Vísir - 21.07.1978, Qupperneq 10
10
Föstudagur 21. júli 1978 VISIR
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davffi Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. Umsjón mefi helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blafia-
menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson,
Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi
Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens
Alexandersson. utlitog hönnun: Jón Öskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8.
Simar 86611 og 82260
Afgreiösla: Stakkholti 2—4 simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 2000
á mánuöi innanlands.
Verö i lausasöiu kr. 100
eintakið.
Prentun Blaöaprent h/f.
Það þarf ótta
fjármálaróðherra
Fjármálaráðstafanir fráfarandi ríkisstjórnar hafa
um margt verið umdeildar. Skuldasöfnun ríkissjóðs í
Seðlabankanum hefur t.d. takmarkað getu Seðlabank-
ans til þess að standa undir af urðalánakerf i atvinnuveg-
anna. Og miklar erlendar lántökur kalla yf ir okkur mjög
erfiða greiðslubyrði á næstu árum.
En þrátt f yrir þessar aðstæður hafa verið gerðar ýms-
ar athyglisverðar umbætur í sjálfri f jármálasýslunni í
tíð Matthíasar Á. Mathiesens fráfarandi fjármálaráð-
herra. Greinargerð sú, sem hann hefur látið gera um
stöðu ríkisjóðs, er til fyrirmyndar um það, hvernig ráð-
herrar eiga að skila af sér.
Undanfarin ár hafa lánsf járáætlanir verið afgreiddar
með f járlögum. Ekki verður sagt að tekist hafi að beita
þeim sem stjórntæki eins og að var stefnt. En eigi að síð-
ur var hér um merkt nýmæli að ræða, sem á að auðvelda
markvissa f jármálastjórn.
Þá hafa einnig verið tekin upp ný vinnubrögð til þess
að stemma stigu við því að einstakar ríkisstof nanir haldi
sér innan þeirra marka, sem f járlög ákveða. Að vísu má
segja að f járlög séu hálfgerð markleysa í óðaverðbólgu
eins og þeirri, sem við höf um búið við. En án aðalhalds-
aðgerða af þessu tagi væri hér mjög alvarleg ringulreið í
rikisf jármálum.
Nú fá menn þegar í ársbyrjun útkomu ríkissjóðs frá
næstliðnu ári og ríkisreikningur er lagður fram fyrir
þinglausnir að vori. öll þessi tæknilegu atriði varðandi
f jármálasýsluna eru nýmæli, sem horfa mjög til bóta og
eiga að auðvelda almenna f jármálastjórn rikisins.
Bæði í þeirri ríkisstjórn, sem enn situr, og öðrum,
hefur það verið svo, að einn maður hefur fengið það
hlutverk að vera f jármálaráðherra, en aðrir hafa litið á
sig sem eyðsluráðherra. Fjármálaráðherrann er dæmd-
ur eftir því hvort gjöld fara fram úr tekjum eða hvaða
áhrif fjárlögin í heild hafa á efnahagsstarfsemina í
landinu. Ágæti annarra ráðherra er á hinn bóginn mælti í
réttu hlutfalli við eyðslu þeirra á opinberu fé. Tæknileg-
ar breytingar á f jármálasýslunni koma því að litlu haldi
meðan ráðherrum er skipti í einn f jármálaráðherra og
sjö eyðsluráðherra. Þeir þurfa allir að vera f jármála-
ráðherrar, ef vel á að vera.
Skóflustungur
fjárfestingarœðisins
Nokkrum dögum f yrir kosningar gaf fráfarandi ríkis-
stjórn heimild til að hafist yrði handa um byggingu út-
varpshúss. Menntamálaráðherra var fljótur að taka
fram rekuna góðu, sem starfsmenn útvarpsins gáfu
honum þegar hann tók við embætti, og taka fyrstu
skóf lustunguna með hefðbundinni viðhöfn.
Fæstum dylst að útvarpið býr við þröngan húsakost,
bæði hljóðvarp og sjónvarp. En hitt hlýtur að vera álita-
mál hvort verjandi sé að ákvaða hátt i þriggja milljarða
króna f járfestingu við ríkjandi aðstæður í efnahagsmál-
um. Eðlilegra væri að draga úr opinberri f járfestingu
eins og frekast er kostur. Ábyrg ríkisstjórn hefði því
skotið útvarpshússbyggingu á f rest eins og sakir standa.
Allir flokkar predika samdrátt i fjárfestingu. Stjórn-
málamenn hafa á hinn bóginn meira gaman að skóflu-
stungum f járfestingaræðisins en fylgja skynsamlegum
hagstjórnarkenningum. Fyrir þá sök er ráðist í byggingu
útvarpshúss, sem óhjákvæmiiega kallar á verulega
hækkun á þjónustu útvarps og sjónvarps. Ekki lækkar
það verðbólguna.
Haraldur Blöndal lög-
fræðingur segir að lýð-
ræðisflokkarnir eigi að
neita öllum viðræðum
við Alþýðubandalagið
þar til útflutningsbann-
inu hefur verið aflétt.
t
Ekki er langt i aö mánuöur sé
liðinn frá lokum kosninga. Eng-
in stjórn hefur veriö mynduð og
þaö sem verra er: engar raun-
verulegar stjórnarmyndunar-
viðræður hafa átt sér stað.Enn
sem komið er, virðast stjórn-
málamenn vera að „þreifa fyrir
sér” og þeir, sem gerst þekkja
telja að stjórnarmyndun muni
dragast langt fram eftir næsta
mánuði.
I skugga útf lutningsbanns
Þessar stjórnarmyndunarvið-
ræður eru að þvi leyti sérstæð-
ar, að þær fara fram i skugga
útflutningsbanns Guömundar J.
Guömundssonar. Eru nú liðnir
margir mánuðir, siðan reglu-
legur útflutningur hefur átt sér
stað. Þjóðin hefur veriö tekju-
laus og er farið að saxast á
varasjóöi.
Það hefur verið bent á það i
leiðara Visis, að vitanlega eigi
aö gera kröfu um það I stjórn-
armyndunarviðræöum að út-
flutningsbanni veröi aflétt. Og
það á að gera meira en það:
Lýðræðisflokkarnir eiga að
neita að eiga nokkrar viöræður
um rikisstjórn við Alþýðu-
bandalagið þar til þessu banni
hefur verið aflétt.
Til hvers voru könnunar-
viöræöurnar
Ég hef haldið uppi gagnrýni á
seinagang við stjórnarmyndun.
Ég hefi bent á, að stjórnar-
kreppa er orðin næsta alvarleg
þegar liðin er meira en vika frá
þvi að stjórn fellur. Miklu frek-
ar er hún háskaleg, þegar svo er
ástatt i landi eins og nú, aö gripa
verður til harkalegra efnahags-
ráöstafana innan mjög skamms
tima, ef ekki á að hljótast áf
þjóðarvoði.
Gagnrýni minni var svaraö
með þvi, að nokkrar könnunar-
viðræður væru nauðsynlegar
áður en raunverulegar viðræður
ættu sér stað.
Nú hefur komið i ljós, að þess-
ar viðræður þjónuðu engum til-
gangi. Ég veit ekki, hvað stjórn-
málaleiðtogar hafa sagt forseta
tslands. Hitt veit ég, að
Benedikt Gröndal hóf stjórnar-
myndun sina með þvi að bjóöa
til samstarfs Alþýðubandalagi
og Sjálfstæðisflokki. Það tók
Alþýðubandalagið ekki nema
dagstund aö svara sliku boði
neitandi og er svar þess flokks
með þeim hætti, að útilokað er
að Benedikt hafi ekki vitað um
Vilmundur
í frysti
Þegar séð varð að i vændum
var stórfelld tilfærsla á atkvæð-
um fyrir siðustu Alþingiskosning-
arn, þótti mörgum sem nauðsyn-
legt væri að bjarga i horn, eins og
það er kallaö á knattspyrnuvell-
inum. Um tima virtist ekki horfa
vænlega i þeim efnum. Stjórnar-
andstöðuflokkar voru þrir og lifs-
mark tveggja þeirra var ekki
ýkja mikið. Alþýðubandalagið
eitt sat grátt fyrir járnum, og
bjóst nú við aö hiröa afrakstur
þeirrar iðju sinnar að hafa komið
fjármálum rikisins á kaldan
klaka á stjórnartimabilinu 1971-
74, en neita siðan meö sérkenni-
legum hætti aö mynda vinstri
stjórn aö nýju við tilraunir Ólafs
Jóhannessonar á siðsumarsdög-
um 1974. Þá voru allir kassar
tómir og ekki fýsilegt fyrir flokk
yfirboða og peningaausturs að
ganga til stjórnarsamstarfs. Kom
lika á daginn að áætlun Alþýðu-
bandalagsins um erfiðleika næstu
stjórnar var rétt.
Tveir mætir borgaraflokkar
sátu I súpunni, lamdir til „hag-
stæðrar” efnahagsstefnu af hinni
pólitisku verkalýðsforustu og
skammaðir dag hvern af Alþýðu-
bandalaginu, sem ræður verka-
lýðsforustunni, fyrir að koma
ekki lági á efnahagsmálin. Sið-
asta aðgerð fráfarandi rikis-
stjórnar stendur enn óleyst i út-
flutningsbanni Verkamannasam-
bandsins. I framhaldi af þvi hóf
Þjóðviljinn að tala um slæman
viöskilnaö, en þagnaði fljótt.
Kannski einhver hafi bent þeim á
blaðinu á, að erfitt er aö stjórna
þegar hálfgildings verkfallsað-
gerðir mæta hverri stjórnarat-
höfn.
Alþýðubandalagið var eitt
um hituna
Alþýðubandalagið var næstum
eitt um hituna sem stjórnarand-
stöðuflokkur allt siðasta kjör-
timabil og átti marga auövelda
leiki. Alþýðuflokkurinn og hin
klofnu tveggja þingmanna sam-
tök sátu i þingsölum að visu,
mestmegnis með bláa grön, og
Benedikt — Kjartan — Karl Steinar
Hinn mikli f jöldi sem kaus Alþýöuf lokkinn í fyrsta sinn á þessu sumri, af því þar
voru ungir menn með nýtt tungutak á ferð, mega horfa upp á það dag eftir dag, að
aðrir menn ráði stefnunni. Og þetta lyktar illa.
r