Morgunblaðið - 08.02.2001, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 08.02.2001, Qupperneq 42
FRÉTTIR 42 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Trésmiðir Smiðir vanir mótauppslætti (kerfismót) óskast. Upplýsingar gefur Hans í símum 892 0369 og 553 5832. Múlakaffi óskar að ráða starfsfólk til afgreiðslustarfa Vinnutími frá kl. 16—21 virka daga. Upplýsingar gefa Guðný í síma 899 9960 og Valgerður í síma 698 7472. Starfsmaður í mötuneyti Laust er starf í mötuneyti starfsmanna Mennta- skólans við Sund. Umsóknarfrestur er til 23. febrúar nk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfið felst í því að sjá um mötuneyti fyrir starfsmenn skólans; að annast innkaup og taka til morgunkaffi, hádegismat og síðdegiskaffi. Um er að ræða heilsdagsvinnu í 9 mánuði og hálfsdagsvinnu í einn mánuð eða 80% starf á ársgrundvelli. Fullt starf kemur til greina að viðbættum öðrum verkefnum. Reynsla og góð þekking á sviði mat- og fram- reiðslu er nauðsynleg. Leitað er að jákvæðum starfsmanni og liprum í samskiptum. Launakjör skv. kjarasamningum starfsmanna ríkisins. Umsóknir skulu sendar skólanum á eyðublöð- um sem þar fást. Nánari upplýsingar veita rektor og fjármálstjóri í síma 553 3419 og 553 7300. Rektor. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð Aðveitustöðin á Brennimel Þéttavirki Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í þéttavirki fyrir aðveitustöðina á Brennimel, samkvæmt útboðsgögnum BRE-30. Verkið felst í deilihönnun, framleiðslu, flutn- ingi, uppsetningu og prófunum á 50 MVAr samþétti með 245 kV rofabúnaði og öllum nauðsynlegum hjálparbúnaði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu inn- kaupadeildar Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 8. febrúar 2001 gegn óafturkræfu gjaldi að upp- hæð 10.000 krónur fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, fyrir kl. 14.00 mánudaginn 2. apríl 2001 þar sem þau verða opnuð og lesin upp að viðstöddum fulltrúum þeirra bjóðenda sem þess óska. STYRKIR Styrkir Umsóknir óskast um styrki til jarðhitaleitar Iðnaðarráðuneyti, Orkuráð og Byggðastofnun hafa ákveðið að halda áfram sérstöku átaki til leitar jarðhita til húshitunar á svæðum, þar sem hitaveitur eru ekki í nú. Átakinu er einkum ætlað að vera hvati að rannsóknum og jarðhita- leit á svæðum, þar sem jarðhiti er lítt eða ekki þekktur á yfirborði. Ekki er veittur styrkur fyrir kostnaði sem var áfallinn áður en átakið hófst. Um er að ræða tvenns konar styrki samkvæmt nánari reglum þar um: A) Styrkir til almennrar jarðhitaleitar með hitasti- gulsborunum og jarðvísindalegum aðferðum, gegn eðlilegu mótframlagi umsækjanda. B) Styrkir vegna þróunar og prófunar á nýjum aðferðum við vinnslu jarðvarma og nýting- ar, s.s. skáborun, örvun á borholum, niður- dælingu o.fl. Styrkir standa til boða sveitarfélögum, orkufyr- irtækjum og öðrum aðilum, en við forgangs- röðun verkefna verður einkum tekið tillit til eft- irtalinna atriða: 1) Að verkefnið sé þjóðhagslega arðbært, m.a. með tilliti til flutnings- og dreifikerfis raforku. 2) Að verkefnið efli byggð í landinu. Umsóknarfrestur vegna annars áfanga þessa átaks er til 28. febrúar 2001. Umsóknir skulu sendar Orkustofnun á þar til gerðum eyðublöð- um sem þar fást og merktar þannig: Jarðhitaleit á köldum svæðum, Auðlindadeild/Helgi Torfason, Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík. Fyrirspurnir b.t. Helga Torfasonar, Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, sími 569 6000, fax 568 8896, netfang heto@os.is SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  181288  9.II* Landsst. 6001020819 VIII I.O.O.F. 11  181287½  Fimmtudagur 8. febrúar kl. 20 Tunglskinsganga í Viðey. Um 2 klst. rölt um eyjuna. Brott- för frá Viðeyjarbryggju, Sunda- höfn. Verð 600 kr. f. félaga og 700 kr. f. aðra. Börn kr. 200. Sjá utivist.is og textavarp bls. 616. Aðaldeild KFUM Holtavegi 28 Fundur í kvöld kl. 20.00. Ísrael í máli og myndum. Umsjón: Bjarni Karlsson og Hró- bjartur Árnason. Allir karlmenn velkomnir. Í kvöld kl. 20.00. Gospeltón- leikar í Hvítasunnukirkjunni, Há- túni 2. Moss gospelkór, frá Nor- egi, syngur ásamt fleirum. Ath. engin samkoma á Her. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Jóhanna Ólafsdóttir. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is . Kvöldganga á fullu tungli 8. febrúar kl. 19:30. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6. Um 3 klst. ferð. Allir velkomnir. Farar- stjóri Snævarr Guðmundsson. Stjörnukíkir með í för. Takið með ykkur litla sjónauka og verið hlý- lega klædd. Verð 800 kr. Gönguferð sunnud. 11. febr., brottför kl. 10:30. 4 sæti laus í þorrablótsferð 10.—11. febrúar. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. Sími á skrifstofu 568 2533. DILBERT mbl.is EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi miðstjórnar ASÍ 7. febrúar sl.: „Miðstjórn Alþýðusambands Ís- lands lýsir áhyggjum af uppsögn- um fiskverkafólks og þeim áhrifum sem verkefnaskortur í landvinnslu hefur á aðrar starfsgreinar, at- vinnustigið almennt og framtíð fjölda byggðarlaga í landinu. Miðstjórn ASÍ bendir á að ekki sé hægt að kenna langtímaþróun í atvinnugreininni um þau áföll sem dunið hafa yfir fiskverkafólk og sjávarbyggðir að undanförnu. Tækninýjungum við vinnslu, sem kalla á minna vinnuafl, og annarri slíkri þróun þarf að mæta með framtíðarsýn. Beita þarf aukinni þekkingu til verðmætasköpunar með fullvinnslu afla, markaðssetn- ingu og sölu á hugviti og tækni- búnaði í sjávarútvegi. Sá bráðavandi sem landvinnslan stendur nú frammi fyrir víða um land er annars eðlis og snýst öðru fremur um að tryggja lífvænlegum fyrirtækjum, sem skapa bæði at- vinnu og verðmæti, aðgang að hrá- efni til vinnslu. Þau rekstrarskilyrði sem land- vinnslan býr við eru ákvörðuð með lögum og stjórnvaldsaðgerðum. Hafi þau í för með sér að verð- mætar fjárfestingar í atvinnutækj- um standi ónýttar, að sérmenntað starfsfólk gangi atvinnulaust og grundvelli heilu byggðarlaganna sé stefnt í voða er ekki hjá því komist að spyrja um atvinnu- og byggðastefnu stjórnvalda. Miðstjórn ASÍ tekur því undir og ítrekar samþykkt framkvæmda- stjórnar Starfsgreinasambandsins frá 6. febrúar.“ ASÍ lýsir eftir atvinnu- stefnu stjórnvalda ÍSLAND er eitt 45 þátttökulanda í Evrópsku tungumálaári 2001 og mun menntamálaráðuneytið standa fyrir setningarathöfn tungumálaársins í dag, fimmtudaginn 8. febrúar kl 16 í Þjóðmenningarhúsinu. Við setningarathöfnina flytur Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, ávarp. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og vel- gerðarsendiherra tungumála hjá UNESCO, fjallar um mikilvægi tungumálakunnáttu. Ennfremur fjallar Hulda Styrmisdóttir, aðstoðar- maður forstjóra Íslandsbanka FBA, um tungumálakunnáttu í atvinnulífi. Einnig koma fram nemendur úr grunn-, framhalds- og háskólum og skemmta með upplestri og söng á mismunandi tungumálum. Má þar nefna Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, fjölmenningarlega kórinn Heimsljós, ljóðaupplestur nemanda úr Háskóla Íslands og tvísöng nem- enda úr Austurbæjarskólanum. Síð- asti dagskrárliður setningarathafnar- innar er flutningur Benedikts Erlingssonar leikara á Gunnars- hólma. Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, skipaði snemma á síðasta ári landsnefnd til að vinna að undir- búningi tungumálaársins hér á landi. Í nefndinni eiga sæti Auður Hauks- dóttir, Höskuldur Þráinsson, Jónína Á. Sanders, Jórunn Tómasdóttir, Kristján Árnason og María Gunn- laugsdóttir. Jafnframt var í janúar síðastliðnum skipuð verkefnisstjórn sem í eiga sæti Ari Páll Kristinsson, Birna Arnbjörnsdóttir og Guðni Ol- geirsson. Verkefnisstjóri er Jórunn Tómasdóttir. Drög að innlendri dagskrá Evr- ópsks tungumálaárs 2001 og nánari upplýsingar um tungumálaárið má nálgast á vefsíðu menntamálaráðu- neytisins www.menntamalaradu- neyti.is Setningarathöfn Evrópsks tungumálaárs LÝST er eftir vitnum að umferðar- óhappi er átti sér stað á Höfðabakka við Bíldshöfða þriðjudaginn 6. febrú- ar. kl. 13.31. Þarna varð árekstur með rauðri fólksbifreið af gerðinni Subaru Impreza og blárri fólksbif- reið af gerðinni Toyota Land Cruis- er. Ágreiningur er um stöðu umferð- arljósa er óhappið varð. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir að hafa sam- band við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.