Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 13
VISIR Föstudagur 2. júnl 1978
13
HITI í KENNURUM
i gær var sett á Hótel Loftleiðum 25. fulltrúaþing Sambands íslenskra barna-
kennara. Þingið stendur í þrjá daga og sitja það um 80 fulltrúar viðsvegar af land-
inu. Aðalmál þingsins verða að venju starf grunnskólans og kjaramál kennara-
stéttarinnar.
Að sögn Valgeirs Gestssonar
hjá Sambandi islenskra barna-
kennara er nokkur hiti i kennur-
munur á kennara, sem útskrif-
ast hefur frá Kennaraskóla Is-
lands, og þeim, sem útskrifast
frá Kennaraháskóla tslands.
Telja kennarar sig einu stéttina,
sem sæti mismunandi launum
eftir þvi á hvaða tima embættis-
próf er tekið.
I upphafi þingsins i gær fluttu
þeir D r. Wolfgang Edelstein og
prófessor Sigurjón Björnsson
fróðlegt erindi um niðurstöður
rannsókna á börnum i Reykja-
vik og hugsanlega þýðingu
þeirra fyrir skólann. —ÓM
Bœklunúrdeild Landspitalans:
SAFNA FYRIR
LITSJÓNVARPI
Sjúklingar á bækiunardeild
Landspitalans hafa ákveðið að
efna tii fjársöfnunar til kaupa á
litsjónvarpstæki handa deildinni.
Þar er nú gamalt svart/hvitt
sjónvarpstæki sem brýn þörf er á
að endurnýja.
Jóhannes Björgvinsson sagði i
samtali við Visi að tekið væri á
móti framlögum á bæklunar-
dcildinni, deiid 12A og vonuðust
sjúklingar eftir góðum undirtekt-
um almennings.
Hliðstæðar safnanir tii litasjón-
varpskaupa hafa farið fram á
Borgarspitalanum og hafa þær
borið skjótan og góðan árangur.
—SG
r r
Nefnd um samskipti Islands og Yestur- Islendinga kynnir störf sín:
Meginverkefnið er stuðning-
ur við Lögberg-Heimskringlu
Nefndarmenn á fundi með blaðamönnum. Þorsteinn Ingólfsson, Heimir Hannesson, Bragi Friðriksson
og Arni Bjarnarsson.
Vlsismynd GVA
,,Ég tek það vera almenna og
góða reglu að gerð sé grein fyrir
ráðstöfun opinbers fjár”, sagði
Heimir llannesson lögfræðingur
formaður nefndar sem fjallar
um samskipti tslands og
Vestur-lslendinga á fundi með
blaðamönnum er nefndin iagði
fram skýrslu um störf sin.
Þessi nefnd var skipuð af
utanrikisráðherra haustið 1976
og er hlutverk hennar að sam-
ræma allar aðgerðir sem horfa
til aukinna samskipta við
Vestur-Islendinga. Auk Heimis
eiga sæti i nefndinni Arni
Barnarson bókaútgefandi og sér
Bragi Friðriksson. Ritari nefnd-
arinnar nú er Þorsteinn Ingólfs-
son deildarstjóri.
Heimir sagði að megin verk-
efni nefndarinnar hefði verið
stuðningur við útgáfu viku-
blaðsins Lögberg-Heims-
kringla. Sá stuðningur hefði
verið tviþættur, annars vegar
ráðning ritstjóra blaðsins, i
samráði við útgáfustjórn. og
hins vegar fjárhagsstuðningur.
Tveir gestaritstjórar hafa
verið ránðir við blaðið frá Is-
landi. Fyrst Friða Björnsdóttir
blaðamaður hjá Timanum og
siðan Jón Asgeirsson frétta-
maður hjá Rikisútvarpinu.
Heimir sagði að tekist hefði að
rétta hag blaðsins verulega við
en enn vantaði nokkuð á að það
væri fjárhagslega sjálfstætt.
Þaðkom fram á fundinum að
upplag blaðsins hefði aukist og
tekist hefði að fjölga nokkuð
arðbærum áskrifendum og arð-
bærum auglýsingum eins og það
var nefnt. Blaðið væri nú gefið
út i' um 3800 eintökum en sam-
kvæmt nýjustu skýrslum
vestanhafs eru það um 60 þús-
und manns sem telja sig vera af
islensku bergi brotnir.
Nefndin hafði 5 milljónir til
ráðstöfunar á síðasta ári. Mest-
ur hluti þess f jár fór til styrktar
Lögbergi-Heimskringlu en
einnig fengu nokkrir einstakl-
ingar styrki frá nefndinni til
fræðistarfa og til að treysta
menningarleg tengsl við
Vestur-lslendinga.
Brynjólfur
heiðursfélogi
A aðaifundi Félags áhuga-
manna um heimspeki, sem hald-
inn var sunnudaginn 28. mai 1978,
var Brynjðlfur Bjarnason ein-
róma kjörinn heiðursfélagi
félagsins.
Brynjólfur hefur ritað fjölda
bóka um heimspeki og með þvi
vakið menn til umhugsunar um
þar.n heim sem við búum i. Svo
skemmtilega vill til að auk þess
sem Brynjólfur er nú kjörinn
heiðursfélagi þá var hann fyrsti
skráði meðlimur Félags áhuga-
manna um heimspeki á stofn-
fundi þess, en Brynjólfur varð
áttræður þann 26. mai siðast-
liðinn.
—HL
Gaf hálfa
milljón
Pálína Þorláksdóttir,
Vesturgötu 44 i
Reykjavík ánafnaði
Krabbameinsfélaginu í
Reykjavík, að sér látinni
hálfri milljón króna.
Stjórn Krabbameinsfélags-
ins hefur verið afhent þessi
gjöf og þakkar hinni látnu
fyrir gjöfina og góðan hug til
félagsins. Og er jafnframt
vakin athygli á þvi, að án vel-
vildar almennings og
stuðnings I stóru og smáu gætu
krabbameinsfélögin I landinu
litlu til leiðar komið.
Sjómannadagur-
inn í Reykjavík
Dagskrá sjómannadagsins
verður með hefðbundnum hætti
I ár. Minnst verður drukknaðra
sjómanna I sjómannamessu I
Dómkirkjunni kl. 11, en eftir há-
degi verða hátiðahöld i Naut-
hóisvlk og hefjast þau kl. 14. Þar
verður kappróður, koddasiagur,
stakkasund og margt fleira til
skemmtunar. Innlend og erlend
fyrirtæki munu sýna margar
gerðir af bátum bæði á sjó og
landi. Almenningur fær að
spreyta sig á að hvolfa einum
bátanna og fær sá sem það tekst
að eiga bátinn.
Fluttar verða ræður i Naut-
hólsvik og eru ræðumenn
Matthías Bjarnason, Agúst
Einarsson og Guðmundur Hall-
varðsson. Pétur Sigurðsson for-
maður sjómannadagsráðs mun
heiðra aldraða sjómenn með
heiðursmerki Sjómannadags-
ins.
Hið nýja Hrafnistuheimili i
Hafnarfirði verður opið al-
menningi milli kl. 15 og 17. Þar
verður kaffi-og veitingasala og
rennur allur ágóði til skemmti-
og ferðasjóðs vistmanna heim-
ilisins. Um kvöldið verður sjó-
mannahóf að Hótel Sögu og
hefst það með borðhaldi kl.
19.30.
Strætisvagnaferðir I Naut-
hólsvik verða frá Lækjartorgi á
15 mi'n. fresti frá kl. 13.
Orðabók
fyrir
Spánar-
farana
Þær Elisabeth Hang-
artner Ásbjörnsson og
Elvira Herrera ólafsson
hafa samið spænsk-
íslenska og íslensk-
spænska vasaorðabók, er
hefur að geyma um 6000
spænsk orð, sem einkum
eru miðuð við þarfir ferða-
manna, námsmanna, og
viðskiptamanna.
1 upphafi hvors hluta eru
leiðbeiningar um framburð.
Þar sem bókin er i smáu broti
og blaðsiðurnar ekki nema 529
reyndist aðeins unnt að geta
helstu merkinga þeirra oröa sem
tekin eru fyrir og sama er að
segja um notkun þeirra. en reynt
hefur vérið að geta algengustu
orðasambanda.
Sólon Rúnar Sigurösson
NÝR ÚTI-
BÚSSTJÓRI
Sólon Rúnar Sigurðsson hefur
veriö ráðinn útibússtjóri Lands-
banka íslands á Snæfellsnesi frá
og meö 1. júni s.l. Sólon Rúnar
hefur starfað viö bankann frá
1961 og gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum, nú siðustu
árin sem forstöðumaöur vixla-
deildar aðalbanka. Gsal