Morgunblaðið - 08.02.2001, Page 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 51
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Vinátta okkar hófst á sjöunda
áratugnum þegar við hófum störf
hjá Innkaupastofnun ríkisins en
hann var þar skrifstofustjóri. Okk-
ur varð snemma ljóst að þarna
höfðum við ekki aðeins fengið góð-
an yfirmann sem alltaf var boðinn
og búinn til að leiðbeina okkur og
aðstoða, heldur einnig félaga til
lífstíðar sem batt okkur alla
tryggðarböndum.
Björn var mikill náttúruunnandi
og útivistarmaður en ekki síður
hafði hann áhuga á félagsmálum,
því var það meðal annars fyrir hans
forgöngu að starfsmannafélag var
stofnað sem síðan réðst í byggingu
sumarhúss í Grímsnesi. Í 30 ár höf-
um við félagarnir hist þar hvern
bóndadag og blótað þorra. Allra
síðustu árin varð heilsubrestur
Björns til þess að hann gat ekki
verið með okkur þar, frá þeim tíma
hafa þorraferðirnar ávallt hafist í
Grænuhlíðinni hjá Diddu og Bjössa
með síldarhlaðborði og fleira góð-
meti.
Nú að leiðarlokum viljum við
þakka kærum vini samverustund-
irnar og vottum fjölskyldu hans
okkar dýpstu samúð.
Pétur, Óskar, Jón Sverrir
og Magnús Björn.
Í dag kveð ég æskufélaga minn
og kæran vin í meira en 65 ár,
Björn Stefánsson.
Við ólumst upp á Ásvallagötunni,
ég á númer 73 en hann á númer 54
í húsi foreldra sinna ásamt bræðr-
um sínum, Stefáni Val og Ólafi, og
þeirri ágætu konu Þóru.
Við gengum saman alla skóla-
gönguna, fyrst í Landakoti og síðan
í Versló og útskrifuðumst þaðan
vorið l953 með þeim fræga árgangi.
Björn hóf fljótlega að starfa hjá
Sambandinu og vann þar í nokkur
ár, en færði sig um set og hóf störf
hjá Innkaupastofnun ríkisins og
vann þar í mörg ár, síðast sem
skrifstofustjóri.
Þegar Björn vann hjá SÍS kynnt-
ist hann glæsilegri konu, Guðríði
Tómasdóttur (Diddu), ættaðri frá
Sólheimatungu í Borgarfirði, þau
gengu í hjónaband 16. 2. 1957. Syn-
ir þeirra eru Stefán, Þórir og
Gunnar, allir hinir vænlegustu
drengir.
Er Björn vann hjá SÍS byggði
hann sér íbúðarhúsnæði í Bogahlíð
ásamt nokkrum af félögum sínum,
þar bjó hann í nokkur ár en flutti
síðan yfir í Grænuhlíð 13, þar sem
hann bjó fjölskyldu sinni glæsilegt
heimili. Á bæði þessi heimili var
notalegt að koma og njóta samvista
þeirra hjóna og sona. Síðasta teitið
er hann bauð okkur vinum og
félögum sínum í var stórkostlegt,
bæði í mat og drykk, þar naut hann
sín ásamt Diddu og sonum sem
gestgjafi, hrókur alls fagnaðar,
broshýr, kátur og mikill vert.
Björn gekk ekki heill til skógar
hin síðustu ár, svo kom reiðarslagið
nú fyrir nokkru er læknar greindu
hann með krabbamein og eftir
stutta legu var hann allur, að kveldi
30. janúar.
Síðasta heimsókn mín til hans
ásamt Leifi Ísleifssyni verður okk-
ur ávallt minnisstæð, er við kvödd-
umst og hann brosti til okkar sínu
fallega brosi, sem hann hafði erft
frá sinni töfrandi móður, frú Helgu.
Já, kæri vinur, svona er lífið, en
ég hefi trú á því að það sé annað og
öðruvísi líf framundan og að þar
muni þér líða vel, kannski eigum
við eftir að ræða betur um æskuár-
in og alheims áhugamál við aðrar
aðstæður.
Það er sárt að sjá á eftir góðum
dreng, en sárastur er þó missir
fjölskyldunnar, megi hinn almátt-
ugi guð vera með ykkur og blessa.
Svandís og ég sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Þinn vinur,
Walter Hjaltested.
Mikill sómamaður er fallinn frá
löngu fyrir aldur fram, lífshlaupi
Björns vinar míns er lokið, eftir
stendur skarð sem ekki verður aft-
ur fyllt. Hann hafði átt við verulega
vanheilsu að stríða mörg undafarin
ár og mjög erfiðan sjúkdóm í lokin
og kom mér í sjálfu sér því ekki á
óvart að frétta um andlát hans þó
að andlátsfregn nákomins félaga
komi manni ávallt í opna skjöldu.
Ég ætla ekki að rekja lífsferil
Björns en langar aðeins til að setja
á blað nokkur orð í virðingar- og
þakklætisskyni.
Kunningsskapur okkar Björns
hafði staðið í 48 ár. Við hittumst
fyrst þegar hann kom til starfa í
innflutningsdeild Sambands ísl.
samvinnufélaga vorið 1953, en hann
hafði þá nýlokið prófi frá Versl-
unarskóla íslands, en ég hafði kom-
ið þar til starfa árið áður. Hann
starfaði í innflutningsdeildinni um
árabil, en var einnig við störf á
skrifstofu Sambandsins í Leith um
tíma. Með okkur tókst strax góður
kunningsskapur og náin tengsl í
starfi og á mörgum ánægjulegum
samfundum, sem hefur staðið allar
götur síðan. Við vorum ungir lífs-
glaðir menn á svipuðum aldri og
fundum okkur ýmislegt til dægra-
dvalar, sem er geymt en ekki
gleymt, þegar færi gafst frá störf-
unum. Við áttum meðal annars það
sameiginlegt að finna konuefnin
okkar meðal starfsfélaga okkar í
Sambandinu.
Það atvikaðist þannig að um
þetta leyti hafði Bergur Óskarsson,
sem þá var starfsmaður Framsókn-
arflokksins, unnið að því að stofna
byggingaflokk innan Byggingasam-
vinnufélags Reykjavíkur og gekk
ég ásamt fleiri ungum starfsmönn-
um Sambandsins í þennan bygg-
ingaflokk, enda þóttum við flestir
vera þannig litir í pólitíkinni að við
værum gjaldgengir þar. Þetta
horfði svolítið öðruvísi við með
Björn því að hann hafði þá þegar
ákveðnar skoðanir á stjórnmálum
og var hallur undir Alþýðuflokkinn.
En sem betur fór sáu menn hvern
kostamann Björn hafði að geyma
og fyrir meðmæli mín var hann
tekinn í byggingaflokkinn sem svo
stóð að því að byggja 24 íbúða fjöl-
býlishús í Bogahlíð 12–18, en þar
var þannig staðið að málum þar að
félagarnir gátu unnið við bygg-
inguna sjálfir og þannig unnið fyrir
stærsta hlutanum af kostnaðinum
við að gera íbúðirnar fokheldar.
Margir okkar voru peningalitlir eða
jafnvel peningalausir á þessum
tíma og varð þarna til vinnuflokkur
vaskra unga manna sem unnu í öll-
um sínum frítíma við bygginguna
og oft fram á nætur.
Þarna hófst ennþá nánara sam-
starf okkar Björns og vorum við
með þeim allra hörðustu í vinnu-
framlagi og tókst okkur með þess-
ari miklu vinnu að koma okkur upp
íbúðum þrátt fyrir mjög takmark-
aða greiðslugetu að öðru leyti. Eft-
ir að við fluttum í Bogahlíðina héld-
um við Björn áfram að vinna saman
ýmis verkefni fyrir húsfélagið við
lokafrágang á húsinu og bar aldrei
skugga á það samstarf okkar.
Þá atvikaðist það þannig að þeg-
ar félagarnir drógu um íbúðirnar
lentum við Björn með okkar fjöl-
skyldur í sama stigagangi á númer
12. Þar áttum við saman mörg góð
ár í sérstaklega vinsamlegri sam-
búð og síðan gerðist það merkilega
að þegar að við fluttum burt úr
blokkinni okkar þá héldu húsráð-
endur úr stigaganginum á nr. 12
áfram að hittast einu sinni á ári til
skiptis hver hjá öðrum og þá helst
fyrstu helgi í nýju ári og hefur sá
siður haldist áfram og síðast hitt-
umst við hinn 13. janúar sl. en þá
var Björn okkar orðið það sjúkur
að þau hjónin gátu ekki verið með
okkur.
Björn var háttvís í framkomu,
hlýr í viðmóti og ljúfur maður í allri
umgengni. Hann var einkar athug-
ull og vandaður starfsmaður, sam-
viskusemi og heiðarleiki voru hon-
um í blóð borin og rækti hann störf
sín af alúð og nærgætni við sam-
starfsmenn sína og viðskiptavini.
Hvar sem spor hans lágu gat
ekki hjá því farið að ljúfmennska
hans og fáguð framkoma gæddu
umhverfið næsta honum sérstökum
andblæ sem skilur eftir sig var-
anlegar kenndir hlýju og mann-
gæsku hjá samferðamönnunum.
Þegar hann er nú horfinn af
sjónarsviðinu erum við öll sem
næst honum stóðum og störfuðum
fátækari og söknum góðs félaga.
Á bak við fátæklegan búning
þessara kveðjuorða dyljast hugs-
anir og tilfinningar sem eru tvinn-
aðar úr mörgum þáttum, sem ekki
er auðvelt að setja á blað, en hinn
sterkasti þeirra er þó tengdur end-
urminningum mínum um persónu-
leg samskipti okkar fyrr og síðar.
Hafi hann að leiðarlokum heila
þökk fyrir langa og flekklausa sam-
fylgd.
Fyrir hönd félaganna úr Boga-
hlið 12 og fjölskyldna þeirra vott-
um við eiginkonu hans, sonum og
öðrum í fjölskyldu hans dýpstu
samúð og biðjum þeim öllum bless-
unar guðs og þeim megi öðlast frið-
ur og styrkur til að sigrast á þeim
þeim harmi sem að þeim er kveð-
inn.
Jón Þór Jóhannsson.
Hann Bjössi Stefáns er farinn til
feðra sinna.
Spilafélagar hans í gegnum tíð-
ina vilja minnast góðs félaga með
nokkrum orðum, þótt í léttari dúr
verði, því okkur finnst það eiga
best við Bjössa, sem jafnan var
kátur og hress, og óformlegur.
Það var strax fyrstu ár okkar
saman í Verzló, fyrir um hálfri öld,
að við skólabræðurnir tókum upp á
því að spila bridge í frímínútum.
Stundum tóku margir í árgangin-
um þátt í spilamennskunni, og við
settum jafnvel upp sveitakeppnir á
fjórum eða sex borðum eftir skól-
ann. Meðal skólafélaga okkar voru
nokkrir mjög slyngir spilarar, sem
síðar tóku þátt í stórmótum. Við í
þrengri hópnum urðum aldrei
nema meðalskussar, kannski vant-
aði okkur keppnisskapið. Engu að
síður nutum við ævinlega þeirra
vikulegu spilakvölda, sem við tók-
um snemma upp fjórir saman,
heima hjá hver öðrum. Þá var jafn-
an glatt á hjalla og margt brallað.
Lagt var í sjóð, sem notaður var til
skemmtanahalds á öldurhúsum
bæjarins einu sinni á vetri. Þegar
áhyggjulausir ungkarlarnir urðu að
ábyrgum fjölskyldufeðrum breytt-
ust áhugamálin. Þá var frekar boð-
ið upp á matarveislur með eigin-
konunum heima hjá okkur til
skiptis, sem varð til þess að kon-
urnar kynntust enn betur.
Við eigum afar góðar minningar
um móttökurnar á æskuheimili
Bjössa á Ásvallagötunni, því rausn-
arheimili. Ekki voru síðri móttök-
urnar hjá Bjössa og Diddu, eftir að
þau stofnuðu heimili, fyrst í Boga-
hlíð og svo í Grænuhlíð. Með slík-
um gagnkvæmum heimsóknum
fylgdumst við vel með viðgangi fjöl-
skyldna hver annars, heimilis-
bragnum og fjölskyldulífinu. Spila-
mennskan var kannski aldrei í
fyrirrúmi, heldur félagsskapurinn.
Við græna borðið var margt
skrafað, fyrst um prófin og kenn-
arana og um skólaböllin og stelp-
urnar í bekknum, svo um atvinnu
okkar hvers og eins og seinna um
börnin og barnabörnin. Margvís-
legar skemmtisögur um menn og
málefni voru sagðar í glaðværum
vinahópi, enda var stundum lögg
hellt í glas. Einnig bar stjórnmál
stundum á góma, og oftar en ekki
var það Bjössi sem bryddaði upp á
þeim, sérstaklega í seinni tíð, þegar
hann var orðinn gramur og þjak-
aður af óskiljanlegum veikindum
sínum. Hann hafði alla tíð fastmót-
aðar skoðanir á þjóðmálunum og
var virkari á þeim vettvangi en við
hinir, sem honum fannst stundum
vera mestu viðrini í pólitík.
Björn Stefánsson var myndar-
legur á velli, bjartur yfirlitum sem
Baldur, karlmannlegur og fríður
sýnum sem Apollo og mesta
kvennagullið í hópnum. Hann tók
okkur líka fram á flestum sviðum
íþrótta, þótt hann miklaðist aldrei
af því. Við spilaborðið vorum við
aftur á móti allir jafningjar. Við
tókum aldrei upp háþróuð skipa-
kerfi, heldur notuðum okkar
heimabúna afbrigði af Vínar-
kerfinu. Oft þurfum við að rifja upp
sagnakerfið og bera saman bækur
okkar, ekki síst í seinni tíð, þegar
langur tími gat liðið milli spila-
kvölda, af ýmsum ástæðum.
Við söknuðum þess síðustu árin
að geta ekki oftar hist yfir spilum
til að stinga saman nefjum og hlæja
saman. Allt slíkt léttir lund og
lengir lífið.
Á margan hátt var Bjössi gæfu-
maður í lífinu, þótt sjúkdómur hans
hafi endanlega leikið hann grátt og
umturnað lífi hans. Mesta gæfa
hans í lífinu var kvonfang hans,
myndarleg heimasætu úr Borgar-
firðinum, Guðríði Tómasdóttur,
sem bjó honum afar hlýlegt heimili
og fæddi honum mjög myndarlega
syni þrjá. Móðir og synir stóðu
jafnan þétt saman við að sýna fjöl-
skylduföðurnum umhyggju og
stuðning í vandamálum hans gegn-
um tíðina. Það er einmitt á slíkum
stundum sem reynir á, hversu
traustir innviðir fjölskyldunnar
eru.
Við minnumst þeirrar skemmti-
legu kvöldstundar, sem við áttum í
Grænuhlíðinni fyrir tveimur árum,
þegar við vorum að tilefnislausu, að
því er virðist, boðaðir til kvöldfagn-
aðar ásamt fleiri nánum vinum
Bjössa og fyrrverandi starfsfélög-
um, sem synirnir munu hafa átt
frumkvæði að. Hann bar veikindi
sín þá með mesta æðruleysi, var
glaður í góðra vina hópi eins og
alltaf áður. Aðeins nokkrum dögum
seinna felldu læknar loks dóminn
um sjúkleika hans, eftir áratuga
meðgöngu, og var þá ekki að sök-
um að spyrja. Enginn fær sín örlög
flúið. Fyrir marga okkar varð þetta
síðasta stundin sem við áttum með
þessum trausta og glaðværa vini
okkar til svo margra ára, í faðmi
fjölskyldu hans.
Okkur spilafélagana tekur það
sárt að hafa ekki getað hitt Bjössa
oftar á meðan hann átti erfiðast
undir lokin. Við fylgdumst þó vel
með heilsufari hans úr fjarska, því
Wolli, varamaður í spilahópnum og
tryggur æskuvinur Bjössa af Ás-
vallagötunni, gaf okkur nákvæma
skýrslu um gang mála með
ákveðnu millibili. Á vissan hátt er-
um við þó ánægðir með að Bjössi
skyldi loks fá hvíld frá sínum þung-
bæra sjúkdómi.
Hans verður innilega saknað í
okkar hópi. Ekki síður verður
skarð fyrir skildi í árgangnum okk-
ar stóra, VÍ-53, þar sem Bjössi var
aufúsugestur á árlegum skemmti-
kvöldum eða ferðalögum, alltaf
léttur og ljúfur. Það er gæfa okkar
hinna að hafa átt slíkan samferða-
mann á lífsleiðinni.
Megi Guð og gæfan fylgja fólk-
inu hans.
Spilafélagar.
Fréttin var slæm.
Björn fallinn frá um aldur fram.
Ég hitti Björn fyrst fyrir tæpum
tuttugu árum.
Eftir eina skákæfinguna í Tafl-
félagi Reykjavíkur var ég skyndi-
lega kominn á heimili foreldra vin-
ar míns í Grænuhlíð 13.
Ég var kynntur fyrir Birni og
Diddu og innan skamms voru allir
sestir við eldhúsborðið og mér var
boðið uppá mjólk og kökur.
Ekki grunaði mig þá að næstu 10
árin ætti ég eftir að koma svo oft á
þetta heimili og njóta gestrisni
Björns og Diddu.
Unglingsárin mín eru að mörgu
leyti mörkuð af verunni í Grænu-
hlíðinni.
Við vinirnir ég og Gunnar ásamt
fleirum, annaðhvort að tefla eða
spila.
Björn stundum að fylgjast með,
stundum að spyrja frétta úr skák-
pólitíkinni eða segja brandara.
Á þessum árum stofnuðu nokkrir
unglingar félag í Grænuhlíðinni
sem lifir enn í dag og er skamm-
stafað B.D.T.R.
Meginmarkmið félagsins var að
tefla og hlusta á tónlist ásamt
fleiru.
Björn kom að stofnun félagsins
og ekki veitti af því semja þurfti
lög og reglur. Það kom því aldrei
neitt annað til greina en að Gunnar
yrði formaður félagsins þar sem
foreldrar hans voru alltaf tilbúnir
að leggja okkur lið ef á þyrfti að
halda.
Björn var ákaflega skemmtilegur
maður og aldrei minnist ég þess að
hann brygði skapi við mig, nema til
að glettast eða hlæja.
Hann hafði frábæra kímnigáfu
og oft veltist maður um af hlátri í
stofunni í Grænuhlíðinni.
Þótt heimsóknirnar í Grænuhlíð-
ina hafi ekki orðið eins margar og
maður hefði viljað í seinni tíð, þá
hitti ég Björn nokkrum sinnum á
förnum vegi síðustu árin. Alltaf
tókum við tal saman og oft snerust
umræðurnar um skák eða pólitík.
Björn fylgdist vel með því sem var
að gerast og aldrei kom maður að
tómum kofanum.
Ég minnist Björns með virðingu,
vináttu og þakklæti fyrir skemmti-
leg kynni.
Diddu og strákunum, Stefáni,
Þóri og Gunnari, sendi ég mínar
einlægu samúðarkveðjur.
Þröstur Þórhallsson.
Mörg árin hafa liðið og mörg
hárin hafa gránað frá því að við
Inga keyptum íbúð í húsi þeirra
Björns og Diddu við Grænuhlíð.
Það liðu ekki nema fáir dagar frá
því skrifað var undir kaupsamning-
inn þar til Björn hringdi og bauð
okkur í kaffi. Þá voru tveir mánuðir
eftir þar til við fengjum íbúðina af-
henta og gætum flutt, en Birni
fannst ekki að það mætti bíða að
bjóða ungu hjónin velkomin í húsið.
Upp frá þessu áttu þau Björn og
Didda vináttu okkar.
Nábýlið var gott en varð ekki
langt. Nógu langt þó til þess að við
gætum málað húsið og sinnt ýmsu
öðru sameiginlegu sem sinna
þurfti. Vináttan varð miklu lengri
en nábýlið og breyttist ekki þótt
lengra yrði á milli okkar. Björn
naut þess að bjóða og vera boðinn,
segja frá og hlýða á aðra. Lífs-
gleðin var í því fólgin að sýna sig
og sjá aðra og fagna með vinum
sínum og fjölskyldu.
Björn og Didda áttu fallegt
heimili í Grænuhlíð, sem gaman var
að koma á og Sólheimatunga í
Borgarfirði var kær staður þar sem
þau vildu dvelja á sumrin og bjóða
vinum sínum að njóta með sér eftir
því sem tækifæri gáfust til.
Enda þótt Björn hafi átt við al-
varleg veikindi að stríða um langt
skeið finnst okkur sem endalokin
hafi komið skyndilega og óvænt og
var okkur þó ljóst að heilsa Björns
og þrek hefði brostið fyrir löngu.
Björn er í minningunni alltaf sá
lífsglaði og hlýi vinur sem við
kynntumst í upphafi.
Eitt átti Björn sem aldrei brást
og það er kona hans. Didda hefur
áunnið sér virðingu allra sem hana
þekkja fyrir styrk sinn og hetju-
lega baráttu. Það er ekki lítið álag
að þurfa skyndilega að axla ein
ábyrgð á fjölskyldu og heimili og
mikið afrek að inna það af hendi
með þeim hætti sem Didda hefur
gert.
Við hjónin vottum henni og son-
um hennar samúð okkur og vonum
að hún megi áfram standa af sér
storma lífsins með þeim hætti sem
hún hefur gert fram til þessa.
Inga Rósa og Þorvarður
Elíasson.