Vísir - 09.08.1978, Page 7

Vísir - 09.08.1978, Page 7
VISIR Miðvikudagur 9. ágúst 1978 ■ ..................... Bandarikin munu koma fram sem full- gildur aðili i viðræðum Egypta og ísraela, sem hefjast munu i Was- hington i næsta mán- uði, eftir því sem Cyrus Sfðasta örþrifaráðið Akvörðun Carters forseta um að boða leiðtoga tsraels og Egypta- lands til fundar við sig i Camp David var aðalumtalsefni fjölmiðla I Bandarikjunum i nótt og lita flestir hana sem örþrifatilraun til þess að bjarga friðarumleitunum i Austurlöndum nær frá þvi að renna algerlega út i sandinn. Þar með sýnist Carter hafa spilað sinu siðasta spili af hendinni I tilraunum Bandarikjastjórnar til þess að ýta Egyptum og lsraelum til friðarsamninga. Mistakist þessi tilraun.er ekki að sjá, að hún hafi nein önnur ráð. Það oröaval Vance utanrikisráðherra, að Bandarikin muni verða fullgildur aöili i þessum viöræöum, felur i sér, að Carter muni leggja fram sinar eigin friðartillögur til þess að reyna aö brúa bilið milli hinna tveggja, i stað þess að láta hingaö til nægja að Vance bæri tilboðin á milli. En leiðtogar Bandarikjaþings, sem Carter forseti bar bækur sinar saman við, áður en hann boðaöi til fundarins, segja, að hann lumi ekki á neinni nýrri friöaráætlun. Hann væri einungis að reyna, hvort nýr fundur Sadats og Begins mundi ekki koma málinu á hreyfingu aftur. Þótt með þessum tiðindum hafi vaknað aö nýju vonir um, að friðarviðleitni SadaJ.s þurfi ekki að verða til einskis, er bjartsýnin þó ekki mikil. Það er augljóst, að Carter boðaði ekki til fundarins, vegna þess að samningahorfur væru orðnar svo góðar. Þvert á móti voru þær algerlega runnar út I sandinn. Fundarboðið er örþrifaráð hálmstrá, sem gripið er til I veikri von. Vance utanrikisráð- herra USA sagði i gær- kvöldi Þetta orðaval Vance ráð- herra, „fullgildur aðili”, þykir benda til þess að Carter Banda- rikjaforseti hafi loks oröið við kröfum Egypta um virkari þátt- töku i friðarumleitunum I Austurlöndum nær. Anwar Sadat Egyptalandsfor- seti hefur lengi hvatt Banda- rikjastjórn til þess að breyta frá málamiðlunarhlutverki sinu og leggja i staðinn fram sinar eigin tillögur til friðar og knýja Israelsstjórn til aö sýna meiri sveigjanleika i viðræöunum. Vance var spurður i gær- kvöldi að þvi, hvernig augum Israelsstjórn íiti þennan nýja þátt Bandarikjastjórnar i við- ræðunum, og sagði: „Þeir eru harðánægðir yfir þvi, að við skulum ætla áö gerast fullgildir aðilar.” Sadat, sem fyrir tiu dögum gafst endanlega upp á beinum viðræðum Egypta við Israela, sagði á blaðamannafundi I gær- kvöldi: „Þetta er að minu áliti nýtt blað. Viö skulum ekki horfa um öxl.” Vance gerði þessa fundarboö- un Bandarikjaforseta kunna á blaðamannafundinum með Sadat i Alexandriu i gærkvöldi. Begin og Sadat höfðu báðir þeg- ið boðið þegar i stað. Leiðtogar ísraels biöa I dag komu Vance utanrikisráðherra, sem mun gefa þeim skýrslu af viðræðum sinum við Sadat Egyptalandsforseta aö undan- förnu. Mun þeim einkum leika hugur á að heyra, hverjar vonir Sadat gerir sér um árangur hins fyrirhugaða fundar, sem mun hefjast 5. september. Menachem Begin forsætis- ráðherra lauk i gærkvöldi lofs- Anwar Sadat orði á þetta framtak Carters forseta, og kvað slikt frumkvæði lýsa hugrekki. Sagði hann, að Vance utanrikisráðherra hefði náö undraverðum árangri i ferðum sinum til Austurlanda Cyrus Vance nær. Aðrir leiötogar i tsrael völdu sin ummæli af varkárni og i Israel virðast flestir efins um nokkurn umtalsverðan árangur þessa fundar. Jimmy Carter Menahem Begin Carter vekwr wpp nýjar við- roeðwr wm frið í Awstwrlöndwm Enn einn andófsmaður PAFI FLUTTUR TIL PÉTURSKIRKJU Jarðneskar leifar Páls páfaVI verða flutt- ar i dag frá sumarhöll páfa i Albanhæðum til Péturskirkjunnar i Páfagarði, Þúsundir manna tóku að safnast i morgun við leiðina, sem með kist- una verður ekið, til þess að votta hinum látna virðingu sina. Páll páfi sem lést af hjartaslagi á sunnudaginn, áttræður oröinn, fór i tveggja mánaöa sumarfri til sumarhallarinnar þann 14. júli, og virtist þá þegar finna á sér, aö hann ætti ekki afturkvæmt. — „Vér erum að fara, en vér vitum ekki, hvort vér snúum aftur, eða hvernig vér komum þá aftur”, sagði hann. Fyrir nokkrum vikum gerði páfinn ráðstafanir varðandi hvar honum yröi valinn legstaöur (milli Jóhannesar 23. og Piusar 12., sem voru siöustu forverar hans) og hvernig útförin yrði gerð. Kista hans mun standa uppi fram til laug.irdags, þegar hann verður jarðsunginn. Er búist viö þvi, aö tugir þúsunda<nuni leggja leið sina til þess að kveðja páfa hinstu kveöju. A meöan munu 115 kardinálar velja eftirmann Páls VI. Óeirðir í Fíladelfíu Oeirðir brutust út í vesturhluta Fíladelfíu í gær, eftir að lögreglan neyddist til að beita háþrýstislöngum og skot- vopnum til þess að bera út hóp náttúrulifsmanna af heimili þeirra. Einn lögreglumaður var drep- inn og niu til viðbótar særðust i áhlaupi lögreglunnar á aðalstööv- ar þessa hóps, sem kallar sig „Move” og samanstendur aðal- lega af blökkufólki. Húsið sem fólkið hafðist viö i er sagt morandi i rottum, og i fimmtán mánuði hefur fólkið þráast við að yfirgefa það I trássi viö fyrirmæli heilbrigðisyfir- valda, fógetaúrskuröi og fleira. Um 300 lögreglumenn umkringdu húsið i gær og notuðu háþrýstivatnsslöngur til þess að hrekja ibúana úr kjallaranum, þar sem þeir höfðu leitað hælis. Segir lögreglan, að þá hafi verið hafin skothrið á lögreglumenn- ina, en þó tókst að yfirbuga verj- endurna, sem voru tólf fullorðnir fyrir utan börnin. Eftir að þeir höfðu verið færðir burt og húsiö jafnað viö jöröu með jarðýtum gerðu blökkumenn i hverfinu uppþot. Grýttu þeir lög- regluna og vörpuðu púðurkerling- um að hestum hennar. Nokkrir menn tróðust undir hófum hest- anna. Lifnaöarhættir þessara sam- taka „Move” voru taldir leiða til óhollustu. Fólkið fleygöi úrgangi og rusli i garöinn og lét hann rotna þar, enda hafði hann mikið aðdráttarafl á rottur. Ennfremur neitaði það að jaröa sina látnu og sýndi eitt sinn fréttamanni lik af mánaðargömlu barni, sem lá og rotnaöi i húsinu. Um 50 hundar reyndust vera i húsinu. I mai i vor settist lögreglan um húsið, en eftir 56 daga umsátur var þvi aflétt, enda náðist sam- komulag um, að ibúarnir mundu flytja úr þvi 3. ágúst. Þegar til kom, neituðu þeir að hreyfa sig þaðan.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.