðina sem fara verður, ef það markmið á að nást. Mannlegur sósíalismi er aðeins til sem fræðikenning eft- ir innrásina i Tékkóslóvakiu en þekkist hvergi í raun- veruleikanum. Ólafur Björnsson bendir réttilega á þá óumflýjanlegu staðreynd, þar sem ríkisvaldið á að ákveða öll þau mark- mið sem að er keppt í efnahagsmálum og öðrum efnum, þá verður það lika að hafa vald til að knýja borgarana til samþykkis við þau markmið og fylgja þeim eftir. En valdið sem til þess þarf er umfram allt umráð yfir at- vinnutækjum, f jölmiðlum og fræðslustofnunum. Nú er búið að kveða upp dóm yfir ríkisstjórninni. Það uppgjör eru úr sögunni. Hugmyndafræðilega uppgjörið býður þingkosninganna. Askriftargjald er kr. 2000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaöaprent h/t. BÍLAKAUPOG GENGISFUUNG Hér á landi, þar sem gengisfellingar eru hvers- dagslegur viðburður, reyn- ir oft á fyrir dómsstólum ýmis vandamál, sem upp koma í því sambandi. Hér á eftir verður þó reifaður nokkuð óvenjulegur úrskurður, þar sem maður fór fram á að fá yfirráð bils með innsetningargerð fógeta, en málsaðila greindi á hvort kaup hefðu tekist fyrir gengisfellingu. tJrskurö þennan kvað upp borsteinn Thorarensen borgar- fógeti. Kaupin afráðin i gegnum síma? Málsatvik voru þau, aö J. hringdi til fyrirtækisins E. þann 15. des. 1972 um hádegið og spurði H. sölumann fyrirtækisins hvort fyrirliggjandi væru jeppabifreiö- ar af geröinni W., en hinn sama morgun hafði auglýsing um bif- reiðar þessar birzt i Morgunblað- inu ásamt verði þeirra. H. svar- aði þessu jákvætt og að verðið væri hagstætt, þar sem keyptar heföu verið i einu lagi 25 bifreiöar allar eins, og eins litar, og væru nú 5 eftir. Verðið væri kr. 676.000 en kr. 692.000 með öryggisbeltum, ryðvörn og hlifðarplötu undir bensingeymi. Gerðarbeiðandi kveöst nú hafa boðið fram ákveðna greiðsluskilmála þ.á.m. 300.000,- kr. strax. H. hefði sagt, aö hann þyrfti aö spyrja yfirmenn sina og varð það að samkomulagi að J. hringdi siðdegis sama dag. J. hringdi svo aftur milli kl. 15.30 og 16.00 og kvað hann H. sölu- mann þá hafa sagt sér að tilboð hans hefði verið samþykkt, með Svala Thorlacius hdl. skrifar um mál er reis vegna kröfu manns um að fá innsetningu i bílkaup á sama verði og upp hafði verið gef- jð fyrir gengisfellingu.^ vissum breytingum. Geröarbeið- andi J. sagðist hafa samþykkt, þetta gagntilboð og kvaðst lita svo á, að kaupin hafi tekizt á þvi augnabliki og væru réttarkröfur hans i samræmi við þaö. Telji hann það einnig hafa verið skiln- ing H., þar sem hann hafi sagt sér að koma strax og velja sér eina af þeim þrem bifreiðum sem væru til staðar á verkstæðinu J. fór þangað ásamt kunningja sinum HV., og kom þá i ljós, að ein þessara þriggja bifreiða var gölluð og kom ekki til greina, þannig að um tvær bifreiðir var að ræða. önnur hafi verið komin á bifreiðalyftu og ekki tök á að skoða hana, og hafi J. þvi beðið H. að velja fyrir sig þá er hann teldi betri. H. hafi færst undan þvi og lagt til að verkstæðismaður sá, er yfirfæri bifreiðarnar gerði það. En fremur sagði J. að H. hefði sagt sér að bifreiðin yrði væntan- lega tilbúin 20. des. ef ekki stæði á ryðvörn. Neitaði að taka við greiðslu eftir gengisfellingu Þá hélt J. þvi fram að H. hefði sagt sér að hann skyldi koma árdegis mánudaginn 18. des. með fyrstu greiðsluna. Það hefði hann gert, en þá hafi H. neitað aö taka við henni, enda verð bifreiðarinn- ar hækkað siðan þeir töluðu sam- an siðast, og raunar hafi orðið ný skráning gengis um helgina 17. desember. Gerðarbeiðandi J. skrifaði fyr- irtækinu E þvi næst ábyrgðar- og hraðbréf, þar sem hann krefst þess að staðið verði við kaupin, og svaraði gerðarþoli einnig með ábyrgðar- og hraöbréfi, þar sem þvi er mótmælt að kaup hafi veriö komin á, verð bifreiöarinnar hafi verið áætlaö, endanlegt verö ekki legiö fyrir, enda hafi bifreiðin ekki náð tollafgreiðslu. Krafa um innsetningar- gerð í kaupin J. krafðist þess nú aö veröa meö fógetagerö settur inn i umráð jeppabifreiðar af W. gerð smiðaár 1973, gegn greiöslu af sinni hálfu á kr. 300.000,- i pening- um og afhendingu á 10 vixlum fyrir afgangi kaupverðs, stimpil- gjaldi og forvöxtum á vixlunum, auk málskostnaðar. Gerðarþoli HIÐ NÝJA TUNGUIHÁL STJÓRN- MÁLANNA Nú ber allt upp á sama daginn i islenzku þjóðlifi. Miklir kosninga- sigrar og ósigrar eru að baki og óvissa framundan. Hjá þeim sem töpuðu er þegar farið að ræða um margskonar endurnýjun innan flokkanna, þótt þannig sé um hnútana búið, að þingkosningar verður að heyja án nokkurra breytinga, enda allt ákveðið og fastmælum bundið i þeim efnum. Jafnframt þessum sviptingum heldur verkalýðsforustan i land- inu áfram jafnt og þétt að sauma að viðsemjendum sinum með út- flutningsbanni og væntanlegu banni við yfirvinnu, og voru þó bráðabirgðalög sett til að friða þennan arm samfélagsins. Lýðskrumsnótan Kjörfylgi er nú orðið mikið breytilegra en áður var, þannig að losnað hefur um flokksbönd með skjótari hætti en nokkurn gat órað fyrir. Það hefur oft áður blásið gegn stjórnarflokkum, t.d., en það hefur litlu breytt um kjör- fylgi þeirra. Nú er eins og orðið hafi kynslóðaskipti, og yngra fólk neyti atkvæðisréttar sins af meira frjálsræði og með meiri sveiflu en áður þótti við hæfi. Þetta er svo sem gott og blessað. Hitt er vafamál að flokkar séu viö þvi búnir að breyta til um starfs- hætti, þannig að á öllum tfmum liggi þeir með eyrað við dyr kjós- andans til að hlusta eftir þvi hvernig lýðskrumsnótan skuli slegin. Einar Olgeirsson og úti- skúr viö Bröttugötu Sérkennilegustu mál, sem áður fyrr þótti ekki við hæfi alvöru- stjónmálamanna að ræða, eru orðin sterk á atkvæðasviðinu. Má þar til taka húsavernd, sem bein- ist m.a. að þvi að láta hvert kofa- hróf standa þar sem það var sett niður i árdaga. Og þótt það sé að hruni komið eða brunnið að hálfu, skal það samt standa, af þvi kjós- andinn hefur alls ekki samþykkt, að menn eða máttarvöld megi við þvi hrófla. Mér er sem ég hefði séð stjórnmálamann á borð við Einar Olgeirsson halda þrumandi þingræðu um gamlan bárujárns- kumbalda við Bröttugötu. Við getum gert okkur i hugarlund hvernig Hermann Jónasson hefði farið aö þvi að flytja orðvanda og hnitmiðaða ræöu um þakskegg i Þingholtunum, sem bæri að endurnýja vegna sögulegs gildis. Nú skal þvi ekki mótmælt að gömul hús og ytra byrði húsa frá fyrri tið getur veriö merkilegt. Og segja má að gamli miðbærinn hefði um langa hrið getað hýst mikið og fjölskrúðugt mannlif, m.a. hluta þess, sem nú er komiö upp undir Rjúpnahæð. Þetta eru fyrst og fremst skipulagsatriöi og lánamál, en þau hafa nú verið löguð góðu heilli hvað gömul hús snertir, þótt hvergi sé nærri nóg að gert i þeim efnum. Engu að siður skyldi hafa i huga, að mikið af gömlum húsum er það illa komið aö réttara væri aö byggja nýtt i gamla stilnum, og þá úr samskonar efnivið, ef það þykir henta, en endurbyggja þaö. Og fyrst að gluggastrompar bygg- ingarstils eftirstriðsáranna eru fyrir bi, eins og sést á tillögum um byggð i kringum Alþingis- húsið, er ekki fráleitt að hugsa sér að hefja aftur aö byggja báru- járnsklædd timburhús út um alla borg til að ungt fólk með hugsjón- ir geti fengið friö i sálinni. Ekki einungis gömul hús Hið nýja tungumál stjórnmál- anna snýr auðvitaö ekki einungis að gömlum húsum. Umhverfis- vernd er þung á metunúm, og verður þaö á stjórnmálasviðinu næstu áratugi. Gott er að taka daginn snemma hvað þetta snert- ir hér á landi, enda er umhverfis- vernd i fullum gangi hér, þótt eitthvað skorti á verkefnin, þar sem við erum ekki orðin, og verö-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.