Morgunblaðið - 11.02.2001, Page 21

Morgunblaðið - 11.02.2001, Page 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 21 Ný förðunarlína Kynnist nýstárlegri förðunarlínu þar sem hægt er að kaupa fyllingar á varaliti, blýanta, kinnaliti og augnskugga hjá útsölustöðum Kanebo. Útsölustaðir: Andorra, Strandgötu 32, Sara, Bankastræti 8, Hagkaup, Kringlunni, Smáranum og Spönginni, Fína, Mosfellsbæ, Para- dís, Laugarnesvegi, Lyf og heilsa, Austurstræti og Glerártorgi, Tara, Akureyri, Synrtistofa Ólafur, Selfossi. vefi og í reynd tengla í hvaðeina sem gagnast má áhugafólki um leikrita- og handritsgerð. Þar eru jafnframt birtir allir ís- lenskir samningar um leikið efni við leikhús og ljósvakamiðla. Þar er einnig Fléttan, vett- vangur til umræðu um leikritun og handritsgerð. Í Fléttunni eru birtar fréttir, greinar um leik- ritun og handritagerð, tilvitnanir í íslensk leikskáld o.m.fl. auk þess sem þar verður lifandi umræðu- vettvangur. Jafnframt því sem vefurinn verður opnaður verður þess minnst að um þessar mundir eru liðin 25 ár síðan fyrstu heildar- samningar leikritahöfunda við Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur voru undirritaðir. Slóðin á vef Leikskáldafélags Íslands er http://www.leikskald.is NÝR vefur Leikskáldafélags Ís- lands var opnaður á föstudag við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi að Dyngjuvegi 8. Svava Jakobsdóttir rithöfundur opnaði vefinn og Benóný Ægisson leikritahöfundur útskýrði vefinn og fletti upp í honum fyrir viðstadda. Vefur Leikskáldafélagsins geymir kynn- ingu á félaginu og starfi þess, og birtir fundargerðir frá aðal- og stjórnarfundum. Þar eru jafn- framt stuttar kynningar á félag- inu á fimm tungumálum öðrum en íslensku, þ.e. ensku, dönsku, þýsku, frönsku og spænsku. Á vefnum má finna kynningu á íslenskum leikskáldum og verkum þeirra. Leikverkaskrár eru þar og mikill fjöldi tengla á heimasíð- ur leikskálda, leikhúsa, erlendra leikskáldafélaga, leikrita- og handritsnámskeiða, kvikmynda- Morgunblaði/Þorkell Svava Jakobsdóttir opnar vefinn. Árni Ibsen fylgist með. Leikskáldafélagið opnar vefsíðu FÉLAG um Listaháskóla Ís- lands efnir til félagsfundar á miðvikudag kl. 20 í húsnæði Listaháskóla Íslands, Laugar- nesvegi 91. Fjallað verður um framtíðarskipan Listaháskóla Íslands og húsnæðismál hans. Hjálmar H. Ragnarsson rektor lýsir þróun deilda inn- an skólans, m.a. tónlistar- deildar og hönnunardeildar, og svarar spurningum þar að lútandi. Fulltrúar félagsins í stjórn munu fjalla um hús- næðismálin. Farið verður í saumana á skýrslu Björns Hallssonar um húsnæðismál Listaháskólans og að því búnu verða almennar umræð- ur. Fundur um húsnæðismál Listaháskóla Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.