Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 23
1 " %" & "# " ()"$ % $%% ' 23'4 56 %  " ()"$ % $3%% % 7(  " ()"$ % $%% '  %&   '  ( ) ( (  ( -""% % 7(  " " %" &       .          .    /  8    . .          .    /  8    4    8 8      /       8      /   8  / %&   '  *(  *( -""% % 7(  "%%%" &"      .8/  . 8/   .     ./   .   9:;< =1>;* -**9-     /    .  .//  .  88/ Innanlandsflugið leggst af í núverandi mynd Jón Karl Ólafsson telur að innanlandsflugið muni leggjast af í núverandi mynd ef það verð- ur flutt til Keflavíkur. Vísar hann í því efni til Noregs þar sem fjórðungs samdráttur varð í innanlandsflugi við flutning þess á Gardermo- en-flugvöll fyrir utan Ósló. „Við vitum að það eru til ódýrari kostir en að fljúga en styrkur innanlandsflugsins hefur byggst á því að þá er fólkið fljótt í förum. Samkeppnisstaðan versnar mjög þegar það forskot er frá okkur tekið,“ seg- ir Jón Karl. Reiknað hefur verið út að flugtími lengist að meðaltali um 5 mínútur á hvorri leið, við flutn- ing miðstöðvar innanlandsflugsins til Keflavík- ur, akstur flugvélar á flugvelli myndi lengjast um 6 mínútur og akstur að flugvelli aukast um 40 mínútur á hvorri leið. Þetta lengir ferðina um 51 mínútu og samtals 102 mínútur fram og til baka. Kostnaður við flugrekstur í Keflavík verður því mun meiri en í Reykjavík. Áætlar Jón Karl að þarna muni 5–10% og að það muni augljós- lega hafa í för með sér hækkun fargjalda í inn- anlandsfluginu. Flugfélag Íslands er sem kunn- ugt er að mestu í eigu Flugleiða sem reka umfangsmikla starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Hugsanlegt er talið að hægt sé að samnýta þá aðstöðu sem fyrir er á vellinum og spara með því fjármuni. Við þetta bætist að áhrif veðurs á innanlands- flugið verða meiri, þegar farþegar þurfa að fara um lengri veg að flugvelli. Jón bendir á að oft þurfi að sæta lagi til að fljúga á ýmsa staði. „Það kemur fyrir að breyta þurfi áætlun með litlum fyrirvara og kalla farþega í flug fyrr en reiknað var með. Þegar það tekur lengri tíma fyrir far- þega að koma sér á innanlandsflugvöllinn verð- ur sveigjanleikinn minni,“ segir Jón Karl. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands veltir því fyrir sér hvaða afleiðingar þessi breyting hafi á innanlandsflugið. Farþegar eru nú um 450 þúsund á ári og fara 95% þeirra um Reykja- víkurflugvöll. Ímyndar hann sér að þeim myndi fækka niður í um 300 þúsund, sem þýddi 700 milljóna króna tekjutap. Tap er á þessum rekstri í dag og kostnaður á hvern farþega mun aukast. Hann veltir því fyrir sér hvort nokkur framtíð verði í innanlandsflugi við breytingu sem þessa. Dönsku ráðgjafarnir Ramböll, sem hafa verið að vinna í flugvallarmálum fyrir svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, telja að innanlandsflug- ið muni minnka um fjórðung að meðaltali við flutning til Keflavíkur en byrji síðan að vaxa aftur í sama takti og áður. Telja þeir að farþeg- um til Akureyrar myndi fækka um helming en minna til áfangastaða sem eru fjær. Er þetta heldur minni samdráttur en stjórnendur Flug- félags Íslands hafa ímyndað sér. Stöðug fjölgun farþega Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og áratugum, eins og sést á meðfylgjandi línuriti. Náði farþega- fjöldinn hámarki á árinu 1999. Þá flugu liðlega 450 þúsund farþegar í innanlandsflugi. Á síð- asta ári dró heldur úr aftur, um 6%, en sérfræð- ingar spá áframhaldandi aukningu. Framtíð innanlandsflugsins hefur komið til umræðu í tengslum við flugvallarmálið og sum- ir spá illa fyrir því. Trausti Valsson skipulags- fræðingur segir í samtali við annan blaðamann Morgunblaðsins: „Með bættum vegasamgöng- um hefur flugið farið halloka. Ekki er til dæmis langt síðan flogið var til Stykkishólms, Blöndu- óss og Húsavíkur og nú er Sauðárkrókur að detta út. Er rætt um að líklega muni fjórir stað- ir á landinu verða háðir flugi eitthvað áfram, Ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir og Vest- mannaeyjar.“ Við þetta má bæta löngum lista af stöðum sem hætt er að fljúga til og áhrifum af Hvalfjarðargöngunum sem lengja áhrifasvæði bílsins verulega ef horft er út frá Reykjavík. Einnig stórfelldum búsetubreytingum í þjóð- félaginu, með flutningi fólks af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Jón Karl Ólafsson segir að þrátt fyrir allt þetta, bættar vegasamgöngur, búferlaflutninga af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og fækkun áfangastaða flugfélaganna, hafi farþeg- um í innanlandsflugi fjölgað flest ár síðustu ára- tugi. Meðalfjölgunin hafi verið 3,7% á ári síðast- liðin þrjátíu ár. Vekur hann athygli á því að innanlandsflugið sé eina almenningsfarartækið sem hafi verið í stöðugum vexti á þessum tíma. Nefnir hann breytingar og opnun í viðskiptalíf- inu og dreifingu fyrirtækjanna um landið sem skýringu. Þá vekur hann athygli á því að vega- samgöngur innan svæðanna séu sífellt að batna og það auðveldi fólki að komast í flugið. Telur Jón Karl að ekkert bendi til annars en að áfram verði aukning í farþegafluginu og geri Flug- félagið ráð fyrir 2–3% árlegri aukningu. Erlendir sérfræðingar segja að reikna megi með að innanlandsflugið vaxi tvöfalt meira en þjóðarframleiðsla. Það þýðir að hér ætti að reikna með 8% árlegri aukningu innanlands- flugs en erlendu ráðgjafarnir hafa mælt með að reiknað sé með 4–5% aukningu sem er meira en Flugfélagið þorir að áætla. Ef gert er ráð fyrir 4% árlegri aukningu verður farþegafjöldinn orðinn yfir milljón eftir tuttugu ár, meira en tvöfaldur á við það sem nú er. Nógu langur tími fer í ferðalög Innanlandsflugið er fyrir margar byggðir lykill að búsetu vegna þess að íbúarnir þurfa að sækja mikið til höfuðborgarinnar. Jón Karl áætlar að um 70% af þeim Íslendingum sem nota sér þjónustu innanlandsflugsins séu lands- byggðarfólk og vekur athygli á því að það, um 300 þúsund farþegar, skilji eftir gífurlega fjár- muni í Reykjavík. Smári Geirsson í Fjarðabyggð segir að mun fyrirhafnarmeira yrði að sækja þá þjónustu sem nauðsynlegt er að sækja til Reykjavíkur ef flugið yrði flutt til Keflavíkur. „Það fer nógu mikill tími í ferðalög hjá þeim sem þurfa að sækja í stjórnsýslu til Reykjavíkur þótt ekki bætist við keyrsla milli Reykjavíkur og Kefla- víkur.“ Hann segir að flugvöllur sunnan Hafn- arfjarðar komi frekar til greina en flutningur innanlandsflugsins þangað myndi þó einnig skerða aðgengi landsbyggðarfólks að stjórn- sýslunni og mikilvægum þjónustustofnunum. Rétt er að nefna hér að ekki eru nærri því all- ir íbúar landsbyggðarinnar háðir samgöngum í lofti. Vesturland, vestanvert Norðurland, allt Suðurland og Reykjanes eru innan þess hrings sem gerir mönnum fært að nota bílana. Einnig hluti Vestfjarða og miðhluti Norðurlands. Hringurinn er alltaf að víkka með bættum sam- göngum, eins og bent hefur verið á. Þá má heldur ekki gleyma því að flutningur innanlandsflugsins til Keflavíkur hentar betur þeim farþegum innanlandsflugsins sem eru að fara til útlanda eða koma heim og þurfa ekki að koma við í Reykjavík. Mikilvægur hlekkur í öryggismálum Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu ör- yggishlutverki, ekki síst vegna sjúkraflugs, og hafa Hollvinasamtök Reykjavíkurflugvallar dregið fram ýmsar upplýsingar um það og mik- ilvægi þess að hafa flugvöllinn á núverandi stað af þeim ástæðum. Hafa þau aflað fjölda vott- orða frá sjúkrahúsum úti á landi, landlækni og Landhelgisgæslu. Bera þau öll að sama brunni, álitsgjafarnir telja það rýra öryggi íbúa staða fjarri höfuðborginni ef flugvöllurinn flyst til Keflavíkur. Einar Rafn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austur- lands, vekur athygli á því að sjúkraflug frá Eg- ilsstöðum og flutningur sjúklings á Landspítala við Eiríksgötu taki 60–65 mínútur. Ef flytja þurfi sjúklinginn í gegn um Keflavíkurflugvöll taki flutningurinn 95–110 mínútur og geti því lengst um allt að 45 mínútur eða 75%. Hjá sjúkraflutningaráði kemur fram það álit að Reykjavíkurflugvöllur gegni einstöku og af- ar mikilvægu hlutverki í sjúkraflutningum frá landsbyggðinni til Reykjavíkur og að ekki sé unnt að sjá fyrir sér neina aðra og jafngóða lausn í því efni. Vakin er athygli á því að sjúkra- flugvélar og björgunarþyrlur þurfi sérstakan búnað og með þeim verði að fara sérþjálfað starfslið, það er að segja læknar, hjúkrunar- fræðingar og sjúkraflutningamenn. Nálægð þessa fólks við flugvöllinn sé geysilega mikil- væg. Þá geti flutningstíminn ráðið úrslitum en hann myndi lengjast ef flugvöllur yrði aflagður í Reykjavík. Þess má geta að á árinu 1996 voru farin 347 sjúkraflug á landinu öllu, samkvæmt skýrslu             *! % %!"! %"$ % $%%4  ()"$ % $%% Morgunblaðið/Árni Sæberg MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.