Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 59 Útsala! 10—50% afsláttur Úlpur Kápur Jakkar Pelskápur líta út sem ekta Opið laugardaga frá kl. 10—16    Mörkinni 6, sími 588 5518 Allir vetrarskór B a r n a - D ö m u - H e r r a með 50% eða meiri afslætti Kringlunni 8-12, sími 568 6211 Skóhöllin Bæjarhrauni 16, Hafnf. sími 555 4420 SP RE NGI TILBOÐ Ve rð áð ur 2.9 90 NÚ 1.200 Munið söfnunarreikninginn vegna hæstaréttardóms nr. 286/1999 og kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu 4 4 4 4 4 í SPRON á Skólavörðustíg. GEÐFÖTLUN, geðraskanir, of- virkni og hegðunarraskanir. Þegar fólk heyrir þessi orð yfir veikindi og fatlanir barna og fullorðinna vilja flestir stinga hausnum í sandinn og láta sem ekkert sé! En svo auðvelt er málið ekki. Við sem tökumst á við þessar fatlanir daglega viljum að fólk sýni þessu skilning og þá sérstaklega peningavaldið í landinu. Það vill brenna við að fjármagn til aðstoðar þessu fólki sé af skornum skammti. Mín fjölskylda fékk að finna fyrir því nú á dögunum. Ég á tvö börn sem greinst hafa með fatlanir af þessu tagi, annað með ofvirkni með athygl- isbresti, kvíða, þunglyndi og mót- stöðu-þrjóskuröskun hitt er hinsveg- ar með mótstöðu-þrjóskuröskun. Þau eru bæði undir 9 ára aldri. Það sem til ráða er lyfjagjöf og fræðsla til foreldra. Best þykir að kenna for- eldrum hvernig meðhöndla eigi börnin til að ná sem mestum árangri. Námskeið fyrir foreldra barnanna hafa verið haldin á vegum BUGL (barna og unglingageðdeildar) sem er gott og blessað. Okkur hjónum var boðið að komast á biðlista fyrir námskeið af þessu tagi, við þáðum það með þökkum þar sem við höfum mikla trú á árangri í framhaldi þess- ara námskeiða. Við höfum þegar ver- ið á einu þjálfunarnámskeiði þegar annað barnið okkar lá inni í grein- ingu. Nú, aftur að námskeiðinu, við fengum bréf um daginn þess efnis að nú væri að fara af stað nýtt námskeið og okkur boðin þátttaka sem við fögnuðum þangað til tímasetningin var skoðuð, þá versnaði í því. Nám- skeiðið átti að vera kl 13:30–15:30! Þetta kom okkur verulega á óvart því við stóðum í þeirri meiningu að námskeiðin færu fram á kvöldin eða eftir vinnutíma flestra foreldra. Ég vinn reyndar ekki eftir hádegi þar sem ég verð að vera heima og sinna börnunum sökum veikinda þeirra. Í framhaldi af bréfinu var hringt í okk- ur, mér lá forvitni á að vita hvað stýrði því að námskeiðin væru á þessum tíma! Í ljós kom að ekki fengist fjármagn til að borga fagfólki eftirvinnu til þess að halda nám- skeiðin! Þar höfum við það! Enn og aftur er skorið niður þar sem síst skyldi. Ég held að háttvirtur fjármálaráðherra ætti að eyða eins og einum degi inni á BUGL og kynna sér ástand þessara barna og hversu brýnt það er að ná tökum á þeim meðan þau eru ung. Ef foreldrarnir kunna það ekki, hverjir eiga þá að gera það? Staðreyndin er sú að ef ekki er unnið með vandamál þessara barna meðan þau eru ung þá getum við allt eins reiknað með að þurfa að kosta stórfé í alls kyns með- ferðir og hjálp handa þeim þegar þau nálgast unglingsárin. Þá erum við farin að horfa á þjóðfélagsvandamál! Rannsóknir sýna að 65% „þessara“ barna lenda í einhverskonar mis- notkun (eiturlyf, innbrot, árásir o.fl.). Væri ekki gáfulegra að kasta nokkrum krónum í námskeið handa foreldrum sem vilja hjálpa börnun- um sínum, frekar en eyða stórfé í sama fólk síðar á ævinni? KATRÍN BJÖRK EYJÓLFSDÓTTIR, Skógarási 5, Reykjavík. Gleymdu börnin… Frá Katrínu Björk Eyjólfsdóttur: SLIM-LINE dömubuxur frá tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 BRIDSHÁTÍÐ Bridssambands Íslands, Flugleiða og Bridsfélags Reykjavíkur verður haldin í 20. skipti í ár. Að þessu sinni er hátíðin óvenju vel skipuð erlendum þátttakendum og á þátttökulista er bæði að finna nöfn fólks sem telja má til fastagesta á hátíðinni og ný andlit við spilaborð- in á Hótel Loftleiðum. Boðssveitrnar verða þrjár að þessu sinni. Zia Mahmood, sem nú telst til Bandaríkjamanna, kemur til leiks ásamt félögum sínum Barnet Shenk- in, George Mittelman og Ralph Katz. Þessa kappa þarf vart að kynna því þeir hafa allir komið oft á Bridshátíð. Þá koma tvö pólsk pör. Annað mynda þeir Krzysztof Jassem og Piotr Tuszynski sem báðir hafa spilað hér á landi áður. Þeir voru í liðinu sem spilaði til úrslita við Ítali um ól- ympíutitilinn í Maastricht sl. haust. „Fjandvinum“ okkar Íslendinga, þeim Adam Zmudzinski og Cecari Balicki, var einnig boðið en þeir gátu ekki þegið boðið þegar til átti að taka og skarð þeirra fylla Jacek Romanski og Apolinary Kowalski sem ekki eru síðri spilarar. Romanski hefur spilað á Bridshátíð áður en hann var lengi fastamaður í pólska landsliðinu. Þá koma ensku tvíburarnir Jason og Justin Hacket á Bridshátíð og sveitarfélagar þeirra verða Fu Zhong frá Kína og Wayne Chu frá Suður- Afríku. Hacket-bræðurnir eru mjög litríkir og skemmtilegir spilarar og eru ásamt föður sínum, Paul, eftir- sóttir á bridsmót um allan heim. Fu og Chu spiluðu báðir í síðustu keppni um Bermúdaskálina, Fu með lands- liði Kína og Chu með landsliði Suður- Afríku. Íslenski landsliðsmaðurinn Magn- ús Magnússon, sem nú er búsettur í Svíþjóð, kemur á Bridshátíð ásamt sambýliskonu sinni, sænsku lands- liðskonunni Catharine Midskog. Með þeim í sveit verða hjónin Hans og Eva-Liss Göthe. Hans Göthe var oft gestur á íslenskum mótum hér áður fyrr en hann er enn með annan fótinn í sænska landsliðinu. Eva-Liss hefur einnig spilað í sænskum kvenna- landsliðum. Þá kemur önnur sterk sænsk sveit á Bridshátíð á eigin veg- um, sem skipuð er Anders Morath, Mårten Gustawsson, Björn Wenne- berg og Lars Goldberg. Það þarf ekki að kynna Morath fyrir íslenskum spilurum en þeir Göthe voru makker- ar í eina tíð og eitt sterkasta par Evr- ópu fyrir rúmum tveimur áratugum. Og þeir Gustawsson voru í sænska landsliðinu sem keppti á Norður- landamótinu á Hótel Örk í sumar. Að lokum koma góðir gestir frá Bandaríkjunum. Hjördís Eyþórs- dóttir kemur að venju og spilar að þessu sinni við margfaldan heims- meistara kvenna bæði í sveitakeppni og tvímenningi, Carol Sanders. Sveitarfélagar þeirra verða hjónin Sue Ellen og John Solodar sem vann Bermúdaskálina árið 1981 og hefur margsinnis unnið bandarísk meist- aramót. Zia í fínu formi Þótt heldur hafi farið minna fyrir Zia Mahmood að undanförnu en oft áður, virðist hann vera í ágætu formi og um miðjan janúar varði hann ásamt Englendingnum Andy Robson titilinn á hollenska boðsmótinu sem kennt er við Cap Gemini. Þar voru Pólverjarnir Jassem og Tuszynski einnig meðal þátttakenda og þeir enduðu í 3. sæti. Í þessu spili beitti Zia dæmigerðu bragði til að tryggja sér geimsveiflu: Norður ♠ KD ♥ 863 ♦ DG42 ♣ D976 Vestur Austur ♠ G6 ♠ 109762 ♥ K1097 ♥ ÁD52 ♦ 98653 ♦ 7 ♣ K3 ♣ G85 Suður ♠ Á843 ♥ G4 ♦ ÁK10 ♣ Á1042 Zia opnaði í suður á 1 grandi og Robson í norður lyfti í 3 grönd. Í AV sátu Frakkarnir Poul Chemla og Ala- ín Lévy og Chemla spilaði eðlilega út tígulníunni. Zia átti slaginn á drottn- ingu í borði og þar sem hann sá í hendi sér að vörnin myndi skipta í hjarta þegar hún kæmist næst inn, tók hann um hornin á bola og spilaði hjarta úr borði á gosann heima. Chemla fékk slaginn á kóng og skipti nú í spaðagosa; fékk eitthvað loðið kall frá Lévy. Zia átti slaginn á kóng í borði og reyndi nú lauf á tíuna. Chemla fékk á kónginn og varð nú að skipta í hjarta. En hann hafði ekkert fyrir sér, nema það helst að Zia var sagnhafi. Á endanum spilaði hann spaðafimmunni og Zia fékk 10 slagi. Mikið mannval á Bridshátíð BRIDS H ó t e l L o f t l e i ð u m Bridshátíð verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 16. til 19. febr- úar. Keppt er í tvímenningi og sveitakeppni. Skráningarfrestur er til 8. febrúar og er hægt að skrá sig á skrifstofu Bridssambands Íslands eða á heimasíðu sambandsins, www.bridge.is Morgunblaðið/Arnór Zia Mahmood hefur komið oftar á Bridshátíð en nokkur annar erlendur spilari. Á myndinni sést hann með vini sínum, kvikmyndaleikaranum Omar Sharif, þegar þeir spiluðu hér fyrir rúmum áratug. Guðm. Sv. Hermannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.