Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 3
vísift Föstudagur 2. júní 1978 3 '.V c% %A v hrogn úr þessum fiski sem ég hef neyðst til að drepa hefðu verið klakin út og seiðin alin gætu þau skilað hundruðum milljóna króna i verðmæti. Þetta er bara per- sónulegt hatur á mér sem ræður þessu”, sagði Skúli. Fær helmingi hærra verð en markaðsverð Til þess að flytja fiskinn á milli þarf heilbrigðisvottorð frá fisk- sjúkdómanefnd og að sögn Skúla hefur það ekki fengist á þeim for- sendum að grunur léki á þvi að smitandi nýrnaveiki væri i eldis- stööinni að Laxalóni. Skúli sagði að slikar fullyrðingar væru raka- laus lygi. Þeir sjúkdómar sem fundist hefðu i laxi i Laxalóni hefðu stafað af of háu sýrustigi i vatninu en ekki smitsjúkdómum. Auk þess hefði regnbogasilingur- inn verið alinn upp i vatni sem kæmi úr allt öðrum uppsprettum. Þá sagði Skúli að hann hefði alltaf fengið leyfi tii að flytja út hrogn. t vor hefði hann flutt út talsvert magn af hrognum og hefði hann fengið helmingi hærra verð fyrir þau en almennt markaðsverð i Evrópu. Söluverð hvers hrogns hefði verið á aöra krónu stykkið. Hann hefði flutt út hrogn til sama fyrirtækis i Frakk- landi i mörg ár. stjóra. Efni bréfsins er þannig: „Ég hef lagt bréf yðar frá 18. f.m. um eldi á regnbogasilungi i sjó fyrir fisksjúkdómanefnd. Að athuguðu máli telur nefndin sér ekki fært að mæla með þvi að regnbogasilungur sé fluttur úr eldisstöðinni að Laxalóni að svo stöddu. Ástæðan er sú að verið er að kanna hvort regnbogasilungurinn kunni að hafa sýkst af smitandi nýrnaveiki en svo hagaði til i stöðinni að smit hefði getað borist frá veikum fiski i tjarnir, þar sem regnbogasilungur var geymdur. Viröingafyllst Páll A. Pálsson”. Skúli sagði að sér væri ekki kunnugt um að neinar rannsóknir hefðu verið gerðar i Laxalóni á regnbogasilungnum frá þvl i febrúar og sér væri Jpað óskiljan- legt með öllu hvernig Páll gæti fullyrt i öðru bréfinu að enginn nýrnasjúkdómur væri i regn- bogasilungnum og i hinu að svo kynni að vera. ósamhljóða umsagnir. Skúli sýndi fréttamönnum heil- brigðisvottorð frá yfirdýralækni undirritað af Páli A. Pálssyni dagsett 9. mai 1978 en það var gefið út með hrognafarmi sem fór til Frakklands. Þar segir: „Nýrnasjúkdómur af völdum sýkla hefur ekki fundist i regn- bogasilungsstofninum i þessari eldisstöð”. Skúli sýndi fréttamönnum annað bréf einnig undirritað af Páli A. Pálssyni en hann á sæti i íisksjúkdómanefnd. Er það svar- bréf til Más Elissonar fiskimála- Tapað stórfé i gegnum árin Einnig sýndi Skúli fréttamönn- um mörg skeyti erlendis frá sem annaðhvort voru pantanir á gifur- lega miklu magni af hrognum eöa fyrirspurnir og samningstilboð. Þar sem hann hefði verið ein- angraður að Laxalóni með regn- bogasilunginn og ekki fengið leyfi til að flytja hann i aðrar stöðvar hefði hann ekki getað framleitt upp i þessar pantanir og gæfi auga leið að hann hefði tapað stórfé á þvi i gegn um árin. Skúli benti á að Danir flyttu út eldisfisk fyrir um 7 milljarða króna. Til samanburðar væri gaman að geta þess að þetta væri svipað verðmæti á ári og öll mjólkurframleiðsla á Suðurlandi. Nú værum við Islendingar að baksa með offramleiðslu i land- búnaði og greiddum hana stór- lega niður þegar hægt væri að koma upp fiskeldisstöðvum við svo til hvern bæjarlæk á Suður- landi og framleiða þar út- flutningsverðmæti svo skipti hundruðum milljóna króna. —Kí Davið Diðriksson og David Knechtei, en báðir hafa þeir starfað við mormónatrúboðið á islandi sfðustu tvö árin. Mormónar á ráðstefnu Mormónasöfnuðurinn á is- landi sem nú eru i yfir fjörutíu islendingar gengst fyrir ráðstefnu i Austurstræti 12 á sunnudaginn kl. 13.00. Á ráðstefnunni mun yfir- maður Kirkju Jesú Krists af siðari daga heilögum i Dan- mörku, Roger Hansen.flytja er- indi. Mormónar hafa starfrækt trú- boð sitt hér á landi undanfarin þrjú ár en á vegum þeirra starfa hér nú ellefu trúboðar frá Bandarikjunum og einn frá Kanada. Tveir þessara trúboða eru af islensku bergi brotnir, yfirmaðurinn Jón Björnsson og Davið Diðriksson sem er af- komandi Þórðar Diðrikssonar frá Vestmannaeyjum en Þórður var einn þeirra Islendinga sem urðu að flytja úr landi á siðustu öld vegna þess að hann aðhyllt- ist mormónatrú. Þórður ílutti til Utah 1855 en þar búa nú um 3000 afkomendur islensku mormón- anna. Davið sagði i stuttu rabbi við blaðamann Visis að hann væri hér kominn til að taka upp þráðinn þar sem forfaðir hans skildi við hann. Davið hefur verið hér i tæp tvö ár og óþreytt- ur gengið hús úr húsi til að boða sina trú. Slíkt er algengt að ungir menn af hans trú geri á aldrinum 19ára til 21, þeir fórna tveimur árum i sjálfboðastarf en taka siðan upp fyrri störf að þeim tima loknum. Þess má geta að alla sunnu- daga kl. 13.00 eru mormónarnir með sunnudagaskóla fyrir unga sem aldna i samkomusal sinum i Austurstræti 12 og sakra- mentissamkomu þar á eftir. —HI „ÞETTA ER ENG- IN UPPGJÖF" — segir Pétur Sigurðsson um frestun boðaðs verkfoils ó Vestfjörðum „Ástæðan fyrir þvi að viö afréö- um aö fresta verkfallinu er sú, aö viö eigum eftir aö skoöa mál- iö nánar eftir setningu bráöa- birgöalaganna” sagöi Pétur Sigurösson forseti Aiþýöusam- bands Vestfjaröa i samtali viö VIsi, en verkalýösfélögin á Vestfjörðum hafa frestað boö- aðri vinnustöövun um óákveö- inn tíma. „Við höfum ekki enn getað reiknað út kauptaxtana sam- kvæmt hinum nýju ákvæðum og okkur fannst því óráðlegt að rjúka út 1 vinnustöðvun. Samn- ingsbundin dagvinna verður greidd en hins vegar þurfum við að athuga nánar þá skeröingu sem verður á hefðbundnu hlut- falli eftir-og næturvinnu”, sagði Pétur og lagöi áherslu á að hér væri ekki um neina uppgjöf aö ræða og þvi færi fjarri að hvita fánanum hefði verið veifað. —BA E -listinn í Garðabœ: Útstrikanir setja strik í reikninginn „Við munum fara þess á leit við utanað- komandi aðila að úr- skurður okkar verði endurskoðaður. Þangað til það hefur verið gert er ekkert hægt að segja með vissu”, sagði Guðmar Magnússon, formaður yfirkjörstjórnar i Garðabæ,i samtali við Visi. Guðmar sagði að talsverð brögð hefði verið að útstrikunum á D-listanum og einkum hefði 6. maður á listanum verið færður ofar á listann upp i fyrsta sæti, og 5. maður að einhverju leyti lika. Guðmar vildi litið segja um það hvort þetta yrði til að breyta röð manna á listanum en taldi það þó óliklegt en niðurstöður um það ættu að liggja fyrir i da8- —KS KENWOOD heimilistæki spara fé og fyrirhöfn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.