Morgunblaðið - 08.02.2001, Page 66

Morgunblaðið - 08.02.2001, Page 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Rollin Limp Bizkit Dont Tell Me Madonna Love Dont Cost A Thing Jennifer Lopez Spit It Out Slipknot Road Trippin Red Hot Chili Peppers My Generation Limp Bizkit Gravel Pit Wu Tang Clan Shiver Coldplay Last Resort Papa Roach Farðu í röð Botnleðja Man Overboard Blink 182 Dadada Ding Dong & Naglbítarnir Lítill fugl 200.000 Naglbítar Trouble Coldplay Stan Eminem & Dido Testify Rage Against the Machine Independent Women Destinys Child Again Lenny Kravitz Dont Mess With My Man Lucy Pearl My Love Westlife Vikan 1.2. - 7.2. http://www.danol.is/stimorol Skráning er í síma 565 9500 www.hradlestrarskolinn.is HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Lestrarhraði þátttakenda á námskeiðum rúmlega fjór-faldast að jafnaði og eftirtekt batnar. Öllu námi og öllum stjórnunarstörfum fylgir mikið lestrarálag. Þeir sem eru fljótastir ná bestum árangri. Hvert stefnir þú? Ef þú stefnir hátt skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 13. febrúar. ÞETTA VAR sá tími þegar menn voru með sítt að aft- an, og vart fannst sú flík sem ekki hafði axlarpúða. Þetta voru þau ár þegar Michael Jackson og Duran Duran sungu sig inn í hjörtu ungmenna um allan heim með dúnmjúkum popplögum. Þetta var upp- haf 9. áratugarins og nú hafa nemendur Verslunar- skóla Íslands tekið sig til og frumsýna í kvöld söng- leik um þessi broslega hall- ærislegu ár Sodastream og fótanuddtækja. Lyklabarn á tímaflakki Þetta er í 69. sinn sem Nemendamót Verslunar- skólans, eða Nemó, er haldið og sýna þeir í ár dans- og söngvaleik- inn Wake me up before you go go. „Sagan fjallar um Tomma sem er 17 ára sonur einstæðrar móður,“ segir Gunnar Helgason sem er nú að leikstýra Nemendamótsupp- færslu annað árið í röð. „Honum finnst mamma sín afskaplega leið- inleg og fer því, eins og von er, að þreytast á samvistum með henni. Þegar honum gefst síðan kostur á að ferðast aftur í tímann þá grípur hann tækifærið og fer aftur til árs- ins 1984, þegar hann var sjálfur tveggja ára, og reynir að hindra foreldra sína í að skilja í þeirri von að gera framtíð sína, eða öllu held- ur nútíð, bærilegri. En eins og vænta má hafa ferðalög Tomma síðan ófyrirsjáanlegar og æði spaugilegar afleiðingar í för með sér.“ Hópur hæfileikafólks „Mér finnst mjög gott að vinna með þessum hópi og finnst þau reyndar alveg ótrúlega þroskuð og efnileg – ég var að minnsta kosti ekki svona þroskaður þegar ég var 17 ára!“ segir Gunnar og hlær. Hann segir nemendurna ráða mjög vel við hlutverkin, þó krefjandi séu: „Það koma einmitt margir efnilegir krakkar í Verslunarskólann til þess að geta tekið þátt í Nemendamóts- uppfærslunni, því hér gefst þeim sem hafa hæfileika á sviði dans- og sönglistar mun betra tækifæri til að spreyta sig á þeim sviðum en þeir gætu við aðra skóla.“ Fjöldinn allur af nemendum kemur nálægt sýningunni og er valinn maður í hverju hlutverki og sumir jafnvel með ágætis leikhús- feril að baki þrátt fyrir ungan ald- ur. Nítján leikarar stíga á svið og fara þar fremst í flokki Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem leikur að- alsöguhetjuna Tomma, Valdimar Kristjónsson sem leikur hlutverk Hauks, föður Tomma, og Rakel Sif Sigurðardóttir sem leikur Lindu, móður Tomma. Til viðbótar leik- urunum eru 18 dansarar, og þá eru ótaldir allir þeir sem vinna bak- sviðs: 8 sviðsmenn, 4 ljósamenn og 12 manns sem sjá um förðun og búninga. Frumsaminn söngleikur Nemendunum til halds og trausts eru heldur engir aukvisar. Gunnar Helgason sem landsmönn- um er að góðu kunnur leikstýrir verkinu, tónlistargúrúinn Jón Ólafsson stjórnar tónlistinni og Guðfinna Björnsdóttir hefur um- sjón með dansatriðunum. Verkið er samið af Hallgrími Helgasyni sem íslenskaði þá fjöl- mörgu slagara sem fluttir eru í söngleiknum og ber þar að líta titla á borð við Við teljum niður („Final countdown“) og Komdu með að dansa gó gó („Wake me up before you go go“). Þegar Gunnar var sjálfur 17 Það er ekki laust við að slái roða á kinnar honum þegar Gunnar seg- ist sjálfur hafa verið 17 ára er 9. áratugurinn gekk yfir og fór hann að eigin sögn síður en svo varhluta af tískustraumum tímabilsins. Hann hefur því eflaust átt í litlum vandræðum með að hjálpa leikur- unum að túlka anda þessara ára þegar Nokia var best þekkt fyrir stígvélagerð, þegar spilakassar með Pac-man og breik-íspinnar voru upp á sitt besta og Gleðibank- inn var í þann mund að fara að sigra Evrópsku söngvakeppnina. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þau brosa að vonum út að eyrum á skemmtilegri sýningu, þau Hallgrímur Helgason handritshöfundur, Jón Ólafsson tónlistarstjóri, Guðfinna Björnsdóttir danshöfundur og Gunnar Helgason leikstjóri. Verslingar með sítt að aftan Á Nemendamóti í ár flytja Verslingar söng- leikinn Wake me up before you go go eftir Hallgrím Helgason. Ásgeir Ingvarsson leit inn á æfingu og ræddi við Gunnar Helgason leikstjóra um lakkrísbindi og bleik jakkaföt. Nemendamót Verslunarskólans sýnir Wake me up before you go go Þau lifa sig inn í sykursætan anda 9. ára- tugarins: Þorvaldur Kristjánsson, Védís Árnadóttir, Sigurður Hjaltason og Rakel Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.