Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 39 MIÐLÆGUM gagnagrunni á heilbrigðissviði er ætlað að verða tæki á sviði viðskipta og vísinda. Í nýlegri umræðu um gagnagrunnsmálið hef- ur verið einblínt á og rætt svo mikið um seinni þáttinn, vísindin, að miðlægi gagna- grunnurinn hefur ekki birst í réttu ljósi og er nauðsynlegt að leið- rétta það. Þorvaldur Ingvars- son, lækningaforstjóri á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri og fylg- ismaður fyrirhugaðs miðlægs gagnagrunns, fullyrðir til dæmis (Mbl. 1. feb. sl.) að gagnagrunnurinn sé tæki til faraldsfræði- legra rannsókna og ef krefjast eigi upplýsts samþykkis muni faralds- fræðilegar rannsóknir Hjartavernd- ar og Krabbameinsfélagsins leggjast af. Þessir gagnagrunnar eru ósam- bærilegir því miðlægur gagnagrunn- ur á heilbrigðissviði er frábrugðinn öðrum gagnagrunnum að flestu leyti, þar á meðal gagnagrunnum á borð við þá hjá Hjartavernd, Krabbameinsfélaginu og til dæmis smitsjúkdómaskrá landlæknisem- bættisins. Miðlægi gagnagrunnur- inn nær yfir alla sjúkdóma og þjóð- ina í heild, hann má keyra saman við erfðafræðilegan og ættfræðilegan gagnagrunn svo úr verður í eitt gagnasafn heilsufars, erfðaefni og fjölskyldu, og notendur hans verða ekki bara vísindafyrirtæki. Í gögn- um sem Íslensk erfðagreining/de- CODE lagði fram vegna alþjóðlegs hlutafjárútboðs árið 2000 kemur fram að væntanlegir notendur að sameinaðri gagnavinnslu deCODE (deCODE Combined Data Process- ing eða DCDP), þar sem gagna- grunnurinn leikur lykilhlutverk, verða fyrirtæki í lyfja- og líftækni auk fyrirtækja á sviði heilsugæslu, sjúkrasamlög sem ná til heilla þjóða og ríkisstofnanir. Jafnvel þótt mjög víð skilgreining á vís- indum væri notuð er of- rausn að kenna alla þessa viðskiptavini við vísindi, heldur er hér að hluta um viðskipti að ræða (1). Viðskipti og vísindi eru tveir ólíkir hlutir og þótt mörkin þar á milli geti verið óljós og hafi orðið óljósari á síðustu áratugum ganga ríkjandi alþjóðlegar siðareglur um vísinda- rannsóknir á mönnum út frá því að mörkin séu skýr. Siðareglurnar miðast við vísindarann- sóknir og taka ekki á aðgangi að heilsufarsupplýsingum í viðskiptatilgangi. Það er hins vegar gert í nýlegum bandarískum reglum um aðgang að heilsufarsupplýsing- um vegna viðskipta, löggæslu og trygginga, þar sem ströng viðurlög eru við brotum. Í þessum nýju reglum er nokkuð fjallað um vísinda- rannsóknir þótt aðallega sé skírskot- að til vísindasiðanefnda og viðtek- inna reglna um vísindarannsóknir (2). Þessar nýju reglur leggja blátt bann við notkun heilsufarsupplýs- inga um einstaklinga til viðskipta án samþykkis þeirra. Þetta sýnir að vís- indi á sviði heilsufars hafa ótvíræða sérstöðu, um þau gilda aðrar reglur en um viðskipti. Að því marki sem gagnagrunnur- inn er almennt tæki til vísindarann- sókna þarf hann að uppfylla mörg skilyrði til þess að not hans á því sviði séu siðleg og er eitt þeirra upp- lýst samþykki. Í gagnagrunnslögun- um frá 1998 var auk þess ekki krafist að leggja áætlun um miðlæga gagna- grunninn fyrir vísindasiðanefnd, eins og venja er og skylt samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga frá 1997. Það hefði tryggt að rannsóknin hefði verið viturleg, orku og tíma hefði ekki verið sóað með fram- kvæmd hennar, og hún því siðleg. Fleira kemur til en upplýst sam- þykki þegar sníða þarf vísindarann- sóknum stakk. Fyrir skömmu voru í tímariti bandarísku læknasamtak- anna talin upp sjö atriði sem vísinda- rannsókn þarf að uppfylla til þess að teljast siðleg. Hún þarf að (a) auka þekkingu eða heilsu, (b) fylgja strangri aðferðafræði, (c) velja þátt- takendur á sanngjarnan hátt, (d) hafa æskilegt hlutfall áhættu og ávinnings, (e) byggjast á áætlunum sem metin hefur verið óháð, (f) krefj- ast upplýsts samþykkis, (g) sýna þátttakendum virðingu – þar með talið sjálfræði þeirra og velferð (3). Gagnagrunnslögin brjóta í veiga- miklum atriðum í bága við þessar reglur og geta því einungis talist að hluta fjalla um vísindarannsóknir. Þorvaldur heldur því fram að til- raun til þess að ýta læknum til hliðar varðandi aðgang að sjúkraskrám stangist ekki á við siðareglur þeirra því einstaklingar geti sagt sig úr gagnagrunninum (19.597 höfðu gert það 6. febrúar 2001 samkvæmt upp- lýsingum á heimasíðu landlæknis- embættisins). Hér gleymist hins vegar að margir hafa ekki getu til að glíma við skrifræði úrsagnar, og réttur þeirra ekki varinn nema ef læknar setja læknaeiðinn skör hærra en gagnagrunnslögin auk þess sem gögn sem einu sinni hafa ratað í gagnahítina eru óafturkræf. Það er ósæmandi hræðsluáróður hjá Þorvaldi að gefa í skyn að mik- ilvægar faraldsfræðilegar rannsókn- ir góðgerðarfélaga muni leggjast af, ef augnamiðið er að réttlæta við- skiptaáætlun ÍE/deCODE um mið- lægan gagnagrunn sem alls óvíst er að þjóni almennri lýðheilsu. Starf Hjartaverndar, Krabbameinsfélags- ins og landlæknisembættisins hefur nú þegar gefið þátttakendum og næstu kynslóðum mikið í aðra hönd til dæmis í formi árangursríks for- varnarstarfs. Þeir sem tala máli miðlægs gagna- grunns og íslenskir fjölmiðlar, nú seinast í yfirlitsgrein í Mbl. 4. feb. um viðræðuslit milli Læknafélags Ís- lands og ÍE/deCODE, þurfa að átta sig á því að gagnagrunnurinn er tæki þar sem hrært er saman viðskiptum og vísindum á ógagnsæjan hátt og sem ber að ræða um í heild eigi landsmenn að geta lagt sjálfstætt mat á þá framtíð sem miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði virðist boða. Skýringar (1) Sjá gögn frá ÍE/deCODE sem fyrirtækið lagði fram hjá Securities and Exchange Commission í Washington, DC (Form S-1) 8. mars 2000. (2) Sjá grein Ólafs Steingrímssonar um bandarísku HIPPA-lögin í Mbl. 1. feb. sl. (3) Emmanuel J. Ezekiel, David Wendler og Christine Grady: „What Makes Clinical Research Ethical?“ Journal of the Americ- an Medical Association, 283 (2000), 2701– 2711. Að kalla hlutina réttum nöfnum Skúli Sigurðsson Gagnagrunnur Í nýlegri umræðu um gagnagrunnsmálið hef- ur verið einblínt á og rætt svo mikið um seinni þáttinn, vísindin, segir Skúli Sigurðsson, að miðlægi gagnagrunn- urinn hefur ekki birst í réttu ljósi og er nauð- synlegt að leiðrétta það. Höfundur er vísindasagnfræðingur og tekur þátt í starfi Mannverndar. styrkur í öðru þurrfóðri. Meðal- styrkur díoxíns í suður-amerísku fiskimjöli er um 0,14 ng/kg þurrefnis en í því evrópska er styrkurinn 1,2 ng/kg þurrefnis eða 7–8 sinnum meiri. Á myndinni díoxín í lýsi og fitu má sjá evrópskt lýsi borið saman við suður-amerískt lýsi og dýrafitu. Eins og sjá má er meðalstyrkur í evr- ópsku lýsi meiri en mesti mældi styrkur í hinum afurðunum. Meðal- styrkur díoxíns í suður-ameríska lýsi er um 0,61 ng/kg fitu WHO-TEQ en í því evrópska er styrkurinn 4,8 ng/kg fitu WHO-TEQ eða 7–8 sinnum meiri. Hreinsun lýsis með virkum kolum Með virkum kolum er hægt að hreinsa díoxín úr lýsi og hefur lýsi til manneldis á Íslandi verið hreinsað um árabil. Hreinsað lýsi mun vænt- anlega eiga greiðan aðgang að mörk- uðum Evrópu um ókomin ár. Eins og sjá má á myndunum er styrkur díox- íns í lýsi mun meiri en styrkur þess í mjölinu (ath. mismunandi kvarðar á gröfunum). Það að hreinsa lýsið er líklega skynsamlegur kostur og hugsanlega eini raunhæfi kosturinn í stöðunni. Í dag er ekki til tæknileg lausn til hreinsunar á fiskimjöli. Lokaorð Díoxínlosun á Íslandi er óveruleg og ljóst að það vandamál sem nú blasir við okkur er að mestu leyti sök úreltra sorpbrennslustöðva og stór- iðju á meginlandi Evrópu. Það að losun þrávirkra efna í Evrópu geti haft í för með sér efnahagslegar af- leiðingar á Íslandi sýnir okkur að mengun virðir engin landamæri. Hvernig þetta mál fer á endanum er ekki gott segja, en ljóst er að þessa stundina er staðan ekki góð- .Staðan mun trúlega skýrast á fundi (CODEX) sem fer fram 12.-16. mars. Þar munu FAO (Matvælastofnun Sameinuðuþjóðanna) og WHO ræða um hvort setja skuli mörk fyrir díox- ín í matvælum og dýrafóðri. Undirritaður hefur komið fyrir vel völdu efni um díoxín á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, www.hes.is. Þar má m.a. finna þau gögn sem stuðst er við í þessari grein. Höfundur er M.Sc. í umhverfis- efnafræði og starfar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. NÚ standa yfir um- ræður um staðsetningu og byggingu Listahá- skóla Íslands, þ.e. skóla sem hýsa á undir sama þaki myndlistardeild, leiklistardeild og tón- listardeild. Í því samb- andi hafa verið nefndir miðbær Reykjavíkur, Miklatún og Hafnar- fjörður sem mögulegir staðir fyrir nýja bygg- ingu skólans. Á fundi, sem við í stjórn Gallerís Nema hvað (nemenda- gallerí myndlistardeild- ar) áttum fyrir skömmu með menntamálaráð- herra, lét ráðherrann í ljós áhuga sinn á Hafnarfirði. Sú hugmynd virð- ist aftur á móti hvorki taka mið af hag eða vilja nemenda né kennara, heldur vera hrein pólitísk ákvörðun sem snúist um hag ákveðinna stjórn- málaflokka og manna. Ekki hefur verið gerð könnun á vilja nemenda og kennara, sem er jú það fólk sem kemur til með að lifa og starfa innan veggja þessarar byggingar. Talsvert hefur verið rætt um þetta mál innan skólans og í öll þau skipti sem ég hef rekið inn nefið í þess lags samræður hefur það alfarið verið skoðun jafnt nemenda sem kennara að fráleitt væri að byggja skólann í Hafnarfirði. Mun eðlilegra væri að byggja skólann í því umhverfi þar sem mest menning og gróska rík- ir. Þá á ég við listasöfn, gallerí, leikhús, tilvon- andi tónlistarhús, bóka- söfn og síðast en ekki síst öll kaffihúsin. Enda er það vitað mál að stór hluti námsins fer fram í formi samræðna milli nemenda á kaffihúsum, því nám felst ekki ein- göngu í „praktík“. Bygging nýs listahá- skóla er mjög stór ákvörðun, þar sem ver- ið er að ákvarða náms- umhverfi fyrir komandi listamenn landsins í öllum listgreinum um næstu framtíð. Þetta er mál sem varðar alla þjóðina, ekki síst í ljósi þess að ein helsta landkynning Ís- lands hefur einmitt verið í gegnum listamenn landsins. Ef Íslendingar hafa einhvern hug á því að ala af sér listamenn á alþjóðamælikvarða verð- ur að búa svo um að umhverfi þeirra sé í skynsamlegu færi frá miðbæ Reykjavíkur, þar sem mest líf á sér stað. Nú er ég ekki að segja að hin vinalegi Hafnarfjarðarbær sé slæm- ur staður, þvert á móti, en ég tel hann hins vegar ekki vel til þess fall- inn að hýsa Listaháskóla Íslands. Listamenn og nemar þurfa að fylgj- ast vel með samtíma sínum og vera í nálægð við menninguna og er það því óviðeigandi í því nútímasamfélagi sem við búum í að planta listnemum langt frá öllu og búa til frumstæðar víkingalistakynslóðir sem stunda myndu Fjörukrána. Varðandi staðsetn- ingu og byggingu Listaháskóla Íslands Tómas Lemarquis Listaháskóli Mun eðlilegra væri að byggja skólann í því umhverfi, segir Tómas Lemarquis, þar sem mest menning og gróska ríkir. Höfundur er nemandi við mynd- listardeild Listaháskóla Íslands. Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.