Vísir - 21.07.1978, Síða 9
ENGINN NORSK-
IIR VERKSTJÓRI
Hafnfirðingur hringdi:
„Ég vil gera athugasemd við
grein Svarthöfða á miðvikudag-
inn. Þar segir að norskur verk-
stjóri hafi unnið hjá Norður-
stjörnunni um tima en verið lát-
inn hætta. Þetta er ekki rétt.
Það kom bara fólk frá Bjelland i
byrjun til að kenna á vélarnar
en enginn norskur verkstjóri
starfaði barna.
Það má ekki blanda þessu
saman við þetta verkstjóramál
hjá BOH og þann sóöaskap sem
forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar sýndu i þvi
máli”.
jafnan
minnst
„Þeir gala
hœst, sem
mega sín”
Vegna skrifa Gunnars
Þórarinssonar í Visi
hefur 4161-5486/ vist-
maður á Akurhóli óskað
eftir að fá birt eftirfar-
andi bréf:
Hr. Gunnar Þórarinsson.
Mikið hefur verið rætt hér um
efni bréfs þins i dagbl. Visi þann
6. þ.m. Við undrumst ekkiskrif
þin, vegna þess að við vitum
hvers vegna þau eru tilkomin,
en það ræði ég ekki i þessari
grein. Þótt að ýmsu megi finna,
þá hallar þú illa réttu máli, þeg-
ar þú ræðst að forstöðumanni
hælisins og starfsliði hans. Allt
er þetta indælt fólk sem leggur
sig mjög fram um að leysa
vanda okkar. Heldur er það ekki
rétt að yfirlæknirinn og félags-
ráðgjafinn, sem koma hingað
sinn hvorn laugardaginn, geri
ekkert. Þeir halda alltaf fundi
með vistmönnum og bjóða auk
þess upp á einkaviðtöl. Eins er
okkur boðið upp á fræðslukvik-
myndir um vandamál okkar.
Undir hverjum og einum
komið
Að vistmenn fari héðan jafn-
nær og þegar þeir komu, er ekki
alveg rétt, þvi það er undir
hverjum og einum komið hvort
hann hefur meðtakið þá fræðslu
sem veitt er. Og nú er mikið gert
af þvi að aðstoða menn við út-
vegun á húsnæöi og atvinnu, er
þeir fara héðan, má i þvi sam-
bandi nefna heimilin á Ránar-
götu 6 og Brautarholt 22, (nú i
Tryggvagötu til bráðabirgða).
Og einmitt vegna þessara heim-
ila langar mig að birta haus af
plaggi, sem ég fékk að sjá hér á
hælinu nýverið, en þar er þetta
skrifað:
„Listi þessi er yfir vistmenn
sem voru á Gunnarsholtshælinu
á árunum 1976 og 1977 og út-
skrifuðust þaðan þá. Menn fóru
af hælinu ýmist til framhalds-
meðferðar á Vifilsstaðadeild-
ina, Ránargötu 6, eða Brautar-
holt 22, en örfáir hafa komist
áfram á eigin rammleik, en oft-
ast þó með einhverri aðstoð
A.A., eða annarra. Haft skal i
huga að hér er aðeins um
skammtima úrtak að ræða, en
það ereftir að Vifilsstaöadeildin
og vistheimilin að Ránargötu og
Brautarholti tóku til starfa.
Þessir menn hafa ekki komið til
meðferðar á hælinu i Gunnars-
holti frá þvi þeir útskrifuðust
þaðan”. (Hér lýkur tilvitnun.) A
eftir kemur svo nafnalisti yfir
þá 34 menn og sést á þessu að
ekki er mönnum aöeins veitt
þessi aðstoð, heldur er einnig
fylgst með þvi hvernig þeim
vegnar. Ekki er þvi hægt að
segja að forstöðumanninum,
eða starfsliði hans sé alveg
sama hvað um okkur verður eft-
ir brottför héðan.
Aðstandendur hælisins
eiga að fá að njóta sann-
mælis
Hælisbyggingin er ekki
„gamalt margendurbætt hús
meö ærnum tilkostnaöi”, eins
og þú segir. Elsti hlutinn er að-
eins 24 ára og engu hefur veriö
til kostnað, auk venjulegs við-
halds, nema hvað það var
vatnsklætt nýlega. Húsnæöið er
gott, bæði vistmannaherbergi
og salir og fæðið fannst þér
greinilega hreint afbragð, eins
og okkur hinum. Að þeir fáu
vistmenn sem fá vinnu i hey-
kögglaverksmiðjunni, þurfi að
vera sérstakir vinir forstöðu-
mannsins, er þvættingur.
Eins og ég sagði má aö ýmsu
finna, en mér finnst rétt að að-
standendur þessa hælis fái aö
njóta sannmælis.
Andrúmsloftið yfirleitt
gott
Að minu mati er þessi staður
vel viðunandi, við erum hér
vegna þess að við erum sjúkl-
ingar og erum þvi ekki gjald-
gengir á almennum vinnumark-
aði, meðan á lækningu stendur.
En hér höfum við lika gott næði
til að athuga okkar gang. Við
eigum bara svo erfitt með að
sætta okkur við það að viö erum
sjálfir vandamálið og þurfum
þvi margir hverjir að dvelja hér
lengi.
Sem sagt, gott húsnæði, gott
fæði og vinna fyrir alla sem
nenna að vinna. Andrúmsloftið
er yfirleitt mjög gott hér, ótrú-
lega gott i svo fjölmennum hópi,
en alltaf kemur einn og einn
sem eitrar, en þeir stoppa yfir-
leitt stutt, þvi þeir þurfa aö fara
i bæinn til að ná sér niöri á þessu
vonda fólki, sem veldur ógæfu
þeirra.
Nei, Jammi minn, þú talar úr
glerhúsi og það sannast á þess-
um skrifum þinum, að þeir gala
jafnan hæst, sem minnst mega
sin.
Guð veri meö þér I Hlað-
gerðarkoti.
t-NNNNNN NNNNNVJ-;
I
/
/
í
✓
!
✓
/
\
/
iísw'tvvNmwwNwwmNNNmwwxmwxwxwv:
Frœðslu- og leiðbeiningorstöð
Ráðgefandi þjónusta fyrir:
Alkóhólista,
aðstandendur alkóhólista
og vinnuveitendur alkóhólista.
SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS
UM ÁFENGISVANDAMÁLIÐ
Fræðslu- og leiðbeiningarstöð
Lágmúla 9, simi 82399.
I
|
1
1
FERÐAVÖRUR
fjölbreytt úruat
Ýmsar vörur sérslaklega ætlaöar göngulólkl.
Skófatnaöur, eldunartækl, dúnsvetnpokar,
mjög létt tjöld (göngutjöld) o.fl.
SAl /I
BUÐIM
Rekin af
Hjalparsveit skata
Reykjavik
SNORRABRAUT 58.SIMI 12045
urfeí c
éSNYRTIVÖRUR
Mjög fjölbreytt lína dásamlegra ame-
rískra snyrtivara fyrir allar húögeröir
og öll tækifæri. Heimsfræg og viður-
kennd lúxusvara framleidd í Frakk-
landi úr bestu fáanlegum hráefnum
meö fullkomnustu aöferöum, sem
þekkjast, eftir uppskriftum, sem nýta
alla nýjustu efnafræöi- og tækniþekk-
ingu nútímans.
Hagstætt verö mióaö vió gæöi.
Einnig aðrar snyrtivörur, t.d.:
REVLON, MAX FACTOR, CHRISTIAN
DIOR, SANS SOUCIS, ROC, PHYRIS,
MARYQUANT.
LÍTIÐ INN OG LÍTIÐ Á ,
LAUGAVEGS APOTEK
sny rtivörudeild
SOJA-
BAUNA
KJÖT
NUTANA PRO er sojakjöt
(unnið úr sojabaunum). Það
bragðast líkt og venjulegt
kjöt en inniheldur minna af
fitu og meira af eggjahvítu-
efnum.
Fita: Kolvetni:
NUTANAPRO 3% 38%
Uxakjöt 74% 0%
Svínakjöt 73% 0%
Eggja-
hvítuefni:
59%
26%
27%
Venjulegur málsverður (um 150 gr.) af kjöti samsvarar
um 410 hitaeiningum. Ef NUTANA PRO er notað í staðinn
verður máisverðurinn aðeins 85 hitaeiningar!
Gód keilsa ep öæfa fevers inaRRS