Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 2
» »
Föstudagur 2. júnl 1978 VISIB
s»pyr
Ert þú búinn að kaupa
miða á Listahátfð?
Reynir Arngrimsson, póstfull-
trúi: Nei þa& hef ég ekki gert.
Sökum timaleysis hef ég ekki
kynnt mér dagskrána, en það
ætla ég að gera nú yfir helgina.
Þá mun ég velja og hafna.
Fær ekki flutninqsleyfi
Skúli sagði að hann hefði neyðst
til að gera þetta til að grisja
stofninn vegna plássleysis i eldis-
stöðinni og ekki gæti hann stækk-
að stöðina að Laxalóni þvi að
hann vantaði nægilegt vatn. Skúli
hefur heldur ekki fengið leyfi til
að flytja fiskinn til annarra eldi-
stööva og verður hann þvl að
senda hann i bræðslu!
,,Það hefur ekki fengist leyfi til
þess i 30 ár að rækta regnbogasil-
ung i landinu. Ég hef hvorki
fengið leyfi til þess að flytja hrogn
né fisk á milli eldisstöðva. Ef
Skúli Pálsson á Laxalóni fylgist með því ásamt erlendum starfsmanni eldis-
stöðvarinnar er dauður regnbogasilungurinn er fluttur i bræðsiu. Af honum hefði
mátt hafa milljóna króna arð væri einhversstaðar pláss fyrir hann. Vísismynd JA
AÐEINS A EINN MANN AÐ TREYSTA
embættasamningum.
Alþýðuflokkurinn mun sem fyrr
og ævinlega láta Alþýðubanda-
lagíð hlunnfara sig i þeim atrið-
um, sem raunverulega skipta
máli.
Eini maðurinn, sem hefur
einhverjá yfirsýn til að bera til
að sjá við þeim Alþýðubanda-
iagsmönnum i þvi samstarfi,
sem nú er hafið, er Kristján
Benediktsson. Að vfsu er hann
aðcins einn á báti.en hann nýtur
þeirrar aðstöðu, að
Alþýðuflokkurinn getur ekki
komist i nefndir og ráð, og
Alþý öuba ndala gið getur ekki
stjórnað borginni alveg að sinni
vild vegna þess að hann er
þarna.
Það má vel vera að
Sjálfstæðisflokknum takist að
ná meirihlutanum aftur að fjðr-
um árum liðnum. En borgarlifið
stoppar ekki i fjögur ár til að
biða þessaöþeirfari aðstjórna
aftur. Hið gamla kratauppboð
er i fullum gangi, og það
notfæra þeir Alþýðubandalags-
menn sér út I æsar. En á meðan
við biðum hafa þeir, sem vilja i
rauninni að vinstra samstarfiö
valdi ekki stórfelldum áföllum I
stjórn borgarinnar, aöeins á
einn mann aö treysta. Til hans
verður að leita i öllum stærri
málefnum bortarinnar, sem
áhugaliðið I Alþýöubandalaginu
vill sveigja undir sina stefnu. Og
það veltur á þessum eina manni
hvernig til tekst næstu fjögur
árin. Svarthöföi.
Gunnar lljartarson, skólastjóri
ólafsvik: Nei og ég reikna ekki
með þvi að gera það. Ég er jú ut-
an af landi og er aö fara úr bæn-
um.
Marteinn Hreinsson, vélstjóri:
Nei, ég er að fara út svo það verð-
ur litiö úr Listahátiö hjá mér.
Valberg Gislason, matsveinn:
Nei og ég ætla ekki að gera það —
maður fær þetta allt saman i
sjónvarpinu og ég læt það nægja.
Gyöa Þórarinsdóttir, húsmóðir:
Nei og ég á ekki von á þvi að af
þvi veröi, þó þar sé úr mörgu að
velja.
,,Ég held að þetta sé
mesta hneyksli í allri at-
vinnusögu íslands. Hér eru
hundruð milljóna króna í
húf i en f isksjúkdómanef nd
kemur í veg f yrir að ég geti
aukið starfsemina. Það
getur vel komið til greina
að ég fari f ram á opinbera
rannsókn", sagði Skúli
Pálsson á Laxalóni við
blaðamenn er sóttu hann
heim í gær er hann var að
láta drepa um 1 tonn af.
regnbogasilungi.
Þá hefur fyrsti fundur
nýkjörinnar borgarstjórnar I
Reykjavik verið haldinn. Þar
fóru kosningar fram samkvæmt
samkomulagi hins nýja meiri-
hluta, sem segir um í forustu-
grein Morgunblaösins i gær að
lútisósia liskri forustu, sem þýöi
að svigrúm einstaklinga i
atvinnurekstri verði takmarkaö
mjög verulega, en forsjá hinnar
sósialisku forustu i atvinnu-
málum verði stóraukin. Er hér
enn á feröinni sú kenning að
einkaframtakiö sé allra hluta
best, og það hafi haldið fyrrver-
andi meirihluta borgarstjórnar
við völd I ein fimmtiu ár. Nær
sanni væri aö álita að einka-
framtakiö væri aðeins hluti
þeirrar frjálsræðisstefnu i orð-
um og athöfnum, seni við
tslendingar metum svo mjög
þvi varla getur verið aö einka-
framtakið eitt og sér skili yfir
tuttugu þúsund atkvæöum I
kosningum. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur fyrst og fremst notið
fjöldafylgis vegna þess að hann
hefur haft tilhneigingu til að
láta fólk I friði, verndað og hlift
einkarétti þess og samfélags-
rétti. En það hlýtur að heita að
skjóta i skakkt horn á vellinum,
ef miðað við aðstæður nú, á að
einbeita sér aö einum hluta
þessa frjálsræöis, sem gengur
undir nafninu einkafram tak,
sem á fyrst og fremst við þann
þjóðfélagshóp, sem ýmist dund-
ar sér við hænsnabú eða heild-
verslun.
Kristján Benediktsson
Samsetning núverandi borg-
arstjórnarmeirihluta bendir til
þess, að fulltrúar Alþýöubanda-
lagsins verði þar fyrirferð-
armestir. i ofanálag bætist svo
sú árátta kommúnista að gleypa
samstarfsmenn sina þannig, að
ekkert samkomulag heldur,
sem við þá er gert. Þess vegna
mun ekki verða gerður ramma-
samningur um meirihlutasam-
starfið, heldur reynt að vinna
innan þessfrádegi til dags, Með
þvi móti fæst þó að minnsta
kosti eitthvert yfirlit hverju
sinni yfir það hvert þeir Alþýðu-
baiulalagsmenn eruaðfara. Að
visu hefur aðalfulltrúi
Alþýðuf lokksins, samkvæmt
venju þess flokks.helstan áhuga
á að koma sinum mönnum I
nefndir og embætti, og siðan má
fjandinn hiröa hina. Slik
aðstaða er hinn ákjósanlegasti
vettvangur kommúnista, enda
hafa þeir þá að embættum veitt-
um, fritt spil til að koma fram
sinum hugðarmálum. Má
nokkuð hafa vilt um fyrir fólki,
að Alþýðuflokkurinn virtist gera
kröfur til að deilt yrði að jöfnu
milli flokkanna þriggja, sem
eiga meirihlutann. En þetta var
fyrst og fremst sett fram til að
skapa heppilega aðstöðu fyrir
Alþýðuflokkinn i nefnda- og
í Reykjovck
„Mesta hneyksli í
atvinnusögu fslands"
— segir Skúli í Laxalóni en hann hefur nú neyðst til að lúta drepa um eitt
tonn af regnbogasilungi, sem hann fœr ekki að flytja í stöð sína í Ölfusi,
þótt vottorð liggi fyrir um heilbrigði hrognanna