Morgunblaðið - 08.02.2001, Side 61

Morgunblaðið - 08.02.2001, Side 61
60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 8. febrúar, verður sextugur Þorsteinn Daníel Marels- son, áfengisráðgjafi hjá SÁÁ, Unufelli 27, Reykja- vík. Eiginkona hans er Hólmfríður F. Geirdal. Þau verða með opið hús í Félagsheimili Vals milli kl. 15-18 laugardaginn 10. febrúar. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 61 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake VATNSBERI Þú ert vel til forystu fallinn og hvikar ekki frá, þegar til þín er leitað um leiðsögn. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Flest virðist ganga þér í hag- inn og haldir þú vöku þinni ætti ekki að verða breyting þar á. Þótt í mörgu sé að snú- ast er það bara vel. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að sýna tillitssemi og umburðarlyndi, því að þér verður sótt, en haldir þú ró þinni, muntu standa uppi í lokin með hreinan skjöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vendu þig á að tala hreint út um málin, því að öðrum kosti áttu á hættu að fólk misskilji þig og málstaður þinn fái lít- inn sem engan hljómgrunn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Stundum á það við að halda að sér höndum, en undir öðr- um kringumstæðum fer best á því að gripið sé til skjótra aðgerða. Íhugaðu því málin. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gættu þess að verða ekki fórnarlamb sjálfselsku og þröngsýni. Vertu þvert á móti víðsýnn og vingjarnleg- ur – þá mun þér ganga flest í haginn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft, hvað sem það kost- ar, að fá tíma með sjálfum þér. Það er ótrúlegt hvað slík stund gefur mikið öryggi og þrek til nýrra átaka. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nýttu þér þann byr sem sköpunargáfa þín nýtur nú. Það er aldrei að vita hvenær vindurinn blæs úr annarri átt og gott að eiga sjóð þegar þar að kemur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gættu þess að ganga ekki svo hratt fram að þú farir fram úr atburðarásinni og eigir þá á hættu að missa frumkvæðið meðan þú bíður eftir hinum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur lengi talað um þörf- ina á því að endurskoða vinnulag þitt. Nú er komið að því og ekki um annað að ræða en ganga til þess opnum hug. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Haltu hugmyndum þínum hjá þér um sinn, því nú blæs ekki byrlega. En áður en þú veist af er þeirra þörf og þá mun þinn tími koma. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt þú sért ekki á því að gefa tommu eftir í ákveðnu máli, skaltu íhuga vandlega hvort þú getur þokað því áleiðis með einhverjum til- færslum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu það ekki draga úr þér kjarkinn, þótt vinir og vanda- menn geri lítið með skoðanir þínar þessar dagana. Staða þín er óbreytt og áfram traust. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞESSA dagana er dálkahöf- undur að glugga í nýja varn- arbók eftir Eddie Kantar – Advanced Bridge Defense. Kantar er góður höfundur og reyndur bridskennari, en hann er svolítið háður mark- aðslögmálunum og hefur til- hneigingu til að setja varnar- þrautirnar upp sem einkamál annars spilarans og er enn- fremur ragur við að nota nú- tímalegar reglur um varnar- samvinnuna. Svona er þetta því miður í bridsbókmennt- um nútímans – of flókin um- fjöllun þýðir færri kaupend- ur. Við sáum dæmi á þriðjudaginn úr bók Kantars og hér er annað af svipuðum toga: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 105 ♥ KDG863 ♦ Á5 ♣ 875 Vestur ♠ K4 ♥ 1092 ♦ DG1073 ♣ KG2 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Lesandinn er í vestur og kemur út með tíguldrottn- ingu. Sagnhafi drepur með ás og spilar spaðatíu og lætur hana rúlla yfir á kóng vest- urs. Hvað nú? Norður ♠ 105 ♥ KDG863 ♦ Á5 ♣ 875 Vestur Austur ♠ K4 ♠ 872 ♥ 1092 ♥ 75 ♦ DG1073 ♦ 9862 ♣ KG2 ♣ ÁD94 Suður ♠ ÁDG963 ♥ Á4 ♦ K4 ♣ 106 Kantar tekur fram að makker hafi vísað tíglinum frá, sem sýnir að suður á kónginn. Ástæðan fyrir því að sagnhafi byrjar ekki á hjart- anu er augljós, segir Kantar – suður er sjálfur með hjartás- inn. Þetta kalla á hvassa vörn – lauf frá KG í þeirri von að makker eigi ásinn. Kantar lætur hjá líða að geta þess að austur gat kallað í laufi með spaðafylgjunni í öðrum slag. Hvernig þá? Með því að fylgja lit með tvistin- um, sínu lægsta spili. Þetta er nútímaleg vörn, en þó of flók- in fyrir hinn almenna mark- að. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Staðan kom upp í sjöttu skák einvígis þeirra Vikt- ors Kortsnojs (2639) og Ruslan Ponamariovs (2677) sem lauk fyrir skömmu. Báðir keppendur eru eitilharðir baráttujaxl- ar og virðist sem hinn ungi Ruslan sé enginn eftirbát- ur Viktors grimma í þeim efnum. Hann stýrði svörtu mönnunum í stöðunni og þvingaði öldunginn til upp- gjafar með næsta leik. 36... Rg4! Og hvítur gafst upp. Uppgjöfin virðist vera snemma á ferðinni en þeg- ar nánar er að gáð er hvít- um allar bjargir bannaðar. T.d. eftir 37. Bxg4 hxg4 38. hxg4 Df2+ 39. Kh1 Hf3 mátar svartur í næstu leikjum. Aðrir möguleikar virð- ast ekki heldur björgulegir. Skákin tefldist í heild sinni svona: 1. Rf3 Rf6 2. g3 d5 3. Bg2 c6 4. O-O Bg4 5. d3 Rbd7 6. Bf4 Rh5 7. Bc1 Rhf6 8. h3 Bh5 9. Bf4 e6 10. c4 Be7 11. cxd5 cxd5 12. Rc3 O-O 13. g4 Bg6 14. Rh4 Rxg4 15. Rxg6 fxg6 16. e3 Rgf6 17. Rb5 Da5 18. a4 a6 19. b4 Bxb4 20. Bc7 b6 21. Rd4 Bc3 22. Hb1 Bxd4 23. exd4 Dc3 24. Bxb6 Rxb6 25. Hxb6 Dxd4 26. Hxe6 a5 27. Da1 Dxd3 28. Hd1 Df5 29. He5 Dc2 30. He7 Kh8 31. Hxd5 Hab8 32. Hb5 Hbd8 33. Bf3 Hd3 34. He3 Hxe3 35. fxe3 h5 36. Hxa5 SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 8. febrúar, er áttræður Har- aldur Helgason, fyrrver- andi kaupfélagsstjóri, Goðabyggð 2, Akureyri. Haraldur og kona hans, Áslaug Einarsdóttir, taka á móti gestum í Hamri, félagsheimili íþróttafélags- ins Þórs, laugardaginn 10. febrúar frá kl. 17. 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 8. febrúar, verður sjötugur Pétur Pétursson hagfræð- ingur, Þrastanesi 4, Garðabæ. Hann og eigin- kona hans, Björk E. Jóns- dóttir, taka á móti ætt- ingjum og vinum í Sunnudal, Hótel Sögu, kl. 17–19 í dag. Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Í dag,8. febrúar, verður sjötugur Tómas Þórhalls- son, Fellsmúla 10, Reykja- vík, fyrrv. bifreiðastjóri hjá Olís, síðar Olíudreif- ingu. Eiginkona Tómasar er Sigrún Pálsdóttir. Þau verða að heiman í dag. Svartur á leik LJÓÐABROT VOR Í SKAFLI Sá dagur var ei draumsjón köld og ber sem dyra knúði og spurði eftir mér, hann var mín gæfa, veröld fersk og ný sem vor í skafli, moldin dökk og hlý. Þú varst sá dagur, ung með augu brún og yl sem fari sunnangola um tún, og grasið var mín unga ást til þín. Ég er þitt ljóð og þú ert stúlkan mín. Úr þvalri jörð mun þiðna krapamor og þá mun aftur koma túngrænt vor með sumarbros og sólskinslokk um kinn. Mín sól ert þú og ég er skuggi þinn. Matthías Johannessen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.