Vísir - 14.03.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 14.03.1979, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 14. mars 1979 3 Ákœra í 25 liðum gefin út á Hauk Heiðar: DRÓ SÉR 51,5 MILLJÓNIR KRÓNA MEÐ FÖLSUNUM OG RANGFÆRSLUM Rikissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hauki Heiðari fyrrver- andi dei Ida rstjóra ábyrgðadeildar Lands- banka islands fyrir stór- felldan fjárdrátt og skjalafals. Frá seinni hluta árs 1970 til loka ágústmánaðar 1977 dró Haukur sér samtals 51.450.603 krónur. Akæran á hendur Hauki Heiðari er m jög löng eða 9 siður i 25 flóknum liðum og verður hér getið helstu atriða málsins. Auk fjárdráttarins er Hauki gefið aö sök að hafa falsaö i mikl um mæli og rangfært, færslu- skjöl 1 bankanum i því skyni að leyna fjárdrættinum. Þessi fjár- dráttur er alfarið framkvæmd- ur i tengslum við uppgjör og af- greiðslur ákærða á ábyrgða - skuldbindingum fyrirtækisins Einar Asmundsson import export við Landsbankann. Vegna verkefna sinna i ábyrgöadeildinni komst Haukur Heiöar i sérstæða aðstöðu gagn- vart Einari Asmundssyni og notaöi þaö til að hilma yfir fjár- drátt sinn frá Landsbankanum með rangfærslum á gögnum til að mynda ákveðinn mismun sem hann dró sér. Lánaði öðrum Til að byrja með notaði ákærði Haukur þennan mismun ýmist til að greiða ábyrgðir annarra fyrirtækja eöa til að koma fénu úr landi meö til- búnum ábyrgöanúmerum gegnum kerfi bankans. Þau fyrirtæki sem hann greiddi ábyrgðir fyrir til skamms tima voru Dósagerðin, Hansa h.f. og Ólafsfell h.f., en þau voru öll undir stjórn sama manns. Sá aðili greiddi Hauki siðar þessar upphæðir beint I reiöufé og vissi ekki annaö en Haukur hefði veriö að veita sér einkalán I hverju tilviki. Til aö koma fé úr landi notaði Haukur Heiöar . ábyrgðakerfi Landsbankans þar sem allt gengur fyrir ábyrgðanúmerum I sérstöku samskiptakerfi bank- ans viö erlenda banka. 1 fyrstu notaði hann nöfn fyrirtækja við þessa iðju og millifærði slðan milli banka erlendis þar til féö var komið til Sviss. Áraði misjafnlega Segja má að nokkuð hafi veriö breytilegt eftir árum hversu miklu fjárdrátturinn nam. Arið 1971 dró Haukur sér 1.343 þús- undir króna, næsta ár 1.224 þúsund en árið 1972 nam fjár- drátturinn 5,6 milljónum. Næsta ár var farið hóflega I sakirnar VfXLAR VERÐBRÉF SPARJLÁN INNHEIMTUR ERLEWAR INNI- ERLENDIR INNHI i INNUENDiR INNk ÁBYRGÐIR ERLENDUR GJA FOREIGN EXCH FERDATÉKKAR ERUENOAR ÁVÍS ERLEND MYNT GEYMSLUHÓLF k (IKJALLARA) Haukur notaöi sér aðstoöu sína I ábyrgðadeildinnitil aö flytja mikið fé úr landi, sem hann keypti siðan verðbréf fyrir. og þá hvarf aöeins ein milljón en árið 1974 var upphæöin aftur 5,6 milljónir. Siöan óx þetta mjög árið 1975 og það ár nam fjár- drátturinn 16,6 rhilljónum króna en fór niður i 4,3 milljónir áriö eftir. Til loka ágústs áriö 1977 nam fjárdrátturinn svo 15,7 milljónum króna. Samtals er þetta liðlega 51 milljón króna en hafa ber i huga að krónan fellur mikið á þessum árum og milljónin verður minni með hverju árinu sem fjár- drátturinn stóð yfir. Margra ára fangelsi Haukur Heiöar er talinn hafa brotiö gegn 247. grein almennra hegningarlaga, er fjallar um fjárdrátt, svo og 155. og 158. greinum hegningarlaga er fjalla um skjalafals. 1 ákærunni er einnig visaö til 138. greinar sem er refsiþyngjandi grein þegar um er að ræöa brot sem framið er af opinberum starfsmanni. Er Haukur talinn falla undir það hugtak sem starfsmaður ríkis- banka. Ekki er ákært sérstaklega fyrir brot á gjaldeyrislöggjöf- inni. Jónatan Sveinsson aðal- fulltrúi saksóknara sagði I sam- tali við Visi að refsiramminn þar væri afar þröngur. Um viðurlög gegn brotum á jiessum greinum hegningarlag- anna sagði Jónatan að þau væru ákaflega rúm. 1 247. grein væri almenni refsiramminn þar fangelsi allt aö sex árum, en i 155. grein væri refsiramminn fangelsi allt aö átta árum. 1 138. grein, sem visað er til i ákæru, segir að bæta megi allt aö helm- ingi við refsinguna. Máliö er opið fyrir kröfum þess sem varð fyrir tjóni við fjárdráttinn, það er Landsbank- inn, en ekki er vitaö hvort þær kröfur komi inn i dæmið þar sem bankinn hefur staöið i samningum viö Hauk um endurgreiðslu á þessum fjár- munum og hann hefur sett tryggingar fyrir greiðslu til bankans. —SG Tveir dœmdir í Grjótjötunsmálinu: DÆMDIR í FANCELSI OG MISSA RÉTTINDI TIL MÁLFLUTNINGS í sakadómi Reykja- vikur hefur verið kveð- inn upp ddmur i máli ákæruvaldsins gegn Knúti Bruun hrl. og Þor- finni Egilssyni hdl. Báð- ir voru dæmdir i fangelsi og sviptir réttindum til málflutnings fyrir fjár- drátt og fjársvik. Mál þetta varðar kaupin á skipinu Grjót- jötunn og hefur almennt verið kallaö Grjótjöt- unsmálið. í ákæru var báðum gefinn að sök fjárdráttur eða umboðs- svik með þvi að hafa komist yfir 400 þúsund norskar krónur til eigin ráðstöfunar við kaupin á Grjótjötni. Var Þorfinn- ur talinn hafa komist yfir 300 þúsund en Knút- ur 100 þúsund norskar krónur. Þorfinnurkom fram sem skipa- miðlari við kaupin en Knútur var stjörnarformaður og fram- kvæmdastjóri Sandskips h.f. sem keypti skipið frá Noregi. I ákæru var Knútur einnig ákærður fyrir ranga skýrslugjöf, með þvl að hafa I umsóknum um heimild til erlendrar lántöku og um gjaldeyri staðhæft að kaup- verð hafi verið 2.8 milljónir norskrakróna,en I ákæruer talið að raunverulegt kaupverð hafi numið 2,4 milljónum. 1 dóminum var ekki talið sann- að gegn neitun Knúts, að hann hefði staðiö aö samningum um umboðslaun til sin við gerð kaup- samnings i júli 1974 né hafi hann vitað um fjárhæð umboðslauna til Þorfinns. Var því lagður til grundvallar sáframburðurhans að hann hefði talið að þessar 100 þúsund krónur -til sin hafi verið nokkurs konar lokaafsláttur til kaupanda sem greiddur var við afhendingu skipsins 9. október 1974 og hann hefði notað i þess þágu. Lagði Knútur fram reikninga að fjár- hæð rúmlega 50 þúsund norskra króna vegna skipsins sem hann kvaðst hafa greitt af umræddu fé. Að þvi leyti sem Knútur stóð ekki skil á fyrrnefndum 100 þús- und krónum tilSandskips h.f. var hann talinn hafa gerst sekur um fjárdrátt skv. 247. grein almennra hegningarlaga. Knútur var hins vegar sýknaður af ákæru um ranga skýrslugjöf vegna skorts á sönnunum. Samdi líka fyrir Knút. Þorfinnur Egilsson var I dóm- inum talinn sekur um fjársvik gagnvart kaupanda skipsins með þviaðhafa samið viðseljanda um og tekið við umboðslaunum að fjárhæð 300 þúsund krónum norskum, sem hafi veriö óeöiilega há miöaö við kaupverð skipsins. Var og talið, að ráöa mætti af gögnum málsins og framburöum, að upphæð umboðslauna hafi ráð- ið nokkru um það hvaða kaupverð var sett I kaupsamning. Ákærða Þorfinni hafi hlotið aö vera ljóst, að hin háu umboöslaun yrðu, að einhverjuleyti á kostnað Sandskips h.f., en þessu hefði hann leynt kaupanda til að hagn- ast sjálfur. Þá var og talið sannað, þrátt fyrir neitun ákærða, að hann heföi um það leyti sem kaupsamningur var gerður, einnig samið um greiðslu á 100 þúsund norskum krónum til Knúts. Var litið á þá samninga sömu augum og samn- inga ákærða um umboöslaun sjálfum sér til handa. Var atferli Þorfinns talið varða við 248. grein heg nin ga rla ga n na. Fangelsi Knútur Bruun var dæmdur til að sæta fangelsi i þrjá mánuði og Þorfinnur Egilsson fangelsi I fimm mánuöi. Þá voru báðir dæmdir til að sæta sviptingu á málflutningsréttindum I þrjú ár, Knútur fyrir Hæstarétti og hé- raðsdómi og Þorfinnur fyrir hé- raösdómi. Aö lokum voru þeir dæmdir til að greiða málskostnað þar með talin málsvarnarlaun til skipaðra verjenda sinna, Jóhannesar L.L. Helgasonar hrl, og Jóns Finns- sonar hrl., 250 þúsund krónur til hvors um sig. Dóminn kvað upp Haraldur Henrysson sakadómari. —SG. Sælkera- kvöldl Sælustund fyrir unnendur sannrar matargerðarlistar Hótel Loftleiðir mun á næstunni efna til svonefndra Sælkera- kvölda í Blómasalnum. Þá er ætlunin að fá til samstarfs ýmsa aðila, menn og konursem þekkt erufyriráhuga sinn á þeirri eðlu list, matargerðarlistinni. Munu þeir ráða matseðlinum hverju sinni. Annaðkvöld mun JónasKristjánss.ritstj.ríða á vaðið.Hannhefur settsaman þennan matseðilsem hérersýndur. Matreiðslumenn okkar munu framreiða undir handleiðslu hans, en Jónas verður sjálfur á staðnum. Málsverður hans er 5 rétta og franskur að sjálfsögðu, -samsetturað mestu úr sjávarréttum. Hörpuskelfiskur (Coquilles St. Jacques a la Provencale) Kræklingur (Moules Fomustrandar) Smálúða (Flétan Dieppoise) Eggjarauður (Sabayon au Quinta do noval 1973) Camenbert ostur Matarverð er kr. 3.950/- Hér er kjörið tækifæri fyrir sælkera þessa lands að gefa bragð- laukunum lausan tauminn. Borðpantanir hjá veitingastjóra í síma 22321 og22322. Verið velkomin. HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.