Vísir - 14.03.1979, Blaðsíða 10
10
Miðvikudagur 14. mars 1979
/l:1:':1: '!F
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davffi Guömundsson
Ritstjfirar: ólafur Ragnarsson
Hörfiur Einarsson
Ritstjfirnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, EllasSnæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blafiamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónina
Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli
Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor-
valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd-
ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Haf-
steinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og sxrifstofur: Askrift er kr . 3000 á mánuöi innan-
Slfiumúla 8. Simar 86611 og 82260. lands. Verð i lausasölu kr. 150 eintakift.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Ritstjórn: Sifiumúla 14 simi 86611 7 linur. Prentun Blaöaprent h/f
Það þarf nýja stjórn
Hin harða andstaða miðstjórnar Alþýðusambands
íslands gegn þeim tillögum, sem áttu að vera endanlegar
tillögur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálunum, opinber-
ar enn einu sini valdafrekju þeirrar litlu kommaklíku,
sem undanfarin ár hefur litið á sig sem yfirríkisstjórn
islands — og komist upp með það.
Þó að f ulltrúum hennar í hinni þingbundnu ríkisstjórn
haf i með margra vikna taugastríði tekist að þynna út öll
þau ákvæði efnahagsmálafrumvarps Olafs Jóhannes-
sonar forsætisráðherra, sem Framsóknarf lokkurinn og
Alþýðuflokkurinn töldu eitthvað duga gegn verðbólg-
unni, og haf i þar að auki tekist að troða inn í f rumvarpið
alls kyns auknum afskiptum ríkisvaldsins og verkalýðs-
rekenda, þá gera sellufundir þá afturreka og heimta
meira.
Þegar þetta er skrifað, veit enginn, hvort stjórnar-
flokkarnir setjast enn einu sinni yfir það eilífðarverk-
efni að bræða sig saman eða hvort ríkisstjórnin lifir
lengur eða skemur.
Eitt er þó alveg víst: þessi ríkisstjórn er búin að vera.
Þó að efnahagsmálafrumvarp forsætisráðherra verði
lögfest í sinni núverandi mynd, mun verðbólgan æða
áf ram og ekki verða undir 40% á þessu ári. Svo mörg og
stór göt eru í efnahagsmálafrumvarpinu, að tilefnin til
deilumála milli stjórnarflokkanna verða áfram ótelj-
andi. Samkvæmt fenginni reynslu verða þau notuð.
Tortryggni stjórnarf lokkanna hvers í annarsgarð er líka
orðin svo mikil, að hér eftir getur ekki tekist milli þeirra
heilt samstarf.
Meginástæða þess, hvernig komið er fyrir núverandi
rikisstjórnarsamstarfi, er sú, að kommúnistar eru
gersamlega ósamstarfshæf ir. Þeir geta ekki tekið þátt í
að leysa þau vandamál, sem þeir hafa sjálf ir átt stærsta
þáttinn í að skapa.
En hvað á að gera? Eiga þeir, sem nú eru í stjórnar-
andstöðu, að bíða og gerast áhorfendur í stúkusætum á
meðan ríkisstjórnin veslast upp? Vissulega hlýtur það að
vera nokkuð freistandi fyrir þá, þegar þeir spá í at-
kvæðamarkaðinn. En sé annars kostur, þá er það
ábyrgðarleysi, sem er lítiö betra en ábyrgðarleysi
stjórnarherranna.
Það er því skoðun Visis, að það beri að kanna mögu-
leikana á samstjórn Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokks-
ins og Framsóknarf lokksins til þess að koma lagi á ef na-
hagsmál þjóðarinnar. Til þess þarf nýja ríkisstjórn, og
þessi möguleiki virðist nú vera raunhæfasta leiðin.
Þegar höfð er í huga sú heildarmynd, sem þjóðmála-
umræður síðustu mánaða gef a, verður ekki annað séð en
þessir þrír f lokkar ættu nú að geta komið sér saman um
þau mál, sem nauðsynlegt er, til að náð verði tökum á
verðbólgunni: aðhald í peningamálum, samdrátt í ríkis-
búskapnum, verðtryggingu skulda, frjálsa verðmyndun,
breytingu á vísitölukerfinu og frjálsa kjarasamninga.
En nú dygði ekkert minna en það að þessir þrír f lokkar
stæðu fast saman og hvergi væri brotalöm. Minnihluta-
stjórn væri t.d. einskis megnug.
Kosningar nú eða f Ijótlega eru út af fyrir sig ekki nein
lausn heldur. Nokkurra þingsæta tilfærsla milli flokk-
anna breytir litlu í því, sem máli skiptir. Völd
kommúnista í íslensku þjóðlífi byggjast ekki fyrst og
fremst á því, að þeir fengu í síðustu kosningum 23%
atkvæða, en ekki t.d. 16% eða 19%. Völd þeirra byggjast
á þrælatökum þeirra á verkalýðshreyf ingunni og þvi, að
sifellt hefur verið látið undan þeim síðustu árin. Því
aðeins, að menn séu reiðubúnir til að leggja í baráttuna
gegn veldi kommúnista, er von til þess að ná tökum á
stjórn landsins.
BLÖNDUÓS:
Frá Blönduósi: Heita vatnið þeirra Blönduósbúa er of litið til þess að halda
nægum hita i öllum húsum og þvi á að fá borinn Narfa til að reyna að bæta
úr vatnsskortinum.
Hitaveitan veld-
ur vandrœðum
„Hitaveitan er
stærsta málið hér á
Blönduósi, en það hefur
viljað brenna við að
heita vatnið væri of lit-
ið og þvi ófullnægjandi
hiti i flestum húsum”,
sagði Ragnar Tómas-
son fréttaritari Visis á
Blönduósi.
Ragnar sagöi aö vonandi
rættist úr þessum málum nú i
mánuðinum, þvi von væri á
bornum Narfa til Blönduóss. Af
öðrum framkvæmdum væri það
að segja að dagheimili fyrir 40
börn hefði verið gert fokhelt um
siðustu áramót og einnig væru
nú 1 byggingu íbúðir fyrir aldr-
aða i tengslum við héraðshælið
á Blönduósi.
Þá sagði Ragnar að atvinnulif
væri með betra móti á Blöndu-
ósium þessar mundir, en alltaf
væri þó eitthvað atvinnuleysi.
Skemmtanalif hefur verið
með blómlegra móti i vetur,
mikið um þorrablót og árshátið-
ir og nú nýlega hafi leikfélagið
frumsýnt leikritið „Ég vil fá
minn mann” i þýðingu Sigurðar
Kristjánssonar, en Erlingur E.
Halldórsson væri leikstjóri.
Af veðurfari væri að það aö
segja að einmunatið hefur verið
uppá siðkastið, enginn snjórfrá
áramótum en nokkuð frost.
—HR
Mikiö uppistand er nú um þess-
ar mundir i herbúöum vinstri
manna i Háskóla islands vegna
uppljóstrana Vökumanna um
óstjórn og oreiðu i Félagsstofnun
stúdenta. Sú stofnun, sem er
sjálfseignarstofnun í eigu rikis-
ins, Háskólans og stúdenta er
undir meirihlutastjórn vinstri
manna. Þeir eiga þrjá menn I
stjórn stofnunarinnar, Háskóla-
ráö einn og menntamálaráöu-
neytiö tilnefnir einn mann i
stjórnina.
Eftir áralanga stjórn vinstri
manna á þessari stofnun er
astandið vægast sagt hörmuiegt
fyrir stúdenta. Bókhaldiö er i
molum. Endurskoöaö bókhaid
fyrir árin 1977 og 1978 er ekki tii
og núna rétt i haust var endur-
skoðuöu bókhaldi fyrir áriö 1976
skilaö. Þessi dráttur er sam-
kvæmt bókhaldslögum lögbrot,
en i þeim segir aö endurskoöuöu
bókhaldi skuli skila eigi sföar en 5
mánuöum eftir lok reikningsárs.
Afleiöingar þessa dráttar eru
margvislegar.
Vinstri menn hafa viöurkennt
aö Félagsstofnun stúdenta standi
mjög höllum fæti, þvi sem næst
gjaldþrota, en eölilega mótmæla
þeir ásökunum okkar Vöku-
manna, aö ástæöan sé óstjórn
þeirra. Vinstri menn kenna rikis-
vaidinu algjöriega um þann
vanda sem viöer aöetja. Þaö hafi
ekki staöiö viö gefin fyrirheit um
Bruninn í
Háskólans.
Reiknistofnun
Sigurður Sigurðarson
stud.jur. skrifar um
Félagsstofnun
stúdenta, fjármál
hennar og bókhald.
Hann segir m.a.: „Eft-
ir áralanga stjórn
vinstri manna á þess-
ari stofnun er ástandið
vægast sagt hörmulegt
fyrir stúdenta. Bók-
haldið er í molum".
fjárframlög til Fs. Viö Vökumenn
höfum harmaö þessar vanefndir
rikisvaldsins en viö teljum þaö
ekki aöalatriöiö. Aöaivandamál
Fs. er stjórn eöa öllu heldur
óstjórn vinstri manna á stofnun-
inni.
Vinstri menn hafa afsakað
þann drátt sem orðið hefur á bók-
haldsskilum með þvi að benda á
að tölvuspjöld þau sem nota átti
til vinnslu á bókhaldinu fyrir 1976
hafi brunnið siðla árs ’77 og
endurvinnslan hafi tekið langan
tima.
Það er rétt að tölvugögnin urðu
eldi að bráð i september 1977. En
sú staðreynd afsakar ekki þann
drátt sem varð á endurvinnsl-
unni. Frá þvi I júni 1977 og fram I
júli 1978 var nefniiega ekki unniö
viö tölvufærslu bókhalds Félags-
stofnunarinnar. Jafnvel þótt
bruninn hafi skipt einhverju máli
um seinkun á vinnslu bókhalds-
ins, þá skýrir hann ekki það hvers
vegna ekki var unnið við endur-
vinnsluna i eitt ár.
Niðurstaðan er alla vega sú að
bruninn skiptir engu máli.hvorki
til eða frá. En hafi fulltrúar
vinstri manna vitað að tölvu-
vinnslan lá niðri ieittár, þá geröu
þeir engar athugasemdir viö þaö,
ef marka má fundargerðir stjórn-
ar Fs. Hafi þeir hins vegar ekki
vitað um það þá styrkir það full-
yröingar okkar Vökumanna um
óstjórn vinstri manna á Fs.