Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AÐ MÁLÞINGINU á Eg-ilsstöðum í gær stóðuSTAR, Samstarfsnefndum staðarvalsathuganir iðnaðarsvæða á Reyðarfirði, Sam- band sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, og Þróunarstofa Austurlands. Valgerður Sverrisdóttir ávarpaði málþingið, sem á annað hundrað manns sóttu úr hópi austfirskra fyr- irtækja og þjónustuaðila. Fullvissaði ráðherra alla viðstadda um að samn- ingsaðilar ynnu af mikilli einurð við undirbúning álvers og virkjanafram- kvæmda. Jómfrúarræða á íslensku Bjarne Reinholt, framkvæmda- stjóri Reyðaráls, flutti stuttan fyr- irlestur á íslensku sem fundarstjóri sagði að hefði líklega verið jómfrúr- ræðan á íslensku, enda fékk hann lof fyrir. Bjarne sagðist vera sannfærð- ur um að álverið á Reyðarfirði yrði það nýtískulegasta, skilvirkasta og umhverfisvænsta sem reist hefði verið í heiminum til þessa. Markmið málþingsins voru fjór- þætt. Í fyrsta lagi að vekja athygli á margvíslegum áhrifum og tækifær- um tengdum stórframkvæmdum. Í öðru lagi að kynna mikilvægi þess að atvinnulíf á Austfjörðum sé virkt í þeim undirbúningi sem á sér stað varðandi áform um virkjanir og stór- iðju. Í þriðja lagi að koma á sam- starfi fyrirtækja um undirbúning helstu atvinnugreina fyrir stóriðju- framkvæmdir á Austurlandi og í fjórða lagi að byggja upp bjartsýni og trú á framtíðarmöguleikum at- vinnulífs í landshlutanum. Þorvaldur Jóhannsson, formaður orku- og stóriðjunefndar SSA, setti málþingið og bauð gesti velkomna. Hann minnti á að gífurleg undir- búningsvinna væri hafin fyrir stærstu framkvæmdir Íslandssög- unnar til þessa, bæði við álver á Reyðarfirði, virkjun við Kárahnúka og tengda vinnu. Hann sagði margt hafa verið rætt og ritað á undirbúningstímanum. Austfirðingum hefði verið bent á að þeirra tími kæmi þrátt fyrir að engin stóriðja risi. En nú væri kominn tími til að tengja. Í húfi væru 200 millj- arða króna framkvæmdir á Austur- landi á næstu tíu árum. Hann vonaðist til þess að málþingið myndi byggja upp bjartsýni og trú á framtíðina. Í ávarpi sínu benti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra á að afloknum byggingartíma yrðu aukin umsvif og þjónusta fyrir álverið á Reyðarfirði. Stefna Reyðaráls væri að kaupa sem mesta þjónustu á svæðinu. Atvinnu- lífið mætti því ekki einblína á upp- byggingatímann. Laga þyrfti at- vinnulífið að aðstæðum sem sköpuðust á svæðinu. Fagnaði hún frumkvæðinu sem tekið hefði verið með því að halda málþingið. Það markaði upphaf að markvissu upp- byggingarstarfi sem miðaði að efl- ingu atvinnulífsins til að takast á við breytingar. Valgerður sagðist vera sannfærð um að starfsemi álversins myndi breikka grundvöllinn og fjölga atvinnutækifærunum. „Ég get fullvissað alla hér um að samningsaðilar þessa mikla verkefn- is vinna af fullri einurð. Allar áætl- anir standast sem um var samið síð- astliðið vor,“ sagði Valgerður og benti á að unnið væri nú að gerð fjöl- margra samninga, s.s. meðal fjár- festa, um orkuverð og milli stjórn- valda og sveitarfélaga á svæðinu. Hún sagði að Reyðarál gæti nú farið að leita tilboða í fjármögnun fram- kvæmdanna. Samhliða því færi fram vinna við umhverfismat sem ætti að ljúka í næsta mánuði. Upplýsti hún að vinna vegna umhverfismats kost- aði í heild um 350 milljónir króna, þar af um 250 milljónir vegna virkj- unarinnar, og kæmu 25 til 30 aðilar þar að gerð skýrslu um umhverfis- mat. Valgerður sagðist vera þess full- viss að álvers- og virkjunarfram- kvæmdir styrktu atvinnulífið og bættu lífskjör íbúanna á svæðinu. Mikil vinna fer fram á umhverfisáhrifum Bjarne Reinholt, norskur fram- kvæmdastjóri Reyðaráls, flutti sem fyrr segir mál sitt á íslensku. Hann sagði alla hafa mikla trú á verkefn- inu. „Við erum sannfærðir um að við séum að koma á fót nýtískulegasta, umhverfisvænsta og skilvirkasta ál- veri í heimi,“ sagði Bjarne. Hann sagði mikla vinnu fara fram núna á umhverfs- áhrifum. Þar til fram- kvæmdir hæfust í fyrsta lagi á næsta ári væri mikilvægt að nýta þann tíma vel til alls undirbún- ings. Hann sagðist finna fyrir áhuga Austfirðinga á að verkefnið takist. Reyðarál hefði fundið fyrir miklum áhuga sveitarstjórnarmanna á svæð- inu, sem eftir heimsókn til norskra álvera sl. haust gerðu sér betur grein fyrir verkefninu og mikilvægi þess. Sigfús Jónsson, ráðgjafi hjá Nýsi, tók í sínu máli fyrir aðföng að álveri eftir að það hefur verið tekið í notk- un á Reyðarfirði. Hann sag um 200 milljarða fjárfes næstu tíu árum kostaði álv rafskautaverksmiðju um 1 arða króna. Þar af væru um fluttar fjárfestingarvörur og kostnaðar á innlendum mark Hann sagði álverið ver sóknarfæri fyrir austfirskt líf. Fram myndi fara sala konar vöru og þjónustu, fy verktöku og þjónustu á by tíma. Hann sagði margfeld töluverð og fyrir hvert eitt s verinu myndu skapast 1–2 ö jafnvel fleiri. Hann sagði m fyrir Reyðarál að kaupa se þjónustu frá öðrum. Það my sérhæfingu álversins, sa yrði meðal þjónustuaðila, k myndi lækka og áhrifin j samfélagið. Sigfús sagði að störf myndu skapast við fullum rekstri og hann tald 400 önnur störf yrðu til á landi. Norðurál keypti þjónu öðrum fyrir 550 millj. í Tómas Már Sigurðsson kvæmdastjóri tækni- og um mála hjá Norðuráli, flutti málþinginu um áhrif þess samfélagið á Vesturland sagði þau almennt vera m kvæð. Uppbygging stó Grundartanga hefði valdið hvörfum í atvinnulífi sv Tómas sagði verktaka á hafa verið virka í að koma við byggingu álversins og s þjónustu eftir að starfsem fyrir rúmum tveimur árum sagði að markvisst væri unnið að því að ráða fólk af Vesturlandi og nú væri svo komið að um 80% um 180 starfs- manna kæmu norðan Hvalfjarðar og 60% frá Akranesi. Hann sýndi fram tilkomu álversins hefði atvi snarminnkað á Vesturland væri þróun sem Norður vildu sjá annars staðar á la um leið á Austfjörðum. Tómas Már upplýsti að N hefði í fyrra keypt þjónust 100 aðilum fyrir um 550 króna en álverið hefði velt Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra ávarpaði málþing Austfirðinga á Egilsstöðum í gær um atvi Hún ræðir hér við Smára Geirsson, formann Sambands austfirskra sveitarfélaga, ásamt aðst Málþing á Egilsstöðum um nýja tíma í austfirsku atv Framkvæmt fyr milljarða næstu t Væntingar og trú á að álver rísi einken málþing sem efnt var til á Hótel Héra Egilsstöðum í gær um áhrif og þátttö austfirskra fyrirtækja í starfsemi ten virkjunum og stóriðju á Austurland Björn Jóhann Björnsson fylgdist með þinginu sem var fjölsótt. Nýtískuleg- asta og um- hverfisvænsta álver heims MISVÍSANDI YFIRLÝSINGAR ÍSLANDSPÓSTS SIGUR SHARONS Sigur Ariels Sharons í ísraelsku for-sætisráðherrakosningunum varafgerandi. Hann var hins vegar ekki óvæntur. Það hefur blasað við um nokkurra vikna skeið að Ehud Barak, fráfarandi forsætisráðherra, myndi bíða mikinn ósigur í kosningunum. Samt eru ekki tvö ár liðin frá því að Barak gjörsigraði þáverandi forsætis- ráðherra, Benjamin Netanyahu, í kosn- ingum. Þá var talið að Barak myndi hleypa nýju lífi í friðarumleitanir og hugsanlega reynast sveigjanlegri í samningaviðræðum við Palestínumenn en forverinn. Frá því í kosningunum í maí 1999 hef- ur hins vegar lítið miðað í samkomulag- sátt. Ofbeldisalda hefur riðið yfir Vest- urbakkann og Gaza og samskipti Ísraela við nágrannaríkin eru í mikilli lægð. Þetta gerist þrátt fyrir að Barak hafi teygt sig mun lengra í samkomulagsátt en nokkur átti von á. Hann dró herlið Ís- raela til baka frá Suður-Líbanon fyrr en búist hafði verið við. Hann bauðst til að ræða afhendingu Gólan-hæða við Sýr- lendinga. Og í viðræðum hans og Yass- ers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, í Camp David á síðasta ári gekk hann lengra en nokkur fyrri forsætisráðherra Ísraels er hann lýsti sig reiðubúinn til að semja um skiptingu Jerúsalem. Allar þessar tilslakanir, er gengu þvert á fyrirheit Baraks fyrir kosning- ar, hafa ekki orðið til að bæta andrúms- loftið í samskiptum Ísraela og Palest- ínumanna. Arafat reyndist ekki reiðu- búinn að semja á þessum forsendum og við tóku verstu átök á hernumdu svæð- unum í rúman áratug. Ísraelskir kjósendur sneru í kjölfarið baki við Barak og ákváðu að binda trúss sitt við Sharon þess í stað. Líklega kom- ast fáir stjórnmálamenn eins nálægt því að vera þekkt stærð og Ariel Sharon. Stefna hans hefur lítið breyst í gegnum árin, hann hefur verið helsti fulltrúi þeirra er ekki vilja gefa eftir í samn- ingaviðræðum við Palestínumenn og láta hart mæta hörðu er til átaka kemur á hernumdum svæðum. Hann hefur bar- ist í öllum þeim stríðum er Ísraelar hafa háð og varð að stríðshetju í Yom Kipp- ur-stríðinu er hann leiddi skriðdreka- sveit yfir Suez-skurðinn. Áratug síðar varð hann hins vegar að segja af sér sem varnarmálaráðherra vegna fjöldamorða á palestínskum flóttamönnum í Líb- anon. Margir af talsmönnum Palestínu- manna lýsa því nú yfir að kosning Shar- ons sé stórslys er geti haft ófyrirséðar afleiðingar. Raunar telja líklega fæstir að harðlínumaðurinn Sharon sé líklegur til að bera klæði á vopnin og ná því sam- komulagi er Barak dreymdi um. Palestínumenn verða hins vegar einn- ig að axla verulegan hluta af ábyrgðinni. Þeir fengu sögulegt tækifæri í Camp David, sem þeir nýttu sér ekki. Sharon verður vafalítið mun stífari við samn- ingaborðið en Barak, auk þess sem eftir á að koma í ljós hver stefna hins nýja forseta Bandaríkjanna verður í málefn- um Mið-Austurlanda. Hugsanlega gerði Barak þau mistök að leggja öll sín spil á borðið of snemma. Hann gat ekki teygt sig lengra en í Camp David og hafði því ekkert frekar að bjóða Palestínumönnum. Þegar sett var fram sú krafa að palestínskum flóttamönnum yrði leyft að snúa aftur til Ísraels var í raun verið að slíta viðræð- um. Nú þætti það kraftaverk ef Ísraels- stjórn fengist til að ræða mál á svip- uðum forsendum og gert var í Camp David. Sharon hefur sagt að hann sé ekki fús til viðræðna fyrr en ofbeldinu linni. Boltinn er því hjá Arafat, sem einnig verður að sýna að honum er alvara er hann segist vilja frið. Það skyldi enginn útiloka fyrirfram að hægt verði að ná samningum við Sharon. Ekki má gleyma því að hann gegndi lykilhlut- verki er samið var um Wye-samkomu- lagið né heldur því sögulega samkomu- lagi er annar þekktur harðlínumaður, Menachem Begin, gerði á sínum tíma við Eygpta. Eða eins og ísraelski rithöf- undurinn Amos Oz segir í grein á öðrum stað í blaðinu í dag um hugsanleg sam- skipti þeirra Sharons og Arafats: „Upp- haf yndislegrar vináttu? Furðulegri félagsskapur hefur oft litið dagsins ljós í sögu Mið-Austurlanda.“ Íslandspóstur hf. hefur orðið uppvís aðþví að gefa fjölmiðlum afar misvís- andi upplýsingar. Í viðtali í Morgun- blaðinu 2. febrúar sl. vildi starfsmanna- stjóri Íslandspósts hvorki játa því né neita að listi með kennitölum umsækj- enda um störf hjá fyrirtækinu væri sendur lögreglu, í því skyni að afla upp- lýsinga um hvort þeir væru á skrá vegna fíkniefnaneyzlu. Starfsmannastjórinn sagði hins vegar orðrétt: „Lögreglan veitir okkur í sjálfu sér ekki neinar formlegar upplýsingar. Þetta er ekki með neinum formlegum hætti – að við séum að kalla eftir þessu hjá lögregl- unni. En við höfum að einhverju leyti fengið upplýsingar hjá þeim um ein- staka aðila sem hafa sótt um vinnu hjá okkur.“ Í Morgunblaðinu í fyrradag birtist yf- irlýsing frá lögreglustjóranum í Reykja- vík, þar sem fram kemur að Íslandspóst- ur hafi hvorki formlega né óformlega óskað upplýsinga hjá embættinu og að lögreglan hafi „ekki á takteinum hvern- ig það gerðist að þessi frétt varð til“. Það ætti nú að vera augljóst af tilvitn- uðum ummælum starfsmannastjóra Ís- landspósts hér að ofan hvernig fréttin varð til. Í sama blaði birtist svo yfirlýsing Ís- landspósts, þar sem fyrirtækið vitnar til þessarar yfirlýsingar lögreglunnar og upplýsir jafnframt að það hafi ekki leit- að til lögreglunnar eftir upplýsingum um umsækjendur um vinnu, heldur til tollstjórans í Reykjavík. Íslandspóstur segir síðan orðrétt: „Í samtölum við fjöl- miðla hefur starfsmannastjóri Íslands- pósts hf. hvorki játað þessu né neitað og ekki talið sig þess umkominn að taka fyrir að beðið hafi verið um slíkar upp- lýsingar án sérstakrar skoðunar sem leiddi framangreint í ljós.“ Það liggur alveg ljóst fyrir að starfs- mannastjóri Íslandspósts sagði við Morgunblaðið og fleiri fjölmiðla að fyr- irtækið hefði leitað óformlega eftir upp- lýsingum hjá lögreglu. Nú reynir fyr- irtækið að halda því fram að hann hafi ekki sagt það. Svona málflutningur er stórfyrirtæki á borð við Póstinn til lítils sóma. Ef menn gefa rangar upplýsingar opinberlega er við hæfi að leiðrétta þær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.