Vísir - 14.03.1979, Blaðsíða 4
4
MiOvikudagur 14. mars 1979
Katrin Jónsdóttir verkakona:
Finnst bónusfyrirkomulagiö
ágætt.
„Fyrstu 10 mánuöi siöasta árs
var framiegö Fiskiöjuvers
Bæjarútgeröar Reykjavflcur 20%
sem þykir mjög gott samkvæmt
landsmeöaltali. Frystihúsiö er
siöur en svo eftirbátur annarra
húsa hér á landi”, sagöi Einar
Sveinsson annar framkvæmda-
stjóri BÚR.
Hjá Bæjarútgerð Reykjavikur
hafa verið gerðar miklar
breytingar á húsnæðinu til þess
að auka afkastamöguleika auk
Vísir heimsœkir Fiskiðjuver Bœjarútgerðar Reykjavíkur:
„HÚSIÐ EKKI LAKARA
EN ÖNNUR FRYSTIHÚS"
segir Einar Sveinsson, framkvœmdastjór: BÚR
þess sem húsnæðið hefur verið
endurnýjað. Gott loftræstikerfi
hefur verið sett upp i vinnslusöl-
um og sérstakt efni hefur verið
sett á gólfin sem gerir það að
verkum, að þau eru ekki eins hál
og áður.
I húsinu hefur verið tekið upp
nýtt bónuskerfi. sem þjóna á
margþættum tilgangi s.s. aö bæta
meðferð hráefnis nýting þess,
auka vinnuhraða, vinnuvöndun
og siðast en ekki sist að gera fólki
kleyft að afla sér meiri tekna og
þá með betri vinnu i staðinn.
Löndun aflans
löndunaraðstöðu togara Bæjarút-
gerðarinnar að þeir landa núna i
vesturhöfninni við svonefnda
Bakkaskemmu. Með þessari nýju
tilhögun er losnað við allan vöru-
bilaakstur. Aflanum er landað
beint inn i skemmuna þar sem
hann er geymdur i einn eða tvo
daga eða þar til hann fer i
vinnslu.
Að sögn Kristvins Kristvinsson-
ar verkstjóra i Bakkaskemmu er
mikil hagræðing fólgin i hinu ný ja
löndunarfyrirkomulagi og sparar
það mikla fyrirhöfn og fé.
Flökunarsalur
Þegar hefja á vinnslu aflans er
honum ekiö að fiskiðjuverinu og
frá móttökunni er hann fluttur á
færibandi upp á næstu hæð en þar
er flökunarsalurinn.
Að sögn Einars Sveinssonar er
hægt að vinna tvær tegundir af
fiski i flökunarsalnum i einu ef
nauðsyn krefur. Annars geta
flökunarvélarnar afkastað um 80
tonnum af karfa á 10 timum.
f raun og veru eru flðkunar-
vélarnar á 2. hæðinni undirstaða
nýja bónusfyrirkomulagsins.
Þarna eru tvær flutningsrásir i
tvær flökunarvélar en væntan-
lega bætist sú þriðja við á næst-
unni.
1 flökunarsalnum vinna um 25
manns.
Snyrting og pökkun
I pökkunarsalnum fer fram
snyrting og pökkun fiskflakanna.
Þar fer hin eiginlega bónusvinna
fram.
Þvi bónuskerfi sem BÚR hefur
tekið upp fylgja ýmsir erfiðleikar
að sögn yfirmannanna.
Að sögn Sturlu Erlendssonar
verkstjóra, hefur nýja bónus-
kerfið tvimælalaust sannað gildi
sitt en ennsem komið er á fólk er-
fitt með að áttasig á eðli kerfisins
en búast má við að þegar meiri
reynsla verði komið á kerfið þá
aukist afköstin enn meir.
Bónuskerfið nýja
Mjög nákvæmt bókhald er
haldið um vinnu hverfrar ein-
stakrar manneskju. Skráðer hrá-
efnið sem kemur á borðið það
sem af gengur, vinnuvöndun,
hraði og þyngd þess sem fram-
leitt er. Vissar tölur eru
reiknaðar af þessari framleiðslu
og niðurstöðutölur þeirra er
bónusupphæðin. Til þess að
tryggja að vel sé unnið er öll
framleiðslan rannsökuð af þar til
bærum eftirlitskonum, sem skrá
þær villur sem koma í ljós. Reyn-
ist það koma oft fyrir að gallar
finnist i pakkningum lendir hlut-
aðeigandi starfsmaður i svoköll-
uðum refsibónus eða fellur al-
gjörlega úr bónuskerfinu i lengri
eða skemmri tima i einu.
Hvað segir starfsfólkið?
Margrét Einarsdóttir,
trúnaðarkona starfsfólks:
,,Að minu mati er ekki hægt að
vinna i fiski án bónusfyrirkomu-
lags. Þetta er ekki það skemmti-
leg vinna þannig að nauðsynlegt
er að borgað sé eftir afköstum.
Ég kann vel við bónusinn. Það
Sú breyting hefur verið gerð á
t flökunarsalnum. Hann hefur veriö endurskipulagöur og geta þær tvær flökunarvélar seni eru I honum
afkastaö 80 tonnuin á 10 tímum.
Elfn Hallgrlmsdóttir, eftirlits-
kona viö snyrtingu og pökkun.
VisismyndirGVA
Kristvin Kristvinsson verkstjóri i
Bakkaskemmu.
I