Morgunblaðið - 08.02.2001, Síða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 27
HERMENN Talibanastjórnarinn-
ar í Afganistan myrtu að minnsta
kosti 300 manns er þeir náðu aftur
á sitt vald afskekktum bæ í síðasta
mánuði. Var um að ræða shíta-
múslima en þeir eru andvígir Tali-
bönum, sem aðhyllast sunni-grein
trúarinnar.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, skýrði frá því
19. janúar síðastliðinn, að „meira
en 100 manns“ kynnu að hafa verið
drepnir og þar á meðal Afganar,
sem störfuðu á vegum hjálpar-
stofnana. Gerðist það er Talibanar
náðu bænum Yakawolang í Haz-
arajat-héraði úr höndum stjórnar-
andstæðinga.
Fólk, sem komst lífs af, sagði
fulltrúum Sameinuðu þjóðanna, að
pakistanskir og arabískir öfga-
menn á snærum hryðjuverka-
mannsins Osama bin Ladens hefðu
auk Talibananna tekið þátt í fjölda-
morðunum, sem einnig hefðu verið
framin í mörgum þorpum nálægt
Yakawolang. Mohammed Omar,
leiðtogi Talibana, hefur bannað
starfsmönnum hjálparstofnana og
blaðamönnum að fara til héraðsins.
Karlmenn skotnir
í höfuðið
„Þegar Talibanarnir náðu bæn-
um stilltu þeir upp öllum karl-
mönnum á aldrinum sautján ára til
sjötugs og skutu þá í höfuðið, þar á
meðal nokkurn hóp öldunga, sem
komnir voru til að fagna þeim,“
sagði einn fulltrúa Sameinuðu
þjóðanna.
Stjórnarandstæðingar í Afgan-
istan hafa aftur náð Yakawolang á
sitt vald en Talibanar eru að und-
irbúa mikla sókn gegn þeim. Hefur
Amnesty International fordæmt
fjöldamorðin mjög harðlega. Tals-
menn stjórnarandstöðunnar segja,
að einnig hafi fundist fjöldagrafir í
Takhar-héraði í norðausturhluta
Afganistans, en hermenn Talibana
hörfuðu þaðan í síðasta mánuði.
AP
Afgönsk börn leika sér í flóttamannabúðum nálægt landamærum Af-
ganistans og Pakistans. Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað eftir fram-
lögum til að hægt verði að koma hundruðum þúsunda afganskra flótta-
manna til hjálpar. Hundruð flóttamanna hafa dáið af völdum kulda og
hungurs í flóttamannabúðum í Afganistan síðustu mánuði.
Talibanar sakað-
ir um fjöldamorð
Islamabad. Daily Telegraph.
HÆTTA er nú talin á að þjóð-
ardrykkur Finna, Kosken-
korva-vodka, komist í hendur
útlendinga og hefur það orðið
til þess að hópur málsmetandi
manna hefur komið drykknum
til varnar. Ástæðan er fyrir-
huguð einkavæðing Altia, sem
á Primalco er framleiðir vodk-
að. Altia var áður hluti finnsku
ríkiseinkasölunnar á áfengi,
sem hefur nú verið skipt í
tvennt.
Fyrsta skrefið í átt að al-
þjóðavæðingu finnska vodkans
var stigið á síðasta ári þegar
annar þjóðardrykkur, Finland-
ia vodka, komst í hendur
bandaríska fyrirtækisins
Brown-Forman sem er í sam-
vinnu við Altia.
Þegar í ljós kom að Kosken-
korvan kynni ekki aðeins að
fara sömu leið heldur einnig að
framleiðslan yrði flutt úr landi,
brugðust kornbændur og
verkamenn ókvæða við, enda
sáu yfir 3.000 manns fram á að
missa vinnuna. Mótmæli þeirra
hafa náð að hjarta margra
Finna sem ruku upp til varnar
Koskenkorvunni. Hafa tónlist-
armenn og aðrir listamenn
stofnað samtökin Pro-Kosken-
korva og hafið undirskrifta-
söfnun til að halda vodkanu
heima. Ekki er hins vegar ljóst
hvaða áhrif þetta hefur haft á
neyslu drykkjarins.
Til
bjargar
vodkanu
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÞJÓÐVERJI, sem hafði fengið 15
ára bandaríska stúlku er hann
komst í kynni við á Netinu til að
hitta sig í Grikklandi, var hnepptur
í gæsluvarðhald í grísku borginni
Þessalóniku í vikunni.
Stúlkan, sem hefur ekki verið
nafngreind, strauk að heiman í
ágúst og ferðaðist til Grikklands á
fölsku vegabréfi til fundar við
Konstantin Bähring, sem er 35 ára
gamall. Foreldrar stúlkunnar
höfðu leitað hennar síðan, en hún
sendi móður sinni tölvupóst eftir
að hún hljópst á brott.
Bähring sagði eftir handtökuna
að hann væri ástfanginn af stúlk-
unni og vonaðist til að giftast
henni. „Ég elska hana enn, ég
geymi hana í hjarta mínu. Þegar
hún verður 18 ára getum við geng-
ið í hjónaband, ef hún finnur mig.“
Rannsóknardómari í Þessalón-
iku hefur gefið út ákæru á hendur
Þjóðverjanum fyrir að hafa numið
ungling undir lögaldri á brott, með
það fyrir augum að fremja ósiðleg-
ar gjörðir, en viðurlög við því broti
eru allt að tíu ára fangelsi. Bähring
er einnig ákærður fyrir að hafa
dregið ungling á tálar og framið
óviðurkvæmilegt athæfi og gæti
fyrir það hlotið fimm ára dóm.
Stjórnendur spjallþátta vilja
fá stúlkuna í viðtal
Stúlkan er farin aftur til Banda-
ríkjanna í fylgd móður sinnar, en
fjölskyldan býr í Tampa í Flórída.
Lögfræðingur hennar, Robert
Valentine, segir að stúlkan muni fá
aðstoð við að skilja að hún hafi ver-
ið fórnarlamb misnotkunar. Að
hans sögn hafa margir stjórnend-
ur spjallþátta í sjónvarpi haft
samband og óskað eftir að fá stúlk-
una í viðtal, en Valentine biður fjöl-
miðla að gefa henni grið, svo hún
geti náð áttum. „Hún lítur ekki á
sjálfa sig sem fórnarlamb, og ef
hún verður fræg mun það enn
frekar styrkja þá trú að hún sé það
ekki,“ sagði Valentine í samtali við
AP-fréttastofuna.
Netverji hnepptur í gæsluvarðhald
Tældi 15 ára stúlku
til Grikklands
Thessaloniki. AP.
RANNSÓKNARMENN á vegum al-
ríkisstjórnarinnar bandarísku eru
nú að kanna hvort öldungadeildar-
þingmaðurinn Robert G. Torricelli
og fyrrverandi aðstoðarmenn hans
hafi brotið lög um fjármögnun
kosningabaráttu árið 1996, að
sögn The New York Times.
Torricelli er demókrati og þing-
maður New Jersey-ríkis, hann hef-
ur haft afskipti af deilunum um
skipaflutninga fyrir varnarliðið í
Keflavík. Upphaflega snerist rann-
sókn dómsmálaráðuneytisins
vestra um meint ólögleg framlög í
sjóði Torricellis en nú hefur um-
fangið aukist og er hugað að per-
sónulegum fjármálum þingmanns-
ins. Eitt af því sem hann er
grunaður um er að hafa reynt að
hamla gegn rannsókninni með því
að fá David Chang, mann er gaf
mikið fé í kosningasjóðinn, til að
vinna ekki með yfirvöldum. Sjálfur
vísar Torricelli öllum ásökunum á
bug og segir rannsóknina skelfi-
lega og hún sýni að embættismenn
fari offari.
„Þetta er gróft dæmi um tilraun
til að finna eitthvað, hvað sem er,
sem hægt er að saka einhvern
áhrifamann um.“
Mikilvægasta vitnið er Chang
sem er kaupsýslumaður í New
Jersey. Hann segist hafa veitt af
höfðingskap fé í sjóði Torricellis
og gefið honum gjafir í staðinn
fyrir loforð þingmannsins um að fá
aðstoð við að innheimta um 71
milljón dollara, nær sex milljarða
króna, sem Norður-Kóreumenn
skulduðu Chang í vangoldin gjöld
vegna kornflutninga með skipum
snemma á tíunda áratugnum. Tals-
menn Torricellis draga í efa heið-
arleika Changs og segja hann hafa
orðið uppvísan að því að nota föls-
uð gögn og skrökva í tíma og
ótíma, m.a. um tengsl við æðstu
ráðamenn landsins.
Rannsókn bandarískra stjórnvalda
Fjármál Torricellis
undir smásjá