Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Akureyri - Atvinnuhús Þessi húseign við Furuvelli á Akureyri er til sölu. Heild- arstærð er um 1.660 fm og stærð lóðar um 2.300 fm. Húsnæðið er tvískipt, þ.e. framhús, sem er á tveimur hæðum, svo og bakhús sem er á einni hæð. Stað- setning er mjög góð og hentar húsnæðið mjög vel til hvers konar verslunar-, þjónustu- eða atvinnustarf- semi. Upplýsingar hjá fasteignasölunni Eignakjör ehf., Akureyri, sími 462 6441 NÁM í nýrri upplýsingatæknideild hefst við Háskólann á Akureyri næsta haust, en þar verður kennd tölvunar- fræði til BS-prófs. Mark O’Brien er ráðgjafi háskólans við uppbyggingu þessarar nýju deildar og hefur hann sótt um stöðu deildarforseta og pró- fessors við deildina. Hann er eini um- sækjandinn um stöðuna og verður væntanlega gengið frá ráðningu hans á næstu vikum. Mark O’Brien er nú aðstoðardeildarforseti við raunvís- indadeild Háskólans í Nottingham í Englandi. Þorsteinn Gunnarsson rektor Há- skólans á Akureyri sagði að gert væri ráð fyrir að nemendur yrðu 20-30 talsins til að byrja með. Þessi nýja deild við háskólann er sett upp í sam- vinnu við Íslenska erfðagreiningu, en samningar þessa efnis voru undirrit- aðir skömmu fyrir síðustu jól. Mun fyrirtækið að sögn rektors kosta rekstur þessarar deildar að verulegu leyti. Deild af svipuðum toga var kom- ið á fót við Háskólann í Nottingham árið 1986 og þar stunda nú um 1.000 manns nám, þannig að uppbyggingin hefur verið hröð. Gert er ráð fyrir að töluvert samstarf verði milli háskól- anna tveggja, á Akureyri og í Nott- hingham, í kjölfar þessa. Mikill hvalreki „Það er afskaplega ánægjulegt að við höfum náði í svo góðan og færan mann sem Mark O’Brien, það er mik- ill hvalreki,“ sagði Garðar Birgisson forstöðumaður Íslenskrar erfðagrein- ingar á Akureyri. Hann sagði að nám- ið í hinni nýju upplýsingatæknideild yrði metnaðarfullt og myndi standast það besta sem byðist í þessum efnum. Fram kom á fundi þar sem starf- semi hinnar nýju deildar var kynnt að mikil eftirspurn væri eftir fólki með menntun af þessu tagi og hún virtist ekkert vera að minnka. Þess væru jafnvel dæmi að fyrirtæki þyrftu að leita út fyrir landsteinana til að fá nægan vinnukraft. Morgunblaðið/Kristján Hin nýja deild við Háskólann á Akureyri kynnt. F.v. Reynir Eiríksson, framkvæmdastjóri Mekka hugbún- aðarlausna, Mark O’Brien, sem sótt hefur um stöðu deildarforseta og prófessors, Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, Garðar Birgisson, forstöðumaður ÍE á Akureyri, og Helgi Gestsson, lektor við rekstrardeild HA. Samstarf Háskólans og ÍE um nám í upplýsingatæknideild Mark O’Brien, aðstoðardeildarstjóri raunvísindadeildar Háskólans í Nottingham, verður ráðinn deildarforseti við Háskólann á Akureyri VALGERÐUR H. Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu hefur sent bæjarráði Akureyrar erindi, þar sem hún fer fram á leið- réttingu launamismununar sem hún telur sig hafa orðið fyrir sem jafnréttis- og fræðslufulltrúi á ár- unum 1991-1995. Valgerður sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa reiknað það út hversu mikla peninga þarna væri um að ræða en þó einhverjar milljónir króna. Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi sínum í gær og þar var bæj- arstjóra og bæjarlögmanni falið að taka saman greinargerð um málið sem verður lögð fyrir næsta fund bæjarráðs, á fimmtudag í næstu viku. Valgerður sagðist hafa gefið bæjarráði frest til næsta mánu- dags til að svara erindi sínu. „Þeir eru búnir að hafa 10 ár og mér finnst það orðið ágætt. Ég er ekki að fara fram á að bæjaryfirvöld gefi mér endanlegt svar en vil heyra frá þeim eftir helgi. Ég þarf á upplýsingum frá þeim að halda til að geta reiknað þennan mun út en einhvern tíma höfðum við þó fengið út að þessi munur væri í kringum þrjár milljónir króna.“ Valgerður sagðist ekki vita hvort grein Kristjáns Þórs Júlí- ussonar bæjarstjóra í Morgun- blaðinu í vikunni væri svar en þar segi hann um hið svokallaða Ragn- hildarmál að ekki væri um for- dæmismál að ræða nema í algjör- lega sambærilegu máli. „Ég álít að mitt mál sé algjörlega sambærilegt við mál Ragnhildar. Að þeirri nið- urstöðu höfðu bæjaryfirvöld kom- ist árið 1998 og bæri því að leið- rétta laun okkar beggja þess vegna. Bæjaryfirvöld voru að ganga til samninga við okkur þeg- ar skyndilega var hætt við, vegna bæjarstjórnarkosninga og meiri- hlutaskipta.“ Valgerður fer fram á að fá greiddan þann mismun sem var á launum hennar og launatengdum greiðslum umræddan tíma og þeim sem greidd voru til þeirra karla sem gegndu starfi atvinnumálafull- trúa þann sama tíma og eðlilega vexti af upphæðinni. Fyrrverandi jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar Fer fram á fulla leiðréttingu vegna launamismununar „KVEÐJUR“ nefndi Davíð Stefánsson þriðju ljóðabók sína, sem hann sendi frá sér ár- ið 1924, þá 29 ára að aldri. Ljóð- in úr þessari bók skáldsins frá Fagraskógi ætlar Erlingur Sig- urðarson, forstöðumaður Húss skáldsins, að flytja í Davíðs- húsi, Bjarkarstíg 6, á föstu- dagskvöld, 16. febrúar. Dag- skráin hefst kl. 20.30, en húsið verður opið kl. 20–22. Ljóðakvöld í Davíðs- húsi FRÁ huga til handar er yfirskrift sýningar sem opnuð var á Amts- bókasafninu á Akureyri um helgina, en hún stendur til 15. mars næstkomandi. Yfirskrifin á að vísa til lestrar almennt, bækur miðla hugsun, boðun og trú til þess sem les þær frá þeim sem ritar. En á milli þess sem miðlar og þess sem tekur við á sér stað heilmikið ferli. Á sýningunni er saga prents og bókaútgáfu á Íslandi í sviðsljósinu með sérstakri áherslu á útgáfu Biblíunnar. Þetta er löng og fjöl- breytileg saga sem snert hefur alla þætti íslensks samfélags og mótað það. Sagan er dregin fram með margvíslegum hætti. Þar eru gamlar Biblíuútgáfur til sýnis og gerð grein fyrir þeim. Munir sem varðveist hafa úr sögu prentiðn- aðarins í tímans rás eru einnig til sýnis og notkun þeirra skýrð. Þá er í máli og myndum tvinnuð sam- an útgáfusaga Biblíunnar og þró- un prentiðnaðarins á Íslandi og hún rakin frá fyrstu tíð og allt til vorra daga. Félag bókagerðarmanna, Hið ís- lenska Biblíufélag, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Sam- tök iðnaðarins, Amtsbókasafnið á Akureyri og Minjasafnið á Ak- ureyri standa fyrir þessari sýn- ingu. Morgunblaðið/Kristján Lárus Zophaníasson og Jón Arn- þórsson spjalla saman og skoða sýninguna á Amtsbókasafninu. Amtsbókasafnið á Akureyri Sýningin Frá huga til handar opnuð Mark O’Brien var á ferð ásamt eig- inkonu sinni um Norðurland síðasta sumar og fóru þau m.a. í Mývatns- sveit og til Akureyrar og heilluðust þau svo af að þau gátu vel hugsað sér að flytja búferlum. Eiginkonan nefndi við hann hvort verið gæti að háskóli væri á Akureyri en slíkt taldi hann ekki líklegt. Þegar þau voru komin heim aftur athugaði O’Brien að gamni sínu á Netinu hvort svo gæti verið og komst að því sér til mikillar ánægju að þar væri starfandi Háskólinn á Ak- ureyri. Fyrirspurn hans um hugs- anlegt starf við háskólann kom ein- mitt á sama tíma og farið var að huga að uppbyggingu þessarar nýju deildar. Samstarfið við Ís- lenska erfðagreiningu gerði svo kleift að hægt var að ráða hann að deildinni. Skyldi vera háskóli á Akureyri?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.