Morgunblaðið - 08.02.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 08.02.2001, Síða 22
ÚR VERINU 22 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Upplýsingatækni og umhverfismál Markáætlun um rannsóknir og þróun Rannsóknarráð Íslands auglýsir eftir umsóknum í markáætlun um rannsóknir og þróun á sviði upp- lýsingatækni og umhverfismála. Markáætlunin var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar haustið 1999 og gerir hún ráð fyrir að 580 milljónir kr. verði til ráðstöfunar á árabilinu 1999-2004. Markmið Leitað er eftir umsóknum til verkefna í samræmi við yfirskriftir og efnislega lýsingu áætlunarinnar. Endanlegt val verkefna ræðst af mati á gæðum þeirra umsókna sem berast og metnar verða í innbyrðis samkeppni. Veittir verða styrkir til verkefna sem koma fyrirtækjunum til góða og leitt geta til þjóðfélagslegs og hagræns ávinnings, svo og verkefna sem stuðla að langtíma- uppbyggingu þekkingar hjá stofnunum og fyrirtækjum á sviðum áætlunarinnar. Form styrkja Verkefnastyrkir geta verið til allt að þriggja ára og numið allt að 7 m.kr. á ári til einstakra verkefna. Heimilt er að styrkja allt að 50% af heildarkostnaði einstakra þátttakenda. Rannsóknarráði er heimilt að veita styrki til forverkefna allt að 600 þ.kr. og styðja sérstakar aðgerðir eins og ráðstefnur og vinnufundi og bjóða erlendum vísindamönnum til fyrirlestrahalds eða tímabundinnar dvalar ef það er talið þjóna vel skilgreindum markmiðum áætlunarinnar. Upplýsingatækni - lykilsvið  Upplýsingatækni í þágu íslensks menningararfs og aðlögun hennar að menntun og menningu.  Notkun og þróun upplýsingatækni innan fyrirtækja og stofnana í framleiðslu og þjónustu.  Fjarvinna í þágu byggðastefnu.  Fjarkönnun í þágu umhverfismála.  Áhrif upplýsingatækni á íslenskt mannlíf. Umhverfismál - lykilsvið  Sjálfbær nýting auðlinda - sjálfbært efnahagslíf.  Hnattrænar umhverfisbreytingar og náttúrusveiflur.  Umhverfisvænt atvinnulíf.  Umhverfi, hollusta og heilsa.  Erfðaauðlindir Íslands. Tvö umsóknarþrep Til 1. mars 2001 verður hægt að skila inn forumsóknum á einföldu formi þar sem verk- efni er lýst á þrem til fjórum blaðsíðum. Um- sækjendur fá skjót viðbrögð Rannsóknarráðs við forumsókn og aðstoð við frágang endan- legrar umsóknar, séu efni til þess. Forumsókn er ekki skilyrði fyrir umsókn í markáætlunina en eindregið er hvatt til þess að umsækjendur nýti sér boðið. Til og með 18. apríl 2001 verður hægt að skila endanlegum umsóknum ásamt nauðsyn- legum fylgigögnum. Mat á umsóknum Fagráð Rannsóknarráðs munu meta umsóknir. Að öðru jöfnu njóta umsóknir forgangs;  þar sem náin samvinna er milli þeirra sem stunda rannsóknir og ráða yfir viðeigandi sérþekkingu og þeirra sem hyggjast nota niðurstöðurnar eða ætla sér að koma þeim á framfæri og markvisst stuðla að notkun þeirra;  þar sem mikils ávinnings er að vænta í ljósi markmiða áætlunarinnar;  þar sem fleiri verkefni stuðla að samvirkni á viðkomandi sviði;  þar sem vísindaleg þjálfun og þáttur ungra vísindamanna er hluti af framkvæmd verkefnisins. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar Á heimasíðu Rannsóknarráðs http://www.rannis.is er hægt að nálgast umsóknareyðublöð og ítarlegar upplýsingar um markáætlunina. Rannsóknarráð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800, bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.is, heimasíða http//www.rannis.is SKIPVERJAR á frystiskipinu Örfirisey RE fengu óvæntan gest um borð er þeir voru að veiðum í Kolluál djúpt út af Snæfellsnesi að áliðnum janúar. Þá settist á skipið myndarlegur fálki, að fram kominn af þreytu og hungri og hafði ekki lengur kraft til að fljúga upp, þeg- ar að honum var komið. Honum var fyrst fært fitulaust kjöt að éta á dekkið, þar sem hann hafði aðsetur fyrst. En þegar haft var samband við Ólaf Níelsen, fuglafræðing á Náttúrufræðistofnun í Reykjavík, fékk hann betri aðbúnað. Ólafur sagði ekki óhætt að sleppa honum og vildi fá hann í land til merking- ar. Þá fékk fálkinn að fara upp í brú, þar sem stúkað var af rými framan við skeifuna. Þegar svo kom að því að þrír farþegar færu í land var afráðið að fálkinn færi með og ætlaði Eiríkur háseti að koma honum í kassa. Fálkinn flaug þá góðan kveðjuhring í brúnni, en Eiríki tókst með lopapeysunni hans Trausta skipstjóra að veiða fuglinn og koma honum í kassann. Ólafur Nielsen, fuglafræðingur, fékk fálkann til skoðunar og merk- ingar þann 24. janúar. Þetta reynd- ist kvenfugl á fyrsta vetri og amaði ekkert að honum. „Vala“ var því merkt og henni sleppt daginn eftir við Úlfarsfell. Fálkinn er staðfugl en ungir fuglar leggjast oft í flakk og eiga það þá til að villast langt út yfir sjóinn og eiga þá oft ekki aft- urkvæmt nema með hjálp sjó- manna. Sem dæmi um það má nefna að í haust settist fálki, sem merktur hafði verið í Þingeyjar- sýslu, á skip á Kögurgrunni. Eiríkur háseti heldur á fálkanum áður en hann var sendur í land til merkingar. Honum var síðan sleppt við Úlfarsfell nokkru síðar. Ljósmynd/Brynjar Gunnarsson Vel fór um fálkann í brúnni og hér er engu líkara en hann ætli að fara að hífa trollið. Í það minnsta situr hann við þau stjórntæki. Óvæntur gestur um borð EINAR Valur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins- Gunnvarar hf. á Ísafirði, segir sýnt að sjómenn fái ekkert út úr því að fara í verkfall hinn 15 mars nk. Hann segir að krafa sjómanna um allan fisk á fiskmarkað myndi stór- skaða markaðs- og gæðamál sjáv- arútvegsins og draga verulega úr starfsöryggi fiskverkafólks. Þetta kemur fram í Útveginum, frétta- bréfi Landssambands íslenskra út- vegsmanna. Einar Valur segist vona að verk- fall sjómanna skelli ekki á 15. mars nk., bæði vegna starfsfólks- ins og eigenda fyrirtækisins. Hann segir ágætis samkomulag ríkja milli sjómanna fyrirtækisins og stjórnenda þess, ekki síst skip- verja á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS, þar sem há- setahluturinn sé upp á 10 milljónir króna á ári. „Mér heyrist ekki að sjómennirnir séu æstir í að fara í verkfall. En mér finnst að for- ystumenn sjómanna tali með öðr- um hætti, mér sýnist að þeir vilji helst fara í verkfall og þeir hvetja beinlínis til þess, jafnvel þótt að vitað sé að sjómennirnir muni ekki fá neitt út úr því. Það sýnir sagan frá síðasta verkfalli.“ Krafa sjómanna út úr kortinu Einar segir útilokað að slíta í sundur tengsl veiða og vinnslu og því sé krafa sjómanna, um að allur fiskur eigi að fara á fiskmarkað, út úr kortinu. „Við höfum verið að byggja upp þá ímynd af gæðum af- urðanna, að við stjórnum ferlinu allt frá veiðum og gegnum vinnsl- una. Þetta verður ekki hægt nema við höndlum fiskinn í gegnum allt ferlið. Þess vegna er krafan um allan fisk á markað algerlega út úr kortinu og myndi stórskaða mark- aðs- og gæðamál fyrirtækisins.“ Einar segir að krafa sjómanna myndi þannig draga verulega úr starfsöryggi fiskverkafólks í landi. „Fólk mætir til vinnu í fiskvinnsl- unni hjá okkur í 51 viku á ári, það fellur nánast aldrei niður vinna í húsinu. Það er vegna þess sem við erum með stærri skip í rekstri, togara, sem geta sótt hráefni út á sjó þótt einhver gola sé á mið- unum. Það voru brælur á þessu svæði síðastliðið haust í þrjár vik- ur og þá reru héðan nánast engar trillur. Menn byggja ekki upp stóra landvinnslu á framleiðslu á fyrsta flokks afurðum á grundvelli smábátaútgerðar.“ Einar Valur segir óeðlilegt að einn flokkur skipa geti gengið óheftur í ákveðnar tegundir, eins og raunin sé með smábátaflotann. Loka verði á slíkt. Þó að veiðarnar skapi víða atvinnu, skapi þær ekki öryggi. „Smábátar geta aldrei skapað sama öryggi og stærri skipin. Þessar veiðar eru mjög háðar veðri og vindum og fjölmörg dæmi eru um að þeir hafi ekki róið langtímum saman vegna brælu,“ segir Einar Valur. Einar Valur Kristjánsson Sjómenn fá ekk- ert út úr verkfalli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.