Morgunblaðið - 08.02.2001, Page 32

Morgunblaðið - 08.02.2001, Page 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FINNUR Bjarnason tenórsöngv- ari hlaut í vikunni verðlaun úr Joaninha-sjóðnum, sem styrkir unga og efnilega söngvara sem eru að ljúka námi eða hafa nýlokið því. Átta söngvarar voru til- nefndir til að taka þátt í forkeppni, sem haldin var sl. sunnu- dag. Tónlistarháskól- arnir í Bretlandi til- nefna einn söngvara hver og einnig Monteverdi-kórinn og Glyndebourne- óperan, sem sendi Finn sem sinn full- trúa. Finnur kveðst að vonum ánægður með verðlaunin, sem eru að upphæð 5.000 pund eða sem svarar um 625.000 íslenskum krónum. Auk þess sem pening- arnir koma sér vel segir hann að það sé alltaf gott fyrir sjálfs- traustið að fá viðurkenningu. Verðugastur verðlaunanna „Sjóðurinn var stofnaður af auðugri hefðarkonu sem mun hafa rætt það við sópransöng- konuna Kiri Te Kanawa hvernig hún gæti best hjálpað ungum söngvurum. Hún svaraði því til að þeim kæmi best fjárstuðning- ur. Þá stofnaði frúin þennan sjóð, sem er kenndur við hana og heitir Joaninha Trust Award,“ segir Finnur. Keppnin fór þannig fram að hver söngvari flutti um tuttugu mínútna efnisskrá fyrir dóm- nefnd, sem svo komst að þeirri niðurstöðu að Finnur væri verð- ugastur verð- launanna og titils- ins „efnilegasti söngvarinn“. „Ég söng ýmislegt; Händel, Mozart, Schubert, Poulenc og Britten,“ segir hann aðspurður um hvað hann hafi sungið til að sann- færa dómnefndina. Finnur kveðst vera á leið heim í næstu viku til að syngja á frönskum tónleikum í Salnum ásamt þeim Sigurði Halldórssyni sellóleikara og Daníel Þorsteinssyni píanó- leikara. „Annars er mestmegnis óperusöngur framundan. Ég er að fara að syngja í óperu eftir Bellini í vor og sumar í Grange Park Opera og eitt og annað er í bígerð fyrir haustið. Þá er Glyndebourne-óperan búin að bjóða mér hlutverk Don Ottavios í Don Giovanni eftir Mozart á næsta ári, alls átta sýn- ingar,“ segir Finnur en þess er skemmst að minnast er hann stökk inn í það hlutverk á síð- ustu stundu í forföllum Stephen Rookes á liðnu hausti og fékk góða dóma, m.a. í The Times og Opera magazine. „Gott fyrir sjálfstraustið“ Finnur Bjarnason Finnur Bjarnason tenórsöngvari hlýtur verðlaun úr breskum sjóði ÞAR SKILUR á milli hugmyndar og útfærslu, að hugmyndaferlið tengist skapandi hvötum en útfærsl- an er í flestum tilvikum hreint fag. Undantekningin er þegar listamað- urinn er þátttakandi í öllu saman- lögðu ferlinu, eða hann stjórni því að meira eða minna leyti. Á sama hátt og listamenn eru af öllum gæðastigum eru til misfærir fagmenn, allt upp í snillinga. Þetta gengur mörgum hérlendum seint að skilja og rugla gjarnan þessum hug- tökum, leggja fag og list að jöfnu. Stétt fagmanna sem aðstoða lista- menn við útfærslu hugmynda sinna erafar fámenn, ef hún er þá til, og þeir sem aðstoðað hafa þá ekki sér- menntaðir í þeirri grein, þótt þeir valdi handverkinu til hlítar. Nú út- skrifa engir skólar fagmenn beinlínis til að aðstoða listamenn, nema að stór hluti þeirra sem útskrifast úr leirlistardeildum erlendis fer til starfa á verkstæðum og postulíns- verksmiðjum, hins vegar hafa ófáir haft það að ævistarfi, einkum í vef- listum svo og hvað stein- og marm- arahögg snertir. Sagan segir af mörgum kynslóðum slíkra sem ofið hafa glitvefi eða útfært leirstyttur meistaranna í stein og marmara og fjölmargir hafa eytt allri ævi sinni á grafíkverkstæðum eða við að aðstoða málara sem þá hafa getað gengið beint til verks. Listaverk hverju nafni sem það nefnist getur verið af- ar flókið vinnuferli, eins og ég hefi margoft vikið að, og fagleg aðstoð auðveldar stórum leið listamannsins að kjarna sköpunarferlisins jafn- framt því sem hann getur nýtt sam- anlagða orku sína í þjónustu þess. Í listaskólum er mikil áhersla lögð áað kenna nemendum leirlistadeild- ar á rennibekkinn, en það er þegar allt kemur til alls hreint fag, skýrasta dæmið er sjálfur Picasso, en þar var hann hinn mesti klaufi. Hugmynda- auðgi hans átti sér hins vegar engin takmörk þegar kom að þeim þætti að töfra fram form úr leirnum. En svo finnast þeir er gera sjálft vinnuferlið í leirnum og efnisþætti hans að virku sköpunarferli, leggja á sig mikið erfiði í því skyni, sem auð- vitað er fullgilt. Virkja eld, vatn, ís og veðrabrigðin, sólina jafnt og rign- inguna, grafa jafnvel verk sín í jörðu niður til að þau öðlist fyllingu tímans eins og Michaelangelo er hann eft- irgerði myndastyttur fornaldar. Þessar hugleiðingar sóttu á við skoðun leirmuna Magnúsar Þorgrímssonar í listhúsinu Fold, sem hafa svo sterk einkenni jarðtengds vinnu- ferlis, efnisáferðin og mót- unin eitt. Svo mjög er ger- andinn vígður vinnuferlinu í öllum sínum þáttum og þró- unarstigum að það gengur að vissu marki út á sjálfa mótunina. Hún er sáraein- föld og sígild en skal alls ekki vanmetin, því að fátt krefst meiri aga né er vand- meðfarnara til úrskerandi árángurs en sjálfur einfald- leikinn. Þetta kemur afar vel fram í vösunum númer 4 og 5, hinn síðasttaldi vakti umsvifalaust athygli mína við fyrstu yfirsýn, svo mjög skar hann sig úr fyrir fágaða mótun og formtilfinningu. Þá var ekki enn búið að stilla ljósin, en þegar það hafði verið gert lifnuðu fleiri vas- ar við, einkum nr. 13 og 14, en ég efast þó um ávinning- inn af þessum leik með ljós og skugga í rýminu. Á stundum get- ur hann verið blekkjandi og vel for- maður hlutur sker sig alltaf úr lit- lausri fjöldaframleiðslu svona líkt og fornbíll í umferðarþunga nútímans. Þetta eru ekki hlutir notagildis held- ur eiga að vera auganu hátíð, halda ekki einu sinni vatni og er hér dýrt kveðið eins og stundum er sagt um skáldskap, og í sjálfu sé er vinnuferl- ið náskylt. Þegar Magnúsi tekst að samræma form og skreyti verður útkoman hrif- mest og þótt skreytið sé allajafna náttúrutengt og mjög í hófi nær hann sýnu eftirtektarverðustum árangri í samþjöppuðum einfaldleika þessara tveggja frumþátta. Í heild falleg sýn- ing og án vafa besti árangur Magn- úsar til þessa, lofar góðu um áfram- haldið. Eldur og eldsneyti MYNDLIST L i s t h ú s i ð F o l d Opið virka daga frá 10-18. Laugardaga 10-17, Sunnudaga 14-17. Til 18. febrúar. Aðgangur ókeypis. LEIRLIST MAGNÚS ÞORGRÍMSSON Vasi nr. 5 á sýningu Magnúsar Þorgrímssonar. Bragi Ásgeirsson EDDA Ýr Garðarsdóttir, útskriftar- nemi í Listaháskólanum, opnar sýn- ingu í Galleríi Nema Hvað við Skóla- vörðustíg á föstudag kl. 17. Verkið sem sýnt verður í Galleríi Nema Hvað ber nafnið Í sturtu og er innsetning með hljóði. Gestum er boðið til sætis fyrir framan sturtu- klefa þar sem þeir í hlutverki áhorf- anda og áheyranda geta notið verks- ins. Sýningin stendur til 14. febrúar og er opin frá kl. 14.00–18.00. Edda Ýr er fædd 1976. Hún hefur stundað myndlistarnám í Myndlista- skóla Reykjavíkur, við Listaakademí- ið á Fjóni og í Listaháskóla Íslands. Í sturtu í Nema hvað SAMBA og bossa nova hljómsveitin Felicidade heldur aðra tónleika sína á nýju ári í Kaffileikhúsinu á föstu- dag. Áherslan verður sem fyrr lögð á eldri og nýrri tónlist frá Brazilíu sem á að ylja áheyrendum í skammdeg- inu. Felicidade skipa þau Tena Palm- er, Hilmar Jensson, Guðjón Þorláks- son, Matthías Hemstock og Óskar Guðjónsson stígur inn í stað Jóels Pálssonar en Óskar er hér í stuttri heimsókn frá Lundúnum þar sem hann er búsettur um þessar mundir. Húsið verður opnað kl. 20 og tón- leikarnir hefjast kl. 22. Felicidade aftur á ferð OPNUÐ verður málverkasýning Mynd-Máls, Myndlistaskóla Rúnu Gísladóttur, listmálara og kennara, á laugardag kl. 15. Sýnt verður í Listasal Kvenfataverslunarinnar Man, Skólavörðustíg 14, og stendur sýningin til 25. febrúar. Hún verður opin alla virka daga og laugardaga kl. 10–18, en sunnudaga kl. 14–18. Gengið er í gegnum verslunina þeg- ar hún er opin, annars um næstu dyr til hægri. Nemendur munu sýna olíumálverk og vatnslitamyndir sem þeir hafa unnið á námstíma sín- um undir handleiðslu Rúnu. Sýningin er liður í náminu og er frumraun nemanna á sýningarvett- vangi, enda fyrsta sýningin á veg- um skólans. Mynd-Mál, Myndlistaskóli Rúnu er til húsa á Látraströnd 7 og hefur verið starfræktur á Seltjarnarnesi í 16 ár. Hann hafa sótt margir áhugamálarar á breiðu aldursbili og flestir þeir sem eiga verk á sýn- ingunni hafa stundað nám við skól- ann í nokkur ár. Aðgangur er ókeypis. Einn nemenda Rúnu Gísladóttur við vinnu sína í skólanum. Málverkasýning Mynd-Máls AF óviðráðanlegum orsökum er tónleikum Ellenar Lang sópransöngkonu og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara, sem vera áttu í Salnum sunnu- daginn 18. febrúar næstkom- andi, frestað fram til haustsins 2001. Tónleikum frestað OPNUÐ verður sýning á ljós- myndum eftir sex norræna ljós- myndara í sýningarsölum Nor- ræna hússins á laugardag kl. 16. Finn Thrane, forstöðumaður og sýningarstjóri Museet for Foto- kunst í Óðinsvéum, hefur haft veg og vanda af undirbúningi sýningarinnar. Sýningin var fyrst sett upp í Berlín í árslok 1999 í tilefni þess að tekinn var í notk- un nýr sýningarsalur í húsakynn- um norrænu sendiráðanna þar í borg. Ljósmyndararnir sem eiga verk á sýningunni eru Eva Merz, Danmörku, Pia Arke, Grænlandi, Fin Serck-Hanssen, Noregi, Lars Tunbjörk, Svíþjóð, Pekka Turunen, Finnlandi, og Kristján Maack er fulltrúi Íslands. „Titill sýningarinnar vísar til þrár mannsins á öllum tímum eftir betra lífi. Grasið er jú alltaf grænna hinum megin við lækinn. Þrátt fyrir margbreytilega menningu landanna hafa menn tilhneigingu til að vísa til Norð- urlandanna sem ákveðinnar heildar og þá bregður oft fyrir klisjum á borð við ljós norðursins eða hin frosna ímynd. En hvern- ig lítur hinn norræni veruleiki út? Ljósmyndararnir sex leitast við að svara þeirri spurningu í verkum sínum. Í myndunum birtist þráin í norrænum ásjón- um og landslagi en nálgun ljós- myndaranna sex endurspeglar margbreytilega túlkun þeirra á norrænum raunveruleika,“ segir í kynningu. Ljósmyndasýning- in Þrá eftir þrá LEIKRIT Elíasar Snæland Jóns- sonar Fjörbrot fuglanna hefur nú verið sýnt um nær tveggja ára skeið í Dresden í Þýska- landi. Leikritið var frumsýnt 17. apríl 1999 í þýskri þýðingu undir nafninu Vögel in Todeskampf í Theater Junges Generation. Síðustu þrjár sýningar þess verða 27. febrúar, 5. og 10. mars. Fjörbrot fuglanna er harmleikur sem gerist í nútímanum og fjallar um dauðadans harðstjórans og fórnar- lamba hans. Leikritið kom út á ís- lensku sama ár og það var frumsýnt í Dresden. Útgefandi er bókaútgáfan Hergill. Nýlega birtist lofsamlegur ritdómur um leikritið eftir Lanae Hjortsvang Isaacson í bandaríska tímaritinu World Literature Today. Sýningum lýkur í Dresden Elías Snæland Jónsson Fjörbrot fuglanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.