Vísir - 17.11.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 17.11.1978, Blaðsíða 24
28 Föstudagur 17. nóvember 1978 Nýr veitingastadur smiiyukalTí HEFUR OPNAÐ AÐ SMIÐJUVEGI 14 OPID FRA KL. 8.00-20.00 ALLA VIRKA DAGA LAUGARDAGA FRA KL. 8.00-16.00 J U otft SMIÐJU- ýKAFFI ^ Skuifon sJSmlBjuvegur KoupgarBur J Framreiðum rétti dagsins i hádeginu, ásamt öllum teg- undum grillrétta. Utbúum mat fyrir mötuneyti, einnig heitan og kaldan veislu- mat, brauö og snittur. Sendum, ef óskað er. SÖLUTURN OPINN ALLA DAGA VIKUNNAR PANTANIR 1 SIMA 72177 LEIGJUM UT 50-120 MANNA SAL A KVÖLDIN OG UM HELGAR. blaöburöarfólk f óskast! i • Safamýri II 1 Lœkir II ; > 1 Ármúli Kleppsvegur 2-56 * Fellsmúli Selvogsgrunn Síðumúli Sporðagrunn * T Kóp- Vest 4 Tunguvegur | 1 Borgarholtsbraut l Ásendi T Melgerði Byggðarendi •1 | Skólagerði Rauðagerði f - _ VI ^Hhúsbyggjendur ylurínn er ftagóður Afgreiðum einangrunarplast é Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi — föstudags. Afhendum vöruna á byggingarstað, viðskiptamönnum að kostnaðar lausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Borgarplast h/f Borsarnesi Úmi 93 7370 kvöldog hclganimi 93-7355 Nýr umboðsmaður ó NESKAUPSTAÐ er Þorleifur G. Jónsson VtSIR Mólm- og skiposmíðasambandið um heyrnaskemmdir: Áhersla á fyrirbyggj- andi að- gerðir „Sambandsstjórn telur að leggja beri mjög rlka áherslu á fyrirbyggjandiaðgerðir, að þvl er varöar he y rnar ske m mdir. Arangursrikast er að koma i veg fyrir skemmdir eða sjákdóminn, það er best fyrir einstaklinginn og best og ódýrast fyrir samfélag- iö”, segir I ályktun fundar sam- bandsstjórnar Máim- og skipa- smlðasambands tslands, en þar var fagnað setningu laga um heyrnar-og talmeinastöð tslands. „Með starfrækslu sllkrar stofn- unar, þar sem sameinaðir eru flestir þeir aðilar sem aö þessum málum vinna, er helst von um árangur, og sambandsstjórnin væntir þess að góöur árangur verði af starfsemi stofnunarinn- Þær kannanir sem þegar hafa veriö gerðar á hávaða á vinnu- stööum( og heyrnarskemmdum starfsmanna þeirra, sýna ótvi- rætt hina brýnu þörf þess aö allt sé gert, sem hægt er, til þess að hávaði fari ekki yfir hættumörk, og koma þannig i veg fyrir heyrnarskemmdir. Sambandsstjórn telur eölilegt, og mælist eindregiö til þess að búnaður til heyrnarverndar með lágtlönimóttöku fyrir boð innan vinnustaðar.,hliöstæður þeim sem notaður er I kirkjum og leikhús- um — sé tollflokkaöur sem önnur öryggistæki”. —BA— Fundoð um réttarstöðu norrœnna maka Réttarstaða norrænna maka, sem giftir eru eða kvæntir hér- lendis veröur umræðuefni á fundi I Norræna húsinu á laugardag. Samtök vinafélaga Noröur- landa gangast fyrir fundinum, Guörún Helgadóttir trygginga- fulltrúi, dr. Gunnar G. Schram prófessor og Ingólfur Þorsteins- son bankafulltrúi munu flytja stutt inngangsorð ogsitja svo fyr- ir svörum. Samtök vinafélaga Norður- landa voru stofnuö áriö 1973, en I þeim eru nú 13 félög auk fulltrúa Norræna hússins. Formaður er Hjálmar ólafsson frá Norræna félaginu Fundurinn á laugardaginn hefst klukkan 15. —BA— Félagsmála- skéli alþýðu Sambandsstjórnarfundur Málm- og skipasmlðasambands tslands hefur lýst ánægju sinni með framkomið frumvarp til Iaga um féiagsmálaskóia aiþýðu. „Sambandsstjórnarfundur vænt- irþess að aiþingi samþykki frum- varpiö eftir að það hefur veriö sent til umfjöllunar og umsagnar tU MFA og ASt”. ÓLAFSFJÖRÐUR FELAGSLIFIÐ MEST UPP ÚR ÁRAMÓTUM „Veturinn er að ganga i garð hérna og fyrsti verulegi snjór- inn er kominn. Féiagsllfið er ekki komið I gang að nginu marki en það er mest upp úr áramótunum”, sagöi Pétur Már Jónsson, bæjarstjóri á öiafs- firði, þegar Visir spurði hvað væri helst um að vera á staðn- um. „Við höfum veriö að vinna af fullum krafti að byggingu heilsugæslustöðvar sem er okk- ar meginverkefni eins og er, en verðum llklega að draga eitt- hvaö úr framkvæmdum sein- ustu vikur ársins vegna fjár- skorts. Verkiö var boðið út I fyrravor og á aö veröa tilbúið undir tréverk á miðju ári 1979. Við höfum llka verið að byggja sjö leiguibúöir og viö fáum fimm af þeim afhentar núna i desember. Við vorum aö skipta um jarðveg I götum og svo hefur veriö unnið að hafnargerð. Þaö var veriö aö reka hér niður stál- þil sem á að vera i nothæfu á- standi um áramótin. Þetta eru svona helstu framkvæmdir. Annars er héðan allt ágætt að Pétur Már Jónsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði frétta, nema hvað aflabrögö hafa verið heldur treg. Við sitj- um uppi með færeyska skipið Holm, sem strandaði hér I sum- ar. Það er mikiö af ungu fólki hérna, en ibúafjölgun hefur þó verið fremur hæg. Þaö hefur fjölgaö hér um tiu til fimmtán manns á ári að jafnaði”, sagði Pétur Már. Setjum olltaf upp eitt leikrit á ári „Þaö er nú ekkert aö gerast eins og er en við ætlum að setja upp leikrit eftir áramót” sagði Elln Haraldsdóttir sem er formaður leikfélagsins á ólafs- firöi. „Við erum þrjátiu og fimm i leikfélaginu og setjum upp ieik- rit á hverju ári, i fyrra vorum við með Skjaldhamra og það hefur verið rætt um að taka það upp aftur, Við erum oftast með fjórar sýningar hérna heima og förum svo um nágrannastaöina þannig að þetta verða tlu til fimmtán sýningar, Viö erum yfirleitt með æfingar i fimm vikur og höfum fengið leikstjóra að;annars er hér maður sem hefur sett upp fyrir okkur. Þetta er oröið heljarmikiö fyrirtæki að setja upp leikrit, mikill kostnaöur og eins geysilega mikil vinna sem bæði leikarar, fólk sem er með senuútbúnað og saumar föt leggur á sig. _jM Nóg að gera á hótelinu Þetta er þriðji veturinn sem er opiö hérna og þaö virðist vera fuil þörf fyrir þessa starf- semi”, sagði Trausti Magnús- son hótelstjóri þegar Visir spurði hvernig væri að reka hótel á ólafsfirði. „Það sem af er hausti hefur alltaf verið fullt hérna og ég er sannfærður um það að ef þessi litli flugvöllur hérna kæmist I gang, þá væri miklu meiri „trafflk” herna. Það er veriö að byggja hér nýtt hótel sem átti að vera tilbú- ið undir tréverk um áramót, en þvl seinkar eitthvaðiþaö vantar peninga hér eins og annars stað- ar. Húsnæðið sem við erum I var heimavist gagnfræðaskólans og það er hér mötuneyti fyrir skólabörnin sem er notaö enn þá en börnin búa ekki hér lengur slðan heimavistin kom á Dalvfk. Þaö kemur hér slangur af skíöamönnum og til dæmis um páskavikuna I fyrra heföi verið gott að hafa stærra hótel og meiri þjónustu”, sagði Trausti. —JM Jólabasor með laufabrauði „Við erum búnar að halda einn fund og ætlum fljótlega aö halda jólabasar með laufa- brauði” sagði Kristjana Sigurðardóttir, formaður kven- félagsins Æskunnar á Fáskrúðsfirði. „Við komum saman nokkrar konur á hverju ári til að baka laufabrauð sem slöan er selt á jólabasarnum og ágóðinn rennur I elliheimilis- sjóö. Þaö hefur veriö okkar meginmál undanafarin ár að styrkja elliheimiliö sem er aö risa hérna‘.' t félaginu eru um það bil eitt hundrað konur. Hefur stjórnað skóta- starfinu í 30 ór „Það hefur verið fremur dauft yfir starfinu undanfarið en við erum nú að fara i gang” sagði Björn Stefánsson sem hefur stjórnað skátastarfi á ólafsfirði i þrjátlu ár. „Vandræðin eru þau að fólkiö mitt, krakkarnir sem eru orðnir 17-18 ára fara burt I skóla og þá sitég eftir með höfuðlausan her, mig vantar meira af þroskuöu fólki I starfið. En þaö eru fimm starfandi flokkar hérna, tveir drengja- flokkar og þrlr stúlknaflokkar. I þeim eru um þaö bil fjöruttu skátar. Skátafélagiö veröur þrjátfu . ára I mars á næsta ári og hefur starfað hér allan þann tlma, en veriö misjafnlega mikill þróttur og líf I því. Við förum I útilegu á sumrin og stundum skátastörf. I hitteðfyrra stóð útilegan yfir i þrjá daga og tóku fimmtíu skátar þátt i henni. Það eru starfandi I bænum ýmis önnur félög sem draga mikiö frá, aðallega Iþrótta- félagiö sem er margþætt, hand- bolti, körfubolti og fótbolti og svo skiöin, en það eru mjög margir I skiöadeildinni. Marga stráka sem mikiö er I varið og hafa starfaö mikið meö skát- unum missi ég I sklðaiþróttina þvl það er ekki hægt að vera I öllu. Viö höldum fundi vikulega og byrjuðum fyrstu dagana I október. Við fórum I fyrra og veturinn þar áöur I sklöaferð hér út I sveit og gistum I félags- heimilinu og það stendur til að fara sllka ferð núna fyrstá desember. Það er þegar byrjað að undirbúa þaö. Við erum með dagskrá, skemmtiþættiog fleira og svo er dansaö eftir hljóm- plötumúsik þegar ekki er hægt að vera lengur úti. Þessir krakkar eru frá tlu til sextán ára,” sagöi Björn Stefánsson. —JM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.