Vísir - 14.03.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 14.03.1979, Blaðsíða 2
2 Ætlar þú að fara og sjá óperuna II Pagliacci” sem íslenska óperan flytur þessa dagana? Kristján Hall: — Já endilega. Mér finnst það sjálfsögð menningarstarfsemi að hafa hérna óperu, auk þess sem þetta er mjög áhugaverð ópera sem nú er flutt. Heiður Helgadóttir, blaðamaður: — Þaö finnst mér mjög ósenni- legt, ég fer aldrei á óperur. Gisli Guðmundsson bifreiðar- stjóri: — Ég gæti vel hugsaö mér aö sjá hana. Annars geri ég ekki mikið af þvi að fara á óperur. GIsli Ófeigsson útvarpsvirki: — Nei ég hef ekki áhuga á sliku. Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur: — Ég gæti vel hugsaö mér aö sjá þessa óperu. Þetía er myndarlegt framtak hjá óperusöngvurunum og þaö ætti að gera meira fyrir óperuflutning á Islandi en gert er. Miðvikudagur 14. mars 1979 VtSIR Hér sést hvar verið er að skipa á iand afla úr einum af togurum þeirra Skagamanna en aflabrögð hafa verið ágæt hjá þeim upp á siðkastið. (Vfsismynd BP) SKIPAÐ ÚT FYRIR HÁLFAN MILLJARÐ UM EINA HELGI Fiskafurðum að verðmæti meira en hálfur milljarður, var skipað út á Akranesi nú um helgina. Var hér um að ræöa 19 þús. kassa af freðfiski 700 tonn af loðnumjöii og 750 tonn af lýsi. Mikil vinna er búin að vera i frystihúsunum upp á slðkastið og einnig hefur verið stanslaus loðnulöndun. Er nú búið að landa um 14 þús. tonnum af loðnu á Akranesi. Þá eru togar- arnir þrir Krossavikin, Óskar Magnússon og Haraldur Böðvarsson búnir að landa 2270 tonnum af fiski og netabátarnir höfðu fengið um 1270 tonn um siðustu mánaöamót. Upp á siðkastið hefur aflinn glæðst nokkuð hjá þeim. Af framkvæmdum á Akranesi er það að segja að nú er búið að tengja fyrstu ibúöarhúsin viö fjarhitunarkerfi sjúkrahússins en þar er um að ræða svartoliu- kyndingu. Er búist við aö um 20% af öllum ibúðarhúsum á Skaganum komi til með að njóta þessarar kyndingar þegar allt verður komið I gagnið. Af veðráttunnier það að segja að mikil snjóalög hafa verið á Skaganum i allan vetur og man eldra fólk varla eftir þvi að snjór hafi legið svo lengi. Björn/—HR Þá er komið að siðasta hnútn- um I bili I þvi valdatafli ríkis- stjórnarinnar og verkalýösfor- ustunnar, sem gengið hefur undir nafninu ,,samráð”. Virð- isteins og einhverja ráðherrana hafi kannski dreymt um að aldrei kæmi að skuldadögum i þvi máii. En allt þetta ,,sam- ráðs" kjaftæði hefur ekki veriö annað en tilræði við þingræðið i landinu, þar sem átta manna fundir I verkalýðsfélögum, og fulltrúakjör þar, hefur átt aö leysa þá menn af hólmi, sem kosnir eru almennum kosning- um til þings. Launþegastéttin I landinuer að vísu fjölmenn, en þó stendur fjöidi landsmanna utan viö þau stéttarsamtök, og verður ekkiséð f bráð aðsá hóp- ur sætti sig við aö þingræðis- valdið færist með húð og hári yfir á vettvang verkalýðsforust- unnar. Þá vill svo til að sérstök „vendetta” stendur yfir milli hluta vcrkalýðsforustunnar og ráðherra Alþýöubandalagsins. Snorri Jónsson og Asmundur talnafróði harma beint ekki þegar þeim tekst að gera Svavar Gestsson, viðskiptaráö- herra, afturreka með meira og minna samþykktar tiiiögur rikisstjórnarinnar í visitölumál- um. Eða hafa menn gieymt átökunum, sem urðu um fram- boð Alþýðubandalagsins I Reykjavik. Snorri Jónssonsagði sig úr uppstiilingarnefnd flokks- ins af þvf hann kom ekki As- mundi talnafróða i sæti Svavars á listanum. Nú hefur þeim félögum, Snorra og Asmundi, tekist að gera ráðherra Alþýöu- ÓLAFUR EÐA ASÍ bandalagsins að athlægi frammifyrir alþjóð —-og mundi einhver vilja segja, að dýr mundi verkalýðsforustan öli ef Asmundur talnafróði á að kosta rikisstjórnina lifiö. Atlögu verkalýðsforustunnar að þingræðinu ber svo upp á tima, þegar lögvisasti maöur landsins gegnir embætti for- sætisráðherra. Ætli ólafi Jó- hannessyni sé ekki fuilkunnugt um, aö láti hann eftir „sam- ráös” kenningunni núna, eftir aö hafa haft eðiilegt samráð við verkalýösforustuna, er hann aö afhenda þingræðið einhverjum hlaupastrákum úti i bæ, sem geta ekki einusinni sýnt að þeir hafi verið löglega kosnir til sinna embætta i verkalýðs- hreyfingunni, af þvi þar er ekki fvlgt eftir almennum ákvæðum um löglega fundi? Þannig gæti sá, sem helst skyldi gæta þing- ræöisins orðið til að afhenda það endanlega I hendur kaupstreitu- manna. Þaö er þó að heyra á Stein- grimi Hermannssyni, landbún- aðarráöherra, í Vfsi i gær, aö hann geri sér alveg grein fyrir þvi að lengra verði ekki gengið til móts viö kröfupólitik verka- lýðsforustunnar eða „samráös” súpu Alþýðubandalagsins. Framsókn og Alþýðuflokkurinn virðast loksins hafa áttað sig á þvi, að hægt er að sýna þá frekju i samstarfi, að henni verði ekki svarað með öðru en leggja mál sin fyrir á löglegum vettvangi, þar sem þau fá þingræðislega meðferð. örlög rikisstjórnar- innar verða þá væntanlega að ráðast innan Alþingis, eins og stjórnskipan okkar segir til um. Það verða ekki Snorri Jónsson eða Asmundur talnafróði sem fella rikisstjórnina. Og þáer málum svo komið, að Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra, er með vissum hætti kominn i óskaaðstöðu. Nú er þetta oröin spurningin um Ólaf eða ASÍ, löglega kjörinn for- mann rikisstjórnar, sem mynd- uð er með þingræðislegum hætti eða tætingsliö, sem komið er i valdastóla I gegnum fulltrúa- kjör á átta manna fundum. Standist þingræðið ekki þessa þolraun, sannar það aðeins verkalýðsforustunni að hún ráði landinu. Það er svo merkilegur kapituli um einstætt viröingar- leysi kommúnista fyrir al- mannavaldi ogþingræöi, að þeir skuli undir yfirskyni „sam- ráös”, bókstaflega neyða sam- starfsflokka sina til að standa á rétti sinum í máli, sem snertir grundvallaratriði frjálsrar stjórnskipunar. Hafi fólk verið I vafa um að hverju kommúnist- ar eru að vega þessa dagana, ætti þvi nú að vera Ijóst að það er hvorki meira né minna en þingræðið sjálft. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.