Vísir - 14.03.1979, Blaðsíða 6
*
+
*
★
-X
*
*
*
*
FREEPORTKLUBBURINN
Spilakvöld verður fyrir félaga og maka þeirra
í kaffiteríunni í Glœsibœ,
fimmtudaginn 15. mars kl. 8.30
Skemmtinefndin
■*★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
ENDURREISN í ANDA
FRJÁLSHYGGJU
í kvöld verður haldinn fundur í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, um efnahagsfrumvarp
Sjálfstœðisflokksins
FUNDURINN HEFST KL. 20.30
Jónas
Framsöqumenn: Jón Sólnes, alþingismaður
Jónas Haraldz, bankastjóri
Landsmálafélagið Vörður
Allir velkomnir!
UNGLINGA
DANSLEIKUR
FYRIR 16ARA OG ELDRI FRÁ 8-1130
iVIíck íeQcc
HEFUR NÁÐ TAKMARKINU !
1200
TIMUM
EN HANN HELDUR ÁFRAM OG
ÆTLAR SÉR AÐ GERA BETUR
”GLEYMD BÖRN’79. ÞAKKA
- BLIKK OG STÁL-
VEITTA FJARHAGSAÐSTOÐ
video
YMSIR KUNNIR LISTAMENN
Munið söfnunina GLEYMD BÖRN 79,
Miövikudagur 14. mars 1979
vtsm
Lee Marvin og æskuvinkona hans Pameia, sem hann kvæntist I staö
Michelle.
Málaferli
Lee Marvin
Kví kmy ndaleikarinn,
Lee Marvin, var á
dögunum leiddur sjálfur
fram sem vitni i mála-
ferlunum milli hans og
fyrrverandi sambýlis-
konu hans, Michelle
Triola Marvin.
Bar hann það, að
Michelle hefði eitt sinn
boðið honum, að draga
sig út úr lifi hans og að
þau yrðu skilin að skipt-
um, ef hann greiddi
henni út i hönd 100
þúsund dollara.
Eins og fram hefur komið i
fréttum, hefur Michelle gert
kröfu til helming tekna Lee
Marvins á þvi sex ára bili, sem
þau bjuggu saman. Þær tekjur
eru sagðar hafa numið 3,5
milljónum dollara. — Segist hún
hafa fórnað sinum eigin frama-
vonum i söngnum til þess að
annast Marvin, sem hafi þakkað
henni með þvi að varpa henni á
dyr.
Málið hefur vakið feikna
athyglifyrir það, að þar er riðið á
vaðið með að sambýliskona úr
óvigðrisambúðgerir sömukröfur
til skipta við aðskilnað, og
eiginkona getur átt rétt á við
hjónaskilnað.
Fyrsta árið eftir að þau slitiu
samvistum greiddi Lee Marvin
Michelle lifeyri, 833 dollara á
mánuði, en hætti þvf siðan.
Lögfræðingur Marvins hefur
visað skiptakröfum Michelle al-
gerlega á bug oghefur i málaferl-
unum lagt sig fram við að gera
fullyrðingar hennár tortryggileg-
ar um, að hún hafi elskað Lee
Marvin og annast, eins og
umhyggjusamasta eginkona.
Hefúr hann meðal annars leitt
fram vitni, mann.sem segist hafa
staðið i föstu ástarsambandi við
Michelle um hrið, þegar hún bjó
með Marvin. Vitnið bar, að Mich-
elle hefði ennfremur sagt sér að
öðrum friðli, sem hún hefði staðiö
i sambandi við á þeim árum.
I vitnastúkunni nú á dögunum
sagði Lee Marvin, að veturinn
1969 hefðu þau Michelle rætt
fjármál, og hún þá boðist til þess
að hverfa á braut úr lifi hans, ef
hann gerðihana út með 50þúsund
dollara. — Nokkrum mánuðum
siðar hefði málið svo aftur borið á
góma þeirra í milli, en þá heföi
Michelle hækkað sig upp i 100
þúsund dollara.
Lee Marvin sagði ennfremur,
að hann hefði að minnsta kosti
tvivegis sagt Michelle hreint út,
að hann vildi ekki hafa hana
nærri sér. — Við töku myndarinn-
ar „The Dirty Dozen” i Englandi
sagði hhann henni að halda sér
fjærri honum. Siðar i Nevada við
töku myndarinnar ,,The
Professionals”.
Lykilorðið að talna
ásunum er: ÁST!
Ráöuneytin I Bonn hafa öll séö
ástæöu til þess aö hengja upp á
veggi hjá sér viövaranir til
starfsstúlkna. Nefnilega til þess
aö þær láti ekki njósnara
kommúnistarikjanna draga sig
á tálar.
A spjöldunum stendur m.a.:
„Eitt lykilorö gengur aö öllum
læstum hirslum: AST!”
Yfirmaöur gagnnjósna V-
Þýskalands segir, aö þessum
viövörunum sé einkum beint til
kvenna, sem komnar eru yfir
þritugt, en reynslan sýni, aö jiær
hafi veriö veikastar fyrir aust-
antjaldsflögurum, sem meö ból-
fimi sinni hafi komist yfir margt
rikisleyndarmáliö.
Keppa að útnefn-
ingu til forseta-
framboðs
Loweil Weicker, öldunga-
deildarþingmaöur repúblikana,
sem hvaö haröast gagnrýndi
sinn eigin flokk og þáverandi
forseta, Nixon, vegna Water-
gatehneykslisins, lýsti þvi yfir
um helgina, aö hann mundi
sækjast eftir útnefningu repú-
blikanaflokksins tii forseta-
framboös 1980.
Hann er þriöji repúblikaninn,
sem vitaö er, aö stefnir aö for-
setaframboöi. Hinir eru John
Connally, fyrrum fjármálaráö-
herra (og áöur þingmaöur
demókrata), og ihaldsmaöurinn
Philip Crane frá Illinois.
Lancia og Saab
saman um bíl
Lancia á ttaliu og Saab-Scania
i Sviþjóö hafa á prjónunum
ráögerðir um að framleiöa I
sameiningu nýjan bll á næsta
ári, eftir þvi sem talsmaöur
Lancia sagöi I Tórino fyrir
skemmstu.
Meö þvi hyggjast þessi fyrir-
tæki reyna aö halda niöri hönn-
unar- og framleiðslukostnaöi.
Þessi fyrirætlun á þó enn eftir
aö fá lokasamþykki aöalstjórna
verksmiöjanna.