Morgunblaðið - 08.02.2001, Page 14
AKUREYRI
14 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HELGI Vilberg, skólastjóri Mynd-
listarskólans á Akureyri, sagði að
ákvörðun bæjarráðs þess efnis að
skipa nefnd til að fara yfir aðkomu
bæjarins að myndlistarmenntun í
bæjarfélaginu og aðkomu að Mynd-
listarskólanum, væri hið besta mál.
Hins vegar mætti ekki gleyma því að
skólanefnd skólans hafi haft forgöngu
um það að aðlaga skólann breyttum
aðstæðum og það ferli væri í gangi.
Helgi sagði að ákveðin öfl í bænum
hafi með ómerkilegum málatilbúnaði
reynt að sverta ímynd skólans og
gera rekstur hans tortryggilegan.
Skólastjóri Myndlistarskólans var
gagnrýndur mjög harðlega í fjölmiðl-
um í haust og hefur Helgi talað um
rógsherferð í því sambandi. Helgi er
yfirmaður skólans og annast eftirlit
með daglegum rekstri og vinnur sér-
staklega að stefnumótun í málefnum
hans ásamt skólanefnd.
„Ég er óánægður með þá neikvæðu
umræðu sem varð um skólann sl.
haust. Fremur hefði ég kosið að menn
ræddu málefnalega um stöðu skólan-
um og framtíð hans. Ég hef lagt mig
fram um að vinna hlutina vel en ég er
ekki óskeikull frekar en aðrir. Það er
eðlilegt að séu skiptar skoðanir og
menn takist á um málefnin og ég
skorast ekki undan því að axla þá
ábyrgð sem starfinu fylgir.
Ósáttur við ummæli
formanns bæjarráðs
Helgi gerir jafnframt athugasemd-
ir við ummæli Ásgeirs Magnússonar,
formanns bæjarráðs og bæjarfulltrúa
Akureyrarlistans, í Morgunblaðinu á
þriðjudag vegna þessa máls. Í máli
Ásgeirs kom fram að töluverð um-
ræða hafi átt sér stað í haust um stöðu
Myndlistarskólans en á þeim tíma
kom fram hörð gagnrýni á skólann í
fjölmiðlum. „Bæði er ástæða til þess
að fara ofan í ýmsa hluti í sambandi
við það mál en ekki hvað síst það að
hluti þess náms sem þarna fer fram er
í formi námskeiðahalds sem við höf-
um ekki verið að styrkja almennt og
hluti þessa náms er á framhaldsskóla-
stigi sem er ekki í verkahring sveit-
arfélaga. Þá hefur verið rætt um nám
á háskólastigi, sem er heldur ekki á
vegum sveitarfélaga,“ sagði Ásgeir
m.a.
Helgi sagði að formaður bæjarráðs
svari meginspurningunum sjálfur án
þess að hika. „Það er að hans mati
ekki á verksviði sveitarfélaganna að
styrkja námskeiðahald né heldur nám
á framhaldsskólastigi og allra síst
nám á háskólastigi. Hvað stendur þá
eftir? Er það ekki sóun á tíma og fjár-
munum að setja á stofn nefnd þegar
málið liggur ljóst fyrir? Eða hvað vak-
ir fyrir Akureyrarlistanum með þess-
um sérkennilega málatilbúnaði?“
Málin í réttum farvegi
Með nýjum framhaldsskólalögum
frá 1999 er, að sögn Helga, skólum
eins og Myndlistarskólanum í
Reykjavík og Myndlistarskólanum á
Akureyri gert kleift að sækja um lög-
gildingu sem framhaldsskólar og
gerður árangursstjórnunarsamning-
ur við þá eins og aðra framhaldsskóla.
„Þessi málefni eru í réttum farvegi að
mínu mati og ekki ástæða til að flækja
þau frekar.“ Helgi sagði að starf skól-
ans gengi vel og með eðlilegum hætti
en að reksturinn væri þungur. Að-
sókn að skólanum hefur aldrei verið
meiri en þar stunda 50 nemendur
nám í dagskóla og 170 manns sækja
þangað námskeið. Þá hafa 14 kenn-
arar komið að kennslu í skólanum í
mislangan tíma í senn. Framlag rík-
isins til skólans á þessu ári er 9,5
milljónir króna og framlag Akureyr-
arbæjar er 15 milljónir króna. Þá eru
tekjur skólans af nemendagjöldum
6–7 milljónir króna.
Bæjaryfirvöld vita gang mála
„Ef það er þannig að bærinn vilji
ekki styrkja skólann, þá aðlagar mað-
ur sig bara því. En það er ekki þannig
að bæjaryfirvöld viti ekki hvað er hér
í gangi, því þau vita námkvæmlega í
hvaða farvegi þetta mál er varðandi
breytingar á skólanum,“ sagði Helgi
Vilberg.
Í nefndinni sem ætlað er að fara yf-
ir alla þætti er varða aðkomu bæj-
arins að myndlistarmenntun í bæjar-
félaginu og yfir alla þætti í starfsemi
Myndlistarskólans og aðkomu bæjar-
ins að þeim rekstri, sitja Þröstur Ás-
mundsson, Jakob Björnsson og
Gunnar Ragnars. Nefndinni er ætlað
að skila tillögum sínum til bæjarráðs
fyrir lok næsta mánaðar.
Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistarskólans á Akureyri
Ákveðin öfl í bænum reyna
að sverta ímynd skólans
KARLMAÐUR á fimmtugs-
aldri hefur verið dæmdur í hér-
aðsdómi Norðurlands eystra til
greiðslu sektar í ríkissjóð að
upphæð 90 þúsund krónur.
Maðurinn var einnig sviptur
ökuréttindum í þrjú ár auk
þess sem hann var dæmdur til
að greiða allan sakarkostnað.
Maðurinn var ákærður fyrir
umferðarlagabrot með því að
hafa í byrjun júní síðasta sum-
ar ekið dráttarvél undir áhrif-
um áfengis í Eyjafjarðarsveit,
en ökuferðin endaði utan veg-
ar.
Maðurinn mætti ekki þegar
málið var tekið fyrir og þótti
mega jafna því við játningu.
Það auk niðurstöðu alkóhól-
rannsóknar sem sýndi magn
alkóhóls yfir þeim mörkum
sem leyfileg eru þótti dómnum
sanna sök mannsins nægilega.
Maðurinn gekkst undir sátt,
greiddi sekt og sætti ökuleyf-
issviptingu fyrir nokkrum ár-
um, m.a. vegna brota á umferð-
arlögum.
Héraðsdómur
Undir
áhrifum
á dráttar-
vélinni Grýtubakkahreppur - Fyrirhugaðer að byggja að minnsta kosti tvö
einbýlishús í Grýtubakkahreppi
næsta sumar, annað á Grenivík
en hitt verður byggt á Ártúni.
Benedikt Sveinsson rekur
smíðafyrirtækið Trégrip ehf. á
Ártúni og segir hann að greini-
legt sé að áhugi fólks sé að
aukast á að fjárfesta í eininga-
húsum og jafnvel fá húsin afhent
fullfrágengin. Hann segir mikið
framboð á erlendum eininga-
húsum á ýmsu byggingarstigi, en
að hans mati er oft hægt að bjóða
fólki slík hús sem smíðuð eru hér
á landi á svipuðu verði eða jafn-
vel ódýrari.
Húsið sem nú er í smíðum á
Ártúni er byggt fyrir Svein Jó-
hannesson á Hóli og verður það
afhent fullbúið með viðbyggðum
bílskúr í ágústmánuði í sumar, en
um er að ræða alls um 170 fer-
metra. Húsið er byggt á Ártúni
og flutt þaðan þangað sem setja á
það niður til frambúðar. Áður
hefur Benedikt smíðað hús sem
flutt var að Laufási.
Morgunblaðið/Jónas Baldursson
Sveinn Sigurbjörnsson, Vilhjálmur Ingvarsson og Benedikt Sveinsson
við húsið sem er í smíðum. Fyrir framan er Atli Birgir, sonur Benedikts.
Tvö einbýlis-
hús smíðuð í
Grýtubakka-
hreppi
KEPPNI á Akureyrarmótinu
í skák er mjög jöfn og tvísýn
en að loknum fjórum umferð-
um eru efstir og jafnir þeir
Þór Valtýsson og Gylfi Þór-
hallsson með 3,5 vinninga.
Í B-flokki er einnig hart
barist en þeir Eymundur Ey-
mundsson, Sveinbjörn Sig-
urðsson og Haukur Jónsson
eru efstir og jafnir með 3
vinninga. Fimmta umferð
verður tefld í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, kl. 19.30 en alls
eru tefldar sjö umferðir í
mótinu.
Keppni í yngri flokkum á
Akureyrarmótinu lýkur laug-
ardaginn 10. febrúar, á af-
mælisdegi Skákfélags Akur-
eyrar. Félagið verður með tíu
mínútna mót á morgun, föstu-
dag, kl. 20. Tefldar verða 7
umferðir eftir Monrad-kerfi.
Jöfn keppni
á Skákþingi
Þór og Gylfi
með forystu
ÁSTRÍÐUR Grímsdóttir hefur ver-
ið skipuð í embætti sýslumanns í
Ólafsfirði og tekur hún við starfinu
1. júlí næstkomandi. Hún lauk lög-
fræðiprófi frá lagadeild Háskóla
Íslands árið 1993. Skömmu síðar
stofnaði hún lögfræðiþjónustu í
Mosfellsbæ. Árið 1994 fékk Ástríð-
ur málflutningsréttindi fyrir hér-
aðsdómi og stofnaði þá lögfræði-
stofuna Lögbæ í Mosfellsbæ.
„Það leggst mjög vel í mig að
flytja til Ólafsfjarðar,“ sagði
Ástríður, en hún kvaðst engin
tengsl hafa við staðinn. „Ég á eng-
ar ættir að rekja þangað norður
eða neitt slíkt. Ég hef tvisvar ekið í
gegnum bæinn en ekkert stoppað.
Það er næst á dagskránni hjá mér
að fara í heimsókn til Ólafsfjarðar
og skoða staðinn.“
Ástríður sagðist hafa verið
ákveðin í að breyta til, en hún hef-
ur rekið eigin lögmannsstofu um
nokkurra ára skeið. „Ég fór að
skoða málið með opnum huga og
var ekki búin að gera upp við mig
hvort ég myndi áfram sinna lög-
mannsstörfum eða fara út í eitt-
hvað allt annað. Þegar ég sá að
starf sýslumanns í Ólafsfirði var
auglýst laust til umsóknar fór ég
að velta því fyrir mér hvort þetta
væri eitthvað sem ég hefði áhuga
á. Eftir því sem ég skoðaði málið
betur varð ég sannfærðari um að
svo væri,“ sagði Ástríður.
Fjöldi nýrra
verkefna
Hún sagði að um væri að ræða
skemmtilegt starf, embættið væri
lítið og sinna þyrfti öllum mála-
flokkum sem upp kæmu, en ekki
væru tök á að deildaskipta svo
litlum embættum. „Það gefur
starfinu verulega mikið gildi og ég
hlakka til að fara norður og takast
á við þetta nýja starf,“ sagði
Ástríður. „Ég hef sem lögfræð-
ingur reynslu af flestum þeim mál-
um sem snúa að sýslumannsemb-
ættum, en hef þá vitanlega verið
hinum megin við borðið. Ég er viss
um að ég á eftir að fást við fjölda
nýrra verkefna í þessu starfi.“
Eiginmaður hennar er Atli Ing-
varsson stoðtækjafræðingur. Hann
starfar hjá Stoðtækni – Gísla Ferd-
inandssyni ehf. og mun verða að
störfum bæði í Ólafsfirði, þar sem
fyrirtækið hefur sett upp skóverk-
smiðju, og einnig í Reykjavík. Í
Ólafsfirði verða smíðaðir bækl-
unarskór, en um er að ræða þróun-
arverkefni sem fyrirtækið fékk
styrk að upphæð 39 milljónir króna
til að vinna að. Skóverksmiðjan
verður í húsnæði sem áður hýsti
fiskvinnslu Sæunnar Axels hf.
Þau Ástríður og Atli eiga fjögur
börn, þrjú þeirra eru uppkomin en
yngsti sonurinn er að ljúka námi í
10. bekk grunnskóla í vor og flytur
hann með foreldrum sínum norður
í Ólafsfjörð í sumar.
Ástríður Grímsdóttir skipuð sýslumaður í Ólafsfirði
Ætlaði að breyta til
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
MARGIR af ástsælustu söngv-
urum Norðurlands koma fram
á stórtónleikum í Glerárkirkju
á Akureyri
sunnudaginn
11. febrúar
kl. 17. Álfta-
gerðisbræð-
ur, Eiríkur
Stefánsson,
Erna Gunn-
arsdóttir,
Óskar Pét-
ursson, Pálmi
Gunnarsson,
Örn Birgis-
son og Þórhildur Örvarsdóttir
stíga þá á svið og bjóða upp á
einsöng, dúetta og að sjálf-
sögðu kvartett.
Pálmi Gunnarsson og Óskar
Pétursson munu syngja saman
dúett, sem þeir hafa aldrei áður
gert, þannig að ljóst er að mjög
áhugaverða skemmtun er að
ræða. Undirleikarar á tónleik-
unum verða Arnór Vilbergsson,
Einn&sjötíu, Helena Bjarna-
dóttir, Kristján Edelstein og
Stefán Gíslason. Kynnir verður
leikarinn og útvarpsmaðurinn
góðkunni Gestur Einar Jónas-
son.
Nýstárleg og skemmtileg
fjáröflunarleið
Það eru drengir í 6. aldurs-
flokki Þórs í knattspyrnu sem
standa að tónleikunum en með
þessu móti hyggjast drengirnir
og aðstandendur þeirra safna
fé vegna keppnisferðalaga á
komandi sumri. Sannarlega ný-
stárleg og skemmtileg tilraun.
Mikill áhugi er fyrir tónleik-
unum og hefur fjöldi miða þeg-
ar verið seldur. Forsala heldur
áfram út vikuna í Pennanum/
Bókval í Hafnarstræti og Gler-
ártorgi en miðar verða einnig
seldir í kirkjunni frá kl. 15 á
tónleikadaginn.
Stórtónleikar í
Glerárkirkju
Margir ást-
sælustu
söngvarar
Norðurlands
koma fram
Óskar
Pétursson