Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 9
vism Föstudagur 2. júni 1978 c r Umsjón: Katrín Pálsdóttir Noregur: Lög um fóstur- eyðingar samþykkt Lög um fóstureyðingar voru samþykkt i' neörideild norska þingsins, þar sem konur geta far- ið fram á fóstureyðingu allt fram að tólftu viku meðgöngutima. Lögin voru samþykkt með 54 at- kvæðum gegn 53. Þær konur sem sækja um fóst- ureyðingu eftir tólftu viku með- göngutima, verða að fá samþykki læknis. Lögin gera ráð fyrir þvi að læknar og hjúkrunarkonur, sem ekki vilja framkvæma þess- ar aðgerðir, geti skorast undan þvi. Það var forseti neðrideildar, Per Karstensen, sem leysti mál- ið, sem var komið i sjálfheldu, þar sem atkvæði féllu jöfn. Kar- stensen greiddi atkvæöi með frumvarpinu. sem var þá sam- þykkt. Lögin koma nú til meðferðar i efri deild þingsins, en þar verða þau væntanlega samþykkt þar sem Verkamannaflokkurinn og sósialistar hafa mikinn meiri- hluta, en þessir flokkar hafa verið hlynntir frjálsum fóstureyðing- um. Eftir að fjallað hefur veriö um frumvarpið i þinginu, þá á konungurinn eftir að staðfesta lögin til þess að þau öðlist gildi. Búist er við þvi að lögin taki gildi seinna á þessu ári. SWÉSKUR HlíRUNAR- ÚTBÚNAÐUR FINNST í StNDIRÁÐI BANDA■ RÍKJANNA í MOSKVU — Bandaríkin hafa sent mótmœli til sendiróðs Sovétmanna Bandaríkjamenn hafa fundið hlerunarútbúnað í sendiráði sínu i Moskvu, þar sem honum hafði verið komið fyrir af Sovétmönnum. Þaö var vinnuflokkur Banda- rikjamanna, sem fann útbúnað- inn, en verið er aö gera við eina álmu sendiráðsins, vegna bruna, sem varö þar fyrir tæp- lega einu ári. Þar sem hlerunartækin fund- ust er ekki aðstaða háttsettustu mannanna i sendiráðinu og þvi eru ekki gerðar þar eins miklar öryggisráðstafanir og hjá þeim starfsmönnum, sem eru hærra settir. Samt sem áður eru menn að athuga þann möguleika að út- búnaðurinn sem fannst nú, hafi verið tengdur öðrum sem hafi verið staðsettur i þeirri álmu sem brann, en þaö var aðalálma sendiráösins. Þar var skrifstofa ambassadorsins Malcolm Toon og annarra háttsettra manna. Samskipti Bandarikjanna og Sovétrikjanna hafa ekki verið upp á marga fiska undanfarið og ekki er þetta til að bæta þar um. Leiðtogar landanna hafa sent hvor öðrum kaldar kvveðj- ur, Carter forseti Bandarikj- anna frá fundi Nato og Brezhnev frá Tékkóslóvakiu þar sem hann hefur verið i opinberri heimsókn. Utanrikisráðherra Sovétrikj- anna, Andrei Gromyko, hefur verið i Bandarikjunum undan- farna daga og átt viðræður við kollega sinn, Vance. Taliö er að Vance hafi vitað um fund hler- unartækjanna þegar þær við- ræður áttu sér stað. Kunnugt varð um hlerunarútbúnaðinn i bandariska sendirððinu i Moskvu siðastliðinn sunnudag, en ekki var tilkynnt um hann fyrr en utanrikisráðherra Sovétrikjanna var farinn frá Bandarikjunum. Það er augljóst að tækja- búnaöurinn i bandariska-sendi- ráðinu hafði veriö þar lengi, þvi að sérstök göng lágu þangaö frá skrifstofubyggingu i grennd- inni, og munu þeir menn sem hafa haldið þeim við, hafa farið i gegn um göngin til að komast þangað. Þegar fréttin um njósnatækin barst til Bandarikjanna, olli hún miklu fjaðrafoki þar i landi. Nú hafa verið send formleg mótmæli til sovéska sendiráðsins i Bandarikjunum út af þessu máli. Tvisvar áður hafa fundist hlerunartæki i bandariska sendiráðinu i Moskvu. Fyrst árið 1959 og siðan 1964, en þá fundust um fjörutiu mikrafónar i vegg einum þar i húsinu. Haldið verður upp á 25 ára krýningar-afmæli Elisabetar Breta- drottningar i dag. Dansað á götum úti — til að halda upp ó 25 ára krýningarafmæli drottningar Búist er við að hundruð þús- undir manna muni koma saman fyrir utan Buckingham-höll til að votta Elísabetu drottningu Breta viröingu sina I tilefni af þvi að 25 ár eru liöin frá þvf að hún var krýnd. Þaö verður sannkallaöur há- tiðisdagur i Bretlandi i dag. Dansaðveröur á götum úti til að minnastþessað annan júni fyrir 25 árum var Elisabet krýnd sem drottning Breta, sú sjötta i röðinni, sem tók við völdum i landinu. Drottningin mun að sjálf- sögðu koma fram á svalir Buckingham-hallar með kon- ungsfjölskyldunni og veifa til mannfjöldans. Elisabet var krýnd þegar hún var 24ára gömulogkom til rikis eftir lát föður sins, Georgs VI. Yísindomenn víðsvegar um heim: HÆTTA VIÐ TIL SOVÉT Dómurinn yfir sovéska eðiisfræðingnum Yury Orlov hef- ur vakiö mikla reiði visinda- manna um allan heim. Þeir v&indamenn, sem höfðu áætlað að fara til Sovétrik janna einhverra erinda, eru nú margir búnir að tilkynna að þeir fari ekki, til aö mótmæla þvi að Orlov hafi veriö dæmdur i tólf ára fangelsi og þrælkunarvinnu fyrir andsovskan áróður. Nú hafa 25 bandariskir eölisfræðingar tilkynnt að þeir muni ekki koma til Sovétrikjanna vegna dómsins yfir Orlov og vegna þessaðmennværu dæmdir þar til refsingar ef þeir berðust fyrir mannréttindum, sem Sovét- rikin hafi samþykkt að framfylgt væri eftir undirskrift Helsinki sáttmálans. Orlof var dæmdur til 12 ára fangelsisvistar og þrælkunar- vinnu. FERÐIR — til að mótmœla dómi Orlov * Hópur sérfræöinga i krabba- meinssjúkdómum, sem var væntanlegur i heimsókn til Sovét- rikjanna. hefur nú afboöað komu sina til landsins. Eins er um marga háttsetta menn i heilbrigðiskerfinu. Sjötiu breskir visindamenn hafa sent mótmæli til sovésku stjórnarinnar varöandi mál Orlov. Thoiland: Strangar reglur um œttleiðingu barna — sérstaklega ef útlendingar eiga í hlut Yfirvöld I Thailandi hafa nú sett strangar reglur i sambandi við ættleiðingu barna þar i landi. Þetta á sérstaklega við ef börn eru ættleidd af útlending- um. Nokkuð hefur verið um það aöthailensk börn hafi veriö ætt- leidd af fólki i Evrópu. Ef út- lendingar fara fram á ættleiö- ingu, þá verður sérhvert mál skoðað sérstaklega af fulltrúum rfkisstjórnarinnar. Nokkuð er um það að börn frá Austurlöndum séu ættleidd af fólki á Noröurlöndum, sem befur lagt á sig langt ogstrangt ferða- lag til að sækja þau. Með þess- um nýju lögum Thailands- stjórnar veröa ættleiöingar barna takmarkaöar mjögtil út- lendinga, og sennilegt er að rikisstjórnir annarra landa fari að þeirra fordæmi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.