Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI Steinar Jóhannesson, Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði, var málshefjandi umræðunnar og hann benti á í upphafi máls síns að vegna samdráttar í fiskvinnslu hefðu alls 338 verið á atvinnuleysisskrá í janúar sl. Sú tala væri þó í raun enn hærri, því ekki væru þeir taldir með sem féllu undir svokallaða 60 daga reglu sam- kvæmt lögum um greiðslur Atvinnu- leysistryggingasjóðs. „Víða um land eru blikur á lofti varðandi atvinnuöryggi fiskverka- fólks. Rækjuvinnslan á víða í erfiðleik- um, óljóst er um framhald á vinnslu á Rússafiski og sameining fyrirtækja heldur áfram,“ sagði þingmaðurinn og lýsti eftir stefnu stjórnvalda í byggða- málum. Hvernig mætti minnka út- flutning á óunnum fiski og hvort tryggja mætti að íslensk fiskvinnsla fengi ávallt tækifæri til að bjóða í þann fisk sem veiddur væri innan íslensku lögsögunnar. Aðgerðir stjórnvalda hafa veikt stöðu fiskvinnslunnar Árni Steinar velti einnig upp þeirri spurningu hvort gera mætti íslensk- um fiskvinnsluhúsum án útgerðar kleift að eignast kvóta og hvernig mætti tryggja starfsöryggi fisk- vinnslufólksins. Mæltist hann til þess að sett yrði á laggirnar nefnd sem rannsakaði afleiðingar þess að stór at- vinnufyrirtæki eru seld milli byggðar- laga. „Ríkisstjórnin og þar með félags- málaráðherra hafa beitt sér fyrir að- gerðum sem veikja stöðu fiskvinnsl- unnar í landinu og þá sérstaklega stöðu og réttindi verkafólksins. Rýmk- að hefur verið um vegna útflutnings á óunnum fiski með þeim afleiðingum að sá útflutningur hefur aukist stórlega.“ Árni sagði að ekki yrði fram hjá því litið að reglugerð félagsmálaráðherra frá árinu 1995 hvetji fyrirtæki til þess að stöðva fiskvinnslu og velta launa- kostnaðinum yfir á Atvinnuleysis- tryggingasjóð. Velti hann því upp hvort komið hefði til tals að auka byggðakvótann eða byggðatengja með einhverjum hætti veiðiheimildir til þess að skapa sjávarbyggðum aukið öryggi og hvort komið hefði til greina að skilgreina ákveðin svæði sem sér- stök byggðaþróunarsvæði svo heimilt yrði að beita styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífinu þar. „Við getum ekki unað við það að landsbyggðin lúti algjörlega lögmálum peningamagnsins og aðeins sé látið ráðast hvernig mál þróast í þessum efnum,“ sagði Árni Steinar ennfrem- ur. Ráðherra segir vandann fyrst og fremst staðbundinn Páll Pétursson félagsmálaráðherra taldi að dregin væri upp fullsvört mynd af ástandinu og benti á atvinnu- leysistölur máli sínu til stuðnings. Ráðherra upplýsti að atvinnuleysi í janúar sl. hefði numið 1,6%, en í des- ember sl. hefði það verið 1,3%. Í jan- úar 2000 hefði það hins vegar numið 2,6% eða einu prósenti lægra atvinnu- leysi hefði verið í janúar á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Skráðir atvinnu- lausir sl. miðvikudag í atvinnugrein- inni vinnsla sjávarafurða hefðu verið 312 talsins og því hefði þeim heldur fækkað frá síðustu mánaðamótum. Hitt væri rétt að enn væri að tínast inn á listann fólk á uppsagnarfresti og því kynni atvinnulausum að fjölga eitt- hvað. Ráðherra sagði að fyrst og fremst væri um staðbundinn vanda að ræða. Ástandið væri alvarlegt á þremur til fjórum stöðum, hann hefði heimsótt þá staði sem verst væru settir og boðið fram það sem félagsmálaráðuneytið hefði ráð á, þ.e. átaksverkefni og eða námskeiðahald. Þessu hefði verið vel tekið, þegar væri farið af stað átaks- verkefni í Bolungarvík og námskeið og þar væri sérstakur vinnuhópur að störfum í þessum tilgangi og í Vest- mannaeyjum hefði verið óskað eftir tilnefningum í slíkan vinnuhóp en starfsmenntunarátak væri þar einnig í vændum. Kvóti bundinn við sveitarfélög? Þá sagði hann ákveðið að ráðið yrði í fullt starf hjá Svæðisvinnumiðlun Suð- urlands í Vestmannaeyjum til umsýslu og ráðgjafar enda væri vandinn mest- ur þar í bæ. Frá Húsavík bærust þær góðu fréttir að líkur væru til þess að Harðviður hf. hæfi starfsemi að nýju, í það minnsta tímabundið, til þess að ljúka við óunnið hráefni. Þar kæmi m.a. að málum Atvinnuleysistrygg- ingasjóður, en átta störf sköpuðust við verkefnið í alls þrjá mánuði. Þá væru uppi hugmyndir um fleiri verkefni norður þar, t.d. við hvalaskoðunina sem væri mikill vaxtarbroddur í at- vinnulífi Húsvíkinga. Á Ólafsfirði væri að fara í gang aftur saltfiskvinnsla og þá ætti að léttast róðurinn þar. Unnið væri að því að koma rækjuverksmiðjunni Pólum aft- ur í gang á Siglufirði. „Það er rétt að hafa í huga að þessi vandi er að sumu leyti heimatilbúinn,“ sagði Páll. „Frá Bolungarvík er ein- ungis unninn þriðjungur þess botn- fiskafla sem þar er landað. Litlu meira er unnið af lönduðum fiski í Vest- mannaeyjum en á fiskiskipum þeirra eru 60 aðkomumenn.“ Hann sagði að tryggingarsjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga hefði möguleika á því að styrkja fólk við at- vinnuháttabreytingu. Hann hefði hreyft þeirri hugmynd að binda hluta kvótans við sveitarfélögin í sjávar- byggðunum, m.a. til þess að tryggja atvinnuöryggi. Sjávarpláss drúpa höfði Þingmenn Vestfirðinga voru áber- andi við umræðuna og fyrstur þeirra tók til máls Karl V. Matthíasson, sem nú er orðinn 2. þingmaður kjördæm- isins eftir brotthvarf Sighvats Björg- vinssonar af þingi. Karl sagði algjörlega óviðunandi að fiskverkafólk þyrfti að lifa við þær að- stæður að hægt væri að senda það heim í sextíu daga á ári á lægstu laun- um vegna hráefnisskorts. Sextíu dag- ar væru stór hluti eðlilegs vinnudaga- fjölda á ári hverju. „Við vitum að svona margir dagar á ári án bónuss og yfirvinnu halda fólki á bágum kjörum og þetta er alvarleg staða,“ sagði hann. Karl lagði áherslu á að Byggða- stofnun, sem eigandi verksmiðjunnar, legði allt kapp á að hæfir menn kæmu að málum svo rekstrarumhverfið yrði öruggt. „Dapurleiki atvinnuleysisins er al- varlegur og á það bæði við um ein- staklinga sem atvinnulausir eru og einnig þau byggðarlög sem búa við at- vinnuleysi. Það er orðin eyðibyggða- stefna og ekkert annað þegar heilu sjávarplássin upp á þúsundir íbúa, svo sem í Vestmannaeyjum og Bolungar- vík og víðar eru farin að drúpa höfði í þjáningu vegna fiskveiðistjórnunar- stefnu íslenskra stjórnvalda,“ sagði Karl. Jafngildir að 10.000 væru atvinnulausir í Reykjavík Einar K. Guðfinnsson, 1. þingmaður Vestfirðinga og sjálfstæðismaður, sagði ástandið grafalvarlegt. Um væri að ræða atvinnuleysi af óþekktri stærðargráðu sem skollið hefði yfir með skelfilegum afleiðingum. „Hugsum okkur ástandið í byggð- arlagi þar sem fólk hefur unnið daginn út og daginn inn að fiskvinnslu, en stendur síðan skyndilega frammi fyrir hræðilegri óvissu vegna lokunar fyr- irtækja, gjaldþrota og atvinnubrests,“ sagði hann. Einar sagði að ekki væri verið að tala um neinar smátölur í þessu samb- andi; yfir 90 manns hefðu orðið at- vinnulausir á einni nóttu í Bolungarvík eftir gjaldþrot rækjuvinnslunnar Nasco sem svaraði til um 9% af íbúa- fjöldanum og væri hliðstætt því að 10.000 manns væru án atvinnu í Reykjavík um þessar mundir. Hann bætti þó við að atvinnulausum hefði fækkað í Bolungarvík af ýmsum ástæðum, en eftir stæði skelfilegur vandi sem finna þyrfti lausn á til fram- búðar. „Við svona aðstæður eru íslensku fiskverkafólki bjargirnar bannaðar. Atvinnulíf er fábreytt, það er ekki í önnur hús að venda og afl hins op- inbera við atvinnuuppbyggingu hefur farið í það að stuðla að nýjum atvinnu- möguleikum, utan landsbyggðarinnar. Það er því eðlilegt að fólki finnist við þessar aðstæður að það sé verið að senda því þau skilaboð að flytja sig um set – fara suður strax.“ Stjórnvöldum ekki um að kenna Fleiri tóku til máls í umræðunni, m.a. Guðjón Arnar Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, og mótmælti hann þeim orðum félagsmálaráðherra að um heimatilbúinn vanda væri að ræða. Ólafur Örn Haraldsson, Framsókn- arflokki, varaði menn við að mála of dökka mynd af ástandi mála og ekki væri hægt að kenna byggðastefnu stjórnvalda um hvernig komið væri. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, tók undir að margar ástæður væru fyrir bágri stöðu margra byggðarlaga. Slæm staða í sjávarútvegi bættist við afturför í öðr- um atvinnugreinum á landsbyggðinni, þar sem einkavæðing almannaþjón- ustunnar hefði leitt til umtalsverðs samdráttar á undanförnum árum, t.d. með því að pósthúsum og símstöðvum hefði verið lokað og dregið úr starf- semi banka, verslana og skyldrar starfsemi. Næst kæmi svo einkavæðing Landssímans með tilheyrandi kjafts- höggi fyrir landsbyggðina. Lúðvík Bergvinsson, Samfylking- unni, taldi að heimild fiskvinnslufyr- irtækja til að senda starfsfólk heim vegna hráefnisskorts ætti ekki við nú á dögum og Árni Johnsen, Sjálfstæð- isflokki, sagði að þá grundvallarkröfu ætti að gera til sjávarútvegsins hér á landi að jafnvægi væri milli veiða og vinnslu. „Veiðar verða að metta atvinnuþörf- ina í landinu,“ sagði Árni. Undir lokin sagði Kristinn H. Gunn- arsson, þingmaður Framsóknar- flokksins og formaður stjórnar Byggðastofnunar, að óskað hefði verið eftir aukningu byggðakvóta úr 1.500 í 3.000 tonn. Úthlutun hans hefði tekist vel og ástæða væri til þess að fikra sig áfram eftir þeirri braut sem þar var lögð. Einnig hefði stofnunin velt fyrir sér að teknir verði upp beinir styrki til atvinnusköpunar á landsbyggðinni. Umræða utan dagskrár um atvinnuöryggi fiskverkafólks á landsbyggðinni Ástandið óviðunandi Þingmenn voru sammála um að vandi ýmissa sjávarbyggða væri mjög alvarlegur, er málefni fiskverkafólks voru rædd á Alþingi í gær. Sumir töldu þó fulldökka mynd dregna upp af ástandinu. Morgunblaðið/Golli Hlustað á umræður á Alþingi. Frá vinstri: Rannveig Guðmundsdóttir, Lúðvík Bergvinsson og Bryndís Hlöðvers- dóttir. Í baksýn má sjá Tómas Inga Olrich og Pétur Blöndal. FIMM þingmenn stjórnarandstöð- unnar hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 66/1995. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins er Guðmundur Árni Stef- ánsson, Samfylkingunni, en það er afar stutt og tekur aðeins til viðbóta við 1. málsgrein 53. laganna. Nýr málsliður bætist þar við, svohljóðandi: „Heimildir, undan- þágur eða tilraunastarfsemi sam- kvæmt þessari málsgrein geta þó aldrei falið í sér að sveitarstjórnir framselji öðrum ábyrgð og fram- kvæmd skólastarfs og kennslu.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir að ljóst sé af nýlegum svörum menntamálaráðherra á Alþingi að hann hyggist leyfa að skólastarf í nýju íbúðarhverfi í Hafnarfirði verði boðið út eins og hver önnur atvinnustarfsemi og ábyrgð og framkvæmd þess falin þeim sem best býður. Flutningsmenn frum- varpsins séu algerlega andvígir því að þannig sé að farið og telji afar hæpið að hægt sé að túlka heimildir í 1. mgr. 53. gr. grunnskólalaga þannig að slíkt rúmist innan ramma laganna. Með frumvarpi þessu séu tekin af öll tvímæli um skyldu og ábyrgð sveitarstjórna til að bera sjálfar alla ábyrgð á kennslu og fram- kvæmd skólastarfs í grunnskóla. Frumvarp um breytingu á grunnskólalögum Sveitarstjórnir geti ekki framselt ábyrgð STEINGRÍMUR J. Sigfússon,formaður Vinstri hreyfingarinn-ar-græns framboðs, hefur gert forsætisráðherra fyrirspurnir í tvennu lagi á Alþingi og varða þær stjórnarskrá íslenska lýð- veldisins. Í hinni fyrri er lagt út af 26. greinstjórnarskrárinnar og spurt hvort forsætisráðherra hyggist beita sér fyrir því að settar verði reglur um fram- kvæmd kosninga, þjóðarat- kvæðagreiðslu, sem tiltækar væru ef til þess kæmi að forseti Íslands beitti ákvæði 26. gr. stjórnarskrárinnar og synjaði staðfestingar á lögum. Í síðari spurningunni er komið að skipan stjórnarskrárnefndar og spurt hvort ráðherra hyggist skipa að nýju nefnd sem vinni að áframhaldandi endurskoðun stjórnarskrárinnar. Einnig er óskað svara við því hvaða kaflar, greinar og efnisatriði stjórnar- skrárinnar ráðherra telji helst þörf á að yfirfara eða endur- skoða í ljósi aðstæðna og alþjóð- legrar réttarþróunar. Fyrirspurnir um stjórnarskrármál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.