Vísir - 29.12.1978, Blaðsíða 16
20
Föstudagur 29. desember 1978.
VÍSIR
LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST
Veikir máttarstólpar
Þjóöleikhúsiö:
Má tta rstólpa r þjóö-
félagsins
eftir Henrik Ibsen.
Leikstjóri: Baldvin Hail-
dórsson
Þýöendur: Arni Guöna-
son og Jónas Kristjáns-
son.
Leikmynd og búningar:
Snorri Sveinn Friöriks-
son.
Kátbroslegasta
aukapersónan í „Máttar-
stólpunum” vand-
lætingarsamur vingull og
huglaus loddari Hilmar
Tönnesen, sem Gunnar
Eyjólfsson geröi góö skil,
opnar varla svo munninn
að honum svelgist ekki á I
vanþóknun sinni. Hans
mottó er upphrópun:
„Úff”! (Og bætir gjarnan
viö: En beröu mig ekki
fyrir þvl). Gagnrýnend-
um sem lika eru vand-
lætingarsamir og sjálf-
sagt misjafnlega hug-
lausir stoöar ekki aö fela
sig á bak viö annarra orö.
Og úr þvi aö maöur
veröur i nafni ibsenskrar
sannleiksástar aö segja
þaö er best aö segja þaö
strax: Meöferö Þjóöleik-
hússins s.l. miövikudags-
kvöld á meistaraverki Ib-
sens „Máttarstólpum
þjóöfélagsins” er höfundi
og leikhúsi ósamboöin. Aö
lokinni sýningu lá viö aö
maöur gæti tekiö undir
meö Hilmari Tönnesen:
Maöur segir bara: úff.
Veikar stoöir
Máttarstólparnir i hinu
aldargamla en sigilda
verki Ibsens reyndust
veikir og þróttlausir.
Þessi sýning hins Islenska
Þjóöleikhúss á jafn stór-
brotnu verki gefur ástæöu
til aö ætla aö eitthvaö
meira en litiö sé oröiö at-
hugavert viö máttar-
stoöir Þjóöleikhússins.
A maöur aö trúa þvi aö
atvinnuleikmennt Is-
lendinga sé ekki rismeiri
en þarna gat aö lita og
heyra?
Mistök I leikstjórn
Alvarlegustu mistökin
viö þessa sýningu veröa
aö skrifast á reikning
leikstjórans, Baldvins
Halldórssonar. Og þá á
reikning þess sem fól
honum leikstjórnina —
leikhússtjóra? Leikstjór-
inn hefur brugðist og
hann dregur sýninguna
meö sér I fallinu. Leik-
stjóranum hefur missýnst
hrapalega um hlutverka-
skipan — val leikara til
aö fara meö helstu hlut-
verk. Hafi hann viljaö
gera einhverjum greiöa
meö vali slnu, þá hefur
þaö mistekist og á
kostnaö sýningarinnar I
heild.
Heimur leikhússins er
miskunnarlaus. Þegar
um er aö ræöa jafnstór-
brotiö listaverk og þetta
leikrit Ibsens sem þar aö
auki gerir ýtrustu kröfur
til kunnáttu. reynslu og
menntunar leikaranna i
helstu hlutverkum, þá ber
aö velja þá bestu sem völ
er á. önnur sjónarmið
koma ekki til greina.
Hvorki Guörúnu Þ.
Stephensen né Hákoni
Waage er greiöi geröur aö
fela þeim hlutverk Lónu
Hessel og Jóhanns
Tönnesens. Ekki vegna
þess aö þau séu ekki hæfir
Íeikarar, heldur vegna
þess aö persónuleiki
þeirra hæfir þessum hlut-
verkum I hvorugu tilvik-
inu.
Leikhúsiö veröur aö
gera strangar kröfur til
leikstjórnar. Leikstjórn,
þegar sjálfur Ibsen á I
hlut er ekki á færi neins
meöalmanns. Hún krefst
andlegra yfirburöa
hvorki meira né minna.
Voldugt listaverk
Máttarstólparnir eru
tvfmælalaust eitt af
meiriháttar listaverkum
leikbókmenntanna. Þaö
er þjóöfélagslegt ádeilu-
verk I raunsæisstll og sem
sllkt, tlmamótaverk sem
hefur haft mikil áhrif á
leikritun slöari höfunda.
Þaö var lengur I smföum
en flest önnur verk Ibsens
og stefnumarkandi fyrir
þau þjóöfélagslegu og
sálfraeöilegu meistara-
verk sem á eftir komu
eins og t.d. Brúöuheimil-
iö, Þjóöniöinginn, Villi-
öndina, Rosmersholm,
Heddu Gabler o.fl.
Bygging verksins er
hnitmiðuð og tæknilega
þaulunnin. Þau drama-
tfsku átök sem fram fara
á sviöinu gera strangar
kröfur til sálfræöilegs
skilnings og samstillingar
Ævar Kvaran, Siguröur Skúlason, Valur Gislason og
Erlingur Gislason I hlutverkum sinum I Máttarstólp-
um þjóðfélagsins. Myndin
I leik þeirra sem fara meö
helstu hlutverk. Persónu-
sköpunin er skýr og lif-
andi og nálgast listræna
fullkomnun I höfuöper-
sónu leiksins, Bernick
konsúl. Þetta hlutverk er
svo magnaö aö þaö sómir
sér vel sem kóróna á leik-
ferli hámenntaös og
þroskaös leikara.
Aðalhlutverk
Erlingur Gislason fær
stórkostlegt tækifæri með
þvi aö takast á viö þetta
stórbrotna hlutverk. Þeir,
sem fylgst hafa meö leik-
ferli Erlings, hafa áöur
getaö fengiö þaö staöfest,
aö hann er glæsilegur
leikari, sem margt hefur
mjög vel gert. Þaö var
þvl fyllilega þorandi aö
láta hann takast á viö
þetta viöfangsefni. Aö
mfnu mati vann Erlingur
hálfan sigur í þessari
raun. Margt er stórvel
um leik hans. Gervi hans,
útlit og myndugleiki á
sviöi fyllti vel út f þann
ramma sem hlutverkiö
krefst. Þó voru hnökrar á
framsögn hans og radd-
beitingu sem mætti
auövitaö laga. En þegar
innri spenna og átök
þessa klofna persónuleika
ná hámarki I þriöja og
fjóröa þætti þegar öll
spjót standa á honum og
öll sund viröast lokuö:
þegar hann er jafnvel
uppvfs aö þvf aö vera
valdur aö yfirvofandi
dauöa einkasonar slns
sem strokiö hefur aö
heiman i „lfkkistuskip”,
sem konsúllinn ætlaöi
öörum aö gista 1 hina votu
gröf — i þessum átökum
er tekin á æfingu.
Visismynd: JA
tekst Erlingi ekki aö
koma til skila yfirþyrm-
andi örvæntingu hins
gæfusnauöa manns.
En aö svo miku leyti
sem Erlingi tekst ekki aö
vinna fullnaöarsigur f
þessu stórbrotna hlut-
verki þá er þaö ekki aö
öllu leyti hans sök. Þar
veldur miklu skortur á
samstillingu 1 mótleik
sem leikstjóranum bar aö
tryggja- Hin dramatísku
átök leiksins fara aö
mestu leyti fram sem ein-
vfgi Bernicks konsúls og
Lónu Hessel (Guörún Þ.
Stephensen). Lóna á aö
vera jafnoki konsúlsins ef
ekki beinlfnis ofjarl. Hún
er annaö og meira en
uppreisnargjörn og há-
vær brussa. Hún er æsku-
unnusta Bernicks sem
hann sveik eins og alla
aöra til aö giftast til fjár.
Þaö lifir lengi I svo göml-
um glæöum. Þaö er ljóst
undir lokin aö hún er sú
kona sem skapar mönn-
um örlög — femme fatale.
Hún er glæsikvendi. Þrátt
fyrir 15 ára aðskilnaö
veröur þaö aö vera trú-
veröugt, aö hún var eftir-
sóknarverö kona. Ella er
öll dramatlk leiksins út I
hött. Eins og Lóna er leik-
in I sýningu Þjóöleikhúss-
ins getur enginn áhorf-
andi trúaö þvi aö konsúln-
um sé enn eftirsjá aö
þessari konu eöa aö hún
hafi sllkt vald yfir honum,
aö hann endanlega horfist
I augu viö lffslygina —
fyrir hennar tilverknaö.
Og þar meö eru endalok
leiksins oröin aö enda-
leysu. Sýningin veröur
óskiljanlegur óskapnað-
ur.
- Guörún hefur hvaö eftir
annaö sýnt aö hún er hæf
listakona, sem hefur
djúpa undirtóna. En þvf
miður — þarna er hún
ekki á réttum staö.
Slagsíða
Þriöji burðarás leiksins
sem veröur aö standa
fyrir sinu, ef verkiö á aö
standa upprétt er Jóhann
Tönnesen, bróöir konsúls-
frúarinnar. Hann er alger
andstæöa konsúlsins:
Hreinn og beinn, hrein-
skiptinn,djarfur og göfug-
lyndur. Hann verður lfka
aö hafa til aö bera drengi-
legan „sjarma”, ein-
beitni og skörungsskap.
Ella veröa samskipti
hans og Dinu Dorf (Guö-
rún Þórðardóttir) ekki
trúveröug. Þessu hlut-
verki fékk Hákon Waage
ekki valdiö aöallega sök-
um æsku sfnnar og aug-
ljóss aldursmunar. Lóna
og Jóhann eru sameigin-
lega hinir andstæöu pólar
sem takast á viö konsúl-
inn. I þessari sýningu
hallaöi verulega á þau,
þannig aö sýningin f heild
er meö eins konar slag-
sföu, fyrir utan að hún
verður beinlinis mark-
laus I meginatriöum.
Aldursmunur
Af öörum hlutverkum
berhelstaö geta Gunnars
Eyjólfssonar i hlutverki
Hilmars Tönnesen. sem
áöur er getið en leikur
hans i þessu ismeygilega
hlutverki bar af flestum f
þessari sýningu. Ýmsir
aörir skiluöu sfnum hlut-
verkum meö sóma svo
sem „öldungarnir” Valur
Glslason og Ævar R.
Kvaran I hlutverkum
kaupsýsluprangara og
GIsli Alfreösson í hlut-
verki Kraps fulltrúa. Hin
unga leikkona Guörún
Þóröardóttir var til mik-
illar prýöi og slapp vel frá
sinu fyrsta meiriháttar-
hlutverki. Bjarni Stein-
grfmsson var ömurlegur í
hlutverki hinnar mæröar-
legu kennarablókar, svo
mjög aö heitorö Dinu viö
hann er þvl sem næst
óskiljanlegt. Þaö var ekk-
ert út á leik Brletar
Héöinsdóttur aö setja I
hlutverki systur konsúls-
ins annað en aö hún gat
fremur veriö mamma en
jafnaldra Jóhanns Tönne-
sen. Sá sýnilegi aldurs-
munur var meiri en góöu
hófi gegndi, jafnvel þótt
brostnar vonir hafi gert
ungfrú Bernick lifiö leitt.
Leiklist
Bryndís
Schrain
skrifar
um sjón-
varps.
leikrit
Yfirleitt var sýnilegur
aldursmunur á höfuöper-
sónum svo f jarri öllu lagi,
miöaö viö ætlun höfund-
ar, aö þaö eitt bendir til
þess, aö leikstjórinn hafi
veriö gersamlega viöut-
an, þegar valiö var i hlut-
verkin.
gá er þess aö geta aö
þýðing leiksins var hvergi
nærri nógu góð. Málfariö
var yfirleitt áberandi of
„bóklegt” og mállýti af
ýmsu tagi látin lföast.
Hins vegar skapaöi
leikmynd Snorra Sveins
Friörikssonar hæfilega
glæsilega en þó milda
umgjörö um hina skörpu
drætti mannlegra
ástriöna og ryskingar
sálarlifsins og voru höf-
undi sínum til sóma.
Hvers á Ibsen að
gjalda?
Það er vissulega sár-
grætilegt aö þurfa aö
viöurkenna aö Þjóðleik-
hús tslendinga skuli kasta
höndum til sýningar á
einni af perlum leikbók-
menntanna eins og hér
hefur veriö lýst. Ég er
sannfærö um, aö leikhús-
iö getur miklu betur gert,
ef ekki er slakaö á ströng-
ustu kröfum. Leikritaval
og stefna Þjóöleikhússins
hefur sætt vaxandi gagn-
rýni aö undanförnu. Meö
þvi aö taka „Máttarstólp-
ana” til sýningar mátti
ætla aö leikhúsiö vildi
reka af sér slyöruoröið.
Hér er um aö ræöa stór-
brotiö listaverk,sfgilt aö
efni,sem á ótvírætt erindi
til okkar lslendinga I dag
eins og ástatt er I okkar
þjóöfélagi. Hversu marg-
ir úr hópi broddborgara á
frumsýningarkvöldi
skyldu ekki hafa séö sitt
eigiö brenglaöa siögæöis-
mat og lifslygi einkallfs
eins og I spegli þetta
kvöld? En þegar sú
spegilmynd er öll f brot-
um eins og á þessari sýn-
ingu þá veröur boö-
skapur, jafnvel þessa
máttuga verks hins
móralska meistara Ib-
sens vitlaus. Hvers á Ib-
sen að gjalda?
—BS
Austurbœjarbíó: í kúlnaregni ★ ★
Einn gegn öllum
i kúlnaregni — The
Gauntlet
Austurbæjarbló. Banda-
risk. Argerö 1977. Aöal-
hlutverk: Clint East-
wood, Sondra Locke, Pat
Hingle, Handrit: Michael
Butler og Dennis Shy-
rack. Leikstjóri: Clint
Eastwood.
Ferill Clint Eastwoods er
Kvikmyndir
Arni Þdr- færöuhonum auö og áhrif
arinsson og geröu honum kleyft aö
skrifar. ráöast f aö leikstýra eigin
myndum.
aö mörgu leyti með óllk-
indum. Hann hefur unniö
sig upp úr amerlskum
sjónvarpsiönaöi (Raw-
hide) gegnum ftalska
spaghettivestra og yfirí
marktæka sjálfstæöa
kvikmyndagerö á einum
saman rólegheitum og
yfirvegaöri fagmennsku.
Frægö sina á hann ekki
sist aö þakka leik sfnum i
myndum bandariska
þrillersnillingsins Don
Siegels (t.d. Dirty Harry,
The Beguiled) og spag-
hettivestrum Sergio
Leone (The Good, the
Bad, and the Ugly
o.s.frv.) Þessar myndir
Þessir tveir leikstjórar
settu óneitanlega mark á
fyrstu myndir hans, þrill-
erinn Play Misty for Me
(1971) þar sem andi Sieg-
els sveif yfir vötnum, og
High Plains Drifter
(1973), alveg furöulegan
vestra I anda Leones.
Einnig geröi Eastwood
rómantiskt millispil,
Breezy (1973) sem ég hef
ekki haft tækifæri til að
sjá. Þaö er hins vegar
ekki fyrr en meöThe Out-
law Josey Wales (1977),
sem Austurbæjarbfó
sýndi fyrr á árinu, aö
Eastwood sýndi virkilega
sjálfstæö leikstjórnartök.
Þar fór fyrsta flokks
vestri I nánast klassisk-
um stfl.
Ekki fer hjá þvi aö
þessi nýjasta mynd East-
woods, The Gauntlet
valdi nokkrum vonbrigö-
um. Maöur hlýtur aö lfta
á hana sem smá afslöpp-
un eftir Josey Wales,
stund milli striða, Ekki
svo aö skilja aö verk-
kunnátta og vandvirkni
Eastwoods sé ekki enn
fyrir hendi. Vandinn er
fyrst og fremst sá aö viö-
fangsefniö er i þreyttara
lagi.
Sagan segir frá Ben
Shockley (Eastwood),
rannsóknarlögregluþjóni
I Phoenix sem er aö fara I
hundana, — er aö tapa
metnaöinum og sjálfs-
viröingunni. Hann fær
þaö verkefni aö flytja
vændiskonu eina (Sondra
Locke) frá Las Vegas til
Phoenix þar sem hún á aö
bera vitni viö réttarhöld.
I ljós kemur aö verkefniö
er mikilvægara og hættu-
legra en hann heldur.
Lockley situr i nánast lát-
lausri kúlnahrfö (sbr. is-
lenskan titil myndarinn-
ar), frá bæöi glæponum
og lögreglumönnum, sem
i mörgum ameriskum
þrillerum eru eitt og hiö
sama. Sagan breytist f
viðureign hans vib
spillingu á æöstu stööum
lög regl us t jór na rinn a r.
Þar er Eastwood sem
oftast áöur í hlutverki
hins einmanna manns I
baráttu viö ofurefli, —
mannsins sem heldur
reisn utan viö allt hiö
rotna kerfi, fylgir sinni
sannfæringuogbýöur öllu
öðru byrginn. Lokaátökin
þegar Eastwood og Locke
aka inn í vlggirta borgfna
I brynvöröum áætlunarbíl
er aö mörgu leyti dæmi-
gerö, en lfka absúrdisk
útfærsla á þessu stefi.
Þaöer vel unnið atriöi frá
hendi leikstjórans
I þessari mynd kemur
fátt á óvart. Lygilegt og
margtuggiö efnib er aö
nokkrubætt uppaf húmor
handritsins. Leikstjórn
Eastwoods er örugg en
bætir engu viö fyrri verk
hans eða aörar myndir af
svipuöum toga. Ég heföi
haldiö aö Eastwood væri
búinn aö fá nóg af þvl aö
leika i þvilikum myndum,
en þaö er einmitt hlutverk
hans sem orkar hvaö
mest tvfmælis. Maður
trúir einfaldlega ekki á
Clint Eastwood sem
drykkfelldan, lffsleiöan
lögreglumann sem allt I
einu raknar úr rotinu og
fer að berjast. Persóna
Shockleys er alls ekki
fullnægjandi mótuö.
Eastwood á f höggi viö
þann vanda sem fylgir
þvi aö vera fræg kvik-
myndastjarna með
ákveðna hetjuimynd.
Aftur á móti er Sondra
Locke skemmtileg sem
vændiskonan og sam-
leikur þeirra Eastwoods
oft með ágætum.
Annað f þessari mynd
er bara rútfna og væri
óskandi aö Eastwood
fengi sér verðugra verk-
e&ii næst. Til leikstjóra
sem gerir mynd á borö
við The Outlaw Josey
Wales eru geröar kröfur.
— AÞ
UF OG LIST LÍFOG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST