Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 14
Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum í póstkröfu. Altikabuoin Hverfisgötu 72. S. 22677 Hárgreióslu-og \ snyrtiþjónusta Fermanent-khpping o.fl. o.fl. Unnið úr heimsfrægu snyrtivörunum frá HeJena Rubinstein mmr- Háaleitisbraut 58-60 'Jl ulUUII Miðbær SÍMI83090 v Tilkynning frá landskjörstjórn um listabókstafi í kjördœmunum Samkvæmt tilkynningum yfirkjörstjórna verða þessir listar i kjöri i öllum kjör- dæmum landsins við alþingiskosningarn- ar 25. júni n.k.: A—LISTI ALÞÝÐUFLOKKSINS. B—LISTI FRAMSÓKNARFLOKKSINS. D—LISTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS. F—LISTI SAMTAKA FRJÁLSLYNDRA OG VINSTRI MANNA. G—LISTI ALÞÝÐUBANDALAGSINS. í fjórum kjördæmum verða auk þess eftir- farandi listar i kjöri: í Reykjavikurkjördœmi: K-listi Kommúnistaflokks íslands. R-Listi Fylkingar byltingarsinnaðra kommúnista. í Reykjaneskjördœmi: S-Listi Stjórnmálaflokksins. V-Listi óháðra kjósenda. í Suðurlandskjördœmi: L-Listi óháðra kjósenda. í Vestfjarðarkjördœmi H-Listi óháðra kjósenda. LANDSKJÖRSTJÓRN Iprottir Föstudagur 2. júní 1978 visir VISIB Föstudagur 2. júni 1978 Umsjón: Gylfi Kristjánsson— Kjartan L. Pálsson g: Argentina'78 Leikirnir um helgina Knattspyrnumenn landanna 16, sem keppa nú um gullið i Argentinu, sitja ekki auðum höndum um heigina, og 7 leikir eru á dagskrá hjá iiðunum. Hvaða ieikur er mikiivægastur? — hvaða ieikur er tvisýnastur? — og hvaöa.,.,.. Ótal spurningum er ósvarað enn, og menn fylgjast spenntir með ieikjunum I riðla- keppninni, enda er ekki fjarri lagi að álita að riöiakeppnin nú sé einhver sú mest spenn- andi sem nokkurn tíma hefur verið háð I HM- keppni. En litum nú á dagskrá leikjanna i dag og á morgun: Föstudagur: Ungverjal.—Argentina Frakkl.—Italia Túnis—Mexíkd Og á morgun laugardag, eru þessir leikir á dagskrá: Spánn—Austurriki Sviþjóð—Brasilia Perú—Skotland iran—Hoiland. Flestra augu munu sjálfsagt beinast að leik Brasiliu og Sviþjóðar, enda eru þar á ferð- inni hinir frægu leikmenn Brasiliu, sem flest- ir spá nú sigri i keppninni. — Sviarnir eru hinsvegar með alla sina atvinnumenn, og þeirra takmark er að halda jöfnu við snilling- ana frá Brasiliu i þessum leik. Hvað gera Skotarnir? Þeir eru öruggiega margir tslendingarnir sem halda með skoska landsliöinu i Argen- tinu, og undirritaður viðurkennir að hann er einn þeirra. Þeir eru fulltrúar þeirrar knatt- spyrnu sem við höfum best kynnst á siðuslu árum, og þótt skiptar skoöanir séu um ágæti þeirrar knattspyrnu, þá eru i skoska liöinu margir snjaliir ieikmenn sem eru islenskum áhugamönnuin að góðu kunnir. Hvort Svium tekst að halda Brasiliumönn- um i 0:0 jafntefli eins og þeir hafa iýst yfir að þeir stefni að, skal ósagt látiö, en óneitanlega er þessi leikur einn þeirra, sem athýglin beinist hvaö mest að um helgina. 3 3 % 3 3 3 3 3 3 3 Gústaf þarf mikið að borða eins og þeir menn sem stunda lyftingar. Þeir geta lika boröaö drjúgt þessir kraftakarlar ef árangurinn er eins og sá.sem Gústaf hefur sýntað undanförnu. Ljósm. Einar. Nú setti Gústaf Norðurlandamet! — og úhugamenn bíða þess að hann haldi utan til keppni við bestu lyftingamenn Evrópu Lyftingakappinn Gústaf Agnarsson gerði sér litið fyrir i gærkvöldi og setti nýtt Norður- landamet i snörun, er hann „vippaði” 160 kg léttilega á loft, og bætti eldra metið sem hann átti reyndar sjálfur um 5 kg. Þeir sem hafa fylgst með þess- um kraftakarli undanfarin ár, hafa vitað að Gústaf getur lyft meiru en hann hefur gert. Hann hefur hinsvegar verið einstaklega óheppinn, meiðsli hafa si og æ tekið sig upp, og ávallt hefur eitt- hvað verið til þess að koma i veg fyrir að hann næði virkilega að sýna hvaö i honum býr. A innanfélagsmóti hjá KR i gærkvöldi gerði kappinn sér hins- vegar litið fyrir og setti Norður- landamet i snörun, og hann sýndi þá um leið hversu hann er virki- lega megnugur. Gústaf er hinsvegar, eins og margir fleiri lyftingamenn, sem viðhöfum haft kynni af undanfar- in ár, hlaðinn metnaði, auk allra kraftanna, og þessi metnaður lýsir sér m.a. á þann hátt að hann vill ekki ganga til móts við sterk- ustu lyftingamenn Evrópu nema hafa áður sannaö það að hann eigi þangað erindi til að sækja verð- laun. Betur ef fleiri hugsuðu á þenn- an veg, en samt sem áður hljóta nú islenskir áhugamenn að skora á Gústaf að bregða sér á Evrópu- mótið i lyftingum, sem fram fer innan tiðar, Þangað á hann fullt erindi, þótt hann vilji. ekki fara þangað sjálfur vegna þess aö hann er ekki nógu ánægður meö árangur sinn að undanförnu!! — GOSTAF A EVRÓPUMÓTIÐ! — Það er það sem islenskir áhuga- menn vilja sjá hann gera. gk—• Við spúum | Ovenjulegir íþrótta- 3 menn á ferðinni! nú líkai Þeir eru margir sem spreyta sig á þvf þessa dagana að spá fyrir um endanlega röð liöanna i Argentinu, og þvi ætlum við hér á Visi að bregða okkur i þann leik og spá fyrir um röö 4 efstu iiðanna. Okkar spá fer hér á eftir. Brasilia Skotland Pólland Holiand. 1: No. — No. — 2: No. — 3: No. — 4: 3 3 3 Dálítiö óvenjulegir frjálsi- þróttamenn verða á ferðinni á Laugardalsvellinum á morgun, og „leiöa þar saman hesta sina” i keppninui um titilinn „Skemmti- legasti fr jálsiþrótta m aðurinn 1978”. Þessir óvenjulegu iþróttamenn eru nánar tiltekið iþróttafrétta- menn, en frjálsiþróttadeild Ar- manns ákvað að gangast fyrir móti þar.sem geta þessara kappa yrðimældi metrum og minútum i eitt skipti fyrir öll. Það mun ekki vanta „flottheit- in” hjá köppunum er þeir hefja keppnina, allir „gallaðir upp” af Henson sportvörufyrirtækinu og semsagt til i allt. Vegná óita við mikinn átroðn- ing áhorfenda, verður timaseðill- inn ekki birtur hér, og ekki er nokkur leið að fá það gefið upp hvenær þessi merka keppni hefst. Keppnisgreinar verða 60 m hlaup, hástökk, langstökk, kringlukast og spjótkast, en i- þróttafréttamenn hafa óvenju- mikið vald yfir siðast töldu grein- inni og má búast við að einhver met verði sett i spjótkastkeppn- HM I KNATTSPYRNU 1978 HEIMSMEISTARARNIR SLUPPU NAUMLEGA! — þegar Pólverjarnir léku við þú í fyrsta leik HM-úrslitanna í Argentínu í gœrkvöldi „Sýni Sepp Maier svona mark- vörslu, þá verður ekki auðvelt aö sigra þá hérna i Argentinu’,’ sagði Jocek Gmoch, þjálfari pólska landsliðsins eftir að Póiiand og V- Þýskaiand höfðu gert 0:0 jafntefii I fyrsta ieik I úrslitum heims- meistarakeppninnar I gærkvöldi. Heimsmeistarar V-Þjóðverja hófu titilvörn slna i Argentinu i gærkvöldi. og léku þá gegn Pól- verjum, þvi sama liði og við fáum að sjá hér á Laugardalsvelli I haust er ísland leikur gegn Pól- landi i Evrópukeppni landsliða. Svo fór, að það voru Pólverj- arnir sem voru hinn sterki aðili I þessari viðureign, og heims- meistarar V-Þjóðverja máttu vel við una að sleppa með 0:0 jafn- tefli frá þessari viðureign. „Við komum hingaö sem heimsmeistarar, og það að bera þennan eftirsótta titil er ekki auð- velt, hvorki fyrir lið né stjórn- endur þess. Ég tel þvl að við megum vel við una að hafa komið með jafntefli frá þessum leik”, sagði Helmut Schön, einvaldur v- þýska liðsins eftir leikinn i gær. „Þeir voru ekki litið heppnir heimsmeistararnir aösleppa með jafnteflið úr þessum leik” — sagði Jocek Gmoch, framkvæmdastjóri pólska liðsins.eftir leikinn,, þá er ég ekki hræddur um að við verð- um ekki i hópi þeirra 8 liða sem halda áfram.” bætti hann við. Heimsmeistarar V-Þjóð- verja voru oft grátt leiknir i leikn- um i gærkvöldi, þvi er ekki að neita. En vörn þeirra tókst að standa af sér allar sóknarlotur hinna skæöu pólsku leikmanna, og undir þeirri pressu sem v- þýska liðið var óneitanlega i, þá verður aö taka undir orð Helmut Schön er hann spáir sinu liði góðu gengi i næstu leikjum. — En Bremner laus °g liðugur! Biiiy Bremner, sem um iangt árabii var stjarna enska knatt- spyrnuiiösins Leeds og skoska landsliðsins, er nú laus og liðugur i ensku knattspyrnunni. Liðiö sem hann hefur leikið með siðaniseptemberl976, Hull.sem féli i 3. deild I vor, hefur gefið hann lausan, „, eða „free trans- fer” eins og sagt er á knatt- spyrnumáli. Bremner var seldur frá Leeds til Hull I september 1976 fyrir 25 þúsund sterlingspund, sem þá þótti gjafverð. En nú er Bremner orðin 35 ára gamall og vill hætta öllum afskiptum af knattspyrnu i Englandi. -klp- pólska liðið sem við sjáum hér á I sýndi heimsmeisturunum svo I þótt förin undan þeim yrðu ekki Laugardalsvellinum i haust, | sannarlega klærnar i gærkvöldi, | djúp. —GK Nálœgt nýju hraða- meti í hlaupi aftur á bak! — svo hrœddur var Júgóslavinn við svarta risann frá Kúbu í úrslitum heimsmeistarakeppninnar í hnefaleikum Það sýndi sig og sannaði i heimsmeistarakeppni áhuga-. manna i hnefaleikum, sem fram fór i Beigiu á dögununi að Kúba er mesta hnefaleikaþjóð heims. Kúbanskir hnefaleikarar hafa nú siðari ár vakið á sér mikla athygli — eins og t.d. á Ólym- piuleikunum i Kanada —en eftir HM-keppnina í Belgiu efast eng- inn lengur um getu þeirra. 1 hvorki meira né ininna en átta af ellefu úrslitaieikjum mótsins — cn keppt var alls i eli- efu þyngdarflokkum — átti Kúba þátttakanda, og uppsker- an var fimm gull og þrjú silfur, eða meir en nokkur önnur þjoð, sem keppenda átti á mótinu. Þessi heimsmeistarakeppni var mikill sigur fyrir Kúbu, en hún var lika mikið áfail fyrir Bandarikin og Júgóslaviu. Bandaríkin sem hlutu 5 guil á siöustu Ólyinpiuleikjum áttu t.d. ekki einn einasta mann i úr- slitum mótsins. Júgósiavia var aftur á móti með sex menn i úr- slitum, en fékk engan sigurveg- arar. Verðlaunin skiptust aftur á móti þannig, aö Kúba hlaut 5 gull og 3 silfur, Sovétríkin 3 gull og 1 silfur, Pólland, Kenya og Nigeria 1 gull hvert, Júgóslavia 6 silfur og Finnland 1 siifur. Sá úrslitaleikur keppninnar sem mesta athygii vakti, var án efa úrslitaieikurinn i þungavigt á miili Júgúslavans Dragomir Vujkovic og hins fræga Teofilo Stevenson frá Kúbu, sem marg- ir telja besta hnefaieikara , sem uppi sé i heiminum i dag — jafnvel mun betri en sjálfan Muhammed Ali. Keppni þeirra Vujkovic og Stevenson var ójöfn eins og nær allar viöureignir Stevensns við hvern sem setur á sig hnefa- ieikahanska og hefur mætt hon- um i hringnum nú siðari ár. Hann „danglaði” eitthvað i Júgósla vann i fyrstu lotu, svo að hann fékkst ekki meö nokkru móti til að kotna af stóinum og mæta honum og i þeirri næstu. Stevenson var þvi dæmdur sigurinn, enda var Júgóslavinn nálægt þvi aö setja nýtt hraða- met I hlaupi aftur á bak i 1. lot- unni — svo hræddur var hann við þennan svarta risa frá Kúbu... —klp— Vujkovic var sýnilega dauðhræddur viö svarta risann Teofilo Stevenson frá Kúbu I úrsiitaleik HM- keppninnar. Júgóslavinn er á fullri ferö aftur á bak...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.