Morgunblaðið - 08.02.2001, Síða 60

Morgunblaðið - 08.02.2001, Síða 60
DAGBÓK 60 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss kemur og fer í dag. Blackbird kemur í dag. Vestmannaey og Baldvin Þorsteinsson fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Rán kom í gær. Ýmir og Heltermaa fóru í gær. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og bók- band, kl. 9–16.30 penna- saumur og bútasaumur, kl. 9.45 morgunstund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíðastofa, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 14 dans, kl. 14– 17 glerskurður. Kl. 10 Helgistund með sr. Tómasi Sveinssyni. Félagsvist kl. 13.30 Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós! Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum, kl. 13–16.30, spil og föndur. Leikfimi er í íþróttasal á Hlaðhömr- um á þriðjudögum kl. 16. Sundtímar á Reykja- lundi kl. 16 á miðviku- dögum á vegum Rauða- krossdeildar Mos. Pútttímar eru í Íþrótta- húsinu á Varmá kl. 10– 11 á laugardögum. Kór- æfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos., eru á Hlaðhömrum á fimmtudögum kl. 17–19. Jógaleikfimi kl. 14 á föstudögum í Dvalarh. Hlaðhömrum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlits- snyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, er í s. 566- 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan og handavinnu- stofan opnar, kl. 9.30 danskennsla, gler- og postulínsmálun, kl. 13 opin handavinnustofan og klippimyndir, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, glerskurðarnámskeið og leirmunagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Austur- ver, kl. 13.30 boccia. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Brids í dag kl. 13. Fyrsti fræðslufundur, „Heilsa og hamingja“, verður laugardaginn 10. febrúar kl. 13.30. í Ás- garði, Glæsibæ. Ólafur Ólafsson, formaður FEB og fyrrverandi landlæknir, gerir grein fyrir rannsóknum sínum á heilsufari og högum aldraðra. Þorsteinn Blöndal yfirlæknir greinir frá helstu sjúk- dómum í lungum, sem aldraðir verða fyrir. All- ir velkomnir. Leikhóp- urinn Snúður og Snælda sýnir „Gamlar perlur“ sem eru þættir valdir úr fimm gömlum þekktum verkum. Sýningar eru á miðvikudögum kl. 14 og sunnudögum kl. 17 í Ás- garði, Glæsibæ. Miða- pantanir í s. 588-2111, 568-9082 og 551-2203. Sjávarfangsveisla með hausum, hrognum, lifur og ýmsu öðru góðgæti úr sjárvarfangi, verður haldin 16. febrúar, dans- að á eftir borðhaldi. Skráning hafin á skrif- stofu FEB. Silfurlínan opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12. Ath. skrifstofa FEB er opin frá kl. 10– 16. Uppl. í s. 588-2111. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfing í Bæjarút- gerðinni kl. 10–12. Félagsvist í Hraunseli kl. 13:30. Leikhúsferð 24. febr. „Á sama tíma síðar“. Skráning stend- ur yfir. Félag eldri borgara, Kópavogi, heldur al- mennan félagsfund í Gullsmára 13, laug- ardag 10. febrúar kl. 14. Dagskrá: félagsheimilin og starfsemi. Óskað hef- ur verið eftir að bæjarfulltrúar mæti og ræði málin og svari fyrirspurnum. Félagstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðju- dögum kl. 13.30. Spila- kvöld, félagsvist á Álfta- nesi 8. feb. kl. 19.30. Akstur samkvæmt áætl- un. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9.30 sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug, kl. 10.30 helgistund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni, frá hádegi spila- salur og vinnustofur opnar. Myndlistarsýn- ing Ólafs Jakobs Helga- sonar stendur yfir. Veit- ingar í kaffihúsi Gerðubergs. Fimmtu- daginn 22. febrúar er leikhúsferð í Þjóðleik- húsið að sjá leikritið „Með fulla vasa af grjóti“, skráning hafin. Aðstoð frá Skattstofu við skattframtöl verður veitt miðvikudaginn 7. mars. Skráning hafin. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um, kl. 9–15, gler og postulín kl. 9.30, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 13 taumálun, og klippimyndir, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans, Sigvaldi kenn- ir. Kl. 17 Söngfuglarnir taka lagið kl. 17, Guðrún Guðmundsdóttir mætir með harmonikkuna. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 jóga og ganga, kl. 13 brids, kl. 14 boccia, kl. 13–16 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, perlusaumur og korta- gerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 op- in vinnustofa, gler- skurður, kl. 9–17 hárgreiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bókabíll, kl. 15.15 dans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 opin handavinnustofa búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræfing. Miðvikudaginn 21. febrúar verður farið kl. 13.20 í Ásgarð, Glæsi- bæ. Sýndar verða gaml- ar perlur með Snúði og Snældu. Kaffiveitingar seldar í hléinu, skráning í síma 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaum- ur og morgunstund, kl. 10 boccia og fótaaðgerð- ir, kl. 13 handmennt, körfugerð og frjálst spil. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára býður alla eldri borgara velkomna að brids- borðum í félagsheim- ilinu að Gullsmára 13 á mánudögum og fimmtu- dögum. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. ÍAK. Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11 í Digra- neskirkju. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 19.30 tafl. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur aðalfund í Safnaðarheimilinu mánudaginn 12. febrúar kl. 20. Venjuleg aðal- fundarstörf. Óvænt uppákoma. GA-fundir spilafíkla eru kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Húnvetningafélagið, félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 11, í kvöld kl. 20. Annað kvöld í fjög- urra kvölda parakeppni. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Í dag er fimmtudagur 8. febrúar, 39. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Enginn dragi sjálfan sig á tálar. Ef nokkur þykist vitur yðar á meðal í þessum heimi, verði hann fyrst heimskur til þess að hann verði vitur. (I. Kor. 3, 18.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... UM síðustu mánaðamót greiddiTryggingastofnun ríkisins ör- yrkjum lífeyrisbætur í samræmi við ný lög um almannatryggingar en þau voru sett í kjölfar dóms Hæsta- réttar í máli sem Öryrkjabandalagið höfðaði gegn ríkinu. Af þessu tilefni gaf stofnunin út fréttatilkynningu, væntanlega til að skýra málið og upplýsa hvernig staðið væri að þess- um greiðslum. Þar segir að tekju- trygging verði áfram reiknuð út frá sameiginlegum tekjum hjóna. En síðan segir í fréttatilkynningunni: „Komi í ljós, eftir þann útreikning, að tekjutrygging skerðist verulega eða falli alveg niður tekur önnur og ný reikniregla við, þannig að 2/3 hlutar eigin tekna, þ.m.t. launa- tekjur, greiðslur úr lífeyrissjóðum og helmingur fjármagnstekna koma til skerðingar samkvæmt nýju lög- unum en einungis í þeim tilvikum sem tekjutrygging verður lægri en 25.000 kr. eftir útreikning eins og hann hefur hingað til verið.“ Víkverji skal verða fyrstur til að viðurkenna að þetta mál er flókið og ekki einfalt að skilja það en ef þessi setning á að verða til skilningsauka segir Víkverji bara pass. x x x VÍKVERJA fannst merkilegt aðlesa frétt Morgunblaðsins um lausagang bifreiða. Í fréttinni er vís- að til reglugerðar nr. 788/1999 en þar segir m.a.: „Óheimilt [er] að láta vél- ar kyrrstæðra ökutækja ganga leng- ur en í örstutta stund nema sérstak- lega standi á.“ Víkverja var hugsað til ráðherra- bílstjóranna sem margir hverjir þurfa að bíða eftir ráðherrunum tím- unum saman og freistast þá oft til að hafa bílana í gangi. Víkverja varð einnig hugsað til leigubílstjóra sem oft þurfa að bíða lengi eftir að við- skiptavinir kalli eftir þjónustu þeirra. Þessir bílstjórar verða lík- lega það sem eftir lifir vetrar að búa sig af stað með vettlinga og húfu, klæða sig í þykka lopapeysu og helst draga fram föðurlandið ef þeir eiga ekki að krókna úr kulda meðan þeir eru í vinnunni. A.m.k. hugsaði Vík- verji til leigubílstjóra og ráðherrabíl- stjóra í vikunni þegar hann horfði á veðurfréttir og sá að spáð var kóln- andi veðri. x x x VÍKVERJI horfði á úrslitaleikinná heimsmeistrarmótinu í hand- bolta sl. sunnudag. Þetta var afar spennandi og skemmtilegur leikur sem endaði með sigri Frakka á Sví- um eins og flestum ætti að vera kunnugt. Víkverji skipti síðan yfir á fréttarásirnar CNN og Sky og horfði á þær góða stund. Það vakti athygli að hvorug sjónvarpsrásin greindi frá því að heimsmeistaramótinu væri lokið. Þar er þó fjallað talsvert um íþróttir. Þetta sýnir vel hve áhuginn á handbolta í heiminum er takmark- aður þó að áhugi Íslendinga sé mik- ill. x x x FYRIR stuttu sá Víkverji sýninguí ráðhúsi Reykjavíkur þar sem fjallað var um ofsóknir nasista á hendur Vottum Jehóva í síðari heimsstyrjöldinni. Sýningin var fyrst sett upp í minjasafni Neuen- gamme-fangabúðanna í Þýskalandi árið 1997. Vottar Jehóva neituðu staðfastlega að gegna herþjónustu þrátt fyrir hótun um dauðarefsingar. Þetta leiddi til þess að vottarnir voru ofsóttir áður en heimsstyrjöldin braust út. Tíu þúsund vottar af þeim 25.000, sem voru í Þýskalandi á þess- um tíma, sættu grimmilegum of- sóknum og 6.000 voru hnepptir í fangabúðir. Á bilinu 1.600 til 2.000 dóu í fangabúðum. Þar af voru 250 teknir af lífi. Um 840 börn voru tekin frá foreldrum sínum. Ólíkt öðrum föngum gátu vottarnir fengið sig lausa. Þeir þurftu ekki að gera annað en að undirrita yfirlýsingu þess efnis að þeir afneituðu trú sinni. Sárafáir gerðu það. ALVEG er með ólíkindum kúariðufárið í fjölmiðlunum. Dag eftir dag er tuðað um þennan óskaplega faraldur í Evrópu. Jú, eitt hundrað til- felli hafa greinst þar af þeim hundruðum milljóna íbúa sem þar búa. Tæplega telst þetta faraldur. Gæti verið að einhverjir hefðu hag af því að hræða fólk frá því að neyta nautakjöts? Í Morg- unblaðinu 24. janúar sl. er sagt frá mikilli söluaukn- ingu á lambakjöti! Samt er kindariða landlæg á Íslandi. Kamfýlóbakterfárið í fyrra gekk næstum af kjúklinga- rækt dauðri þótt engin hætta væri í raun með réttri matreiðslu. Getur verið að fréttastofur og fjölmiðlar láti kaupa sig til að níða vissar framleiðslugreinar til hagnaðar fyrir samkeppnis- aðila? Getur verið að þetta sé nýjasta tækni til að auka markaðshlutdeild? Borgari. Frelsi eða ósómi? ÉG var að hlusta á Rúnu hjá Stígamótum á Bylgjunni fyrir stuttu um klámiðnað- inn á Íslandi og ég verð að segja það að maður skamm- ast sín eiginlega fyrir að vera maður. Það er kominn tími til þess að við opnum þessa umræðu og viður- kennum þennan ósóma og losum okkur við hann strax. Ég skora á dómsmálaráð- herrann að gera eitthvað raunhæft í þessu máli. Hætta verður að leyfa þetta undir formerkjum frelsis. Þetta hefur ekkert með frelsi að gera. Þetta er subbuskapur og á að með- höndlast sem slíkt. Páll. Tapað/fundið Sjóngleraugu töpuðust SJÓNGLERAUGU með dökkblárri umgjörð glötuð- ust sl. laugardag á milli Ing- ólfsstrætis og Njálsgötu. Fundarlaun. Finnandi vin- samlega hringi í síma 551- 6362. Eyrnalokkur og silki- trefill töpuðust EYRNALOKKUR með fjólubláum steinum og rauður silkitrefill töpuðust, annaðhvort við Borgar- bókasafnið við Tryggvagötu eða á Háskólasvæðinu í lok janúar sl. Upplýsingar í síma 551-5216. Hvítt loðið vesti tapaðist HVÍTT loðið rennt vesti tapaðist á Píanóbarnum við Hafnarstræti, laugardags- kvöldið 3. febrúar sl. Vestið var keypt sama dag og er sárt saknað af eigandanum. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 866-6496 hve- nær sem er sólharhringsins. Stórt, grátt ullarsjal tapaðist STÓRT, grátt ullarsjal tap- aðist á Laugaveginum, seinnipart laugardagsins 3. febrúar sl. Upplýsingar í síma 551-9902 eða 897-9902. Dýrahald Hvítur fressköttur KONAN, sem var að leita að hvítum fressketti í ná- grenni Skólavörðuhollts í sumar er vinsamlegast beð- in að hafa samband í síma 562 8304 eftir kl. 20, ef hún er enn að leita. Pési pjakkur er týndur Pési pjakkur hvarf frá Öldugötu 7A í Reykjavík föstudaginn 2. febrúar sl. Pési er bröndóttur á baki og afturfótum, hvítur á kviði og trýni. Hann er með köflótta ól. Pési er ljúfur fjögurra ára geltur fress og gegnir nafni. Ef einhver veit um ferðir hans, vinsamlegast hafið samband í síma 552- 1250. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kamfýlóbakter og kúariða 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 skinhelgi, 8 drepur, 9 súrefnis, 10 viljug, 11 bik, 13 ryðja, 15 klúrt, 18 fljótt, 21 sprækur, 22 skýrði frá, 23 fylginn sér, 24 kjötréttinum. LÓÐRÉTT: 2 rás, 3 beina augum að, 4 tryllist, 5 odds, 6 auka- skammtur, 7 kvenfugl, 12 rándýr, 14 ýlfur, 15 megna, 14 margt, 17 mannsnafni, 18 lítill böggull, 19 fæddur, 20 þyngdareining. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hámar, 4 fúlar, 8 lamin, 8 ættuð, 9 nár, 11 afar, 13 ólar, 14 órækt, 15 hælt, 17 treg, 20 fis, 22 fúska, 23 vætan, 24 afinn, 25 ramma. Lóðrétt: 1 helga, 2 mamma, 3 rann, 4 flær, 5 lítil, 6 rúð- ur, 10 ámæli, 12 rót, 13 ótt, 15 hefja, 16 losti, 18 ritum, 19 gunga, 20 fann, 21 sver MIG langar einfaldlega að þakka þeim matvöruversl- unum sem selja ekki klámblöð og um leið hvetja aðrar til að gera það sama eða í það minnsta hylja forsíður blaðanna. Það er um eitt blað að ræða í þessum versl- unum sem hefur ekkert þangað að gera frekar en önn- ur sams konar blöð. Ég bið almenning að huga að þessu og allt eins beina verslun sinni annað. Takk fyrir, Sylvía.s Þakkir til matvöruverslana

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.