Morgunblaðið - 08.02.2001, Side 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 41
Hverjir eru
kostirnir?
EKKERT er óeðli-
legt við að rætt sé um
skipulag innanlands-
flugs. Skipulagsmál eru
snar þáttur umhverfis-
mála og um þau þyrfti
almennt að vera önnur
og meiri umræða en
raun ber vitni. Hitt er
lakara ef Reykjavíkur-
borg ætlar að efna til
sérstakra kosninga um
framtíð Reykjavíkur-
flugvallar án þess að
málið hafi áður fengið
víðtæka og markvissa
athugun. Margt misvísandi hefur
komið fram í umræðum um málið,
meðal annars þegar látið er að því
liggja að margra kosta sé völ. Rætt
hefur m.a. verið um byggingu nýs
flugvallar á Lönguskerjum í Skerja-
firði eða á Vatnsleysuströnd. Hvor-
ugur þessara kosta sýnist álitlegur,
hinn fyrri vegna kostnaðar og hækk-
andi sjávarstöðu, sá síðari m.a. vegna
þess hve lítið vinnst miðað við að fara
alla leið til Keflavíkurflugvallar. Mið-
að við umrædda kosti virðist mér
spurningin um framtíðaraðstöðu fyr-
ir innanlandsflugið á höfuðborgar-
svæðinu snúast um val milli Reykja-
víkurflugvallar í breyttri mynd og
Keflavíkurflugvallar. Hugsanlega
koma fram nýjar hugmyndir til álita
síðar en málið er hvorki nægilega
rætt eða undirbúið til að takast á um
það í atkvæðagreiðslu með eða móti
Reykjavíkurflugvelli. Skipulagsmál
af þessum toga þarf að skoða í víðu
samhengi og hafa í huga að niður-
staðan snertir samgöngustefnu fyrir
landið sem heild.
Gagnkvæmur hagur
af flugvelli
Það er ósköp eðlilegt að þeir sem
ekki hafa þurft að fljúga innanlands
að neinu ráði eigi erfitt með að átta
sig á annmörkum þess að flytja mið-
stöð innanlandsflugs til Keflavíkur,
en sveitarstjórnarmenn, einnig borg-
arfulltrúar í Reykjavík,
ættu að geta sett sig í
þau spor. Fyrir fólk
sem erindi á milli
landsbyggðar og
Reykjavíkur er það
ótvíræður kostur að
eiga skammt á flugvöll.
Þessu veldur bæði mik-
ill tímasparnaður við
góð skilyrði en ekki síð-
ur mikið hagræði þeg-
ar seinkanir eru á flugi
eða flugi er aflýst með
skömmum fyrirvara
eins og oft gerist vegna
veðurskilyrða. Fyrir
Reykjavík, bæði sem
höfuðstað og ferða-
mannastað, hlýtur það að teljast mik-
ilvægt að miðstöð innanlandsflugs
færist ekki langt út úr borginni. Hafa
ætti einnig í huga að því fylgja
óskráðar skyldur að vera miðstöð
stjórnsýslu í landinu en það finnst
mér stundum gleymast í hita leiksins
í borgarstjórn Reykjavíkur.
Innanlandflug
drægist mikið saman
Flutningur miðstöðvar innan-
landsflugs til Keflavíkur og þó ekki
væri nema hálfa leið getur jafngilt
því að það heyri að mestu sögunni til.
Líklegt er að ef innanlandsflugi yrði
beint þangað eða suður á Vatnsleysu-
strönd fækki þeim mjög sem nýti
flugið sem ferðamáta og velji þess í
stað bílinn. Því fylgja augljósir ann-
markar, m.a. meira slit á þjóðvegum.
Austurland er sá landshluti sem
lengst á að sækja landleiðina til
Reykjavíkur. Samt er það svo að
menn aka á milli í vaxandi mæli, sum-
part vegna hækkandi flugfargjalda.
Ýtt væri mjög undir þá þróun ef
óhagræðið af því að komast í flug
færi að skipta klukkustundum um-
fram það sem nú er. Keflavík liggur í
gagnstæða átt og flugtími þaðan til
staða innanlands lengist. Um leið vex
eldsneytiskostnaður, bæði í flugi og á
landi og jafnframt losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Ekkert liggur fyrir um
tilhögun samgangna eftir 15–20 ár
milli Reykjavíkur og Keflavíkur
nema krafan um „tvöföldun Reykja-
nesbrautar“.
Endurskipulagning
Reykjavíkurflugvallar
Áður en lengra er haldið ætti að
grandskoða hvernig koma megi inn-
anlandfluginu fyrir einu og sér á
hluta af núverandi athafnasvæði
Reykjavíkurflugvallar og minnka
það svæði sem til þarf svo sem frek-
ast er unnt. Allt annað flug víki þaðan
og hætt verði að gera ráð fyrir
Reykjavíkurflugvelli sem varaflug-
velli fyrir millilandaflug. Þess í stað
verði Egilsstaðaflugvöllur treystur í
sessi frekar en orðið er sem varaflug-
völlur. Jafnframt verði flug yfir
miðbæ Reykjavíkur stöðvað nema í
algjörum undantekningartilvikum. Í
slíkri lausn gæti verið fólgin mála-
miðlun ólíkra sjónarmiða og hags-
muna. Skoðanakönnun eins og nú
virðist að stefnt er ekki farsæl byrjun
til að undirbúa ákvarðanir í vanda-
sömu og flóknu máli sem þessu. Það
mikill tími er til stefnu að unnt á að
vera að viðhafa vönduð vinnubrögð.
Ég efast um að atkvæðagreiðsla nú
eins og allt er í pottinn búið verði til
framdráttar sjónarmiðum þeirra
sem heimta „flugvöllinn burt úr
Vatnsmýrinni,“ helst strax á morgun.
Flugvallarumræða
í öngstræti
Hjörleifur
Guttormsson
Reykjavíkurflugvöllur
Skoðanakönnun eins og
nú virðist að stefnt,
segir Hjörleifur
Guttormsson, er ekki
farsæl byrjun til að und-
irbúa ákvarðanir í
vandasömu og flóknu
máli sem þessu.
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
AÐ undanförnu hafa
almenningssamgöngur
á höfuðborgarsvæðinu
verið talsvert til um-
ræðu. Borgarstjórn
Reykjavíkur hefur
samþykkt að ganga til
samstarfs við sex önn-
ur sveitarfélög á höfuð-
borgarsvæðinu um að
sameina rekstur al-
menningssamgangna
allra sveitarfélaganna
undir einum hatti.
Markmiðið með þess-
ari samþykkt er að efla
og treysta almennings-
samgöngur á svæðinu.
Löngu tímabært
Um margra ára skeið hefur það
verið baráttumál félagshyggjufólks
í Reykjavík og víðar að auka hlut al-
menningssamgangna og draga um
leið úr óheftum vexti bílaumferðar í
borginni. Lengi vel hefur verið tal-
að fyrir daufum eyrum í þessu máli
en allt frá því að Reykjavíkurlistinn
komst í meirihluta í borginni hefur
verið unnið að þessu markmiði. Það
er löngu tímabært að Reykjavík
komist í flokk með öðrum evrópsk-
um borgum í þessu efni en til þess
þurfum við að taka okkur tak. Þró-
un byggðar í landinu
með miklum fólks-
flutningum hingað á
höfuðborgarsvæðið
kallar á nýjar lausnir
því það verður ekki
hægt að halda áfram á
þeirri braut sem
lengst hefur ráðið hér,
að byggja ný og ný
umferðarmannvirki
fyrir einkabílinn.
Umhverfismál
Með því er ekki sagt
að einkabíllinn sé rétt-
laus, því fer víðs
fjarri. Á hinn bóginn
býður umhverfið ekki
upp á það að við tökum sífellt meira
rými fyrir umferðarstórfljót og mis-
læg gatnamót, á tímum þegar
mönnum verður sífellt ljósari sú
auðlind sem umhverfi okkar er og
hversu mikilvægt það er að skipu-
leggja borgarsamfélagið með vellíð-
an borgarbúa að leiðarljósi. Á
næstu tveimur áratugum má búast
við að íbúum höfuðborgarsvæðisins
fjölgi um nálega 60 þúsund. Þeirri
umferðaraukningu, sem óbreytt
samgöngustefna hefði í för með sér,
verður einfaldlega ekki komið fyrir
í gatnakerfi borgarinnar.
Og það ekki þótt menn gjarnan
vildu. Af þeim sökum og mörgum
fleiri verður að leita annarra
lausna.
Rekstrarfyrirkomulag
Í þessari umræðu hefur nokkuð
borið á mismunandi afstöðu til
rekstrarfyrirkomulags nýs almenn-
ingsvagnafyrirtækis. Ljóst er að
bæði SVR og Almenningsvagnar hf
verða lögð niður í núverandi mynd
en nýtt fyrirtæki stofnað. Samstaða
er um það að leggja til stofnun
byggðasamlags um almennings-
samgönguþjónustuna. Með því móti
verður þessi mikilvæga þjónusta
áfram í höndum sveitarfélaganna
og tryggt að hagsmunir almennings
verða hafðir að leiðarljósi. Enn
fremur er tryggt að réttarstaða
starfsmanna er óbreytt frá því sem
nú er, sem og kjör þeirra, en það er
sömuleiðis mikilvægt. Ekki er hægt
að leggja af stað í svona breytingar
öðruvísi en í góðri sátt við starfs-
fólk, til þess eru vítin að varast þau.
Ég tel að með þeirri leið sem borg-
arstjóri hefur lagt til náist þetta
markmið og vænti þess að starfs-
menn og samtök þeirra leggi þessu
brýna hagsmunamáli lið.
Hlutur ríkisins
Þá hefur einnig verið rætt um
það hvort ríkinu beri ekki að koma
inn í rekstur almenningssam-
gangna á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrir því eru margvísleg rök. Í
fyrsta lagi má nefna að fyrirsjáan-
legt er að ríkið muni leggja tugi
milljarða í samgöngukerfi höfuð-
borgarsvæðisins á næstu árum og
áratugum og brýnt er að þeir fjár-
munir nýtist sem best og komi sem
allra flestum til góða. Í öðru lagi
tekur ríkið nú þegar þátt í rekstri-
almenningssamgangna (t.d.
Vestmannaeyjaferja, Breiða-
fjarðarferja). Í þriðja lagi hefur rík-
isstjórnin skuldbundið sig skv. Rio-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna um
loftslagsbreytingar til að efla al-
menningssamgöngur. Í fjórða lagi
eru almenningssamgöngur þjóð-
hagslega hagkvæmar. Þess vegna
verður að knýja á um það að rík-
isvaldið leggi sitt af mörkum til
þess að styrkja þennan þátt í sam-
göngumálum þjóðarinnar.
Nýjar leiðir
Í hugum flestra snúast almenn-
ingssamgöngur hér á landi um
strætó. Vitaskuld er það forgangs-
verkefni að efla almenningssam-
göngur með því að auka tíðni og
áreiðanleika hjá strætó. En til
framtíðar litið hljótum við að velta
fyrir okkur nýjum leiðum. Lestar-
samgöngur hefur þar borið á góma.
Að mínu mati er tímabært að fram
fari heildstæð og umfangsmikil at-
hugun á hagkvæmni þess að reka
lestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu,
sem gæti jafnt verið ofan jarðar og
neðan. Þær athuganir sem þegar
hafa verið gerðar eru nokkuð mis-
vísandi og því ættu sveitarfélögin
hér, í samvinnu við ríki, raforkufyr-
irtæki, rannsóknastofnanir o.fl. að
taka höndum saman og kanna þessi
mál til hlítar. Reykjavík setur
markið á að verða fjölmenningarleg
alþjóðaborg sem stenst samkeppni
við útlönd um unga fólkið okkar.
Það á raunar ekki bara að vera
metnaðarmál borgarinnar heldur
landsmanna allra.
Það markmið á líka að ná til sam-
göngumála.
Byggðasamlag um bættar
almenningssamgöngur
Árni Þór
Sigurðsson
Samgöngumál
Að mínu mati er tíma-
bært, segir Árni Þór
Sigurðsson, að fram fari
heildstæð og umfangs-
mikil athugun á hag-
kvæmni þess að reka
lestarkerfi á höfuðborg-
arsvæðinu.
Höfundur er formaður skipulags- og
byggingarnefndar Reykjavíkur.
KJÖRSÓKN í há-
skólanum hefur lengi
verið vandamál. Þeir
sem nýta atkvæðisrétt
sinn eru að jafnaði
minna en helmingur
stúdenta. Til að breyta
þessu þarf að gera
tvennt, annars vegar
að gera hagsmunamál
stúdenta þannig að
nemendum háskólans
finnist málin varða þá
beint. Hins vegar þarf
að gera sem flestum
stúdentum kleift að
kjósa. Það hefur verið
töluvert vandamál,
þar sem það er vita-
skuld erfitt að finna kjördag sem
hentar öllum.
Lýðræðislegri kosningar
Vaka hefur verið þeirrar skoðunar
að fjölga beri kjördögum úr einum í
tvo með það að leiðarljósi að fleiri
stúdentar kjósi og kosningaúrslit
verði því um leið lýðræðislegri. Á
stúdentaráðsfundi þriðjudaginn 30.
janúar var samþykkt að breyta lög-
um Stúdentaráðs til þess að gefa
kjörstjórn heimild til þess að hafa
kosningar á tveimur dögum. Í tillög-
unni felst að kjörstjórn getur ákveð-
ið að hafa kjörfund frá 9 til 13 fyrri
daginn og 9 til 18 hinn síðari. Vaka
hefur haft frumkvæði að þessu máli
og náði samkomulagi við forsvars-
menn Röskvu um að breyta lögunum
þannig að heimilt yrði að hafa tvo
kjördaga, eftir strangar viðræður.
Það hefur alltaf verið nokkuð
strembið að velja kjördag, meðal
annars vegna þess að kosningar eru
gjarnan á þeim tíma sem árshátíðir
nemendafélaga eru haldnar. Það er
slæmt að halda kosningar á dögum
þar sem heilu deildirnar eru alls ekk-
ert í skólanum. Með því að halda
kjörfund á tveimur dögum er hættan
á að val kjördags hindri þátttöku til-
tekinna deilda minnkuð til muna.
Vaka lagði fram tillöguna með það að
leiðarljósi að auka kjörsókn. Vaka
lítur svo á að hér hafi unnist mikill
sigur fyrir lýðræðið í háskólanum og
um leið nemendur skólans.
Vaka hefur í vetur staðið fyrir
ótrúlega öflugu starfi, og hefur auk
hins venjubundna málefnastarfs
staðið fyrir mörgum uppákomum,
svo sem hádegisfundum, skemmti-
kvöldum og öðru. Nú fer í hönd
spennandi kosningabarátta, en sá
tími ársins er án efa skemmtilegasti
hluti starfsins í Vöku. Á undanförn-
um vikum hefur ótrúlega mikill fjöldi
stúdenta haft samband við Vöku og
af því má sjá að málflutningur Vöku
hefur meðbyr hjá stúdentum. Það er
von okkar að í komandi kosningum,
sem fram fara dagana 27.–28. febrú-
ar, muni sem flestir stúdentar nýta
sér atkvæðisrétt sinn og kjósa.
Tveir kjördagar
í háskólanum
Baldvin Þór
Bergsson
Höfundar sitja í Stúdentaráði fyrir
hönd Vöku, félags lýðræðissinnaðra
stúdenta.
Kosningar
Vaka lítur svo á að hér
hafi unnist mikill sigur
fyrir lýðræðið í háskól-
anum, segja Þorbjörg
Sigríður Gunnlaugs-
dóttir og Baldvin Þór
Bergsson.
Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir