Vísir - 21.07.1978, Page 27
m
vism Föstudagur 21. júli 1978
/,V/ i..
T)
Inn ein skrautfjöð-
ur í hatt Smyslovs
(Jóh«
son
Jóhann Örn Sigurjóns-
skrifar um skák:
)
Litinn bilbug er i Smyslov aö
finna, þó hann sé orðinn 57 ára
gamail. Þau eru orðin óteljandi
mótin sem hann hefur orðiö
efetur i um dagana, og fyrir
skömmu bættist enn eitt viö, er
hann sigraði á San Paulo skák-
mótinu I Brasiliu. Þar skaut
Smyslov aftur fyrir sig núver-
andi Sovétmeistara, Dorfman,
svo og 6 stórmeisturum. Vinn-
ingstaia efstu manna varð
þessi:
1. Smyslov, Sovétrikin 9 1/2 v. af
13 mögulegum.
2. Dorfman, Sovétrikin 9.
3. -4. Ivkov, Júgóslavia 8 1/2.
Quinteros, Argentlna
5. Sosonko, Holland 7 1/2.
6. Kastro, Kuba 7.
7. -8. Jajdorf, Argentina 6 1/2.
Evans, Bandarikin.
Siðari árin hefur Ivkov hneigst
æ meira I jafnteflisátt, og oft
hreppt hinn tvieggjaða heiðurs-
titil, ,jafntefliskóngur móts-
ins.” 1 San Paulo gerði hann þó
bragarbót, og var hvergi
banginn viö aö tefla á tvær
hættur. Þessi taflmáti gaf
honum flestar vinningsskákir á
mótinu, ásamt sigurvegaranum
Smyslov, en töpgegn Kastro og
3. neösta manninum kostuöu
efsta sætiö.
Smyslov og Dorfman voru
einu taplausu mennirnir. Þeir
létu eitt yfir alla ganga, meö
þeirri undantekningu þó, aö
Smyslov vann Kastro, en þar
varöDorfman aö láta sér nægja
jafntefli. Þessi skák skar þvi úr
um 1. dætiö.
Hvitur : Smyslov
Svartur : Kastro Drottningar-
bragð.
1. Rf3 d5
2. d4 Rc6
(Tschigorin lék þessum leik oft,
eftir 1. d4 d5 2. c4, en núoröiö
sést hann sjaldan.)
3. c4 Bg4
4. cxd5 Bxf3
5. gxf3 Dxd5
6. e3
(Smyslov hefur fengiö biskupa-
pariö upp i hendurnar, og nann
á eftir aö nýta sér það til hins
itrasta.)
6. ... e6
(Eftir 6. .. e5 7. Rc3 Bb4 8. Bd2
Bxc3 9. bxc3 exd4 10. cxd4 hefur
tafliö opnast enn frekar og
kraftur hvitu biskupanna fengi
enn betri tækifæri til aö nóta
sin.)
7. Rc3 Dd7
8. f4 Rg-e7
9. Bd2 Rf5
10. Da4 Be7
11. 0-0-0 0-0
12. Bel
(Meðhinni óþægilegu hótun d5.)
12. ... Dc8
13. d5 Rb4
14. e4
(Smyslovhefurekki áhuga fyrir
14. d6 Bxd6 15. Hxd6 Rxa2-t- 16.
Dxa2 cxd6 og sókn svarts gæti
hæglega orðið ef sterk.)
14. ... Rh4
15. Bh3. f5
16. a3 Ra6
17. Dc4 Rc5
18. f3 a6
(Ef 18. .. Rxf3 19. exf5 Rxel 20.
Hhxel og staöa svarts er i
molum.)
19. Bxh4 b5
(Þvingaö, þvieftir 19... Bxh4 20.
Dxc5 hefur svartur tapaö
manni.)
a I*
i i i i
i i
i 4 i i
i i &
i i © ®a i SL i a
A B C D E F G
20. Bxe7
(Fyrir drottninguna fær hvítur 3
menn, og i stööum sem þessari
er slikt meira en nægjanlegt.)
20. ... bxc4
21. Bxc5 Hf7
22. dxe6 Dxe6
23. Bxf5 Hxfó
(Svartur telur sig veröa aö
losna viöþennan sterka biskup.
Annaö framhald var 23. ... Dc6
24. Be3 g6 25. Bh3 Hb8 26. Rd5
Db7 27. Bd4 og hvitur hefur öll
völd á boröinu.)
24. exf5 Dxf5
25. Be3 He8
26. Bd2 Dh3
27. Hd-fl Hd8
28. Re4
Og svartur, sem engan áhuga
haföi á að sjá Smyslov ljúka
hinni tæknilegu hliö verksins.
gafst upp.
ONNUR UMFERÐ,
BIKARKEPPNI BSI HAFIN
Stefán Guöjohnsenj
^sknfafJJ^J^bridget^^
Olympíu
í New
Orleons
tlrslit i parakeppni Olympiu-
mótsins i New Orleans uröu
þau, að Barry Crane og Kerri
Shuman frá Bandarikjunum
sigruðu með miklum yfirburð-
um. Crane og Shuman hafa um
langt árabil verið sigursælustu
keppnisspilarar Bandarikj-
anna, þótt þetta sé þeirra fyrsti
heimsmeistaratitiil.
Röö og stig efstu para voru
annars þessi:
1. Crane-Shuman 9150.92 USA
2. Jacoby-Nolan 8648.23 USA
3. Bluhm-Sanders 8558.59 USA
4. Beard-Blair 8535.24 USA
5. Becker-Tucker 8390.44 USA
6. Sowter-Sowter 8385.86
England
1 keppni um Feneyjabikarinn
sigraði bandariska kvenna-
sveitin I úrslitaleik viö ítaliu.
Sigursveitin er skipuð eftirtöld-
um konum: Hawes-Truscott-
Mitchell Moss-Farrell-Johnson.
Olympimeistarar uröu Pól-
verjar i opnum flokki sveita og
er það fyrsti heimsmeistaratitill
austantjaldsþjóðar.
Fyrstu umferö i Bikarkeppni
Bridgesambands tsiands er ný-
lokið og fóru leikar þannig:
Guöm. T. Gislason, Rvik vann
Steingrim Jónasson, Rvik
Haukur Guöjónsson, Vest-
mannaeyjum haföi yfirsetu
Jóhannes Sigurösson, Keflavik
vann Vilhjálm Pálsson, Self.
Þórarinn Sigþórsson, Rvlk vann
Björn Júllusson, Hornaf.
Pálmi Lorentz, Vestmannaeyj-
um vann Harald Brynjólfsson,
i Keflav.
. Jón Ásbjörnsson, Rvik vann
| Þórhall Þorsteinsson, Rvik
|| Georg Sverrisson, Kópavogi
vann Ragnar óskarsson, Rvlk
Vigfús Pálsson, Rvik vann
Þórarinn B. Jónasson, Akureyri
Armann J. Lárusson, Kópavogi
vann Eirik Helgason, Rvlk
AlfreöG. Alfreösson, Sandgerði
vann Jón Alfreösson, Akranesi.
Aöalsteinn Jónsson, Eskifiröi
vann Geir Björnsson, Hornaf.
Hjalti Elíasson, Rvlk vann
Kristján Kristjánsson, Reyöarf.
Bogi Sigurbjörnsson, Siglufirði
haföi yfirsetu
Olafur Lárusson, Kópavogi
vann Sigurjón Tryggvason,
Rvik
Guðmundur Arnarson, Rvik
vann Sigurð B. Þorsteinsson,
Rvik
Steinberg Rikarðsson, Rvlk
haföi yfirsetu.
Dregiö var siöan i aöra um-
ferö, en henni á aö vera lokiö
fyrir 15. ágúst.
Þessar sveitir spila saman,
heimasveit talin á undan:
Hjalti Eliasson, Rvik — Haukur
Guöjónsson, Vestmannaeyjum
AlfreðG. Alfreðsson, Sandgeröi
— Guömundur T. Glslason, Rvik
Armann J. Lárusson, Kópavogi
— Steinberg Rikarðsson, Rvik
Vigfús Pálsson, Rvik — Georg
Sverrisson, Kópavogi
Jón Ásbjörnsson, Rvik — Aöal-
steinn Jónsson, Eskifiröi
Jóhann Sigurösson, Keflavlk —
Pálmi Lorentz, Vestmannaeyj-
um
Þórarinn Sigþórsson, Rvik —
Ólafur Lárusson, Kópavogi
Guömundur Arnarson, Rvik —
Bogi Sigurbjörnsson, Siglufiröi.
-O-
Alfreö G. Alfreösson bæjar-
stjóri i Sandgerði sendir þættin-
um eftirfarandi spil frá leik
hans viö sveit Jóns Alfreösson-
ar, Akranesi.
Staöan var allir á hættu og
suður gaf.
864
A 9 3
D 3
D G 10 9 7
G 10 3 K
75 KDG108
A97 4 G 8 6 2
864 2 K 5 3
A D 97 5 2
64 2
K 105
A
1 opna salnum spiluöu Akur-
nesingamir tvo spaöa i suöur og
unnu þrj(á en Einar Jónsson og
Alfreö helltu sér i fjóra spaöa.
Harður samningur, en aö Al-
freðs áliti réttiætanlegur i stöð-
unni, þvi llklegt var aö Skaga-
menn myndu spila fast, þar eö
þeir voru töluvert undir.
Útspiliö var hjartasjö, Alfreb
gaf I blindum, austur drap á
kónginn og spilaöi tlunni til
baka. Snjöll blekkispila-
mennska hjá Jóni Alfreössyni
aö fela D G, en þvi miöur plataöi
hann makker sinn meira en
sagnhafa, eins og siöar kom
fram. Alfreö missteig sig i sókn-
inni og spilaði siöan hjartatvisti
á niuna I blindum. Minnugur
þess aö makker hans hafði
drepið á hjartakóng ogspilaö ti-
unni til baka, trompaöi vestur
slaginn og féllu þvi saman tveir
slagir i einn hjá vörninni.
Sveit Alfreös fékk þvi 620 á
móti 140 og græddi 10 impa á
spilinu.
Þaö er ljóst að fleiri en ein leið
er til þess aö vinna spiliö, eftir
að sagnhafi hefur réttilega gefiö
fyrsta hjartaslag. Ein leið er að
spiia spaöa á ásinn, siöan tigli á
drottningu og svina tigultiu til
baka. Hjarta er siöan kastaö i
tigulkóng og þriöja hjartaö
trompað i blindum. Vestur get-
ur aö visu trompað yfir. en með
slag sem hann fær hvort eö er.
Hin leiðin er aö taka laufaás og
svina siðan laufadrottningu og
heppnast sú leiö einnig.
Framkvæmdastjórar Bikar-
keppni BSl eru Alfreö G. Al-
freðsson og Rikaröur Stein-
bergsson.
Af Göflurum og fleirum
Gaflarar og Skaga-
menn frömdu nýlega
bæjarkeppni í bridge.
Spilað var á hartnær hlut-
lausum velli i Garðabæ.
(Ekki þó vegna leik-
banns). Keppt er um stór-
an bikar og smáan og
vinnst sá stærri með betri
árangri á 5 efstu borð-
unum en sá kléni fyrir
sigur á 6. borði. úrslit
urðu þessi og eru Skaga-
menn skráðir á undan:
1. borö Guöjón Guðmundsson —
Sævar Magnússon 19:1
2. borð Alfreð Viktorsson —
Björn Eysteinsson 13:7
3. borö Ingi S. Gunnlaugsson —
Ólafur Gislason 2:18
4. borö Guömundur Sigur-
jónsson — Albert Þorsteins-
son 4:16
5. borð Karl Alfreðsson —
Ólafur Ingimundarson 15:5
6. borð Halldór Hallgrimsson —
Oskar Karlsson 2:18
Skagamenn hlutu þvi nauman
sigur á 5 fyrstu boröunum meö
53:47 en Gaflarar unnu á 6.
borði. Heldur hallaöi þvi á
„heimamenn" enda áttu Skaga-
menn harma að hefna.
Barómeter B.H. er tæplega
’hálfnaöur. Bestum árangri til
þessa hafa náð:
1. Ólafur—Kristján 90
2. Bjarni—Þorgeir 86
3. Arni—Sævar 75
4. Guðni—Kristófer 63
5. Björn—Magnús 55
6. Albert—Siguröur 52
27
——i
Ógeð
Þaö vakti óhjákvæmilega
athygli aö ráöherrar Fram-
sóknarflokksins skyldu ekki
taka þátt i viöræðunum við
Krata um hugsanlega
stjórnarmyndun.
Helsta ástæöan fyrr þvi er
sögö vera sú aö Ólafur Jó-
hannesson hafi ekki geð i sér
til aö setjast niöur meö þeim
Vilmundi Gylfasyni og Sig-
hvati Björgvinssvni.
Við skulum
Þaö viröist greinilegt aö Al-
þýöubandalagiö ætlar aö ná
völdum i landinu. þótt þaö
veröi aö setja þaö á hausinn til
þe ss. Viö þetta nýtur þaö
stuönings verkalýðs-
hreyfingarinnar sem viröist
vera eins og strengjabrúöur i
höndum Lúöviks Jósepssonar.
Nýjasta dæmiö er aö Snorri
Jónsson, forseti ASl, neitaöi
beiöni Alþýöuflokksins um
samvinnu i kjaramalum.
Snorri bar þessa beiöni ekki
undir miöstjórn ASÍ, en sat
hinsvegar fund meö Lúövik,
Guömundi J. Guömundssyni
og Eövarö Sigurössyni, áöur
en hann gaf afsvar.
Er hún að
koma?
SIS leysti aö sögn mikið af
vörum út úr tolli i fyrradag og
er þaö talið lil marks um aö
gengisfelling sé alveg á næsta
leiti. Þegar gengisfelling ligg-
ur i loftinu fylgjast önnur
fyrirtæki jafnan mjög vel meö
SIS og þegar SIS byrjar aö
leysa út i stórum stil, þykir
nokkuö víst aö nú sé hver aö
veröa siðastur.
Sagt er að ýmis stærri fyrir-
tæki hafi ..kontakt" menn inn-
an bankanna, sem láta vita
þegar stóri bróöir fer af staö.
Þaö er alltaf erfitt aö giska á
hversu rniklar fellingarnar
veröa. Ef hinsvegar á aö miöa
viö hiö óopinbera gengi dollar-
ans (á svörtum) veröur þessi
varla undir tuttugu prósent-
um.
Svikamylla
skáta?
Svo viröist sem Bandalagi
islenskra skáta hafi ekki lekist
aö gera svo vel grein fyrir
fjármálum sirkussins, aö
menn vilji una þvi. Mennta-
málaráöuney tiö ákvaö aö
senda reikningana til ríkis-
endurskoöunar, án þess þó aö
meö því væri veriö aö fella
nokkurn dóm um málið.
Einstök skátafélög hafa gef-
iö út hryssingslegar yfir-
lýsingar þar sem talaö er um
loddaraskap Bandalagsins og
þess veröur vart aö margir
draga skýringar þess i efa.
Jónas Kristjánsson, ritstjóri
Dagblaösins, er ekkert aö
skafa utan af hlutunum og tel-
ur i leiöara i gær augljóst aö
skátahreyfingin hafi þarna
veriö komin inn i mikla svika-
myllu sem hún sé nú aö reyna
aö ljúga sig út úr. Jónas mun
ekki einn um þessa skoðun.
— ÓT.