Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 28

Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 28
VISIR Páll og Jóhann sonur hans viö nýja bílinii. Ljósm.: JA. ,,Fór mér að engu éðslega — þetta gat verið grín" - sagði vinningshafinn í áskrifendagetrauninni, Páll H. Kolbeinsson „Þetta gat auðvitað verið grin og betra ao vera viö öllu búinn, svo ao ég fór mér aö engu óöslega",' sagði Páll H. Kolbeinsson, þegar hann kom f gær- kvöldi á skrifstofur Vfsis ásamt Jóhanni, átta ára gömlum syni simmi til ao vitja hins glæsilega vinn- ings í áskrifendagetraun blaösins, en nafn Páls kom upp i gær, þegar út var dreginn siöasti vinningurinn I getrauninni, bfll af geroinni Simca 1307. „Ég var raunar búinn hafði ekki sent siöasta að gefa ykkur upp á bát- inn", sagði Páll, „þvi aö bæði gleymdi ég að •senda inn siðasta seðil- inn og svo keypti ég mér. nýjan bil fyrir skömmu", sagði hann. Páll starfar sem raf- virkjameistari og hefur á siðustu árum baslað viö húsbyggingu, eins og svo margir. Það dylst því engum, aö vinningur sem þessi mun koma Páli og f jöl- skyldu hans mjög tU góða en þau eru fimm i heimili. ,,Á heimleiðinni úr vinnunni skaut allt i einu upp ! huga mér áskrifendagetrauninni ykkar og ég mundi að ég seðilinn — en að það hvarflaði aö mér að hreppa vinninginn, nei og aftur nei," sagði Páll og bætti við að svona lukku kæmi aðeins fyrir einu sinni á ævinni. Páll kvaðst hafa verið áskrifandi að VIsi lengi og sennilega hefði hann gerst áskrifandi árið 1963, — en hann mundi það ekki nákvæmlega. Þegar hann var spuröur um álit á blaðinu, sagði hann: „Ég les blaðið á hverjum degi og Vísir er eina blaðið, sem ég er áskrifandi að. Segir það sig þá ekki sjálft, að ég tel það hafa vinninginn yfir hin blöðin?" Gsal. Hörour Einarsson, stjórnarformaour Reykja- prents, óskar Páli H. Kolbeinssyni til hamingju. Gef ur borgin afslátt a§ fasf- eignagjöldvm ? „Ég tel það fyllilega koma til greina, ao borgin gefi afslátt af fasteignagjöld- um gamalla húsa, sem vernda á, uns endanlegt skipulag hefur verið samþykkt", sagði Magnús Skúlason, formaður íbúasamtaka Vesturbæjar. „Fasteignamat þessara húsa er ekki raunhæft og ýtir undir niðurrif. Nauðsynlegt er að fá inn ákvæði i byggingasamþykkt um að bannað sé að rifa hus án leyfis bygginganefndar, á sama hátt og ekki er heimilt að byggja ný hús án leyfis", sagði Magnús. Adda Bára Sigfúsdóltir, borgarfulltrúi, taldi brýnt að gengið yröi frá skipu- lagi Grjótaþorpsins sem allra fyrst og bjóst hún við að það mál yrði tekið fyrir fljótlega. Þangað til skipulag hefði verið samþykkt, sagði Adda Bára, að reynt yröi að leysa hvert einstakt mál, sem upp kæmi, innan skynsamlegra marka. Sagðist Adda Bára vonast til, að grundvelli fasteignamats yrði breytt til samræmis við raun- veruleg not húsanna. Jón G. Tómasson, borg- arstjóri, tók skýrt fram, að mál Þorkels Valdimarssonar væri sérstakt mál og kvaðst ekk'i eiga von á hliðstæðum málum. Hér væri eingöngu um að ræða fasteignagjöld af garði. en ekki húsnæði. Sagði Jón samkomulagið við Þorkel aðeins mundu gilda meðan skipulag Grjótaþorps væri ekki endanlega ákveðið, en félli eðlilega úr gildi þeg- ar ákvörðun lægi fyrir. —ÓM. Saga Bagleys kvíkmynduð BBC-fólkið við kvikmyndun i kaffiteriu flugstöðvarinnar á Keflavikurflugvelli. Á segvslóðum óvissunnar Það var óvenjuleg sjón sem blasti vio Visismönn- um, er þeir litu við á kaffiteriunni á flugstöð Keflavikurflugvallar I gær. Hópur fólks stdð úti á gólfi og hélt fyrir eyrun meðan neyðarbjöllur brýndu raddir sinar á veggjum. Kvikmyndagerðar- menn og leikarar á veg- um breska útvarpsins BBC voru þarna við töku atriða I sjónvarpskvik- mynd eftir sögu Desmond Bagleys ,,út I óvissuna", en sögusviðið er lsland. Raunar var atriöið með neyðarbjöllurnar ekki I myndinni heldur höfðu hinir sterku ljóskastarar kvikmyndafólksins komið hitanum upp fyrir það sem eðlilegt getur talist — og þá tóku bjöllurnar við sér. BBC-fólkið hyggur á átta vikna dvöl hér, að þvl er Sue Butterworth aðstoðarleikstjóri sagði við Vlsi.erviðhöföumstutt tal af henni. Hún sagði, að sjónvarpskvíkmyndin yrði I þremur fimmtán minútna þáttum, sem sýndir yrðu I BBC 1. Hingað komu um 20 Bretar vegna gerðar myndarinnar, þar af tlu leikárar. Aöal-kvenhlut- verk myndarinnar leikur islensk stúlka, Ragnheiður Steindórs- dóttir, en með önnur aðal- hlutverk fara breskir leikarar. Hópur „statista" er hins vegar Islenskur og höföu þeir nóg að gera i gær, er mynduö var koma farþegaflugvélar til landsins og stutt viðdvöl á kaffiteriunni. Sue fræddi okkur á þvi, að I lok dvalarinnar myndi hópurinn hafast við I tjöldum i fjórar nætur uppi á hálendinu, þar sem stóratburðir ger- ast I sögunni, en áður verður myndað I Asbyrgi, Hiisavik, Reykjavlk, Krýsuvik, Þingvöllum og vföar. —Gsal Myndin sýnir önnu Guðmundsdóttur leikkonu, einn ihlaupaleikarar myndarinnar, i „bjölluatriðinu". Vlsismyndir: GVA VÍSÆSMÁAUGLÝSINGAÍ ¦¦w Opið virka daga til kl. 22 Laugardaga kl. 10-15. Sunnudaga kl. 18-22 -Simi 86611 -S!mi866lí .Simi 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.