Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÉTTARHALD í máli erfingja auðkýfingsins Howards Marshalls II tók á sig nýja mynd í vikunni þegar ekkja hans, Anna Nicole Smith, mætti í vitnastúku á nýjan leik. Orðaskipti Nicole Smith og Rusty Hardins, lögfræðings sonar Marshalls, E. Pierce Marshall, hafa vakið mikla kátínu meðal þeirra sem fylgjast með réttarhaldinu. „Hr. Hardin, þú ert öfuguggi,“ sagði hún þegar lögfræðingurinn hélt því fram að hún hefði fækkað fötum til að ginna níræðan eig- inmann sinn til að lesa yfirlýsingu inn á segulband um að hún ætti að vera fjárhaldsmaður hans. „Þetta er ekki satt og mér býður við þér,“ sagði hún. Smith er 33 ára gömul og kynnt- ist Marshall þegar hún var við vinnu sína á nektardansstað í Hou- ston 1994. Þau gengu í hjónaband skömmu síðar og var hún þá 26 ára en hann 89 ára gamall. Marshall lést ári síðar úr elli. Smith höfðaði ásamt syni Marshalls, J. Howard Marshall III sem sviptur hefur ver- ið arfi, mál á hendur fjárhalds- manni Marshalls, syninum E. Pierce Marshall, í því skyni að fá sinn hlut í auðæfunum. Smith féll þó frá kröfum sínum í Texas eftir að dómstóll í Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu að 450 milljónir dollara ættu að falla í hlut hennar eftir að hún færði rök fyrir því að Marshall hefði lofað henni helm- ingi eigna sinna. Eignirnar hafa verið metnar á tvo milljarða doll- ara, andvirði 170 milljarða króna. Pierce Marshall var ekki sáttur við þau málalok og áfrýjaði úrskurð- inum. Lögfræðingar hans benda á að nafn Smith komi ekki fyrir í erfðaskrá og segja hana ekki eiga rétt á neinu fé. Smith bar vitni í réttarhöldunum fyrir tveimur vikum og sneri aftur í vitnastúkuna sl. mánudag. Íbúar Houston hafa fylgst spenntir með framburði hennar og fjölmiðlar hafa verið duglegir að flytja fréttir úr réttarsal. The New York Times segir næstvinsælustu (á eftir amer- ískum fótbolta) afþreyingu íbúa Texas vera þá að fylgjast með ríku fólki rífast um peninga og því beri vel í veiði nú. Anna Nicole Smith þykir líka einkar skemmtilegt vitni, grætur og hrópar á víxl. Vitnisburður hennar þykir einnig jafn óútreiknanlegur og hún sjálf. „Þetta er betri afþreying en sápuópera,“ sagði hin 58 ára gamla Lillian Seifried sem í stað þess að gæta barnabarna sinna fylgdist með réttarhöldunum. „Hún er mjög skemmtileg og hún virðist vera skemmtilegur félagi. Þar að auki er hún sæt.“ Sl. þriðjudag brast Nicole Smith í grát þegar hún lýsti því hvernig henni hefði verið útskúfað af fjöl- skyldu Marshalls, henni hefði ekki einu sinni verið sagt að hann væri dauðvona. „Allir hötuðu mig og gáfu mér ekki einu sinni tæki- færi,“ sagði hún þegar hún ræddi um atburði vorsins 1995 þegar hún fékk aðeins að umgangast eig- inmann sinn í 30 mínútur á dag eft- ir að Pierce hafði verið úrskurð- aður fjárhaldsmaður föður síns, eftir málaferli. Á miðvikudag var rætt um áð- urnefndar segulbandsupptökur. Lögfræðingur Pierce, Hardin, gaf í skyn að Smith hefði berað brjóst sín til að fá Marshall til að segja að hún ætti að verða fjár- haldsmaður hans. Hardin benti á að milljónamæringurinn segði hvergi berum orðum á spólunum að Smith ætti að erfa helming auð- æfa hans. Lokaspurning Hardins þann dag réttarhaldanna, sem spáð er að vari fram í mars, var hvað stæði á stuttermabol Frú Marshall eins og hann kallar hana. „Spillt,“ svaraði Anna Nicole að bragði. Anna Nicole Smith kemur fyrir rétt vegna deilu erfingja auðkýfingsins Howards Marshalls II Grætur og hrópar á víxl J. Howard Marshall II var orðinn 89 ára gamall þeg- ar hann kvæntist Nicole Smith sem var þá 26 ára. Houston. AP. AP Anna Nicole Smith segir sænsku leikkonuna Anitu Ekberg vera eina af fyrirmyndum sínum. ÍBÚAR í Persaflóaríkinu Barein greiddu í gær og í fyrradag at- kvæði um hvort endurreisa ætti lýðræði í landinu. Búist er við að tillagan verði samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Kosið er um stjórnskipunar- yfirlýsingu, sem emírinn lagði fram, en hún felur í sér að ein- ræði emírsins er afnumið og að tekið verður upp þingbundið konungdæmi. Samkvæmt tillög- unni verður neðri deild þingsins þjóðkjörin en emírinn tilnefnir fulltrúa í efri deild. Dómstólun- um verður einnig veitt sjálf- stæði. Ef tillagan verður sam- þykkt munu breytingarnar taka gildi að fullu eigi síðar en árið 2004. Í Barein býr tæplega hálf milljón manna og um helmingur þeirra er á kosningaaldri, yfir 21 árs. Emírinn vill friðmælast við meirihluta sjíta-múslima Lýðræði ríkti í Barein í skamman tíma á 8. áratugnum. Fyrsta þing landsins var leyst upp árið 1975, eftir tveggja ára setu, og síðan hefur emírinn far- ið með völdin. Emírinn og fjöl- skylda hans eru súnníta-múslim- ar, en sjíta-múslimar eru hins vegar í nokkrum meirihluta í landinu og hafa þeir á undan- förnum árum krafist lýðræðis- umbóta. Nokkurs óróa gætti í Barein af þessum sökum á ár- unum 1994 til 1998, en þáverandi þjóðhöfðingi var ekki reiðubúinn að taka upp lýðræðislega stjórn- arhætti og bældi niður alla and- stöðu. Sonur hans og núverandi emír, Sheikh Hamad, hefur hins vegar reynt að friðmælast við sjíta-meirihlutann frá því hann tók við völdum árið 1999. Tillögurnar um endurreisn lýðræðis í landinu eru liður í þeirri viðleitni, en þær fela með- al annars í sér að tekin verði upp stjórnarskrá, þar sem öllum borgurum séu tryggð jöfn rétt- indi, óháð trú, trúflokki eða kyni. Emírinn hefur einnig veitt um 1.100 pólitískum föngum úr röðum sjíta lausn úr haldi síðan hann kom til valda. Sheik Abdul-Ameer al-Jamri, sjíta-klerkur og einn af leiðtog- um stjórnarandstöðunnar, hefur lýst yfir stuðningi við þjóðarat- kvæðagreiðsluna og fagnað um- bótavilja emírsins. Ýmis mann- réttindasamtök, þar á meðal Amnesty International og Hum- an Rights Watch, hafa einnig lýst ánægju með þróunina í landinu frá valdatöku Sheik Ha- mad. AP Bareinskar konur á kjörstað í höfuðborginni Manama í gær. Kosið um lýð- ræði í Barein Manama. AFP, AP. FYRSTU afskipti George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, af málefnum Miðausturlanda þykja benda til þess að hann hyggist reyna að gæta hlut- leysis í deilum Ísraela og Palestínu- manna. Stjórnmálaskýrendur segja líklegt að þetta valdi óánægju meðal Ísraela, sem hafa notið góðs af sterk- um tengslum við Bandaríkin. Bush hringdi í Ehud Barak, fráfar- andi forsætisráðherra Ísraels, til að fordæma árás á strætisvagnabiðstöð í Ísrael, sem kostaði átta manns lífið í fyrradag, og votta Ísraelum samúð sína. Forsetinn skoraði einnig á Ís- raela og Palestínumenn að slíðra sverðin. Bandaríska utanríkisráðuneytið gagnrýndi her Ísraels fyrir að vega einn af yfirmönnum lífvarða Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, í þyrluárás á þriðjudag. Ráðuneytið sagði að Ísraelar ættu einnig sök á of- beldinu sem hefur magnast á síðustu dögum. Bush hyggst ekki hafa jafn mikil af- skipti af friðarviðræðunum og forveri hans í forsetaembættinu, Bill Clinton, og Ariel Sharon, verðandi forsætis- ráðherra Ísraels, er ánægður með þau áform. En sú viðleitni nýju stjórnar- innar í Washington að gæta hlutleysis er hins vegar ekki líkleg til að gleðja Ísraela. Ísraelskir embættismenn reyndu að gera lítið úr gagnrýni bandaríska utanríkisráðuneytisins. „Ég tel að Bandaríkjastjórn skilji hvernig ástandið er. Utanríkisráðuneytið þarf að gera ákveðna hluti til að viðhalda ákveðnu jafnvægi og sýna að það dragi ekki taum Ísraela,“ sagði hátt- settur embættismaður í Jerúsalem. „Sjálfsvörn“ verði ekki jafnað við „hermdarverk“ Fram hafa þó komið skýrar vís- bendingar um að Ísraelar séu ekki ánægðir með þá afstöðu Banda- ríkjastjórnar að báðum þjóðunum sé um að kenna. Yfirlýsing frá Ísraelsstjórn um samtal Bush og Baraks bendir til þess að ísraelski forsætisráðherrann hafi látið í ljósi óánægju með gagnrýni ut- anríkisráðuneytisins. „Forsætisráð- herrann lagði einnig áherslu á að við- brögðum Ísraela – sem einkennast af yfirvegun og nærgætni og eru liður í sjálfsvörn þeirra – ætti ekki að jafna við hermdarverk Palestínumanna sem skaða saklausa borgara,“ sagði í yfirlýsingunni. Ísraelska dagblaðið Jerusalem Post gagnrýndi Bandaríkjastjórn í forystugrein í gær og sagði að hún hefði valdið „skaða með því að neita að gera greinarmun á fórnarlömbum og árásarseggjum“. „Ekki er ljóst hvers vegna stjórn Bush hyggst halda þeirri misheppnuðu stefnu Clintons að gera ekki siðferðilegan greinarmun á hermdarverkum og baráttunni gegn þeim.“ Blaðið skoraði á Bush að lýsa því af- dráttarlaust yfir að stjórn hans styddi Ísraela í baráttu þeirra gegn hermd- arverkum. „Engin haldbær rök eru fyrir því að umbuna Palestínumönn- um fyrir hryðjuverk með því að jafna þeim við sjálfsvörn.“ Heimildarmaður á þingi Ísraels sagði að það myndi taka ísraelsku ráðamennina nokkurn tíma að sætta sig við hlutleysisviðleitni Bandaríkja- stjórnar. „Ísraelar bjuggust við því að Bandaríkjastjórn myndi votta þeim samúð sína. Hún fékk tækifæri til að lýsa yfir samstöðu með Ísraelum. En Bush beindi einnig athyglinni að þeirri staðreynd að báðir aðilar verða að reyna að binda enda á ofbeldið,“ sagði heimildarmaðurinn. Palestínu- menn hafa lengi sakað Bandaríkja- menn um að draga taum Ísraela og Yasser Arafat fagnaði í gær áskorun Bush um að Ísraelar og Palestínu- menn slíðruðu sverðin. Stjórn Bush haldi að sér höndum í friðarviðræðunum Sharon hefur sagt að hann sé hlynntur friðarviðræðum við Palest- ínumenn ef ofbeldinu linni og sam- starfsmenn hans segja að bandarískir embættismenn hafi stutt þá afstöðu í viðræðum í Washington fyrr í vikunni. „Viðræðurnar voru mjög hlýlegar og andinn var mjög góður,“ sagði hátt- settur embættismaður í Ísrael. „Gert er ráð fyrir því að stjórn Bush haldi sig í hæfilegri fjarlægð í friðarviðræð- unum og skipti sér ekki af þeim nema þegar tækifæri gefst til að þoka þeim áfram eða koma þeim úr sjálfheldu.“ Sharon álítur þetta góð tíðindi en aðstoðarmenn hans vilja einnig að Bandaríkjastjórn láti í ljósi eindreg- inn stuðning við Ísraela. „Afstaða þeirra er sú að milliganga af hálfu Bandaríkjanna verði óhjákvæmilega á kostnað vináttusambands þeirra við Ísrael,“ sagði stjórnmálaskýrandinn Gerald Steinberg, við Bar-Ilan há- skóla í Ísrael. Stefna Bush veldur áhyggjum í Ísrael Jerúsalem. Reuters. AP Ísraelskar konur syrgja ættingja sinn, einn af átta Ísraelum, sem biðu bana í árás Palestínumanns á strætisvagnabiðstöð, þegar hann var bor- inn til grafar í suðurhluta Ísraels í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.