Vísir - 17.11.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 17.11.1978, Blaðsíða 5
VISIR Föstudagur 17. növember 1978 Flugslysið ó Ceylon Furðulegt oð nokkur skyldi lifa slysið af' sðgðu flugyfirvold í Colombo Fró Ólafi Haukssyni, fréttoritara Vísis í New York „Farþegarnir I þessu plla- grimaflugi voru allir frá Indónesiu en vélin var að koma frá Mekka. Lending i Colombo var til að skipta um áhöfn og taka bensln,” sagði ólafur Hauksson fréttaritari VIsis I New York sem fylgst hefur með fréttum af slysinu siðasta sólar- hringinn. „Það virðist hafa verið mikil rigning og þrumuveður þegar vélin kom inn en þegar slysið gerðist var hún undir stjórn flugturnsins i Colombo. Þotan lenti á kókóshnetuakri um eina milu frá flugturninum. Hún brotnaði i þrennt og eldur kom þegar upp og brann þotan að mestu leyti. Eldsstykkin spýttust um nokkurra kilómetra svæði sem slökkviliðsmenn urðu að berjast við. Samkvæmt fyrstu fréttum áttu 170 af þeim 246 farþegum sem voru i vélinni að hafa farist en siðar fór talan upp i tæplega 200. Er rætt var við flugyfirvöld i Colombo i bandariskum út- varpsstöðum lýstu þ<au þvi yfir að það væri furðulegt að nokkur skyldi komast lifs af úr slysinu. Talsmaður Loftleiða I New York skýrði frá þvi að 30 manns hefðu sloppið litið meiddir. Sjónarvottar skýrðu frá þvi að það hefði komið mörgum á óvart þegar fólk kom úr vélar- flakinu og gat gengið i áttina að flugstöðinni.” —BA Þetta kort sýnir flug- leiðina, sem farin er i pilagrimaf luginu frá Indónesiu. A Ceylon er millilent til að taka bensín. Þotan var nýkomin úr skoðun Flugleiðaþotan sem fórst I Sri Lanka var af gerðinni DC-8 en félagið átti þrjór slikar vél- ar. Þotan var nýkomin úr meiriháttar flugskoðun sem framkvæmd er eftir hverja 1500 flugtima. Vélin mun hafa verið yfirfarin I Luxemborg á mánudag, samkvæmt upp- lýsingum blaðsins. Flugslysiö er gifurlegt áfall fyrir Flugleiðir sem missir I einuvetfangi marga af sinum hæfustu starfsmönnum. Þotumissirinn mun væntan- lega einnig koma sér illa þótt það sé smáræði miðaö við mannslifin. Er leitað var upplýsinga hjá Flugleiðum h/f um þaö hvort áætlanir félagsins röskuðust vegna vélarmissisinsvörðust starfsmenn svara. Var á þeim aö skilja að það væri ekki timabært að ræða siikt á þessu stigi. Var ekki reiknað með að rætt yrði um þetta atriöi fyrr en i fyrsta lagi i næstu viku. Það mun ekki hafa veriö gert ráð fyrir vélinni til áætlunar- flugs fyrr en um miðjan desember. Pilagríma- flutningarnir áttu að standa yfir fram til 10. desember og þvi ekki gert ráð fyrir þotunni til annars flugs fyrr en eftir þann tima. —BA— Þrjór sekúndur fró flugbraularendanum — löng og nákvœm rannsókn fyrir dyrum „Þaö á eftir að fara fram löng og nákvæm rannsókn áður en hægt er að segja með nokkurri vissu hvað olli flugslysinu á Ceylon,” sagði Grétar óskarsson, yfirmaður Loftferðaeftirlitsins, þegar Visir spurði um þá hiiö málsins. „Þaö eru yfirvöld á viðkomandi stöðum sem sjá um rannsóknir á flugslysum, en það fer auðvitað maður frá okkur út, og fulltrúar frá Flugleiöum. Mér skilst að menn frá Douglas-verk- smiðjunum (sem framleiða DC-8 þoturnar) séu þegar komnir á vettvang.” DC-8 þotan skall niður aðeins um hálfa milu frá enda flugbraut- arinnar, sem þýöir að hún átti ekki eftir nema svosem þriggja sekúndhá flug til að komast inn á hana. Mikið þrumuveður var þegar þetta geröist. „Þaö er óliklegt aö veðrið hafi haft áhrif á leiðsögutæki vélar- innar en um það erauðvitaö.ekki hægt að segja með vissu fremur en annað,” sagði Grétar. Vindsveipir „Einn hugsanlegur möguleiki er að vélin hafi lent i fyrirbæri sem kallaö er „windsheer”, en þá breytist vindátt eins og hendi væri veifaö. Þá getur allt i einu staöiö sterkur vinsstrókur beint aftan á vélina og hún missir flug- hraða sem vindhraðanum nemur. Tvisvar sinnum það sem vind- hraðanum nemur ef hann var áður beint á móti. Hún getur þá hrapað nær lóðrétt niður. Fyrir einu eða tveimur árum fórst bandarisk vél á Kennedy- flugvelli af þessum sökum. önnur sem hafði reynt lendingu á undan henni slapp naumlega. En þetta er aðeins einn af mörgum möguleikum og eins og ég sagöi áðan er mikil og nákvæm rannsókn fyrir höndum.” Flugmenn sem Visir hafði samband viö sögðu að menn hefðu fremur illar bifur á flug- vellinum á Ceylon. Þar skorti oft uppá að viðhald á öryggistækjum væri nægilega mikið og veðúr væru válynd. —ÓT VIÐ EIGUM TIL AFGREIÐSLU STRAX EFTIRTALDAR TEGUNDIR SKIPTIVÉLA: Cortina 4. cyl. 1300 Ford 6 cyl. 170 Ford 6 cyl. 200 Ford 8 cyl. 302 Chevrolet 8 cyl. 350 Opel 4 cyl. 1700 Ford D300 4 cyl. Diesel BMC 4 cyl. Diesel Þ JÓNSSON &CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516 1 t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.