Morgunblaðið - 08.02.2001, Page 43

Morgunblaðið - 08.02.2001, Page 43
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ 50 ÁRA MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 43 KRABBAMEINSFÉLAG Reykjavíkur var stofnað árið 1949. Frá þeim tíma hefur stærsta verkefni félagsins verið að styðja í hvívetna baráttuna gegn krabbameini og m.a. fræða almenning um krabbamein og varnir gegn því. Auk þess hefur það stuðlað að aukinni menntun heilbrigð- isstétta í greiningu og meðferð krabbameins. Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur umsjón með út- gáfu bæklinga og fréttabréfs. Fræðsluritin er hægt að nálgast á heilsugæslustöðvum og apótekum um land allt og á Netinu (www.krabb.is). Félagið veitir ýmiss konar ráðgjöf, sinnir einstaklingsviðtölum og heldur námskeið í reykbindindi. Forvarnir í grunnskólum eru einn veigamesti þátturinn í tóbaksvarnastarfi Krabbameinsfélagsins. Um sjötíu ársverkum hefur félagið varið til skipulagðra tóbaksvarna í grunnskól- um landsins undanfarinn aldarfjórð- ung. Veigamesta orsök sjúkdóma Tóbaksnotkun er veigamesta orsök sjúkdóma og ótímabærs dauða. Meira en 40 ár eru síðan niðurstöður fyrstu rannsókna um reykingar og lungna- krabbamein voru birtar. Síðan hafa verið birtar í fagtímaritum yfir 60.000 greinar með niðurstöðum úr vísinda- legum rannsóknum um áhrif tóbaks- notkunar á heilsuna. Um 370–400 Ís- lendingar deyja árlega af völdum beinna og óbeinna reykinga. Árlega deyr fleira fólk á Íslandi af völdum reykinga en af völdum ólöglegra fíkniefna, áfengis, umferðarslysa, morða, sjálfsmorða, eldsvoða og al- næmis samanlagt. Bandaríski heil- brigðisráðherrann sagði í janúar 1990: „Sígarettan er eina löglega var- an á markaðnum sem er banvæn þeg- ar hún er notuð eins og til er ætlast.“ Tóbak veldur 500.000 dauðsföllum í Evrópu á ári og er talið að um 500 milljónir manna, sem eru á lífi í dag, muni látast af völdum reykinga. Forvarnarstarf Ein áhrifaríkasta leiðin til þess að koma í veg fyrir aukningu krabba- meins hér á landi er að draga úr reyk- ingum landsmanna. Þess vegna er lögð áhersla á forvarnir í grunnskól- um landsins og fræðslu um afleiðing- ar tóbaksneyslu. Samstarf Krabba- meinsfélagsins og reykingavarna- nefndar, síðar tóbaksvarnanefndar, hefur verið mikið frá árinu 1977. Sam- vinna hefur verið um ýmsar hug- myndir varðandi tóbaksvarnir, að- gerðir, forvarnir og viðræður þegar tóbaksvarnalög hafa verið til með- ferðar á Alþingi. Í aðalnámskrá grunnskóla, sem tók gildi árið 1999, er kveðið á um skyldur grunnskóla í tóbaksvörnum. Árið 1997 réðust Krabbameinsfélag Reykjavíkur og tóbaksvarnanefnd í verkefnið „Sköp- um reyklausa kynslóð“. Í því fólst stefnubreyting í tóbaksvörnum meðal grunnskólanemenda. Áhersla var lögð á að dreifa námsefni í tóbaks- vörnum til allra grunnskóla á landinu (til nemenda í 6.–10. bekk), skólunum að kostnaðarlausu. Fræðslufulltrúar Krabbameinsfélags Reykjavíkur annast námsefnisgerð, veita kennslu- ráðgjöf, standa fyrir námskeiðum í tóbaksvörnum fyrir starfsfólk í skóla, halda kynningarfundi fyrir foreldra, kennara og fleiri. Árlega veita Krabbameinsfélagið og tóbaksvarna- nefnd reyklausum (tóbakslausum) nemendum í áttunda, níunda og tí- unda bekk verðlaun. Reykleysis- samningar eru sendir heim til for- eldra og skrifa nemendur undir ásamt forráðamönnum. Mjög margar staðfestingar berast. Dregið er úr innsendum samningum árlega og fá 450 heppnir reyklausir unglingar sér- hönnuð armbandsúr og bakpoka í verðlaun. Evrópusamkeppni Skólaárið 2000–2001 standa tób- aksvarnanefnd og Krabbameinsfélag Reykjavíkur fyrir samkeppninni „Evrópusamkeppni meðal reyklausra bekkja“ í annað sinn. Öllum 7. og 8. bekkjum á landinu stendur til boða að vera með, svo fremi að enginn nem- enda reyki. Samkeppnin nýtur fjár- stuðnings frá Evrópusambandinu og eru vegleg verðlaun í boði svo sem ferð til útlanda, helgarferð innan- lands, óvissuferð fyrir fjóra bekki, ferðageislaspilarar, geisladiskar o.fl. Rúmlega 300 bekkir í 7. og 8. bekk hafa þegar skráð sig. Kennarar hafa lýst yfir mikilli ánægju með keppnina og telja hana hvatningu til reykbind- indis. Alls taka 13 Evrópuþjóðir þátt í samkeppninni auk Íslands. Verndari keppninnar á Íslandi er Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Samkvæmt niðurstöðum úr könn- uninni Ungt fólk 2000 kemur fram að 23% nemenda í tíunda bekk reyktu daglega árið 1998. Árið 2000 reyktu 16% nemenda í tíunda bekk daglega. Eins og sjá má hefur dregið verulega úr daglegum reykingum nemenda í 10. bekk (einnig 8. og 9. bekk) frá árinu 1998 til ársins 2000. Hættu að reykja – það er aldrei of seint Kannanir sem gerðar voru fyrir tóbaksvarnanefnd sýndu að árið 2000 reyktu um 25% fullorðinna Íslend- inga (18–69 ára) daglega. Þetta hlut- fall hefur lækkað að meðaltali um 1% á ári undanfarin ár og var 40% árið 1985. Því fylgir mikill og skjótur heilsufarslegur ávinningur að hætta tóbaksneyslu. Þetta á einnig við um þá sem þegar hafa fengið sjúkdóma sem tengjast reykingum. Menn sem ekki reykja eða hætta að reykja eru hraustari en þeir sem reykja, mælt í veikindadögum og læknaheimsókn- um. Líkur á kransæðastíflu eru þegar orðnar helmingi minni einu ári eftir að fólk hættir að reykja, miðað við þá sem reykja. Hætta á lungnakrabba- meini er orðin helmingi minni en hjá reykingamönnum tíu árum eftir að hætt er að reykja. Þeir sem ekki geta hætt tóbaks- neyslu af eigin rammleik eiga kost á að leita sér aðstoðar. Krabbameins- félag Reykjavíkur veitir ráðgjöf, hef- ur gefið út leiðbeiningarit og stendur fyrir námskeiðum í reykbindindi. Námskeiðin hafa verið fyrir einstak- linga og einnig geta fyrirtæki haft samráð varðandi námskeið í reyk- bindindi fyrir starfsfólk sitt. Næsta námskeið í reykbindindi mun hefjast 13. febrúar og er hægt að skrá sig með því að hringja í Krabbameins- félag Reykjavíkur í síma 540 1900 eða með tölvupósti alda@krabb.is eða arndis@krabb.is. Fleiri aðilar standa einnig fyrir námskeiðum í reykbind- indi eða hjálpa fólki á annan hátt. Ef einn reykir – reykja allir. Þeir sem reykja ekki en þurfa að anda að sér lofti menguðu tóbaksreyk eru því í vissum skilningi að reykja þó að þeir hafi ekki kosið sér það sjálfir. Lík- urnar á að fá krabbamein vegna óbeinna reykinga eru um það bil 100 sinnum meiri en af völdum krabba- meinsvaldandi mengunarvalda utan- húss, svo sem umferðarmengunar. Börn reykja óbeint þegar reykt er í kringum þau og skaðar það heilsu barnsins og getur valdið miklum óþægindum. Hjá ungum börnum eru öndunarvegir hlutfallslega þröngir sem gerir þau sérlega viðkvæm fyrir tóbaksreyk. Börn eru viðkvæmari fyrir bakteríum og þeim er tvisvar til fjórum sinnum hættara við öndunar- færasýkingum en fullorðnum. Þriðj- ungur af öllum eyrnabólgutilfellum er sennilega vegna óbeinna reykinga. Mæðravernd Reykingavarnir þurfa að hafa for- gang í mæðravernd. Í mæðravernd gefst einstakt tækifæri til að ná til ungs fólks á „besta aldri“ og það tæki- færi þurfa heilbrigðisstarfsmenn að nýta sér á jákvæðan hátt. Heilsugæsl- an hefur markað sér stefnu í tóbaks- vörnum (skv. lögum um heilbrigðis- þjónustu). Hún á að annast fræðslu um skaðsemi beinna og óbeinna reyk- inga fyrir verðandi foreldra. Krabba- meinsfélagið hefur í samvinnu við tóbaksvarnanefnd gefið út fræðslurit- ið Til foreldra – um börn og óbeinar reykingar sem notað er af heilsugæsl- unni í mæðra- og ungbarnaeftirliti. Bæklingurinn er hluti af samvinnu- verkefni krabbameinsfélaganna á Norðurlöndum. Borgar sig Þar sem alvarlegustu afleiðingar reykinga koma ekki strax í ljós er erf- itt fyrir marga að gera sér í hugar- lund það heilsutjón sem reykingar geta valdið þegar til lengri tíma er lit- ið – „það kemur ekki fyrir mig“. Unnt er að greina heilsuspillandi áhrif reykinga nokkrum vikum eftir að við- komandi byrjar að reykja og er hætta á heilsutjóni meiri ef menn byrja ung- ir. Rannsóknir sýna að þeim börnum sem koma frá reykingaheimilum er mun hættara við að ánetjast tóbaki en þeim sem koma frá heimilum þar sem ekki er reykt. Þess vegna verðum við sem foreldrar að vera börnunum góð fyrirmynd. Tóbaksbindindi borgar sig – alltaf! Alda Ásgeirsdóttir Unnt er að greina heilsuspillandi áhrif reykinga nokkrum vikum eftir að viðkomandi byrjar að reykja, segja þær Arndís Guð- mundsdóttir og Alda Ásgeirsdóttir. Hætta á heilsutjóni er meiri ef menn byrja ungir. Skjótur heilsu- farslegur árangur fylgir þó því að hætta tóbaksneyslu. Arndís er mannfræðingur og Alda er hjúkrunarfræðingur. Þær eru fræðslufulltrúar hjá Krabbameins- félagi Reykjavíkur. Arndís Guðmundsdóttir Áhrifaríkast að draga úr reykingum Nýskr. 8.1999, 2000cc vél, 4 dyra, sjálfskiptur, blár, ekinn 27 þ. Verð: 1.530 þ. Hyundai Sonata GLSi Grjóthálsi 1 Sími 575 1230/00 bíla land notaðir bílar bilaland.is B&L Barnaskautar (Smelluskautar) Stærðir 29-36 Áður kr. 3.990 nú kr. 2.400 Skeifunni 11, sími 588 9890 Opið laugardaga frá kl. 11-15 10% AFSLÁ TTUR Ú T S A L AListskautarVinilHvítir: 28-44Svartir: 33-46Áður kr. 4.201 nú kr. 2.500 Hokkískautar Reimaðir Stærðir 37-46 Áður kr. 9.338 nú kr. 5.600 Smelluskautar Stærðir 29-41 Áður kr. 4.989 nú kr. 2.993 Hokkískautar Smelltir Stærðir 36-46 Áður kr. 5.990 nú kr. 3.600 Listskautar Leður Hvítir: 31-41 Svartir: 36-45 Áður kr. 6.247 nú kr. 3.800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.