Morgunblaðið - 08.02.2001, Page 26

Morgunblaðið - 08.02.2001, Page 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ EHUD Barak tapaði í kosningunum veturinn 2001 af nákvæmlega sömu ástæðu og varð Yitzhak Rabin að bana haustið 1995 og felldi Shimon Peres vorið 1996; allir þrír voru á undan sínum tíma. Eins og allir miklir leiðtogar samtímans höfðu þeir sama eiginleika og Anwar Sadat og Huss- ein Jórdaníukonungur, þeir voru nógu hugrakkir til að standa að mála- miðlun og semja um frið jafnvel þótt margir landar þeirra kölluðu þá svik- ara. Barak lagði fram tillögu í ágúst sl. í Camp David um friðarsamning þar sem gert var ráð fyrir ríki Palestínu- manna á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu með örlitlum breytingum á landamærunum og skyldi Austur- Jerúsalem vera höfuðborg ríkisins. Barak samþykkti meira að segja að hin umdeilda Musterishæð yrði undir vernd múslima þótt honum væri það þvert um geð. Ef Palestínumenn hefðu samþykkt tilboðið myndi Barak hafa sigrað, að vísu naumlega, í þjóðaratkvæða- greiðslunni um frið. Samningamenn Yassers Arafats hefðu ef til vill gert kröfur um enn minni breytingar á landamærunum, samningaviðræðum hefði verið haldið áfram þar til nið- urstaða var fengin. En Palestínumenn svöruðu hvorki játandi né neitandi. Þeir svöruðu með því að hefja skothríð. Svarið var ný uppreisn, Al Aktza-intifada, heilagt stríð sem hafði beinlínis að markmiði að afmá öll ummerki gyðingdóms á heilögu stöðunum sem deilt er um. Ennfremur lögðu þeir fram róttæka kröfu um að landflótta Palestínu- menn fengju að snúa heim, dulbúna kröfu um að Ísrael yrði lagt niður. Ein bitur sannindi hafa orðið ljós frá því í viðræðunum í Camp David. Ísraelar undir forystu Baraks hafa viljað frið en Palestínumenn Arafats krefjast réttlætis, fullkomins og al- gers réttlætis til handa Palestínu- mönnum þar sem landið allt tilheyrir þeim og þá einnig svæði Ísraela. Rétt- læti þar sem heilögu staðirnir falla múslimum í skaut og úrskurðað er að það sé tilbúningur að þeir séu einnig helgir gyðingum. Ákveðin mótsögn er á milli friðar og réttlætis: friður krefst málamiðlana, réttlæti fyrirlítur þær. Eftir á að hyggja virðist sem a.m.k. hluti forystu Palestínumanna hafi ákveðið að leysa úr læðingi öldu of- beldis strax að loknum viðræðunum í Camp David til að fella Barak og hrinda Ísraelum í fangið á öfgamönn- um þjóðarinnar. Óvæntar tilslakanir Baraks ollu því að Ísraelar fengu stuðning á alþjóðavettvangi og þjóðir heims kröfðust þess að Palestínu- menn kæmu til móts við þá með því að slaka einnig til. Harðlínumenn úr röð- um Palestínumanna hugsuðu sem svo að ofbeldið myndi þvinga Barak til að beita valdi og þannig myndi hann glata stuðningi umheimsins. Auk þess myndi ofbeldið gera Ísraela örvænt- ingarfulla og fá þá til að kjósa yfir sig öfgafulla ríkisstjórn. Þessi þróun myndi síðan verða kveikjan að heil- ögu stríði allra múslima, einangra Ísrael eins og Serbíu Milosevics og verða að lokum til þess að alþjóða- samfélagið myndi þvinga Ísraela til að hverfa á brott frá öllum umdeild- um svæðum án þess að Palestínu- menn þyrftu að semja um frið eða leggja á hilluna framtíðarkröfur sín- ar. Vissulega hafa Ísraelar ekki bara verið saklausir áhorfendur, báðir að- ilar hafa brotið ákvæði Óslóarsamn- inganna. Palestínumenn myrtu fólk. komu á fót eins konar herafla og fluttu hatursfullar ræður í skólum og moskum. Ísraelar myrtu fólk, tvöföld- uðu fjölda landnemabyggða, auð- mýktu og kúguðu palestínskan al- menning og rændu hann lífs- björginni. Ehud Barak féll í kosningunum vegna þess að hann hélt að raunsæis- menn meðal Palestínumanna myndu a.m.k. líta á dirfskufullar tilslakanir hans sem viðræðugrundvöll fyrir endanlegan samning. Hann gat ekki brugðist við ofbeldisaðgerðum Pal- estínumanna nema með valdbeitingu, sá kostur að bjóða hina kinnina var tæpast fyrir hendi. Það er rétt að í sumum tilfellum brást hann við af of mikilli hörku. Hann sjálfur og ísra- elska þjóðin öll greiða nú hræðilegt gjald fyrir að hafa að hafa gengið of harkalega fram. Angist og reiði Kjósendur í Ísrael gengu í gildruna og kusu Ariel Sharon. Þeir gerðu það vegna vonbrigða með friðarferlið, vegna angistar og reiði, af ótta við að Palestínumenn ætli að beita ofbeldis- fullum kúgunum sem ekki muni verða bundinn endi á fyrr en Ísrael hrynji. Of snemmt er að fullyrða nokkuð um það hvort Sharon muni láta blekkja sig til leika hlutverkið sem honum er ætlað í ráðabruggi palestínsku harð- línumannanna, hlutverk ísraelsks Milosevics sem láti stýra sér óafvit- andi til hefndaraðgerða sem myndu kljúfa Ísrael og grafa gersamlega undan virðingu þess á alþjóðavett- vangi. Ef hann gerir það munu Ísrael- ar annaðhvort neyðast til að láta und- an þvingunum araba eða láta sundra ríkinu. En kannski finnur Arafat í Sharon það sem hann ekki fann í Rabin, Per- es eða Barak: andlegan tvíbura. Heiftúðugan þjóðernissinna sem stendur andspænis öðrum heiftúðug- um þjóðernissinna, blóðugan víga- mann andspænis blóðugum víga- manni, mann gærdagsins gegn manni gærdagsins. Sharon og Arafat eru nú forystumenn tveggja særðra og reiðra þjóða. Þeir eru sannir fulltrúar sjálfbirgingsins, tortryggninnar og örvæntingarinnar sem einkenna báð- ar þjóðirnar. Andlegir tvíburabræð- ur. Og hver veit nema þetta tvístirni tímaskekkjunnar uppgötvi sameigin- legt tungumál? Ást við fyrstu sýn? Upphaf yndislegrar vináttu? Furðu- legri félagsskapur hefur oft litið dags- ins ljós í sögu Mið-Austurlanda. En friðarhreyfingin í Ísrael getur ekki búist við neinum kraftaverkum. Hún mun halda áfram að vinna að lausninni sem nær allir, Ísraelar og Palestínumenn, hófsemdarmenn og ofstækismenn, viðurkenna innst inni að er óhjákvæmileg: sanngjörnum friðarsamningum. Tvö ríki fyrir tvær þjóðir. Sharon er gjöfin frá Arafat © Amos Oz 2001 Reuters Palestínskur drengur gengur framhjá stórri mynd af Yasser Arafat. Nær eru dagblöð með myndum af Sharon og Barak. Arafat hafnaði í fyrra boði Baraks um friðarsamninga í Camp David. eftir Amos Oz Eftir á að hyggja virð- ist sem a.m.k. hluti forystu Palestínu- manna hafi ákveðið að leysa úr læðingi öldu ofbeldis strax að loknum viðræðunum í Camp David til að fella Barak og hrinda Ísraelum í fangið á öfgamönnum þjóð- arinnar. Höfundur er ísraelskur rithöfundur og ritar um alþjóðamál í ýmis blöð. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.