Morgunblaðið - 08.02.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 08.02.2001, Síða 30
ÞRÍR ljósmyndarar fengu viðurkenningu fyrir athyglisverðar myndir á sýningu Ljósmyndarafélags Íslands sem stendur yfir í Gerðarsafni – Listasafni Kópavogs þessa dagana. Gréta S. Guðjóns- dóttir hlaut fyrstu verðlaun, önnur verðlaun komu í hlut Ragnars Th. Sigurðs- sonar og Kristján Pétur Guðnason átti myndina sem hafnaði í þriðja sæti. 32 ljósmyndarar 32 ljósmyndarar eiga myndir á sýn- ingunni sem haldin er í samvinnu við Blaðaljósmynd- arafélag Íslands. Henni lýkur á sunnudaginn kemur. Í dómnefnd sátu að þessu sinni Sverrir Björnsson framkvæmda- stjóri hönnunarsviðs hjá Hvíta húsinu, Gotti Bernhöft hönnuður og Sigríður Bragadóttir hönnuður. Athyglisverðustu ljósmyndirnar Fyrstu verðlaun: Gréta S. Guðjónsdóttir. Þriðju verðlaun: Kristján Pétur Guðnason. Önnur verðlaun: Ragnar Th. Sigurðsson. LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tæknilegar uppl‡singar 105 hestöfl, 1,6i, 16 ventla Bensíney›sla skv. Evrópusta›li: Beinskiptur/Sjálfskiptur Utanbæjar: 7,6l / 7,7l Sjálfvirkt fjórhjóladrif, Veghæ›: 19,0cm STUNDUM er eins og Hlynur Helgason geri sig fullkomlega ánægðan með listina sem vettvang fyrir einkarannsóknir sínar; svo mjög að nærri liggur við að sýningar hans séu aukaatriði; meira gerðar til að gleðja okkur samferðamenn hans en til að svala brýnni tjáningarhvöt. Þetta má ekki skilja sem svo að Hlyn- ur sé ómerkilegur dútlari sem skorti metnað. Það er miklu frekar að hann sé svo niðursokkinn í pælingar sínar að hann megi varla vera að því að líta upp til að slá um sig með sýningu. Sumir listamenn þéttast og taka á sig mynd kringum sýningar, aðrir eru vinnustofusæknir. Þetta er spurning um það hvar og hvernig hinn skap- andi maður kemst í fókus og skýrist gagnvart sjálfum sér og öðrum. Hlyn- ur leyfir sér að halda úti merkilega dreifðu verksviði enda er engu líkara en hann láti sig varða allar hliðar myndlistarinnar hversu ólíkar og mótsagnakenndar sem þær eru. Með sýningu sinni í Ásmundarsal, gryfjunni og austurstofunni – svokall- aðri arinstofu – reynir hann til dæmis að skerpa skilning okkar á tvíkynja eðli listarinnar, það er hinu kartes- íska – samkvæmt franska heimspek- ingnum Descartes – lögmáli hennar sem lýtur að ytri, áþreifanlegum veruleik heimsins eins og hann er numinn af sjón okkar og höndum og innri vitund okkar eins og heilabúið meðtekur þennan sama heim sem til- veru. Þannig eru akrýlmálverkin tuttugu og þrjú – aðgreind með raðnúmerum og ártali – dæmi um áhuga Hlyns á aðferðarfræði myndlistarinnar. Að mála er í eðli sínu það að draga pens- ilfylltan lit yfir tilgreindan flöt. Í mál- verkunum undirstrikar hann athöfn- ina í öllum sínum einfaldleik og umbúðaleysi. Með svipaðri könnun á möguleik- um samskiptalegrar hljóðlistar býr Hlynur sér vettvang tengdan safninu. Á lóð Listasafns ASÍ stendur stöpull sem Ásmundur nýtti forðum daga fyrir höggmyndir sínar. Nú er hann auður, íbúum þeim sem sjá stöpulinn daglega til furðu og íhugunar. Hlynur virkjar þessa íbúa með samræðum um mögulega nýtingu á stöplinum. Á niðurstöðurnar má hlusta í röð af tækjum með heyrnarskjólum, en ofan við hvert þeirra er ljósmynd af stöpl- inum góða eins og viðkomandi mann- eskja sér hann út um gluggann sinn. Í arinstofunni við hliðina á gryfj- unni eru svo tvær kvikmyndir, sín í hvoru sjónvarpstækinu. Önnur bygg- ir á ferðalagi vestur endilanga Miklu- braut, frá Ártúnsholti að Granda. Hin kvikmyndin er frá eldhúsi á Öndólfs- stöðum í Reykjadal. Þær augljósu andstæður sem birtast í kvikmynd- unum hljóta að vekja okkur til um- hugsunar um hver við erum, hvaðan við komum og hvert við ætlum, svo vitnað sé í aldagamla spekúlasjón franska málarans Paul Gauguin um stöðu mannsins í tilverunni. Af sýningu Hlyns má ráða tvennt. Listamenn þurfa ekki að vera upp- teknir af einu atriði, ekki einu sinni á einni og sömu sýningunni. Þeir geta haft mörg og ólík járn í eldinum án þess að óttast of mikla sundurgerð. Reyndar hefur Hlynur Helgason ávallt teflt á tæpasta vaði í þeim efn- um og vonandi lætur hann seint eða aldrei af þeim ósóma. Hitt virðist vera ætlun Hlyns að sanna ótvírætt samskipta- og sam- ræðugildi og margbreytileik sam- tímalistarinnar um leið og hann bend- ir á augljós tengsl hennar við list fyrri tíðar og allra tíma. Dæmið um það hvernig hann fetar í fótspor Gauguin ætti að sanna það hversu ólíkur sem miðillinn kann að vera. Það er með öðrum orðum sterkur uppfræðslu- keimur af sýningu Hlyns án þess að það saki eða skaði. Hitt er svo annað mál hvort honum tekst að koma þess- um eigindum listar sinnar klakklaust yfir til áhorfenda. Næstum fyrir sjálfan sig MYNDLIST L i s t a s a f n A S Í , F r e y j u g ö t u 4 1 Til 18. febrúar. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. BLÖNDUÐ TÆKNI – HLYNUR HELGASON Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Nokkur raðnúmeraðra málverka Hlyns Helgasonar í Ásmundarsal. Nokkur af tækjunum þar sem hlýða má á ólík sjónarmið íbúa Freyju- götu og Mímisvegar um hvað gera skuli við stöpulinn á lóð safnsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.