Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 64
FÓLK Í FRÉTTUM 64 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tónleikar með vox í kvöld Vesturgötu 2, sími 551 8900 Viltu alþjóðlega menntun? Meiri víðsýni? Meira sjálfstraust? Ertu á aldrinum 15 - 18 ára? Erum að taka á móti umsóknum: Í ársdvöl m.a. til Austurríkis, Bandaríkjanna, Brasilíu, Ekvador, Gvatemala, Hong Kong, Mexíkó, Nýja Sjálands, Portúgals, Sviss, Taílands, Tékklands, Þýskalands og Venesúela. Í hálfsársdvöl m.a. til Brasilíu og Mexíkó. Í sumardvöl til Bretlands, Ítalíu, Kanada og Sviss. Athugið að fjöldi plássa er takmarkaður. Brottför júní-september 2001. Ertu með bein í nefinu? Viltu kanna heiminn? Viltu læra eitthvað nýtt? Ingólfsstræti 3, 2. hæð sími 552 5450 www.afs.is Alþjóðleg fræðsla og samskipti HVAÐ kemur fyrst upp í hugann við lestur orðsins „hnefaleikar“? Sumir telja upp ruddaskap, aðrir fá sting í eyrun og hugsa um tannafar Tysons. Flestir tengja íþróttina örugglega einhvers konar líkams- tjóni. Það eina sem meirihluti minn- ar kynslóðar veit í raun og veru um hnefaleika er það sem við kynnt- umst í Rocky-myndunum eða þeir hnefaleikar sem Ómar og Bubbi krydda með tilheyrandi æsingi í beinni á sjónvarpsskjánum. Eru það ekki hnefaleikar? Jú vissulega, en ekki sú tegund sem íslenskir áhuga- menn um ólympíska hnefaleika berjast fyrir að fá lögbanni lyft af. Aðrar reglur „Það er gríðarlegur munur á ólympískum hnefaleikum og þeim sem eru sýndir hér í sjónvarpinu,“ útskýrir Guðjón Vilhelm, baráttu- maður fyrir afnámi lögbannsins og einn þeirra sem situr í stjórn FÓL (Félags áhugamanna um ólympíska hnefaleika). „Fyrst og fremst er munurinn sá að ólympískir bardag- ar fara fram undir reglum áhuga- manna. Þeir eru styttri, fjórar lotur í stað tólf og hver lota er tvær mín- útur í stað þriggja. Síðan er keppt með höfuðhlífar og punghlífar. Hanskarnir eru með þreföldu varn- arlagi þannig að skaðsemi höggsins á að vera sem allra minnst. Þessar varnarhlífar eru nægilega góðar til þess að draga íþróttina niður um einhverja tugi sæta á listanum yfir hættulegustu íþróttir heims. Þú færð stig í ólympískum hnefaleikum fyrir hittni þannig að í hvert skipti sem þú hittir á ákveðið svæði færðu stig. Þessi svæði eru bara á fram- hlið keppendanna þannig að engin stig eru gefin fyrir að slá menn bak við eyrun eða í þau. Þannig að það er letjandi frekar en hitt að setja kraft í höggið. Þetta er frekar spurning um hraða. Best er að rétt snerta keppinautinn og forða sér fljótt til baka í vörnina. Því ef þú setur kraft í höggið hægir þú á þér og safnar refsistigum þar sem keppinauturinn fær svo gott tæki- færi til þess að hitta þig. Tíðni rot- högga er því innan við 1% í áhuga- mannahnefaleikum. Þannig að þessi íþrótt sem við erum að kynna núna er allt önnur en sú sem var bönnuð árið 1956.“ Hvernig er æft á Íslandi? Öll sýning, kennsla og keppni á hnefa- leikum er bönnuð á Íslandi. Þetta hefur vissulega verið steinn á vegi þeirra 12 pilta sem eru á leið til Minnesota í Bandaríkjunum til þess að keppa við samsvarandi áhugamannahóp þar þann 23. mars næstkomandi. Til að aðstoða þá við und- irbúninginn voru fengnir hingað til lands þrautreyndir bandarískir þjálfarar, þeir Chuck Horton og Bill Plum. Horton er m.a. fimmfaldur Golden Glove-meist- ari. Það hefur ekki reynst auðvelt verk fyrir Banda- ríkjamennina að undirbúa íslenska liðið þar sem starfsgrein þeirra er ólögleg hér á landi. „Það er bara ein skilgreining yfir allar tegundir hnefaleika á Íslandi. Við höfum æft, menn hafa fengið leiðbeiningar og kennslu upp frá myndbandsspólum. Menn hafa ver- ið að æfa sig og ég líka, ég er sjálfur með þjálfunarréttindi og strákarnir hafa hermt eftir og annað. Það eru þær aðferðir sem við höfum þurft að styðjast við. Við höfum ekki mátt fara út í lögbrot.“ Kickbox er lögleg íþróttagrein hér á landi. Munurinn á því og ólympískum hnefaleikum er víst ekki svo ýkja mikill, nema auðsýni- lega að þar er ekki bara leikið með hnefum heldur einnig fótum. Er þá í lagi að æfa hnefaleika á Íslandi ef keppendur sparka í hvor annan annað slagið? „Það er enginn sem getur skil- greint hnefaleika út frá æfingum með höndunum. Í kickboxi er t.d. hægt að byrja á því að kenna mönn- um tökin á efri skrokknum og fara svo út í neðri skrokkinn eftir 2–3 ár. Þjálfarar ráða því sjálfir hvaða að- ferðir þeir nota.“ En hvernig er það með íslenska hópinn, eru þetta efnilegir hnefa- leikakappar? „Chuck segir suma þessara stráka vera með styrkleika á við þá bestu sem hann hefur séð í áhugamannahnefaleikunum úti, þannig að ef það er ekki fram- bærilegt þá veit ég ekki hvað. Þeir eru tæknilega séð ekkert verri. Þeir eru ekki með minna hjarta, þeir eru ekki með veikari skrokka né minni hug. Eina sem skilur að er keppnis- reynslan og það er ekkert sem segir að við verðum ekki búnir að krækja okk- ur í hana ef við fáum bara að byrja einhvern tím- ann á því.“ Er stefnt á sigur þarna úti? „Við erum fyrst og fremst að vonast eft- ir sigri fyrir íslenska áhugamannahnefa- leika. Annað förum við ekki fram á núna. Við ætlum bara að standa okkur og koma reistir til baka,“ segir Guðjón Vilhelm, ólöglegur íþróttamaður á þessu landi, að lok- um. Morgunblaði/Þorkell Jón Páll Leifsson, Salvar Halldór Björnsson, Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson, Yevgen I. Stroginov, Barði Stef- ánsson, Þórður Sævarsson, Bjarki Bragason, Þórir Fannar, Arnar Bjarnason, Gunnar Óli Guðjónsson, Skúli Steinn Vilbergsson, Róbert Már Jóhannsson, Stefán Breiðfjörð Gunnlaugsson og Daði Ástþórsson. 1% rothögg Það er erfitt að vera áhugamaður um hnefa- leika á Íslandi. Birgir Örn Steinarsson hitti Guðjón Vilhelm og rakst á ranghugmyndir sínar varðandi þessa íþróttagrein. Morgunblaði/Þorkell Íslenskur áhugamaður í loftæfingum. 12 íslenskir hnefaleikamenn halda til leika í Bandaríkjunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.