Vísir - 14.03.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 14.03.1979, Blaðsíða 16
Mi&vikudagur 14. mars 1979 VJ.&XA LÍFOGLIST LÍFOGLIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST Ófrelsið í ðfl- un frétta og miðlun þeirra Fyrir nokkru fór fram þriggja manna spjall i sjón- varpsþættinum „Umheimurinn”, sem ögmundur Jón- asson stjórnaði með þáttöku Arna Bergmann, ritstjóra Pjóðviljans, og Gunnars Eyþórssonar, fréttamanns Kikisútvarpsins. Þeir fjöliu&u um flæöi frétta af er- lendum viðburöum lil Islands og þátt hinna alþjóölegu fréttastofa á Vesturlöndum i myndun skoöana almenn- ings hér á landi, sem annars staöar á þeim heimsviö- buröum, er máli þykja skipta hverju sinni. Ég missti af þessum þætti en hef hins vegar heyrt talsvert um hann rætt manna á meöal. Þykir mörgum furðu gegna hver einstefna i málflutn- ingi var rikjandi hjá stjórnandanum og Þjóö- viljaritstjóranum i þvi aö fordæma hálfpartinn starfshætti fréttamanna hjá þessum vestrænu fréttastofum fyrir aö mis- túlka orsakir og afleiö- ingar erlendra viöburða án þess að minnzt væri einu einasta oröi á þá gróflegu fréttafölsun, sem svokallaöar „frétta- stofur” i einræðisrikjum ástunda, eins og t.d. rúss- neska TASS sem hefur það beinlinis að hlutverki að gubba lygumogóhróöri yfir heimsbyggðina i þvi magni , sem valdakliku Kremlverja finnst viö hæfi i það og þaö skiptiö. Það hefði verið fróölegt að fá i sjónvarpsþætti um erlend málefni raunsanna lýsingu á starfsaðstæöum fréttamanna úti i hinni víðu veröld og þvi, hvern- ig valdhafar ýmissa ríkja beita alls konar brögðum til að leggja stein i götu þeirra. Eða þá þætti hinna opinberu frétta- sto£pana rikisstjórna og upplýsingamálaráðherra i miðlun frétta af atburð- um i viðkomandi rikjum, — hve óhlutdrægar og sannar þær lýsingar eru, sem fjölmiðlar um allan heim verða vitna i. Brezka útvarpið BBC er meðal þeirra fréttastofn- ana, sem starfsmenn is- lenzkra fjölmiðla nota oft sem heimild, einkanlega þó til staðfestingar á fréttum frá fréttastofum Associated Press eða Reuter. Fréttamenn BBC starfa viða um heim en sifellt verða fleiri ljón á vegi þeirra i starfinu og samkvæmt nýlegum at- hugunum munu það að- eins vera 30 af 151 riki i Sameinuðu þjóðunum, sem virða frelsi til upp- lýsingamiðlunar i raun og sannleika. i Asiu eru að- eins örfá lönd opin vest- rænum fréttamönnum og hefurástandiö iþessu efni stórlega versnað þar i álfu eftir að hernaðarað- gerðum Bandarikja- manna i Indókina lauk. Astandið i Kambódiu undanfarin ár og átök Kinverja og Vietnama siðustu vikur tala skýr- ustu máli um þetta. Halda einhverjir að brezkir, franskir eða sænskir fréttamenn fylg- ist með þeim átökum úr návigi og sendi umheim- inum hver sina lýsingu á atburðum eins og þeir gerðu, þegar Bandarikja- menn voru i Vietnam? Fréttamönnum hefur verið gert erfiðara um vik i ýmsum löndum Afriku og það gerist æ algengara að þeim sé visaö úr landi fyrir að segja réttar frétt- ir af atburðum þar syðra. 1 fyrra hitti ég að máli David Mason forstöðu- mann AP-fréttastofunnar i London, en hann hafði áður starfað um árabil sem forstöðumaður AP i Moskvu. Hann sagði að i orði kveðnu þættust Sov- étmenn leyfa fréttaflutn- Þessi ágætu tæki gefa ekki alltaf sanna mynd af umheimin- um. En mistúlkun fréttamanna vestrænna fréttastofa er ekki eina ástæðan. Fjðlmiðun .» W1 Markús örn Ant- '\Xp~~ M onsson X Jr skrifar. ing vestrænna frétta- manna vestur yfir járn- tjald en hins vegar væru þeim gerð störfin svo erfið að enginn entist til að standa i stappinu til lengdar. Mjög rækilega er fylgzt meö öllum frá- sögnum fréttamannanna um um Sovétrikin og ef eitthvað þykir athugavert eru þeir teknir fyrir og lagðar fyrir þá gildrur. Falli menn i gildruna er þeim umsvifalaust visaö úr landi eða synjað um landvist i Sovétrikjunum séu þeir staddir annars staðar, þegar látiö er til skarar skriða gegn þeim. Sagði Mason þetta lág- kúrulega framferöi stjórnvaldanna gjörsam- lega óþolandi en engin merki væru sjáanleg um að Sovétmenn ætluðu að virða ákvæði Helsinki- samkomulagsins um auk- ið olnbogarými til upplýs- ingamiðlunar milli aust- urs og vesturs. Hjá frönsku fréttastof- unni AFP i Paris ræddi ég fyrir nokkrum mánuðum við Jacques Abelous , fréttastjóra, um starfsað- stöðu fréttamanna viða um heim og þá hættu sem frjálsum fréttaflutningi er búin i mörgum löndum vegna ihlutunar opin- berra yfirvalda. Sjálfur kvaðst Abelous hafa kynnzt þessum aðstæðum nokkuð er hann starfaði sem forstöðumaður AFP i Brasiliu. Þar fékk hann iðulega umkvartanir frá yfirvöldum um að hann skrifaði eins og stjórnar- andstaðan i landinu. I Uruguay er ströng rit- skoðun. Fréttaskeyti eru lesin áður en þau eru send úr landi en siðan er látið til skarar skriöa gegn fréttamanninum, ef hann þykir hafa brotið af sér. Erlendir fréttamenn eru sendir úr landi um- svifalaust, en hafi heima- maður skrifað skeytið er honum fleygt i fangelsi. Erlendir fíettamenn hafa verið reknir frá Eþiópiu og fréttir þaðan eru komnar frá innlendum blaðamönnum, sem eru háðir ritskoðun og þora ekki að segja allt af létta. t Sovétrikjunum og öðr- um A-Evrópulöndum eru starfsskilyrði frétta- manna „langt frá þvi að vera eðlileg” eins og Abe- lous orðaði það. Vilja bara „góð- ar” fréttir Vandamálin i sambandi- við frettir frá einræðis- rikjum og þróunarlönd- um hafa verið sérstak- lega til umfjöllunar á ráð- stefnu i Istanbúl og Túnis. Abelous sagöi, að blaða- menn frá viðkomandi löndum skildu vel óánægju vestrænna fréttamanna með starfs- skilyrðin. „En ráðamennirnir vilja ekki skilja orsakirnar fyrir óánægju okkar. Það eina sem þeir vilja sjá á prenti eru fréttir um að þjóðarframleiðslan hafi aukizt um 1,5% eða svo og að lokið hafi verið við stiflugerð i einhverju stórfljótinu”, sagði Jacques Abelous hjá AFP. Skorað í þriðja sinn Alþýöuleikhúsiö sunnan- deild sýnir: Barnaleikritiö Baba-Jaga höfundur: Jevgeni Schwartz Þýðing: Ingibjörg Har- aldsdóttir Leikstjórn: Þórunn Sig- uröardóttir Leikmynd og búningar: Guðrún Svava Svavars- dóttir Söngtextar: Asi i Bæ Tónlist: Eggert Þorleifs- son, ólafur örn Thorodd- sen og Asi I Bæ Aösto&arma&ur leik- stjóra: Guölaug Marla Bjarnadóttir. Alþýðuleikhúsið ' sunnandeild hefur stofnaö til sýninga á tveimur leik- verkum, það sem af er vetri. Hvort tveggja hefur tekizt mjög vel. Nú um helgina bættist hið þriðja i hópinn. Og þar er ekki skortur á mannvali. Enn einn hópur glæsilegra leikaraefna, nýútskrifuö- um frá Leiklistarskóla rikisins. Þaö er ekki iaust við, að maður sé hálfuggandi um framtið allra þessara ungu leikara, sem streyma út á markaðinn um þessar mundir. Hvaö verður um allt þetta fólk? Er nægileg eftirspurn i okkar litla samfélagi? At- vinnuleikhús borgarinnar búa viö fjársvelti og geta vart leyft sér þann munaö að hressa upp á fram- leiðsluna með nýjum and- litum, og óvist er, hvort Alþýðuleikhúsið geti tekið endalaust við, þó að allt gangi bærilega i bili. Má það teljast hálfgert ábyrgðarleysi valdhaf- anna aö framleiða leikara i stórum stil án þess aö tryggja þeim nokkra at- vinnumöguleika aö námi loknu. Virðist þar rikja sams konar pólitik og i smjörframleiöslunni. Nema hvað liklega verö- ur ekki eins auövelt að selja leikara úr landi á niðursettu verði. Nornin Baba-Jaga er svolitiö ööruvisi en aörar nornir. Hún hefur sinar veiku hliöar, stundum ef- ast hún jafnvel um sitt eigið ágæti. Eiginlega er hún ekki annaö en hé- gómlegt kvendi, sem hef- ur vanizt þvi að láta aðra hlýða duttlungum sinum. Hún getur á stundum ver- ið töfrandi fögur (eöa var það bara leikkonan sjálf?), en eins og mál- tækiö segir: „oft er flagð undir fögru skinni”. Nornin Baba-Jaga var ekki lengi i Paradis. Vassilisa vinnusama sá bjargaði sonum sinum úr ægiklóm hennar og kom henni siðan fyrir kattar- nef með hjálp vina sinna úr skóginum. Norninni hefndist fyrir eigingirn- ina og frekjuna og varð að biða lægri hlut fyrir hinu góða i fari Vassilisu. Draigirnir voru reynsl- unni rikari og hétu þvi' að fara alltaf að ráðum móð- ur sinnar. Eða er þetta ekki inntak þessa fallega rússneska ævintýris? Söguþráöurinn er gam- alkunnur og ekki ýkja fl- ðkinn, en persónur allar, bæði menn og dýr, (að norninni undanskilinni auövitaö), eru elskulegar og hlýjar, dregnar fáum en skýrum dráttum og eiga samúð áhorfenda frá fyrstu kynnum. Sýning þessi hefur á sér fágað yfirbragð, og er það ekki sizt fyrir frábær leik- tjöld og búninga Guðrún- ar Svövu Svavarsdóttur. Úr litlausum hveitisekkj- um tekst henni að laöa fram töframyndir, sem spretta beint úr úr ævin- týrinu. Finlegir litir, sem hvergi trufla, en fara þó ekki fram hjá neinum. Og búningar nutu sin enn betur fyrir skemmtilega lýsingu Daviðs Walters. Þaö er vart hægt að gera upp á milli leikenda, Leiklist þvi að þeir stóðu sig allir vel. Mest mæöir á norn- inni, sem sýnir á sér margar hliðar. Helgu Thorberg tókst með hreyfingum, látbragöi og málfari að skapa sér- kennilega persónu, i senn ljóta og fagra, stolta og auðsveipa. Mæðginin Vassilisa og tvanúska (Margrét ólafsdóttir og Sigurður Sigurjónsson) voru rétt eins og maður i- myndar sér rússneska bænduri ævintýrum, auk þess sem hetjan hans Sig- urðar var alveg drep- fyndin. Björninn (Gerður Gunnarsdóttir) var ein- staklega ljúfur og góður, skapgerðarmunur hunds og kattar komu vel fram hjá Elísabet Þórisdóttur og Guðnýju Helgadóttur. Jafnvel hiröhænsnin, þeir Eggert Þorleifsson og Ólafur órn Thoroddsen, kjöguðu eins og hænsnum ber aö gera. Annars var hlutverk þessara tveggja að laða fram tónlist, sem þeir og gerðu listilega. Eflaust á allt þetta fólk, sem nú er að stiga sin fyrstu skref á leiksviöi, mikið aö þakka leikstjór- anum, Þórunni Sigurðar- dóttur. —B.S. við henni Böbu-Jögu, Þau eiga samúð áhorfenda frá fyrstu kynnum. LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.