Morgunblaðið - 07.01.2001, Side 16

Morgunblaðið - 07.01.2001, Side 16
16 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG ER ÁNÆGÐ, ég hef gertþað sem mig langaði til aðgera,“ skrifaði AgathaChristie árið 1965 í endur-minningum sínum. Hún var eins og flestum er kunnugt einhver vinsælasti og afkastamesti saka- málasagnahöfundur heims og því ekki að ófyrirsynju að hún var kölluð „Queen of Crime“, drottning glæpa- sagnanna. En hvernig manneskja skyldi hún hafa verið, konan sem skrifaði um 80 sakamálasögur og leikrit, auk þess sem hún skrifaði ljóð og nokkrar rómantískar skáldsögur undir nafninu Mary Westmacott. Þá gaf hún út tvær bækur undir nafninu Agatha Christie Mallowan og er önn- ur þeirra, Come, Tell Me How You Live, byggð á ýmsum atburðum úr lífi hennar og síðari manns hennar, fornleifafræðingsins Max Mallowans er þau voru í Sýrlandi. Þrátt fyrir þessi miklu afköst átti hún sér lengst af enga skrifstofu heldur skrifaði verk sín við eldhús- borðið, borðstofuborðið en við önnur traustbyggð borð sem gátu vel borið ritvélina hennar. „Ég var oft í vand- ræðum þegar kom til mín fólk og vildi sjá skrifstofuna mín,“ segir hún. Agatha lærði hraðritun og skrifaði oft uppköst að bókum þannig en síð- ari árin skrifaði hún sögur sínar beint á ritvélina. En hvaðan kom Agatha Christie og hvernig var hennar per- sónulega líf? Á hvað lagði hún áherslu og hver var uppspretta allra þessara bóka? Átti hamingjusöm æskuár „Eitt mesta lán manna er að eiga hamingjusama bernsku. Ég var ham- ingjusöm í minni æsku“, segir Agatha í upphafsorðum end- urminninga sinna, er hún fjallar um Ashfield, æsku- heimili sitt, þar sem hún fæddist árið 1890. Hamingju æskuáranna þakkar hún ekki síst föður sínum. Af því tilefni vitnar hún í orð David Copperfield, söguper- sónu Charles Dickens, sem spyr hvort tiltekinn maður hafi verið „an agreeable man“. „Oh, what an agreeable man he is“, svaraði Peggotty. Faðir Agöthu, Fred Miller var að hennar sögn afar þægi- legur maður. Hann þurfti ekki að vinna til að sjá fjölskyldu sinni farborða, faðir hans hafði verið ríkur Bandaríkja- maður og skildi eftir sig fjár- muni sem héldu Millersfjöl- skyldunni uppi, svo og ekkju hans, sem var ömmusystir Agöthu og ól upp móður henn- ar. Þekkti aðeins 4 verulega hamingjusöm hjónabönd „Ég hef áhuga á sögu for- eldra minna, ekki aðeins af því þeir voru foreldrar mínir, heldur af því að þau lifðu í hamingjusömu hjónabandi sem er að mínu viti afar sjald- gæft. Fram til dagsins í dag, (2. apríl 1950) hef ég aðeins vitað um fjögur verulega hamingju- söm hjónabönd. Í einu tilvikanna var maðurinn fimmtán árum eldri en eig- inkonan – í öðru tilviki var maðurinn fimmtán árum yngri en eiginkonan. Hún neitaði hinum unga biðli árum saman en hann hafði sitt fram og þau lifðu í hamingjusömu hjónabandi í 35 ár, þar til dauðinn aðskildi þau“, seg- ir Agatha í endurminningum sínum. Viktoríanskur rómans Sjálf var hún tvígift og var seinna hjónaband hennar mjög hamingju- ríkt. Agatha fæddist og ólst upp í enska smábænum Torquay, yngst þriggja barna Fred Millers og Clöru Coehm- er Miller. Þau höfðu kynnst á heimili föður Freds og seinni konu hans, móðursystur Clöru. Faðir Clöru dó af slysförum þegar hún var barn og móðir hennar sendi hana systur sinni til uppeldis. Hin barnunga Clara varð ástfangin af syni uppeldisföður síns, sem hafði alist að mestu upp hjá afa sínum og ömmu á Nýja Englandi. Clara var falleg stúlka og hæglát en Fred var glaðsinna heimsmaður. „Þetta var dæmigerð viktorínsk róm- antík“, segir Agatha. Fred skrifaði Clöru frá New York, þar sem hann var að skemmta sér með ungu fólki og hún skrifaði honum aftur alvarleg bréf sem hann geymdi til æviloka í bróderuðu veski sem hin unga Clara saumaði handa honum meðan þau voru í tilhugalífinu. Elsta barn Millershjónanna var Monty sem fæddist í Ameríku. Mill- ershjónin voru hins vegar nýlega flutt til Torquay þegar dóttir þeirra Madge fæddist. Hún og Agatha urðu mjög samrýndar er þær voru báðar orðnar fullorðnar. Systkini Agöthu voru það eldri en hún að þau voru far- in til náms þegar hún fór að láta að sér kveða á heimilinu. Átti notalegan föður og móður með mikið innsæi Föður sínum lýsir Agatha sem afar þægilegum manni, sem eyddi tíma sínum ýmist í klúbbnum sínum eða á heim- ilinu, sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt. Hann virðist hafa verið jarðbundinn mað- ur, notalegur en ekki dugleg- ur. „Núna þætti hann vafa- laust ekki hafa marga kosti þar sem hann var ekki laginn við að koma sér áfram eða vinna fyrir peningum. Hann átti hins vegar kærleiksríkt hjarta og margir söknuðu hans þegar hann lést“, segir Agatha. Móður sinni lýsir Agatha svo að hún hafi séð heiminn í bjartari litum en raun bar vitni og hafi það verið andsvar hennar við heldur dauflegri æsku, Clara var hlédræg kona sem hafði mikið innsæi. „Allt sem ég vil að mamma viti ekki um þori ég ekki einu sinni að hugsa um í návist hennar,“ sagði systir Agöthu einu sinni. Lifði í sínum hugarheimi Agatha hafði frá unga aldri mikið ímyndunarafl og lék sér gjarna við börn sem enginn sá nema hún og bjó sér þannig til sinn eigin heim að nokkru leyti. Þar til Agatha var ellefu ára gekk allt allvel, en þá dó faðir hennar. Hann hafði þá þjáðst af hugsýki um tíma vegna þess að fjárfestingar sem gerðar höfðu verið til að tryggja honum lífsviðurværi dugðu ekki lengur til þess. Hann átti m.a. leiguhúsnæði í New York. Eftir dauða heimilisföðurins lögðust af vikuleg samkvæmi húsmóðurinnar og draga varð verulega saman í öllu heimilishaldi. Ekkjunni var ráðlagt að selja hús sitt Ashfield en m.a. vegna andstöðu Agöthu dóttur sinn- ar seldi Clara ekki húsið heldur áttu þær mæðgur þar heimili sitt, og þar dóu báðar ömmur Agötu og móðir hennar eftir langt og farsælt líf. Eftir dauða manns síns fór Clara að ferðast um með yngstu dóttur sína. Eldri dótturinn Madge var þá gift Jimmy Watts, vel ættuðum og efnuðum manni og sonurinn Monty var í Afríku, hann var ævintýramað- ur sem alla tíð gerði sér óraunhæfa mynd af heiminum og neitaði þver- lega að taka nokkra ábyrgð, móður sinni og systrum til mikillar armæðu, en þær urðu að sjá fyrir honum eftir að hann kom sjúkur heim frá ævin- týralífi sínu. Menntun og skólaganga Clara sá um að Agatha lærði frönsku, bæði af barnfóstru sem hún fékk til að sinna henni um tíma og eins fór hún með hana til Frakklands þar sem þær bjuggu á gistiheimili og Agatha sótti skóla. Hún skipti oft um skóla og fékk ekki markvissa mennt- un, nema þá í tónlist, en hún varð all- góður píanóleikari. Hún ætlaði um tíma að leggja fyrir sig píanóleik og spurði kennarann sinn hvaða mögu- leika hún ætti í þeim efnum. Hann ráðlagði henni að taka sér eitthvað annað fyrir hendur. sem hún gerði með heimsfrægum árangri. Hlakkaði til að fá myndarlegan bakhluta Agatha náði í skottið á þeirri kyn- slóð enskra kvenna sem gekk um með rasspúða og var komið formlega á framfæri í samkvæmislífinu. En vegna fráfalls föðursins gat móðir hennar ekki haldið fyrir hana dýra dansleiki heldur brá á það ráð að fara með hana til Egyptalands þar sem hún dansaði kvöldin löng við alls kyns unga menn, einkum yfirmenn úr hernum, á hótelum einn vetur. Hún átti þá tvo kvöldkjóla en hvor- ugur þeirra var svartur, eins og hug- ur hennar stóð þó helst til. „Ég hlakkaði mjög til þess að fá myndarlegan bakhluta sem fyllti vel út í kjólinn, en þegar ég loks varð þannig í laginu var komið í tísku að vera mjaðma- brjósta- og rasslaus, mér til mikilla vonbrigða“, segir Agatha. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að hún ætti sér alls kyns aðdáendur, hún hafnaði a.m.k. tveimur bónorð- um en trúlofaðist svo ungum manni, Reggie Lucy, úr vinahópi fjölskyld- unnar, hann var í leyfi frá herþjón- ustu í Hongkong og bauðst til að kenna Agöthu golf með þessum af- leiðingum. Meðan á þeirri trúlofun stóð kynntist hún hins vegar í sam- kvæmi ungum og áköfum manni, Arcibald Christie. Unnusti hennar Reggie hafði neitað að ganga strax í hjónaband eins og Agatha vildi vegna þess að hann taldi sig ekki geta séð sómasamlega fyrir konu enn sem komið var. Hann fór aftur til her- þjónustustarfa með þeim riddara- legu ummælum að ef Agatha kynnt- ist manni sem væri efnaðri en hann skyldi hann ekki standa í vegi fyrir þeim ráðahag. Sleit trúlofun og giftist Archie Christie Archie Christie var enn fátækari Reggie, en hann var afburða góður dansari, hár maður og ljós yfirlitum með liðað hár og „fremur athyglis- vert nef“, að sögn Agöthu. Þau urðu mjög ástfangin hvort af öðru og Arc- hie vildi giftast Agöthu strax. Hann var hermaður og var að fara í þjálfun sem flugmaður. Móður Agötu leist ekki á að dóttir hennar giftist á þess- um forsendum, enda var Agatha þá ekki enn búin að slíta trúlofun sinni við fyrri unnustann. Það gerði hún þó von bráðar. Fyrri heimstyrjöldin hófst og Agatha hóf störf við hjúkrun særðra hermanna. Archie fékk leyfi og þau Agatha fóru til hinnar írsku móður hans og stjúpföður til að halda jól í Clifton. Þar ákvað Archie að tími væri til kominn að þau Agatha gengju í hjónaband daginn eftir. Allt var sett af stað og í dragt með vín- rauðan hatt og óþvegnar hendur og andlit vegna fljótagangsins játaðist Agatha Miller Archie Christie og til varð Agatha Christie. Eftir gift- inguna fór hvort til sinna starfa. Sex mánuðir liðu þar til hjónin hittust á ný. Eiginmaðurinn flaug í herleiðangra en Agatha lærði að blanda lyf – það var þekking sem síð- ar kom henni að góðum notum, eins og lesendur bóka hennar vita lét hún ótalin fjórnarlömb sín deyja af völd- um eiturbyrlanna. Ekki aðeins lærði Agatha sitt hvað um lyfjafræði, hún fékk einnig tíma til þess að fara að setja saman sína fyrstu sakamála- sögu. Hún hafði þegar birt nokkrar Á síðari árum hafa æ fleiri íslenskir rithöf- undar reynt fyrir sér í skrifum glæpa- og sakamálasagna. Breski rithöfund- urinn Agatha Christie hefur löngum verið talin „drottning glæpasagnanna“. En hvernig mann- eskja er það sem stendur á bak við tugi sagna af morð- um og sakamálum? Agatha skrifaði „An Autobiography“ sem kom út árið 1977. Þar kemur fram kon- an á bak við rithöf- undinn. Guðrún Guðlaugsdóttir drepur hér á ýmislegt sem fram kemur í ævisögu Agöthu Christie. Agatha Christie með dóttur sína Rosalind. Agatha Christie 16 ára í París. Agatha og fyrri maður hennar, Archie Christie, í lok fyrri heimsstyrjaldar. Drottning glæpasagn- anna – Agatha Christie

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.