Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ LOÐNULEIÐANGRI hafrann- sóknaskipsins Árna Friðrikssonar RE er nú lokið og gerir Hjálmar Vil- hjálmsson leiðangursstjóri ráð fyrir að tillögur um endanlegan loðnukvóta vertíðarinnar liggi fyrir eftir helgi. Hjálmar segir mikið af loðnu á mið- unum fyrir austan land en hún haldi sig enn sem komið er í landgrunnsk- antinum í Litladýpi, vestur af Hval- bak. „Ég á hins vegar ekki von á öðru en að hún fari að koma upp á land- grunnið hvað úr hverju. Það eru víða torfur vestur af Hvalbak, mikið af hval og fugli í þeim, sem þýðir venju- lega að það er mjög stutt í að hún fari að taka strikið upp í fjörurnar. Þó gæti það ekki orðið fyrr en eftir helgi. Hún er nokkuð seinna á ferðinni en oft áður en þó eru fordæmi fyrir því að hún hafi ekki gengið upp á grunnið fyrr en undir lok febrúar. Eins hlýtur sú loðna sem heldur sig fyrir vestan land að fara að koma nær landi.“ Hjálmar segir að hrognafyllingin í loðnunni sem landað var síðast hafi verið um 12,5–13%. Hann segir að loðnuskipin hafi lítið getað aðhafst síðasta sólarhringinn vegna veðurs. Eins hafi loðnan staðið djúpt, nánast lagst alveg niður á botn. „Það orsak- ast trúlega af því að þarna er mjög mikill straumur og þá leitar hún gjarnan niður að botni í fallinu, að því er virðist hreinlega til að halda sjó,“ segir Hjálmar. Bræla á miðunum Stór hluti loðnuskipaflotans er fyr- ir austan og hefur verið góð veiði í flottrollið. Til dæmis fyllti Jón Kjart- ansson SU sig á rúmum sólarhring en lítið sem ekkert hefur fengist í grunn- nótina. Veðrið er farið að setja strik í reikninginn á ný og er spáin ekki góð næstu daga. Huginn VE fékk loðnu hjá Faxa RE á loðnumiðunum fyrir austan land. Tillögur um kvóta gerðar eftir helgi Loðnurannsóknaleiðangrinum lokið AUKINN þrýstingur er nú á dönsk og sænsk stjórnvöld að banna reknet í Eystrasalti til að koma í veg fyrir smáhvaladráp. Danskur þingmaður á Evrópu- þinginu, Torben Lund, safnar nú undirskriftum á meðal þingmanna um að krefjast þess að stjórnvöld við Eystrasaltið og framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins grípi til aðgerða til að vernda hvalina. Um 7.000 grindhvalir drepast árlega í fiskinetum í Eystrasalti og hefur Lund hvatt ESB til þess að höfða mál á hendur Dönum til að fá fram bann við notkun rekneta. Það hefur ekki fengist í gegn og Franz Fischler, sem fer með fiskveiðimál í framkvæmdastjórn ESB, hefur einnig hafnað því að láta bann við reknetum, sem tekur gildi á næsta ári á nær öllu veiðisvæði ESB þjóða, ná til Eystrasalts. Hins vegar áminnti hann aðild- arríkin nýverið um að þau yrðu að halda í heiðri ákvörðun ESB frá 1992 um að tryggja tegundum í út- rýmingarhættu trygg svæði. Höfr- ungar og grindhvalir eru sagðir í hættu þar sem þeir drepist lendi þeir í reknetum. Náttúruverndarsamtök Dan- merkur fagna áminningu Fischlers sem þau telja stórt skref í rétta átt. Vilja vernda hvali með banni rekneta Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FORSETI og forsætisráðherra Frakklands, Jacques Chirac og Lion- el Jospin, deildu hart um framtíð Korsíku á ríkisstjórnarfundi í fyrra- dag. Fundinum var slitið eftir einung- is 30 mínútur, eftir að Chirac neitaði að taka til umræðu frumvarp Jospins um að Korsíkubúum verði veitt tak- mörkuð sjálfstjórn. Áður hafði Rík- isráðið, æðsta dómsvald Frakklands, varað við því að frumvarpið kynni að brjóta í bága við stjórnarskrána. Chirac fór fram á það á þriðjudag að afgreiðslu frumvarpsins yrði frest- að þar til málið hefði verið kannað of- an í kjölinn, en Jospin hafnaði því og sagði það vera hlutverk þingsins að leggja dóm á réttmæti frumvarpsins. Það er óvenjulegt að forseti neiti að taka frumvarp til umræðu á ríkis- stjórnarfundi, og margir telja þetta vísbendingu um að spenna milli Chir- acs og Jospins sé farin að aukast vegna forsetakosninganna á næsta ári. Fastlega er búist við að Jospin bjóði sig þá fram gegn Chirac. „Stríð milli forsetans og forsætisráðherrans“ Samskipti hægrimannsins Chiracs við vinstrimanninn Jospin hafa hing- að til gengið stórátakalaust, en ýmsir telja sig nú sjá merki þess að valda- barátta þeirra fari harðandi. „Það rík- ir nú stríð milli forsetans og forsætis- ráðherrans,“ segir í vinstrisinnaða dagblaðinu Liberation. Frumvarpi Jospins er ætlað að koma til móts við þjóðernissinna á Korsíku og afstýra frekari ofbeldisverkum aðskilnaðar- sinna á eyjunni. Ýmsir óttast þó að þetta gæti verið varasamt fordæmi, sem gæti gefið aðskilnaðarsinnum í öðrum héruðum Frakklands byr und- ir báða vængi. Ágreiningur er um frumvarpið meðal stjórnarflokkanna og innanrík- isráðherrann Jean Pierre Chevenem- ent sagði af sér vegna málsins. Í Le Monde var leitt getum að því að frumvarpið væri fyrsta skrefið í þeim áformum Jospins að auka áhrif forsætisráðherraembættisins á kostnað forsetans. Jacques Chirac og Lionel Jospin takast á Deilt um framtíð Korsíku París. AFP. VONIR um að finna fleiri á lífi í rúst- um húsa, sem hrundu í jarðskjálft- anum í El Salvador á þriðjudag, dvína með degi hverjum en í gær var búið að finna lík 274 manna. Á þriðja þús- und manna slasaðist og um 15.000 hús eyðilögðust eða skemmdust mik- ið. Talið er víst að tala látinna eigi eftir að hækka mikið því að margra er enn saknað. Um 123.000 manns misstu heimili sitt í skjálftanum, sem var 6,6 stig á Richter og kom réttum mánuði eftir fyrri skjálftann, sem var 7,6 stig. Þá létust 827 manns og meira en milljón manna missti heimili sitt. Jarðvísindamenn í El Salvador segja að báðir stóru skjálftarnir að undanförnu hafi átt upptök sín í mis- gengi sem olli miklum jarðskjálfta 1986. Þá týndu 1.400 manns lífi og þúsundir manna slösuðust. Segja þeir einnig að nú sé sprunga skammt frá höfuðborginni, San Salvador, aftur orðin virk og þar hafi mælst 3.400 smáir og meðalstórir jarðskjálftar frá 13. janúar. Vegna þess er mikill ugg- ur í fólki og ótti við nýjar hamfarir. Tala látinna í El Salvador nálgast þriðja hundraðið Óttast nýjar ham- farir AP Maria Luz Ramirez með fimm mánaða gamalt barnabarn sitt í fanginu fyrir framan rústir hússins þeirra í bænum Candelaria, 40 km austur af höfuðborginni, San Salvador. San Salvador. AFP, Reuters. BRESK stúlka, sem var farþegi á báti er varð vélarvana undan strönd eyjunnar Lombok í Indónesíu, sendi á miðvikudag neyðarkall til unnusta síns í Bretlandi með SMS-skilaboðum í gegnum farsíma sinn. Báturinn fannst í gær og til stóð að bjarga bátsverjunum í dagrenningu. Báturinn var á leið frá ferða- mannastaðnum Sengiggi til höf- uðstaðar Lombok-eyjar. Um borð voru átján manns, tíu Bretar, sex Indónesar, Ástr- ali og Nýsjálendingur. Eftir að báturinn varð vélarvana á mið- vikudagsmorgun notaði bresk stúlka, Rebekka Fyfe, farsíma sinn til að senda SMS-texta- skilaboð til unnusta síns í Bret- landi. Unnustinn hringdi til baka og Rebekka útskýrði að bátinn ræki stjórnlaust og bað hann að hafa samband við yfir- völd í Bretlandi og óska eftir að- stoð. Neyðarkall með SMS HANS-Joachim Klein var í gær dæmdur í níu ára fangelsi í Þýska- landi fyrir þátt sinn í gíslatöku á fundi ráðherra OPEC-ríkja árið 1975. Klein, sem er 53 ára gamall, var sakfelldur fyrir þrjú morð og þrjár tilraunir til morðs í gíslatök- unni. Hryðjuverkamaðurinn Carlos, sem einnig er nefndur sjakalinn, skipulagði gíslatökuna. Dómurinn sýknaði Rudolf Schindler, sem var ákærður fyrir aðild að gíslatökunni, vegna skorts á sönnunargögnum. Klein ráðfærir sig hér við lög- fræðinga sína í dómsalnum. AP Klein ráðfærir sig við lögfræðinga sína í dómsal í gær. Klein dæmdur í fangelsi fyrir morð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.