Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 16

Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 16
20 Föstudagur 2. júni 1978 VISIR FYRSTI FUNDUR BORGARSTJÓRNAR: Borgarfulltrúar Alþýöuflokks Alþýöubandalags og Framsóknarflokks. Frá vinstri: Sjöfn Sigurbjörns- dóttir, Björgvin Guömundsson, Þór Vigfússon, Guörún Helgadóttir, Guömundur Þ. Jónsson, Adda Bára Sigfúsdóttir, Sigurjón Pétursson og Kristján Benediktsson. Tilboð Tilboð óskast i eftirfarandi bifreiðar i tjónsástandi: Fiat 132 árg. 78 Mercury Comet árg. 74 Mazda 929 árg 77 Mazda 818 station 75 Saab 99 GL árg. 76 Cortina 71 Fiat 127 árg. 74# gulur Fiat 127 árg 74, grœnn Fiat 850 árg. ,71 Toyota Corolla árg. 71 Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut 26, Hafnarfirði, laugardaginn 3. júni n.k. kl. 13-17. Tilboðum óskast skilað til aðalskrifstofu Laugavegi 103, fyrir kl. 17 mánudaginn 5. Brunabótafélag íslands Eftirtaldar notaðor Mazda bifreiðar til sölu: KVÖUSKEMMIUN TIL KLOFNINGS? Áheyrendapa llar í fundarsal borgarstjórnar voru troöfullir þegar fyrsti fundur nýkjörinnar borgarstjórnar hófst í gær. Þegar fulltrúar Al- þýöubandalagsins gengu í salinn var þeim fagnað með miklu lófataki. Litil átök urðu á þessum fyrsta fundi. Davið Oddsson kom þó nokkru róti á hugi manna með þvi að taka upp til- lögu frá Sigurjóni Péturssyni i borgarráöi fyrir skemmstu. Var hún um a'ð kvölddansleik skyldi halda i miöborginni 17. júni i stað þess að vera með dansleiki á mörgum stöðum. Hlaut tillaga Sigurjóns ekki stuðning i borgarráöi en nú gerði Davið hana að sinni tillögu. Kristján Benediktsson, Sigur- jón Pétursson og Björgvin Guð- mundsson tóku til máls um til- lögu Daviðs. Bentu þeir allir á að hún væri of seint fram komin til að unnt yrði að framkvæma hana. Sigurjón sagöi tillöguna eingöngu flutta til að reyna reka fleyg i meirihlutann og efna til togstreitu. Hann hefði búist við öðrum og málefnalegri vinnu- brögðum minnihlutans. Davið Oddsson sagði að tillag- an væri greinilega flutt á við- kvæmu augnabliki og það hefði ekki verið ætlun sin að kljúfa meirihlutann með kvöld- skemmtun i miðbænum. Það væri sitt hjartans mál að hafa kvöldskemmtun i miðbænum 17. júni og nýjum og ferskum meirihluta ætti ekki aö vera skotaskuld úr að efna til kvöld- skemmtunar i miðbænum, sem sifellt væri kvartað yfir að væri of daufur. Einnig tók til máls um tillög- una Ölafur B. Thors'sem kvaðst vera henni sammála efnislega en hún væri of seint fram komin. Var tillaga Davíðs felld með 14 atkvæðum gegn einu atkvæöi hans. Sigurjón forseti Aldursforseti Kristján Benediktsson setti þennan fyrsta fund og stjórnaði kjöri forseta borgarstjórnar. Áður en kosning hófst las Sigurjón Pétursson yfirlýsingu meiri- hlutaflokkanna um að þeir heföu ákveöið samstöðu um kjör forseta og fulltrúa i borgarráð. Niðurstöður af viöræðum um annað lægju fyrir innan skamms. Albert Guðmundsson sagði að það kæmi sér á óvart að fulltrú- ar meirihlutans skyldu ekki hafa gefið sér tima til viðræðna og einkennilegt væri að sitja þennan fund þar sem enginn stjórnandi borgarinnar væri. Sigurjón Pétursson var kjör- inn forseti með átta atkvæðum en Ólafur B. Thors fékk sjö at- kvæöi. Fyrsti varaforseti var kjörinn Björgvin Guðmundsson með átta atkyæðum en Albert fékk sjö. Kristján Benediktsson var kjörinn annar varaforseti með átta atkvæðum en sjö seðlar voru auðir. Skrifarar voru kjörnir Þór Vigfússon og Magnús L. Sveins- son og til vara Guömundur Þ. Jónsson og Markús örn Antons- son. Kosning borgarstjóra var á dagskrá en frestað með niu at- kvæöum gegn einu. Daviö greiddi atkvæði með en Albert á móti. 1 borgarráð voru kosnir Sigurjón Pétursson, Björgvin Guðmundsson, Kristján Benediktsson, Birgir Isleifur Gunnarsson og Albert Guð- mundsson. Þessir voru kosnir samkvæmt tilnefni svo og vara- menn þau Adda Bára Sigfús- dóttir, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Þór Vigfússon, Magnús L. Sveinsson og Markús örn An- tonsson. öðrum kosningum var frestað en nokkra fundargerðir nefnda voru samþykktar. Nokkrum liðum var þó visað aftur til nefnda eða frestað að afgreiða. Fyrsti fundur borgarstjórnar stóö i tæpa klukkustund. Aheyr- endur fylgdust vel með og klöppuðu þegar þeim þótti full- trúum meirihluta takast vel upp og varð Sigurjón forseti að biðja menn að vera stillta. —SG 929 sjálfskiptur árg. 77 ekinn 5 þús. km. 818 árg. 76 ekinn 23 þús. km. 818 station árg. 75 ekinn 45 þús. km. BÍLABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23 — SÍMI 81264 Toyota Crown árg. 72 kr. 1.400 þús. Toyota Crown árg. 70 kr. 1.100 þús. Toyota Mark 11 árg. 73 kr. 1.650 þús. Cortina 74, 4ra dyra Verð kr. 1.450 þús. Toyota Carina árg. 74 kr. 1.600 þús. Toyota Corolla árg. 74 kr. 1.550 þús. Toyota Corolla árg. 72 kr. 1.100 þús. Maverick árg. 74 kr. 2,3 millj. Toyota Corona árg. 75 kr. 2,4 millj. VW 1303 árg. 73 kr. l.millj. Toyota Corona árg. 75 station 2,4 millj. Datsun 140 J árg. 74 Kr. 1.400 þús. ^Vantar nýlega bíla á skrá/

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.