Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 8
Föstudagur 2. júnl 1978 vism Umsjón: Katrín Pálsdóttir DESAI STEFNIR AÐ ÁFENGIS- BANNIÁ NÆSTU FJÓRUM ÁRUM varahiutir ibílvélar Stlmplar, slífar og hrlngir Pakknlngar Vélalegur Ventlar Ventllstýringar Ventllgormar Undirlyftur Knastásar Tímahjól og keðjur Olíudælur Rokkerarmar ÞJÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516 HÚSBYGGJENDtlR Einanpnarplast Morarji Desai forsætisráðherra Indlands gengur ekki allt of vel að fá Indverja til að hlýða vinbanni því sem hann setti á fyrir tveim mánuðum síðan. Bann- lögunum er ekki fylgt i mörgum ríkjum Indlands og sivaxandi andstaða er gegn þeim. Flokksmenn Desai forsætisráðherra innan Janata-bandalagsins eru ekki siður óhressir með áfengisbannið en andstæðingar hans. Forsætisráðherrann hefur sagt að hann vilji heldur missa em- bættið en draga lögin um vin- bannið til baka. Desai sem er áttatiu og tveggja ára, hefur ver- ið eindreginn stuðningsmaður áfengisbanns i áratugi og i heimahéraði hans hefur áfengis- banni verið framfylgt siðan árið 1948. Vínbúðareigendur í málaferlum Lög Desai gera ráð fyrir að á næstu fjórum árum veröi komið algjört vinbann á Indlandi. En ýmislegt virðist nú benda til þess að þetta ætli ekki að takast hjá forsætisráðherranum. Nýlega kvað dómstóll i Uttar Pradesh héraöi upp þann úrskurð að bann- lögin stæðust ekki, þau brytu i bága við stjórnarskrána. Þar segir að hverjum og einum sé i sjálfsvald sett hvað hann borði og drekki. Um tvöþúsund vinbúða- og bareigendur I Uttar fóru i mál og vildu láta reyna á það hvort lögin stæðust. Þeir unnu málið og geta nú haldið áfram að selja Ind- verjum i héraðinu eins mikið af áfengi og þeir geta i sig látið. Allmargir stjórnarþingmenn hafa gengið I lið með þeim sem eru á móti banninu og einn þeirra skrifaði forsætisráðherra. Þar benti hann á að bannmálið hafi ekki komiö upp fyrr en Janata- flokkurinn kom til valda og kjós- endur flokksins hafi ekki vitað um það fyrirfram. Hann taldi þvi rangt að setja á áfengisbann, vegna þess að flokksmenn heföu ekki fengið neitt ráðrúm til að ræða málið. Desai forsætisráöherra svaraði þingmanninum á þá leiö að áfengisbann væri ekki nýtt mál sem hann heföi tekið upp. Gandhi heföi beitt sér fyrir áfengisbanni Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavikursvæðið frá mánudegi - fóstudags. Afhendum vöruna á byggingar- stað, viðskiptamönnum Yj3 að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra haefi. Morarji Desai forsætisráðherra Indlands stefnir að áfengisbanni í landinu en það hefur hlotið misjafnar undirtektir. og það hafi veriö tekið upp i nokkrum ríkjum Indlands árið 1937, og siðar.Desai sagði einnig að til þess að fátækt yrði útrýmt i landinu þá væri áfengisbann nauðsyn. Dauðsföll vegna heima- bruggs Þrátt fyrir að áfengisbann sé i gildi I mörgum héruöum Indlands og þvi sé framfylgt þá er ekki þar með sagt að Indverjar séu hættir að drekka. Það hefur aldrei veriö bruggað eins mikið i heimahúsum og nú. Þaö er ekki óalgeng sjón að sjá fréttir um það i indverskum blöðum að menn hafi látið lifið vegna eitraðs heimabruggs sem þeir hafa neytt. Þeir sem eru á móti banninu halda þvi fram að það ýti undir bruggun I heima- húsum og heimabrugg sé i mörg- um tilfellum eitraö vegna kunn- áttuleysis og sóöaskapar. Einnig hafa þeir bent á að vinbanniö valdi atvinnuleysi hjá þúsundum manna sem hafi ófyrirsjáanlegar afleiðingar i för með sér. Banni ekki framfylgt í mörgum héruðum I mörg héruöum Indlands láta menn sem ekkert vinbann sé i gildi. T.d hafa yfirvöld i borginni Bombay ekki látiö það á sig fá og selja bæði bjór og vin hverjum sem hafa vill. t Maharashtra- héraði umhverfis Bombay er áætlað að um þrjátiu og fimm þúsund manns vinni við eða i tengslum við áfengissölu. Tekjur sem héraðiö hefur af vinsölu nema jafnvirði fimmtiu milljóna dala árlega. t Bombay seljast um hundrað þúsund flöskur af bjór daglega svo ibúar þar hafa látiö vinbannið sem vind um eyru þjóta. Yfirvöld i Vestur-Bengal hafa ekki framfylgt vinbanninu og sama er aö segja um Kashmir, en þar eru tekjur töluveröar i sam- bandi við ferðamenn. Það riki sem lengst hefur gengið i að framfylgja bannlög- unum er heimariki Desai for- sætisráðherra. Þar hafa lög við áfengisneyslu verið i gildi siðan árið 1948. Ráðamenn i Punjab- héraði hafa lýst þvi yfir aö þeir muni framfylgja banninu og stefna að þvi að það verði algjört að fjórum árum liðnum. I Nýju Delhi er áfengisbannið algjört. Ferðamenn geta þó fengið eins mikið áfengi og þeir vilja, alla daga vikunnar nema á miðvikudögum og sunnudögum, en þá eru veitingahús og barir lokuð. Þá veröa Indverjar að láta sér nægja aö horfa á útlendingana drekka guðaveigarnar. Ýmsir klúbbar á Indlandi hafa þurft aö loka vegna áfengis- bannsins og eru meðlimir þeirra aö vonum óánægðir með málalok ef ekki verða breytingar á. Úrslit i þessu máli eru engan veginn augljós. Það veröur alla vega erfitt fyrir Desai aö halda banninu til streitu. Hver veít nema það geti kostað hann em- bættið en eins og fyrr segir er hann tilbúinn til að fórna þvi i baráttunni gegn drykkjuskap i Indlandi. —KP ml sterk og stilhrein stálhúsgögn Kirkjusandi sími 35005 PASSAIVIYfVDIR teknar í litum fillsúttar strax I bartia ml f lölskyldu LJOSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 —ekki gengur allt of vel að fá Indverja til að samþykkja það

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.