Vísir - 14.03.1979, Blaðsíða 14
14
Auglýsing
um breytingu á ákvœðum um
klœðningu botn- og flotvörpu
Ráðuneytiðhefurgert eftirfarandi breytingar
á ákvæðum um klæðningu botn- og flotvörpu,
og taka þær gildi 1. apríl 1979:
1. Heimilt er nú að nota svonefnda „pólska
klæðningu" á allt að 18 öftustu metra efra
byrðis botnvörpu og efra og neðra byrðis f lot-
vörpu.
Aðeins er heimilt að nota eitt byrði slíkrar
klæðningar.
A svæðum þar sem 155 mm riðill er lágmarks-
möskvastærð er aðeins heimilt að nota
„pólska klæðningu" á þann hluta belgs og
poka, sem gerður er úr riðli með lágmarks-
möskvastærðinni 155 mm.
2. Lágmarkslengd þenslugjarða er 45/100 af
strengdri lengd netsins, þar sem gjörðin er
fest.
3. Heimilt er að hafa í poka botnvörpu mottu
eða húð til hlífðar fyrir grjóti. Stærð motta
skal mest tveir fermetrar samtals, og gildir
það, hvort varpan hefur einn eða tvo poka.
Sjávarútvegsráðuneytið,
12. mars 1979.
Auglýsing
um spœrlingsveiðar
Ráðuneytið hefur ákveðið að eftirfarandi
reglur gildi um spærlingsveiðar á þessu ári:
1. Leyfi til spærlingsveiða verða aðeins veitt
bátum 500 lestir og minni.
2. Eigi má veiði annarra f isktegunda en spærl-
ings nema meiru en 5% af heildaraf la hverrar
veiðiferðar.
3. Eigi er heimilt að veiða á grynnra vatni en
60 föðmum.
4. Fjarlægð milli fiskilínu og fótreipis varpna
sé minnst 40 cm. Sé ekki notað venjulegt fót-
reipi skulu keðjur hanga i bugtum niður úr
fiskilinu og skulu bugtirnar ná a.m.k. 40 cm
frá fiskilínunni. Gildir þetta ákvæði bæði um
botn- og flotvörpur, sem notaðar eru til
spærlingsveiða.
Umsóknir skulu sendar sjávarútvegsráðu-
neytinu, og skal í umsókn greina, hvort skip
notar botn- eða flotvörpu til veiðanna.
Sjávarútvegsráðuneytið,
12. mars 1979.
Sjúkrahús ó Akureyri
Tilboðóskast i að Ijúka frágangi skurðdeildar
o.fl. í nýbyggingu við Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri.
Verkinu skal að fullu lokið 15. apríl, 1981.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstof u vorri og
skrifstofu bæjarverkfræðings á Akureyri
gegn 75.000.- kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðju-
daginn 24. apríl 1979, kl. 11.00, fyrir hádegi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Blaðburðarbörn óskast í
Keflavík strax
Miðvikudagur 14. mars 1979
visin
Vísir veitir verðiaun fyrir bestu auglýsinguna:
Dómnefndinaðstörfum: Frá vinstri: Kristmann Magnússon frá Verslunarráði is-
lands, Páll Stefánsson auglýsingastjóri Vísis, Rafn Jónsson frá Neytendasamtök-
unum, Þröstur Magnússon frá Félagi íslenskra teiknara og Björn Vilmundarson
frá Samtökum íslenskra auglýsingastofa.
,/Silfurvísirinn,/
veittur árlega
Visir veitir i dag, í
fyrsta sinn, „Silfurvis-
inn”, verðlaun fyrir
bestu auglýsinguna
sem birtist i Visi á ár-
inu 1978.
Ákveðið hefur verið
að Visir veiti árlega
þessi verðlaun. Verð-
launin eru veitt þeim
aðila, einstakling eða
fyrirtæki sem unnið
hefur auglýsinguna eða
auglýsingaherferðina.
„Silfurvisirinn” er
hin álitlegasta silfur-
stytta, smiðuð að þessu
sinni af Jens Guðjóns-
syni gullsmið.
Dómnefndin, sem skipuð er
fimm mönnum, hefur lokiö
starfi sinu nú, og verða verð-
launin fyrir bestu auglýsinguna
1978, veitt i dag klukkan 15:30 i
Skálafelli, Hótel Esju. Fer verð-
launaafhendingin fram að viö-
stöddum fulltrúum frá aug-
lýsingastofum og auglýsendum
þeirra auglýsinga sem komust i
siðasta forval sem eru sex aug-
lýsingar alls. Ein þeirra fær
„Silfurvisinn”. Auk þess verða
fleiri gestir viðstaddir.
Dómnefndin er skipuð Páli
Stefánssyni, auglýsingastjóra
Vi'sis, Þresti Magnússyni frá
félagi Islenskra teiknara, Krist-
manni Magnússyni frá
Verslunarráði Islands Rafni
Jónssyni frá Neytendasamtök-
unum og Birni Vilmundarsyni
frá Samtökum Islenskra aug-
lýsingastofa.
Ifyrsta forvali voru valdar úr
um 200 auglýsingar sem birtust
i Visi á slðasta ári. í öðru voru
valdar úr 45 auglýsingar og loks
sex auglýsingar.
Vandað skuli til aug-
lýsinga
Sjónarmið Visis eru þau að
sjálfsagt þyki að efla þá þróun
að vanda til auglýsinga i fjöl-
miðlum, bæði hvað varöar útlit,
efni og aðrar upplýsingar. Til-
gangurinn meö verðlaunaaf-
hendingunni er meðal annars
sá, að skapa aukin kynni meðal
þeirra sem starfa i auglýsinga-
heiminum, og vekja athygli al-
mennings á þvi að það er alls
ekki sama hvernig auglýsing er
úr garði gerð, heldur eiga þær
að vera sem heilsteyptastar og
aðgengilegastarfyrir neytendur
og veita þeim einfaldan og
sannan boðskap, eins og Páll
Stefánsson auglýsingastjóri
orðaöi það.
Stefnt er að þvi aö afhenda
verðlaunin fyrir lok janúar ár
hvert. — EA
„Förum í viðrœðurnar
ón skuldbindinga"
segir Björgvin Guðmundsson
„1 bréfi frá iönaðarráöherra
er skýrt frá þvi að skipulags-
nefnd um raforkumál hafi lokið
störfum og hún hafi gert tillögur
um stofnun nýs raforkufyrir-
tækis, sem væri sameining
I.andsvirkjunar Laxárvirkjun-
ar og byggðallna og það er ósk-
að eftir þvi að Reykjavikurborg
skipi fulltrúa til viðræöna unt
málið á grundvelli þessara til-
lagna, en þetta var rætt i
borgarráði og það er vilji meiri-
hluta borgarráðs að það veröi
fariö i þessar viðræöur án nokk-
urra skuldbindinga ” sagði
Björgvin Guðmundsson borgar-
ráðsmaður f samtali við Visi i
morgun.
„Samkvæmt lögum er ekki
hægt að stofna þetta fyrirtæki
nema með samþykki borgar-
stjórnar Reykjavikur, þvi ber
ekki að taka þetta orðalag i
bréfinu of bókstaflega þvi ég
held að það sé öllum ljóst að
þetta verður að vera samnings-
atriði
Málið verður tekið fyrir á
fundi borgarráös i dag. Skipuð
verður fimm manna viðræðu-
nefnd sem i eiga sæti þrir menn
frá meirihluta borgarstjórnar,
tveir frá minniiilutanum og auk
þessmunborgarstjóri vinna með
nefndinni” sagöi Björgvin.
— JM