Morgunblaðið - 08.02.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isBreytinga þörf á HM segir
Kjartan Steinbach / C4
Haukar og HK leika til úrslita
í bikarkeppninni / C2
4 SÍÐUR
Morgunblaðinu í
dag fylgir blað frá
Verslunarmanna-
félagi Reykjavík-
ur, „Þitt mál“.Viðskiptablað
Morgunblaðsins
Sérblað um viðskipti/atvinnulíf
12 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Morgunblaðið/RAX
Ingunni
fagnað á
Akranesi
FJÖLDI manns fagnaði komu nóta-
og togveiðiskipsins Ingunnar AK til
Akraness í gær og eftir að séra Eð-
varð Ingólfsson hafði blessað skipið
og áhöfn þess var almenningi boðið
að skoða það.
Ingunn AK hélt frá Talcahuano í
Chile 14. janúar sl. og komið var við
í Saint John’s á Nýfundnalandi til
að taka olíu og vistir en 23 daga tók
að sigla um 7.000 mílurnar, sem eru
á milli Talcahuano og Akraness.
Þetta er nýjasta skipið í íslenska
flotanum og er það í eigu Haraldar
Böðvarssonar hf. ASMAR-skipa-
smíðastöðin í Talcahuano sá um
smíðina en skipið er 79,90 metra
langt og 12,60 metra breitt. Það er
1.981 brúttótonn og getur borið allt
að 2.000 tonn af afla. Aðalvélin er
af gerðinni MAK og skilar um 5.875
hestöflum en hliðarskrúfur eru 900
hestöfl. Skipið er m.a. útbúið 80
tonna togspilum og tveimur öfl-
ugum flottrollsvindum.
Að sögn Marteins Einarssonar
skipstjóra gekk heimferðin mjög
vel og var meðalhraðinn um 14 míl-
ur, en skipið fer á loðnuveiðar á
næstu dögum.
VARNARLEYSI starfsfólks sölu-
turna gagnvart ræningjum er líklega
helsta orsök þess að söluturnar verða
helst fyrir barðinu á vopnuðum ræn-
ingjum sem ógna starfsfólki og
heimta peninga. Þá hefur það sín
áhrif að eigendaskipti eru tíð í grein-
inni og rekstraraðilar staldra oft stutt
við. Þetta er mat Sigurðar Jónssonar,
framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka
verslunar og þjónustu. Hann segir að
reynt hafi verið að bregðast við rán-
um í söluturnum með því að bjóða eig-
endum og starfsfólki þeirra upp á
fræðslu- og forvarnanámskeið en afar
treglega hefur gengið að fá fólk á
námskeið. „Eigendur söluturna eru
því miður ekki í neinum samtökum,
þannig að þeir eru ekki á skrá hjá
okkur, hvað þá að þeir hafi samband
við okkur að fyrra bragði,“ segir Sig-
urður.
„Við höfum þó reynt, í samstarfi við
lögreglu, að fá þessa aðila á námskeið
í forvörnum og réttum viðbrögðum
við ránum. Því miður hafa eigendurn-
ir ekki sýnt þessu áhuga nema í mjög
litlum mæli. Það heyrir til undantekn-
inga ef þeir senda afgreiðslufólk sitt á
þau námskeið sem í boði eru. Síðast
boðuðum við til fræðslufundar fyrir
hálfu öðru ári. Þá tímasettum við
fundinn sérstaklega eftir óskum sölu-
turnaeigenda en samt mættu ekki
nema örfáir. Nokkru áður höfðum við
boðað til forvarnanámskeiðs fyrir
verslunarfólk og þá kom enginn úr
hópi söluturnaeigenda.“
SVÞ – Samtök verslunar og þjón-
ustu hafa tekið saman fræðsluefnið
Varnir gegn vágestum að norskri fyr-
irmynd, sem þýtt var og staðfært í
samstarfi við m.a. tryggingafélög,
kortafyrirtæki og lögreglu. Af-
greiðslufólki í verslunum hefur síðan
verið boðið upp á námskeið þar sem
farið er vítt yfir sviðið.
„SVÞ leggja áherslu á skipulegt
forvarnastarf til að efla rekstrar-
öryggi og bæta öryggi og starfs-
ánægju verslunarfólksins. Þetta er
heildstæð forvarnaáætlun sem bygg-
ist á því að öryggisbúnaði sölustaða er
fyrst komið í lag og fólk síðan tekið á
námskeið. Þar er farið yfir alla þætti
sem varða rán, hnupl, tryggingar,
meðferð peninga og greiðslukorta
o.s.frv.“
Að sögn Sigurðar er gert ráð fyrir
að starfsfólk sem lendir í ráni fái und-
antekningarlaust áfallahjálp, óháð
mati þess sjálfs. „Málinu er einfald-
lega ekki lokið fyrr en viðkomandi
hefur fengið áfallahjálp,“ segir hann.
Að loknu námskeiði vottar lögregla
viðkomandi sölustað og setur upp
merkingar á áberandi stað þar að lút-
andi.
Söluturnar útundan í forvörnum gegn ránum
Gengur treglega að
fá fólk á námskeið
KENNARAR við Iðnskólann í
Reykjavík hafa fengið leiðréttar
greiðslur vegna vangoldinna launa
á tímabilinu frá og með haustönn
1997 til áramóta 1999/2000. Áætlað
er að samtals sé um að ræða ná-
lægt 50 milljónum króna í beinum
launagreiðslum til kennara, en að
jafnaði starfa um 120 fastir kenn-
arar við skólann, skv. upplýsingum
Baldurs J. Baldurssonar, trúnað-
armanns kennara.
Leiðréttingarnar má rekja til
ágreinings sem uppi var á milli
kennara og fyrrverandi skóla-
meistara Iðnskólans um túlkun
kjarasamninga. Unnið var að út-
reikningum vegna leiðréttinganna
allt síðastliðið ár og gert upp við
kennara jafnóðum. Baldur sagði að
hér væri fyrst og fremst um að
ræða leiðréttingar vegna rangrar
framkvæmdar skólans á kjara-
samningum og rangra og óná-
kvæmra útreikninga á launum.
Samkvæmt heildarsamantekt
Iðnskólans yfir leiðréttingar á
launum kennara, sem nú liggur
fyrir og kynnt var á síðasta kenn-
arafundi, áttu kennarar inni
ógreidd laun vegna tæplega 28
þúsund vinnustunda fyrir prófa-
vinnu, heimayfirvinnutíma og
hópálag á umræddu tímabili. Nem-
ur sú upphæð alls 37–39 milljónum
króna.
Sá skólinn um að inna þessar
greiðslur af hendi en þar við bæt-
ast svo leiðréttingar vegna
greiðslna fyrir deildarstjórnun
kennara og hafa fjármála- og
menntamálaráðuneytið annast
uppgjör vegna þess. Er talið að
þar geti verið um 13 milljónir
króna að ræða til viðbótar.
Dæmi um að einstakir kenn-
arar hafi átt inni 2 milljónir
Baldur sagði að dæmi væru um
að einstakir kennarar hefðu átt
inni verulegar fjárhæðir, sem nú
hefðu fengist greiddar. „Bara
deildarstjóraleiðréttingarnar gátu
numið allt að tveim milljónum á
einstaka kennara,“ sagði hann.
Baldur sagði kennara sátta við
þessar lyktir mála að því frátöldu
að enn væri eitt mál sem varðaði
nokkra kennara, úr tíð fyrrverandi
skólameistara, óútkljáð en það
yrði væntanlega leitt til lykta fyrir
dómstólum.
Nálægt 50 millj-
ónum í leiðréttar
launagreiðslur
Kennarar í Iðnskólanum
ÖKUMAÐUR sem olli árekstri
tveggja bifreiða á Reykjanesbraut
til móts við Staldrið í gærkvöldi ók
af vettvangi og fann lögreglan bif-
reið hans síðar um kvöldið. Öku-
maður bifreiðarinnar sem ekið var
á var fluttur með sjúkrabifreið á
slysadeild en samkvæmt upplýs-
ingum lögreglu kvartaði hann und-
an eymslum í baki og fæti og mátt-
leysi í höndum.
Lögreglan fékk tilkynningu um
atburðinn rétt fyrir klukkan átta í
gærkvöldi og hóf þegar leit að bif-
reiðinni sem ekið var af vettvangi.
Bifreiðin fannst í Mjódd og þá var
ökumaður á bak og burt en hundur
var í bílnum. Lögreglan lét flytja
bifreiðina á brott með kranabifreið
og fór með hundinn á hundahótel.
Ekki var búið að finna ökumann-
inn í gærkvöldi.
Flúði af vettvangi