Vísir - 14.03.1979, Blaðsíða 1
MIR STEFNA
STJÓRNARSLITUM
segir Svavar Gestsson,viðskiptaráðherra um affstöðu samstarffsflokkanna
„Mér sýnist að þeir
stefni að stjórnarslitum
með þessu frumvarpi”,
sagði Svavar Gestsson
viðskiptaráðherra við
Visi i morgun er hann var
spurður álits á afstöðu Al-
þýðuflokks og Fram-
sóknarflokks tii þess að
efnahagsmálafrumvarp
forsætisráðherra yrði
lagt fram á Alþingi.
Svavar sagði að hann
myndi að sjálfsögðu ekki
styðja frumvarpið. „Ég
vona að þeir hafi vit á því
að breyta þessari vit-
leysu”.
„Ég tel útilokað að
nokkur þingmaður Al-
þýðubandalagsins muni
styðja þetta frumvarp í
heild óbreytt”, sagði
Svavar.
„Ég held að það sé nú
komin upp nákvæmlega
sama staða og 1974 að
vinstristjórnarvið-
ræðurnar sprungu á þvf
að Ólafur Jóhannesson
neitaði að tala viö verka-
lýðshreyf inguna ”.
ólafur Jóhannesson
forsætisráðherra hefur
lýst þvi yfir að hann muni
leggja efnahagsmála-
frumvarpið fram á Al-
þingi á morgun óbreytt
frá þvi sem hann taldi að
náðst hefði samkomulag
um s.l. laugardag.
Reynt var árangurs-
laust á rikisstjórnarfundi
i gær að ná samkomulagi
um frufnvarpið. Alþýðu-
bandalagsráöherrarnir
vildu ekki standa að þvi
en það verður lagt fram
með stuðningi Alþýðu-
flokksins.
„Dæmið hefur núist
við. Nú er það Alþýðu-
bandalagið sem þarf að
standa við stóru orðin eða
beygja sig”, sagði einn
þingmanna Alþýðu-
flokksins við Visi i morg-
un.
Þessi sami þingmaður
sagði að Alþýðuflokkur-
inn myndi ekki sam'-
þykkja neinar megin-
breytingar á verðbóta-.
kafla frumvarpsins
þannig að ef Alþýðu-
bandalagið samþykkti
það ekki væri stjórnin
fallin.
„Það er ljóst að við er-
um algjörlega andvigir
ákveðnum þáttum þessa
frumvarps þó einstaka
atriði horfi til bóta”,
sagði Geir Hallgrimsson
formaður Sjálfstæðis-
flokksins við Visi i morg-
un. Geir sagði hins vegar
að þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins myndi
ekki taka afstöðu til
frumvarpsins fyrr en það
væri komið fram á Al-
þingi.
—KS
TVEIR DÆMDIR FYRIR
SVIK OC FJÁRDRÁTT
Sjá Gjótjötunsmálið á bls. 3
Kennaranemar skruppu niður að Reykja-
víkurhöfn í morgun til að kynna sér störf
hafnarverkamanna# og var myndin hér að
ofan tekin við það tækifæri. Vísismynd: GVA
Geta tvöfaldað
lawnin með bónus
Sjá bls. 4-5
Hugmyndir um
orkusparnað
Sjá bls. 23
„Silfurvisir"
veittur í dag
Sjá bls 14
AKÆRA A HAUK HEIDAR I 25 UD-
UM FYRIR FJÁRDRÁTT OC FALS
Akæra rikissaksóknara á
hendur Hauki Heiðari fyrr-
verandi deiIdarstjóra
ábyrgöadeildar Lands-
bankans var gefin út f gær
og er i 25 liðum á nlu blaö-
siöum.
Þar kemur meðal annars
fram aö samtais dró Hauk-
ur sér 51,5 milljónir króna á
árunum 1970-1971 en mis-
jafnt hve mikiö fé Haukur
dró sér á hverju ári. Til
þess aö leyna fjárdrættin-
um notaði Haukur alfarið
þá aöferö aö falsa og rang-
færa færsluskjöl fyrirtæk-
isins Einar Asmundsson
import.export.
Til aö koma fénu úr landi
notaði hann siöan ábyrgöa-
kerfi Landsbankans og
miilifæröi þaö siöan milli
banka erlendis. —SG.
FAST EFNI: Vísir spyr 2 ■ Svarthöfði 2 ■ Erlendar fréttir 6, 7 ■ Fólk 8 ■ Myndasögur 8 - Lesendabréf 9 !
Leiðari 10 ■ íþróttir 12, 13 - Dagbók 15 ■ Stjörnuspá 15 - Lff og list 16, 17 - Útvarp og sjónvarp 18, 19 - Sandkorn 23