Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 13
HÆTT var við ræðukeppni
á milli Hagaskóla og Tjarn-
arskóla í fyrrakvöld þar
sem umræðuefnið þótti
ekki við hæfi, en ákveðið
hafði verið að ræða um ný-
búa á Íslandi og átti Tjarn-
arskóli að mæla með og
Hagaskóli á móti nýbúum.
Íþrótta- og tómstundaráð,
sem sér um framkvæmd
ræðukeppni grunnskólanna
hafði áður leyft umræðu-
efnið, en Gísli Árni Egg-
ertsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri ÍTR, sem
einnig er í forsvari fyrir
málefni nýbúa hjá ráðinu,
sagði að það hefðu verið
mistök. Hann sagði að
þetta væri afar viðkvæmt
mál.
Gísli Árni, sem tók þá
ákvörðun að hætta við
keppnina, sagðist m.a. hafa
rætt við Þórhildi Líndal,
umboðsmann barna og
Guðrúnu Pétursdóttur, sér-
fræðing um málefni nýbúa,
um málið og að báðir aðilar
hefðu verið sammála því að
blása keppnina af. Þá sagð-
ist hann einnig hafa heyrt
haft eftir hæstaréttarlög-
manni að það gæti beinlínis
verið ámælisvert fyrir op-
inbera stofnun að standa
fyrir umræðum af þessu
tagi, þ.e. að grundvöllur
væri fyrir því að kæra þann
aðila sem stæði fyrir henni.
Ber að verja nýbúa fyr-
ir ónærgætinni umræðu
Gísli Árni sagði að sam-
félagið hefði sett ákveðnar
leikreglur um það hvernig
taka ætti á móti fólki af er-
lendum uppruna.
„Okkur ber ákveðin
skylda til þess að verja
þessa einstaklinga sem eru
að alast upp í okkar sam-
félagi fyrir ónærgætinni
umræðu,“ sagði Gísli Árni.
„Í þessu tilfelli erum við al-
veg sannfærð um það að
við gerðum það rétta. Þrátt
fyrir að málin hafi forklúð-
rast svona þá átti að stoppa
keppnina.“
Gísli Árni sagði að ÍTR
hefði alltaf lagt áherslu á
og hvatt til skoðanaskipta á
meðal nemenda og þess
vegna hefði keppninni verið
haldið úti í öll þessi ár.
Hann sagði að nemendur í
grunnskóla hefðu samt
fæstir nægan þroska til að
fjalla um mál af þessu tagi
og að umræðan gæti auð-
veldlega sært þá nemendur
sem væru nýbúar.
„Þó svo það sé verið að
fjalla um málefni innflytj-
enda eða nýbúa á Alþingi
þá þýðir það ekki það sama
og að nota málefnið í kapp-
ræðum í grunnskólum.“
Skólarnir koma með
tillögur að umræðuefni
Umræðuefnin í ræðu-
keppni grunnskólanna eru
valin þannig að hver skóli
sendir tvær til þrjár tillög-
ur til ÍTR og eiga þær að
uppfylla ákveðnar kröfur.
Gísli Árni sagði að um-
ræðufnin mættu til dæmis
ekki vera særandi eða fara
út fyrir ákveðin velsæmis-
mörk. Varðandi umræðu-
efnið sem Hagaskóli og
Tjarnarskóli fengu þá gerði
ÍTR upphaflega enga at-
hugasemd við það, eins og
áður sagði, og því voru
keppendur beggja skóla
búnir að leggja drjúgan
tíma í æfingar þegar ákveð-
ið var hætta við keppnina,
þar sem umræðuefnið þótti
óviðeigandi.
„Ég hafði ekki hugmynd
um að þetta efni hefði kom-
ið upp fyrr en á þriðjudag
að mér var sagt frá því á
fundi í miðstöðvar nýbúa að
skólastjóri í borginni hefði
leitað til miðstöðvarinnar
um faglega ráðgjöf varð-
andi það að taka svona mál-
efni fyrir í kappræðum á
meðal nemenda. Honum
var sagt að það gæti alls
ekki gengið því það væru
ákveðnir sáttmálar sem
þyrfti að hafa í heiðri gagn-
vart innflytjendum og
ákveðin siðferðismörk sem
þyrfti að virða.“
Verið að reyna að
finna nýtt umræðuefni
Í framhaldinu var kapp-
ræðunum frestað um tíma
en þegar þær áttu að fara
fram í fyrradag voru þær
stöðvaðar.
Gísli Árni sagðist þá hafa
kallað skólastjórana og
starfsfólk ÍTR, sem hafði
séð um keppnina, til fundar
til að gera grein fyrir al-
vöru málsins. Hann sagði
að nú væri verið að reyna
að finna nýtt umræðuefni
fyrir skólana og nýjan
keppnistíma.
Gísli Árni sagði ennfrem-
ur að ef ekki myndi nást
samkomulag um það yrðu
skólarnir dæmdir úr leik í
keppninni.
Mælsku- og ræðukeppni grunnskóla Reykjavíkur og nágrennis
Kappræðum með eða
á móti nýbúum hafnað
Reykjavík
fyrir að skólinn muni rúma
um 500 nemendur, í tíu
bekkjardeildum miðað við
að hann verði einsetinn.
Skólastarfi í haust
stefnt í voða
Minnihlutinn mótmælti
tillögu bæjarstjórans og
lagði Tryggvi Harðarson,
einn af bæjarfulltrúum Al-
þýðuflokksins, fram eftirfar-
andi frávísunartillögu:
„Bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar samþykkir að vísa
frá tillögu bæjarstjóra um
útboð kennsluþáttar við
grunnskólann í Áslandi. Í
fyrsta lagi er hér um að
ræða uppgjöf meirihluta
Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokks við að reka skóla
bæjarins af þeim krafti og
metnaði sem grunnskólalög
mæla fyrir. Í öðru lagi hafn-
ar bæjarstjórn alfarið að
skyldunám skólabarna í
BÆJARSTJÓRN Hafnar-
fjarðar samþykkti í fyrra-
dag tillögu Magnúsar Gunn-
arssonar bæjarstjóra um að
bjóða út kennsluþátt vænt-
anlegs grunnskóla í Áslandi
með fyrirvara um að und-
anþága fáist frá mennta-
málaráðuneytinu. Tillagan
var samþykkt með 6 at-
kvæðum meirihlutans gegn
5 atkvæðum minnihlutans,
samkvæmt henni verður
einnig sótt um undanþágu
til útboðs skólans og rekst-
urs hans sem tilraunaskóla.
Fyrsta skóflustungan að
nýjum grunnskóla í Áslandi
var tekin í maí í síðasta ári
en ráðgert er að skólinn taki
til starfa í haust þegar fyrri
áfangi hans verður fullbú-
inn. Áætlað er að taka
seinni áfanga skólans í notk-
un haustið 2002. Gert er ráð
Hafnarfirði sé sett á upp-
boðsmarkað þar sem mark-
aðsöflunum verði att saman
til að bjóða niður uppeldi og
kennslu grunnskólabarna í
Hafnarfirði líkt og átti sér
stað með ómagaframfærslu
hér á landi fyrr á öldum. Í
þriðja lagi telur bæjarstjórn
Hafnarfjarðar að umrætt
útboð brjóti í bága við
grunnskólalög landsins og
kalli á lagabreytingu Al-
þingis ef það verður að
verða að veruleika. Í fjórða
lagi er öllu skólastarfi á
hausti komanda í hinu nýja
Áslandshverfi stefnt í voða
vegna tímaskorts, hvort
heldur umrætt útboð geng-
ur upp eða ekki. Því sam-
þykkir bæjarstjórn að fela
skólafulltrúa að hefja þegar
undirbúning að því að aug-
lýsa stöðu skólastjóra og
annarra starfsmanna skól-
ans svo hægt verði að hefja
sem allra fyrst, nauðsynleg-
an undirbúning skólastarfs-
ins í Áslandsskóla næsta
haust.“
Frávísunartillagan var
felld með 6 atkvæðum gegn
5.
Ef undanþága fæst frá
ráðuneytinu mun það verða
á grundvelli 53 gr. grunn-
skólalaga, en þar segir m.a.:
„Menntamálaráðherra get-
ur, með samþykki sveitar-
stjórnar, haft forgöngu um
þróunar- og tilraunastarf í
grunnskólum. Einnig getur
hann veitt sveitarfélögum og
einkaskólum heimild til að
reka tilraunaskóla eða gera
tilraunir með ákveðna þætti
skólastarfs með undanþágu
frá ákvæðum laga og reglu-
gerða.
Slík undanþága getur t.d.
varðað nám, starfstíma
skóla, kennslutilhögun,
stundafjölda o.s.frv.“
Deilur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
um væntanlegan grunnskóla í Áslandi
Samþykkt að bjóða
kennsluþátt skólans út
Hafnarfjörður
AÐSÓKN í Sundlaug Kópa-
vogs hefur rúmlega tvöfald-
ast frá því hún var opnuð ár-
ið 1991. Alls sóttu um 430
þúsund gestir laugina á síð-
asta ári miðað við 214 þús-
und fyrir 10 árum.
Aðsókn almennra sund-
gesta jókst um 9,5% á síð-
asta ári miðað við árið 1999.
Alls sóttu um 385 þúsund al-
mennir gestir laugina í
fyrra, sem er um 33 þúsund
fleiri en árið áður. Þar að
auki komu um 46 þúsund
skólabörn í skipulagt skóla-
sund á vegum grunnskóla í
Kópavogi og Menntaskólans
í Kópavogi. Samanlagt sóttu
því um 430 þúsund gestir
laugina í fyrra, eins og áður
sagði.
Aðsóknin í laugina hefur
aukist sérstaklega mikið á
síðustu fimm árum en í fyrra
komu um 146 þúsund fleiri
gestir í laugina en árið 1996.
Athyglisvert er að meðal-
aðsókn á hvern íbúa í Kópa-
vogi hefur aukist úr 13 sund-
ferðum á ári í rúmlega 18,
þrátt fyrir að fjölgun íbúa í
Kópavogi hafi verið mikil
miðað við önnur sveitarfélög
á höfuðborgarsvæðinu.
Til þess að mæta aukinni
aðsókn í laugina ákváðu
bæjaryfirvöld í lok árs 1999
að auka þjónustutíma laug-
arinnar. Nú er opið frá
klukkan 6.30 til 22 á virkum
dögum allt árið um kring.
Um helgar er opið frá
klukkan 8 til 18 frá október
og fram í mars, en 8 til 19
frá apríl og út september.
Morgunblaðið/Kristinn
Mikil aðsókn var í Sundlaug Kópavogs á síðasta ári og
fjölgaði almennum gestum um 9,5% frá árinu 1999.
Aðsókn í Sundlaug
Kópavogs hefur
tvöfaldast á 10 árum
Kópavogur
NÍU manna stjórn foreldra-
félags leikskólans Reykjakots
í Mosfellsbæ sagði af sér á
foreldrafundi í fyrrakvöld.
Kjörin var fimm manna nefnd
til að vinna að lögum fyrir
foreldrafélagið og undirbúa
fund þar sem ný stjórn verð-
ur kjörin, en kosning var ekki
á dagskrá á umræddum
fundi.
Að sögn Garðars Skarp-
héðinssonar, fyrrverandi
stjórnarmanns, vildi mikill
meirihluti félagsmanna að
stjórnin segði af sér og hún
hefði tekið fundarmenn á orð-
inu. Hann segir að stjórn for-
eldrafélagsins hafi ekki skipt
sér af rekstri leikskólans
dags daglega og það hafi ekki
tekið afstöðu með eða á móti
leikskólastjóranum enda af-
sögn stjórnarinnar honum
óviðkomandi. Stjórnin hafi
reynt að sýna hlutleysi í leik-
skólastjóramálinu svonefnda,
en meirihluti foreldra hafi
verið óánægður með hana og
viljað hressa upp á starfið.
Forsaga málsins er sú að
nýr leikskólastjóri var ráðinn
sl. haust og í kjölfarið kvört-
uðu nokkrir foreldrar vegna
breytinga á rekstrinum, að
sögn Garðars. Málin hefðu
verið rædd á félagsfundi 5.
desember sl. og þá hefði verið
ákveðið að gefa öllum tveggja
mánaða frest til að átta sig
betur á stöðunni og sjá hvern-
ig hlutirnir þróuðust. Því
hefði í raun verið um fram-
haldsfund að ræða í fyrra-
kvöld, en leikskólastjóri boð-
aði til fundarins. Garðar segir
að fundurinn hafi verið ágæt-
ur og tekist hafi verið á um
ýmis málefni en niðurstaðan
hafi verið góð fyrir alla.
Farsæll endir því annars
hefði komið til átaka
„Þegar stjórn foreldra-
félags, sem á að vera
skemmtinefnd fyrir börnin,
er orðin óstarfhæf vegna
deilna er eins gott að hún segi
af sér og nýtt fólk taki við. Ég
held að þetta hafi verið far-
sæll endir því annars hefði
komið til einhverra átaka inn-
an foreldrafélagsins,“ segir
Garðar Skarphéðinsson.
Fundur í leikskólanum Reykjakoti í Mosfellsbæ
Stjórn foreldra-
félagsins segir af sér
Mosfellsbær